Færslur: Hólmavík

Keyptu sturtuklefa á Bland.is til að komast í páskasund
Starfsmenn sundlaugarinnar á Hólmavík dóu ekki ráðalausir þó allir sturtuklefar í búningsklefum við laugina væru ónothæfir. Þeir fjárfestu í sturtuklefa á netinu og tengdu inn á baðherbergi í anddyri sundlaugarinnar.
14.04.2022 - 13:29
Sjónvarpsfrétt
Sönkuðu að sér tækjum og opnuðu Fablab á Ströndum
Hjón sem kaupa frekar verkfæri og tæki en föt og bíla hafa nú opnað minnstu Fablab smiðju landsins á Hólmavík á Ströndum. Þau vona að smiðjan sýni fram á að slíkt starf gagnist litlum byggðum jafnt sem smáum.
21.03.2022 - 09:43
Landinn
Allt má ræða í einyrkjakaffinu
Á fimmtudagsmorgnum klukkan tíu er alltaf einyrkjakaffi í Hnyðju í Hólmavík. Þangað kemur alls konar fólk til að ræða landsins gagn og nauðsynjar, hjálpa hvert öðru með hugmyndir og sækja í félagsskap.
11.11.2021 - 07:50
Hörmungardagar gera öllu því ömurlega hátt undir höfði
Hörmungardagar standa nú yfir á Hólmavík. Þar á að gera öllu því sem er hörmulegt hátt undir höfði.
28.02.2021 - 12:37
Myndskeið
Opna nýja byggingavöruverslun á Hólmavík
Hópur Strandamanna hefur komið sér saman um rekstur byggingavöruverslunar eftir að hafa séð fram á að þurfa að keyra í Borgarnes til að kaupa skrúfur.
04.05.2020 - 16:31
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“
Snjó hefur kyngt niður á Vestfjarðakjálka líkt og víðar eins og sjá má á myndum sem hafa verið sendar fréttastofu. Hrafnhildur Skúladóttir er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík norður á Ströndum. Hún segir það ekki einfalt að reka útisundlaug í þeim veðrum sem geisað hafa.
18.03.2020 - 17:10
Nafn mannsins sem lést í umferðarslysi
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Innstrandavegi við Hrófá skammt frá Hólmavík, þann 30. júní síðastliðinn, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson.
03.07.2019 - 16:41
Lést í umferðarslysi nærri Hólmavík
Ökumaður bifhjóls lést í umferðarslysi á Innstrandavegi við Hrófá skammt frá Hólmavík á fjórða tímanum í gær. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
01.07.2019 - 09:42
Nauðarsamningur borinn undir kröfuhafa í dag
Nauðarsamningur Rækjuvinnslunnar Hólmadrangs, sem á í miklum fjárhagserfiðleikum, verður borinn undir atkvæði á kröfuhafafundi í dag. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, framkvæmdarstjóri Hólmadrangs, segist bjartsýnn á að allt gangi upp, ef ekki kemur eitthvað óvænt upp á.
21.06.2019 - 11:43
Milljarður rís þurfti stærri sal í Hólmavík
Þegar Milljarður rís, verkefni UN Women, var skipulagt í Hólmavík var ekki gert ráð fyrir að öll leikskóla- og grunnskólabörn bæjarins myndu koma og dansa saman. Þess vegna þurfti að finna stærri sal fyrir hópdansinn.
07.02.2019 - 14:36
Saurgerlar í neysluvatni á Hólmavík
Saurgerlar fundust í neysluvatni á Hólmavík við könnun fyrir helgi. Vegna þessa er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatn, að því er segir í frétt á vef Strandabyggðar. Til stendur að taka aftur sýni í dag og á vef sveitarfélagsins segir að upplýst verði um niðurstöðurnar um leið og þær berast.
02.07.2018 - 12:39