Færslur: Hollywood

Johansson stefnir Disney fyrir samningsbrot
Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hefur stefnt Walt Disney-samsteypunni fyrir samningsbrot. Johansson leikur aðalhlutverk í nýrri stórmynd fyrirtækisins um svörtu ekkjuna, Black Widow.
29.07.2021 - 19:38
Óvenjuleg Emmy-verðlaunahátíð á óvenjulegum tímum
Emmy verðlaunahátíðin verður með óvenjulegu sniði þetta árið, eins og flest á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru.
19.09.2020 - 02:37
Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.
Wilford Brimley er látinn
Bandaríski leikarinn Wilford Brimley er látinn 85 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Cocoon, The Natural og í hlutverki Dr. Blair í The Thing.
02.08.2020 - 12:21
Tom Hanks orðinn grískur ríkisborgari
Bandarísku kvikmyndaleikararnir Tom Hanks og eiginkona hans Rita Wilson eru nú orðnir grískir ríkisborgarar. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, greindi frá þessu í dag.
27.07.2020 - 16:49
Goðsögnin Olivia de Havilland látin, 104 ára að aldri
Stórleikkonan Olivia de Havilland er látin, 104 ára að aldri. Í tilkynningu frá umboðsmanni hennar segir að hún hafi fengið hægt andlát á heimili sínu í París, þar sem hún hefur búið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar. de Havilland lék í 49 kvikmyndum á glæstum ferli sem spannaði 45 ár, frá 1935 til 1980. Hún vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki, annars vegar fyrir myndina To Each his Own árið 1946 og hins vegar fyrir Erfingjann, The Heiress, árið 1949.
26.07.2020 - 23:27
COVID ráðgjafar nýja starfstéttin í Hollywood
Mikill fjöldi starfsfólks kemur jafnan að gerð hverrar kvikmyndar og sjónvarpsþáttar, auk leikara og leikstjóra. Kvikmyndatökumenn, ljósameistarar, förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk eru bara nokkrir þeirra sem eiga þar líka hlut að máli. Nú hefur ný starfsgrein bæst í hópinn. Þetta eru COVID-19 ráðgjafarnir sem eiga að sjá um að halda tökustaðnum veirufríum.
28.05.2020 - 11:28
Jennifer Garner þvær þvott með Daða
Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.
19.05.2020 - 08:57
Réðu svarta konu í aðalhlutverkið til að ögra sögunni
Þættirnir Hollywood eru nýir á streymisveitunni Netflix. Þættirnir fjalla um hóp af leikurum, eftir seinni heimsstyrjöldina, sem eru að reyna að koma sér á framfæri í borg englanna og meika það sama hvað það kostar.
13.05.2020 - 14:49
Lestin
Semur tónlist í nýjum þáttum með frægum dragdrottningum
„Vonandi tekst að opna hjörtu sem voru lokuð gagnvart því sem þau þekkja ekki,“ segir Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld um nýju HBO þættina We're here, sem hún semur tónlist fyrir. Þættirnir fjalla um stjörnur úr RuPaul's Drag Race sem ferðast um Bandaríkin og fá fólk úr smábæjum til að kynnast dragi og opna augu og huga fyrir því sem er framandi.
28.04.2020 - 08:54
Pistill
Morð og myrkraverk í Barbíhöfuðborg heimsins
Júlía Margrét Einarsdóttir fjallar um stjörnurnar í Hollywood myrkurs og dauða, frægðargötuna, sundlaugarpartýin og fjöldamorðsminnisvarðana á Safni Dauðans.
26.01.2020 - 11:42
Hollywood lét fjarlægja stjörnu Björgvins úr gangstétt
Stjarna Björgvins Halldórssonar í gangstéttinni fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur verið fjarlægð því viðskiptaráð Hollywood í Los Angeles kvartaði undan því að þarna væri verið að nota höfundaréttarvarða stjörnu í gangstétt.
Er kynlífssenan að hverfa í Hollywood?
Við könnumst flest við þetta. Stæltir svitaperlaðir líkamar stórstjarna sem mjakast hálfir undir laki í rökkrinu. Þú teygir þig í popppokann, svo óendanlega meðvitaður um eigin andadrátt. Þögnin er óbærileg. Foreldrar þínir humma vandræðilega „Ha… já, ha ha, þetta er bara svona.“
22.06.2019 - 10:19