Færslur: Hollywood

COVID ráðgjafar nýja starfstéttin í Hollywood
Mikill fjöldi starfsfólks kemur jafnan að gerð hverrar kvikmyndar og sjónvarpsþáttar, auk leikara og leikstjóra. Kvikmyndatökumenn, ljósameistarar, förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk eru bara nokkrir þeirra sem eiga þar líka hlut að máli. Nú hefur ný starfsgrein bæst í hópinn. Þetta eru COVID-19 ráðgjafarnir sem eiga að sjá um að halda tökustaðnum veirufríum.
28.05.2020 - 11:28
Jennifer Garner þvær þvott með Daða
Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.
19.05.2020 - 08:57
Réðu svarta konu í aðalhlutverkið til að ögra sögunni
Þættirnir Hollywood eru nýir á streymisveitunni Netflix. Þættirnir fjalla um hóp af leikurum, eftir seinni heimsstyrjöldina, sem eru að reyna að koma sér á framfæri í borg englanna og meika það sama hvað það kostar.
13.05.2020 - 14:49
Lestin
Semur tónlist í nýjum þáttum með frægum dragdrottningum
„Vonandi tekst að opna hjörtu sem voru lokuð gagnvart því sem þau þekkja ekki,“ segir Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld um nýju HBO þættina We're here, sem hún semur tónlist fyrir. Þættirnir fjalla um stjörnur úr RuPaul's Drag Race sem ferðast um Bandaríkin og fá fólk úr smábæjum til að kynnast dragi og opna augu og huga fyrir því sem er framandi.
28.04.2020 - 08:54
Pistill
Morð og myrkraverk í Barbíhöfuðborg heimsins
Júlía Margrét Einarsdóttir fjallar um stjörnurnar í Hollywood myrkurs og dauða, frægðargötuna, sundlaugarpartýin og fjöldamorðsminnisvarðana á Safni Dauðans.
26.01.2020 - 11:42
Hollywood lét fjarlægja stjörnu Björgvins úr gangstétt
Stjarna Björgvins Halldórssonar í gangstéttinni fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur verið fjarlægð því viðskiptaráð Hollywood í Los Angeles kvartaði undan því að þarna væri verið að nota höfundaréttarvarða stjörnu í gangstétt.
Er kynlífssenan að hverfa í Hollywood?
Við könnumst flest við þetta. Stæltir svitaperlaðir líkamar stórstjarna sem mjakast hálfir undir laki í rökkrinu. Þú teygir þig í popppokann, svo óendanlega meðvitaður um eigin andadrátt. Þögnin er óbærileg. Foreldrar þínir humma vandræðilega „Ha… já, ha ha, þetta er bara svona.“
22.06.2019 - 10:19