Færslur: Holland

Segir að mótmælendur í Hollandi komi úr ýmsum áttum
Mörg hundruð hafa verið handtekin í Hollandi undanfarna daga í verstu óspektum sem verið hafa í landinu í 40 ár. Fólkið mótmælir útgöngubanni og ströngum sóttvarnareglum sem hafa verið í gildi í landinu síðan í haust. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi sem búsett er í borginni Nijmegen í norðausturhluta Hollands, segir að almenningur sé óttasleginn vegna mótmælanna. Svo virðist sem þeir sem taka þátt í þeim séu fjölbreyttur hópur.
Útgöngubann veldur miklum óeirðum í Hollandi
Óeirðir brutust út í Amsterdam, Rotterdam og fleiri hollenskum borgum í kvöld, þriðja kvöldið í röð, þegar þúsundir streymdu út á götur og torg til að mótmæla fyrsta útgöngubanninu sem sett hefur verið á í Hollandi síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Útgöngubannið er liður í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og gildir frá níu á kvöldin til hálf fimm að morgni.
26.01.2021 - 02:17
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Tugir mótmælenda handteknir í Hollandi
Mótmæli gegn útgöngubanni brutust út víða í Hollandi í dag. Í gærkvöldi tóku gildi reglur um útgöngubann frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm um nætur. Útgöngubannið gildir til 10. febrúar.
24.01.2021 - 19:08
Útgöngubann um nætur í Hollandi
Hollenska þingið samþykkti í dag útgöngubann um nætur sem tekur gildi á laugardag, vegna útbreiðslu veirunnar. Þetta er fyrsta útgöngubannið í landinu síðan í síðari heimsstyrjöld.
21.01.2021 - 20:54
Hollenska ríkisstjórnin biðst lausnar
Hollenska ríkisstjórnin baðst lausnar í dag vegna hneykslismáls sem varðar barnabótakerfi landsins. Skattayfirvöld kröfðu þúsundir foreldra um að endurgreiða ríkinu ofreiknaðar barnabætur, sem leiddu að sögn hollenskra fjölmiðla til þess að fjöldi fólks lenti í alvarlegum fjárhagsvandræðum.
15.01.2021 - 13:45
Barnabótahneyksli skekur hollensku stjórnina
Hollenska ríkisstjórnin ákveður það á fundi sínum í dag hvort hún starfi áfram. Hneykslismál er varðar barnabótakerfi landsins skekur stjórnina, og varð til þess að leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sagði af sér.
15.01.2021 - 05:27
Myndskeið
Samlokurnar gerðar upptækar við evrópsku landamærin
„Ertu með kjöt á öllum brauðsneiðunum?“ spurði hollenski landamæravörðurinn og afsakaði sig svo þegar hann neyddist til að gera allt nesti pólska vöruflutningabílstjórans upptækt. „Velkominn í Brexit,“ bætti hann við afsakandi.
12.01.2021 - 16:01
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Holland · Bretland
Bólusetning hafin í Hollandi
Byrjað var að bólusetja við kórónuveirunni í Hollandi í morgun. Holland er síðasta ríki Evrópusambandsins til að hefja bólusetningar, en þær hófust almennt í ríkjum sambandsins 27. desember.
06.01.2021 - 10:05
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
Belgar loka á flug og lestir Breta
Yfirvöld í Belgíu loka á umferð lesta og flugvéla frá Bretlandi frá og með miðnætti í kvöld. Þetta er gert vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi. Fyrr í dag bannaði ríkisstjórn Hollands allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins.
20.12.2020 - 11:55
Í stöðugu sambandi við Breta vegna nýs COVID afbrigðis
Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnuninnar eru í stöðugu sambandi við fulltrúa breskra stjórnvalda vegna nýs afbrigðis af COVID-19 sem greint hefur verið í Bretlandi.
20.12.2020 - 11:33
Breskum farþegaflugvélum bannað að lenda í Hollandi
Ríkisstjórn Hollands bannaði í dag allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins. Banninu er ætlað að standa til fyrsta janúar. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem gengið hefur á Bretlandi.
20.12.2020 - 00:56
Hröð útbreiðsla kórónuveirunnar víða í Evrópu
Nýtt afbrigði af kórónuveirunni hefur fundist á Englandi að því er Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í dag. Hann taldi þó að bóluefni virkuðu einnig gegn nýja afbrigðinu. Matt Hancock sagði að nýja veiruafbrigðið gæti verið ástæðan fyrir hraðri útbreiðslu á suðurhluta Englands. Veirusmitum fjölgar með miklum hraða í og við Lundúnaborg.
14.12.2020 - 18:12
Enn finnast dularfullar gljáandi súlur
Enn ein dularfull gljáandi, þriggja metra há súla hefur fundist, nú á strönd Wighteyju undan suðurströnd Englands. Fyrsta súlan fannst í eyðimörk i Utah í nóvember, önnur á fjallstindi í Kaliforníu og enn önnur í Rúmeníu.
08.12.2020 - 01:06
Ráðið frá ferðalögum fram á næsta ár
Hollensk stjórnvöld boðuðu hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Söfnum, kvikmyndahúsum og öðrum helstu samkomustöðum landsins verður lokað í að minnsta tvær vikur, sagði forsætisráðherrann Mark Rutte í dag.
03.11.2020 - 19:51
Listaverk forðaði stórtjóni þegar lest fór af sporinu
Það verður að teljast ótrúlegt, atvikið sem átti sér stað í úthverfi Rotterdam í Hollandi í morgun þegar lest fór út af sporinu. Stórt útilistaverk forðaði því að lestin hrapaði tíu metra niður.
02.11.2020 - 14:42
Áformum um stuðning við KLM skotið á frest
Hollensk stjórnvöld hafa skotið á frest ráðagerðum sínum að hlaupa undir bagga með flugfélaginu KLM með milljarða evra innspýtingu.
31.10.2020 - 19:41
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Hnupluðu stolnum munum frá Kongó í beinni útsendingu
Aðgerðasinnar frá Kongó hrifsuðu í gær styttu af grafreit úr hollensku safni. Þeir birtu myndband af gjörðum sínum í beinni útsendingu á Facebook, og sögðust einfaldlega vera að endurheimta menningarminjar sem teknar voru á nýlendutímanum þegar Belgar réðu Kongó. 
13.09.2020 - 00:34
Erlent · Afríka · Evrópa · Holland
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Hollensku konungshjónin brutu sóttvarnareglur
Vilhjálmur Alexander konungur Hollands og Maxima drottning hafa beðist afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnareglur á ferðalagi sínu í Grikklandi. Myndir voru birtar af konungshjónunum á veitingastað að ræða við eiganda staðarins í návígi.
24.08.2020 - 11:12
Koeman á að koma Börsungum á beinu brautina á ný
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, verður að öllu óbreyttu næsti knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Barcelona, sem rak forvera hans Quique Setien á mánudag, daginn eftir að liðið galt sögulegt afhroð gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu, þegar það tapaði fyrir þýsku meisturunum með tveimur mörkum gegn átta.
19.08.2020 - 06:16
Erlent · Evrópa · Íþróttir · Fótbolti · Spánn · Holland
Dómur kveðinn upp í dag vegna morðsins á Hariri
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Hann var ráðinn af dögum í Beirút árið 2005. Bílsprengja varð honum og 21 öðrum að bana, 226 slösuðust.
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.