Færslur: Holland

Belgar loka á flug og lestir Breta
Yfirvöld í Belgíu loka á umferð lesta og flugvéla frá Bretlandi frá og með miðnætti í kvöld. Þetta er gert vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi. Fyrr í dag bannaði ríkisstjórn Hollands allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins.
20.12.2020 - 11:55
Í stöðugu sambandi við Breta vegna nýs COVID afbrigðis
Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnuninnar eru í stöðugu sambandi við fulltrúa breskra stjórnvalda vegna nýs afbrigðis af COVID-19 sem greint hefur verið í Bretlandi.
20.12.2020 - 11:33
Breskum farþegaflugvélum bannað að lenda í Hollandi
Ríkisstjórn Hollands bannaði í dag allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins. Banninu er ætlað að standa til fyrsta janúar. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem gengið hefur á Bretlandi.
20.12.2020 - 00:56
Hröð útbreiðsla kórónuveirunnar víða í Evrópu
Nýtt afbrigði af kórónuveirunni hefur fundist á Englandi að því er Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í dag. Hann taldi þó að bóluefni virkuðu einnig gegn nýja afbrigðinu. Matt Hancock sagði að nýja veiruafbrigðið gæti verið ástæðan fyrir hraðri útbreiðslu á suðurhluta Englands. Veirusmitum fjölgar með miklum hraða í og við Lundúnaborg.
14.12.2020 - 18:12
Enn finnast dularfullar gljáandi súlur
Enn ein dularfull gljáandi, þriggja metra há súla hefur fundist, nú á strönd Wighteyju undan suðurströnd Englands. Fyrsta súlan fannst í eyðimörk i Utah í nóvember, önnur á fjallstindi í Kaliforníu og enn önnur í Rúmeníu.
08.12.2020 - 01:06
Ráðið frá ferðalögum fram á næsta ár
Hollensk stjórnvöld boðuðu hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Söfnum, kvikmyndahúsum og öðrum helstu samkomustöðum landsins verður lokað í að minnsta tvær vikur, sagði forsætisráðherrann Mark Rutte í dag.
03.11.2020 - 19:51
Listaverk forðaði stórtjóni þegar lest fór af sporinu
Það verður að teljast ótrúlegt, atvikið sem átti sér stað í úthverfi Rotterdam í Hollandi í morgun þegar lest fór út af sporinu. Stórt útilistaverk forðaði því að lestin hrapaði tíu metra niður.
02.11.2020 - 14:42
Áformum um stuðning við KLM skotið á frest
Hollensk stjórnvöld hafa skotið á frest ráðagerðum sínum að hlaupa undir bagga með flugfélaginu KLM með milljarða evra innspýtingu.
31.10.2020 - 19:41
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Hnupluðu stolnum munum frá Kongó í beinni útsendingu
Aðgerðasinnar frá Kongó hrifsuðu í gær styttu af grafreit úr hollensku safni. Þeir birtu myndband af gjörðum sínum í beinni útsendingu á Facebook, og sögðust einfaldlega vera að endurheimta menningarminjar sem teknar voru á nýlendutímanum þegar Belgar réðu Kongó. 
13.09.2020 - 00:34
Erlent · Afríka · Evrópa · Holland
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Hollensku konungshjónin brutu sóttvarnareglur
Vilhjálmur Alexander konungur Hollands og Maxima drottning hafa beðist afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnareglur á ferðalagi sínu í Grikklandi. Myndir voru birtar af konungshjónunum á veitingastað að ræða við eiganda staðarins í návígi.
24.08.2020 - 11:12
Koeman á að koma Börsungum á beinu brautina á ný
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, verður að öllu óbreyttu næsti knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Barcelona, sem rak forvera hans Quique Setien á mánudag, daginn eftir að liðið galt sögulegt afhroð gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu, þegar það tapaði fyrir þýsku meisturunum með tveimur mörkum gegn átta.
19.08.2020 - 06:16
Erlent · Evrópa · Íþróttir · Fótbolti · Spánn · Holland
Dómur kveðinn upp í dag vegna morðsins á Hariri
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Hann var ráðinn af dögum í Beirút árið 2005. Bílsprengja varð honum og 21 öðrum að bana, 226 slösuðust.
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.
Breskir ferðamenn þurfa að flýta heimför sinni
Nú styttist í að breskir ferðamenn þurfi að flýta för sinni heim frá Frakklandi og Hollandi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ríki væru tekin af lista yfir örugg lönd, vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19.
14.08.2020 - 08:14
Kókaínverksmiðja í hollensku hesthúsi
Hollenska lögreglan er með sautján manns í haldi eftir að upp komst um kókaínframleiðslu í gömlu hesthúsi í þorpinu Nijeveen í norðanverðu landinu. Þrettán hinna handteknu eru kólumbískir, þrír eru hollenskir og einn Tyrki, hefur Guardian eftir lögreglunni.
12.08.2020 - 04:28
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Milljón minkum lógað vegna kórónuveirunnar
Heilbrigðisyfirvöld í Hollandi fyrirskipuðu í dag að rúmlega ellefu hundruð minkum á minkabúi í þorpinu Westerbeek, nærri þýsku landamærunum yrði lógað. 25 minkar reyndust smitaðir af kórónuveirunni. Á minkabúi á Spáni reyndust hátt í níu dýr af hverjum tíu vera smituð.
17.07.2020 - 17:45
Kæra Rússa til Mannréttindadómstólsins
Stjórnvöld í Hollandi hafa ákveðið að kæra Rússa til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir þátt þeirra í að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Með henni fórust hátt í þrjú hundruð manns.
Líffræðilegt kyn hverfur úr hollenskum skilríkjum
Líffræðilegs kyns einstaklinga verður ekki getið á hollenskum skilríkjum í framtíðinni nái hugmyndir Ingrid van Engelshoven mennta- og menningarmálaráðherra landsins fram að ganga.
Yfir 800 handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð
Yfir 800 voru handteknir víða um Evrópu eftir að evrópskar löggæslustofnanir náðu að hlera samskiptakerfi glæpamanna. Vopna- og fíkniefnaviðskipti fóru fram á samskiptakerfinu. Lagt var hald á yfir tvö tonn af eiturlyfjum, tugi skotvopna og jafnvirði rúmlega níu milljarða króna í reiðufé í aðgerðunum. 
03.07.2020 - 05:15
Rutte gat ekki fylgt móður sinni til hinstu hvílu
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, gat ekki heimsótt móður sína á dánarbeðinum vegna heimsóknarhafta í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Ráðuneyti Ruttes greindi frá þessu í dag. Hann greindi frá því fyrr í dag að móðir hans, hin 96 ára gamla Mieke Rutte-Dilling, hafi látið lífið á dvalarheimili í Haag 13. maí. Þá voru um tveir mánuðir síðan öllum dvalarheimilum var lokað fyrir utanaðkomandi heimsóknum í Hollandi.
26.05.2020 - 02:11