Færslur: Holland

Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil
Vonast er til að niðurstöður skimana íslenska hópsins í Rotterdam berist upp úr hádeginu í dag. Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri hópsins í samtali við fréttastofu. Íslenski hópurinn dvelur nú í fimm daga sóttkví.
17.05.2021 - 07:36
Myndskeið
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi rann upp í dag. Flest bendir til að flokkur forsætisráðherra landsins fái mest fylgi.
17.03.2021 - 19:33
Síðasti dagur kosninga í Hollandi
Kjörstaðir voru opnaði í morgun á þriðja og síðasta degi þingkosninga sem fram fara í Hollandi. Í kosningunum í gær og fyrradag var einkum tryggt að aldraðir, veikburða og sjúkir gætu kosið á völdum stöðum, en í dag fá allir aðrir að kjósa.
17.03.2021 - 08:33
Þingkosningar hafnar í Hollandi
Þriggja daga þingkosningar eru hafnar í Hollandi. þrátt fyrir harðar aðgerðir til að halda aftur af COVID-19 faraldrinum, svo sem útgöngubann að nóttu til. Því er spáð að Mark Rutte forsætisráðherra og flokkur hans haldi velli.
15.03.2021 - 07:27
Óeirðarlögregla stöðvaði mótmæli í Hollandi
Hollenska lögreglan beitti öflugri vatnsbyssu til þess að kveða niður mótmæli í Haag í gær. Um tvö þúsund voru saman komin til þess að mótmæla aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Óeirðarlögregla var kölluð út til þess að kveða niður mótmælin. Nokkrir voru handteknir að sögn fréttastofu BBC.
15.03.2021 - 06:21
Fleiri ríki hætta notkun bóluefnis AstraZeneca
Hollendingar og Írar bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem ætla að hætta notkun bóluefna við kórónuveirunni frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca. Hollenska stjórnin sagðist í gær ætla að slá öllum bólusetningum með efninu á frest í tvær vikur. 
15.03.2021 - 05:55
Landinn
Nuddari í mongólsku tjaldi
Á bænum Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð í Eyjafirði stendur mongólskt tjald, eða yurt. Í tjaldinu er rekin nuddstofa og nuddarinn er frá Hollandi.
17.02.2021 - 09:43
Innlent · Mannlíf · landinn · eyjafjörður · nudd · Holland
Áfram útgöngubann í Hollandi
Áfrýjunardómstóll í Haag sneri í gærkvöld dómi sem kveðinn var upp fyrr í gær þess efnis, að útgöngubann stjórnvalda vegna COVID-19 væri ólöglegt og skyldi aflétt þegar í stað. Fjölskipaður áfrýjunardómstóllinn ákvarðaði að útöngubannið skuli gilda áfram fram á föstudag hið minnsta, en þá fer fram aðalmeðferð í máli samtakanna Wiruswaarheid gegn stjórnvöldum.
Stelur frá Louvre til að mótmæla nýlendustefnu
Stærstu söfn Evrópu gera upp blóði drifna nýlendufortíð. Hollendingar hafa heitið því að skila stolnum listmunum en kongólski aktívistinn Mwazulu Diyabanza lætur verkin tala með því að stela gripunum aftur til baka.
16.02.2021 - 20:00
Útgöngubann í Hollandi dæmt ólöglegt
Dómstóll í Hollandi skipaði stjórnvöldum í dag að aflétta þegar í stað útgöngubanni, sem komið var á til að stöðva útbreiðslu COVID-19 farsóttarinnar. Dóminum verður áfrýjað. Landsmenn eru áfram hvattir til að halda sig heima um kvöld og nætur. 
16.02.2021 - 16:43
Þúsundir starfsmanna Heineken missa vinnuna
Hollensku Heineken bjórverksmiðjurnar hyggjast segja upp um átta þúsund manns á næstunni vegna rekstrarerfiðleika. Tap var á rekstri fyrirtækisins í fyrra þar sem loka þurfti fjölmörgum börum og krám vegna COVID-19 faraldursins. 
10.02.2021 - 16:02
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Útgöngubann framlengt í Hollandi
Hollensk stjórnvöld framlengdu í dag reglur um útgöngubann, sem áttu að falla úr gildi á morgun. Útgöngubann frá níu að kvöldi til hálf fimm að morgni hefur verið í gildi í Hollandi um rúmlega tveggja vikna skeið. Í stað þess að láta það renna út, eins og til stóð, ákvað ríkisstjórnin að halda reglunum óbreyttum til 3. mars hið minnsta.
09.02.2021 - 01:22
Snjókoma veldur usla í Hollandi og Þýskalandi
Mikil snjókoma hefur valdið vandræðum í Hollandi og Þýskalandi. Ökumenn hafa víða lent í ógöngum og hefur þurft að loka hraðbrautum vegna slæmra akstursskilyrða. 
07.02.2021 - 19:49
Myndskeið
Blóðug eftir vatnsbyssu lögreglunnar
Kona í Eindhoven í Hollandi slasaðist eftir að lögreglan sprautaði vatni á hana í mótmælum um helgina. Konan var með manni utan hóps mótmælenda gegn sóttvarnaaðgerðum þegar lögreglan sprautaði á hana. Krafturinn var slíkur að hún kastaði á byggingu sem hún stóð við.
27.01.2021 - 19:22
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Segir að mótmælendur í Hollandi komi úr ýmsum áttum
Mörg hundruð hafa verið handtekin í Hollandi undanfarna daga í verstu óspektum sem verið hafa í landinu í 40 ár. Fólkið mótmælir útgöngubanni og ströngum sóttvarnareglum sem hafa verið í gildi í landinu síðan í haust. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi sem búsett er í borginni Nijmegen í norðausturhluta Hollands, segir að almenningur sé óttasleginn vegna mótmælanna. Svo virðist sem þeir sem taka þátt í þeim séu fjölbreyttur hópur.
Útgöngubann veldur miklum óeirðum í Hollandi
Óeirðir brutust út í Amsterdam, Rotterdam og fleiri hollenskum borgum í kvöld, þriðja kvöldið í röð, þegar þúsundir streymdu út á götur og torg til að mótmæla fyrsta útgöngubanninu sem sett hefur verið á í Hollandi síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Útgöngubannið er liður í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og gildir frá níu á kvöldin til hálf fimm að morgni.
26.01.2021 - 02:17
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Tugir mótmælenda handteknir í Hollandi
Mótmæli gegn útgöngubanni brutust út víða í Hollandi í dag. Í gærkvöldi tóku gildi reglur um útgöngubann frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm um nætur. Útgöngubannið gildir til 10. febrúar.
24.01.2021 - 19:08
Útgöngubann um nætur í Hollandi
Hollenska þingið samþykkti í dag útgöngubann um nætur sem tekur gildi á laugardag, vegna útbreiðslu veirunnar. Þetta er fyrsta útgöngubannið í landinu síðan í síðari heimsstyrjöld.
21.01.2021 - 20:54
Hollenska ríkisstjórnin biðst lausnar
Hollenska ríkisstjórnin baðst lausnar í dag vegna hneykslismáls sem varðar barnabótakerfi landsins. Skattayfirvöld kröfðu þúsundir foreldra um að endurgreiða ríkinu ofreiknaðar barnabætur, sem leiddu að sögn hollenskra fjölmiðla til þess að fjöldi fólks lenti í alvarlegum fjárhagsvandræðum.
15.01.2021 - 13:45
Barnabótahneyksli skekur hollensku stjórnina
Hollenska ríkisstjórnin ákveður það á fundi sínum í dag hvort hún starfi áfram. Hneykslismál er varðar barnabótakerfi landsins skekur stjórnina, og varð til þess að leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sagði af sér.
15.01.2021 - 05:27
Myndskeið
Samlokurnar gerðar upptækar við evrópsku landamærin
„Ertu með kjöt á öllum brauðsneiðunum?“ spurði hollenski landamæravörðurinn og afsakaði sig svo þegar hann neyddist til að gera allt nesti pólska vöruflutningabílstjórans upptækt. „Velkominn í Brexit,“ bætti hann við afsakandi.
12.01.2021 - 16:01
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Holland · Bretland
Bólusetning hafin í Hollandi
Byrjað var að bólusetja við kórónuveirunni í Hollandi í morgun. Holland er síðasta ríki Evrópusambandsins til að hefja bólusetningar, en þær hófust almennt í ríkjum sambandsins 27. desember.
06.01.2021 - 10:05