Færslur: Hofsós

Sjónvarpsfrétt
Erfitt að fá fólk á vaktir og slökkvibíllinn bilaður
Færri fást til að vera á útkallslistum slökkviliða á landsbyggðinni nú en á árum áður. Slökkviliðsstjóri Skagafjarðar segir komið að kaflaskilum og að endurmeta þurfi þjónustuna.
N1 kaupir tvö bensínmenguð hús á Hofsósi
N1 hefur keypt tvö hús á Hofsósi sem staðið hafa tóm í tæp þrjú ár vegna bensínmengunar í þorpinu. Þetta er hluti af samkomulegi N1 við eigendur húsanna. Þau eru enn ónothæf og verða það þangað til hreinsunar- og mótvægisaðgerðir teljast fullnægjandi.
14.10.2022 - 12:12
Töluvert magn E. coli-gerla í neysluvatni á Hofsósi
Íbúar á Hofsósi eru hvattir til að sjóða neysluvatn eftir að talsvert af E.coli bakteríu mældist í neysluvatni. Bilun kom upp í geislatæki vatnsveitunnar og standa viðgerðir yfir.
29.09.2022 - 13:56
Sjónvarpsfrétt
Mikil viðbrigði að fá nýjan leikskóla á Hofsósi
Það voru mikil viðbrigði fyrir börnin á Hofsósi að flytja inn í splunkunýjan leikskóla skömmu fyrir áramót. Leikskólinn er byggður við húsnæði grunnskólans, sem leikskólastjórinn segir mikinn kost.
31.01.2022 - 09:41
Sjónvarpsfrétt
Hreinsunarbúnaður settur í jörð og hús á Hofsósi
Umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir á Hofsósi, í þeim tilgangi að hreinsa bensínmengun úr jarðvegi í þorpinu. Sérstakur hreinsibúnaður verður settur ofan í jörðina og inn í hús. Á þriðja ár eru síðan mörg þúsund lítrar láku úr birgðatanki bensínstöðvar N1 á Hofsósi.
Bátur nærri laus frá bryggju á Hofsósi
Björgunarsveitin Grettir var kölluð út rétt upp úr klukkan átta í morgun þegar bátur var byrjaður að losna frá bryggju á Hofsósi. Þetta er fyrsta útkallið hjá björgunarsveitum það sem af er degi, en búist er við óveðri víða um norðvestanvert landið í dag og fram eftir degi á morgun.
21.01.2022 - 09:55
Sveitarstjórn Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur sent frá sér fyrirmæli um úrbætur vegna bensínmengunar á Hofsósi. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir það valda vonbrigðum að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda sveitarfélagsins.
30.11.2021 - 12:34
Krefjast aðgerða á Hofsósi innan tveggja vikna
Umhverfisstofnun krefst þess að olíufélagið N1 fari í úrbætur vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Í fyrirmælum sem stofnunin gaf út segir að grafa þurfi skurði og setja niður loftunarrör innan tveggja vikna.
25.11.2021 - 13:16
Hreinsun á Hofsósi gæti tekið um 2 ár
Verkís hefur skilað inn úrbótaáætlun vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Þar eru lagðar til umtalsverðar aðgerðir og er gert ráð fyrir að hreinsunarstarf taki allt að tvö ár.
13.10.2021 - 13:34
Sjónvarpsfrétt
„Við búum í sveit, það er það sem bjargar okkur“
Hópsmit sem kom upp í grunnskólanum á Hofsósi í síðustu viku setur smalamennsku og réttir um helgina í uppnám. Fjölskylda sem nú er heima í einangrun með þúsund fjár á fjalli segir hundfúlt að missa af göngum þetta árið.
17.09.2021 - 10:59
Smit á Hofsósi gæti sett göngur í uppnám
Nokkur Covid smit komu upp um helgina í Grunnskólanum á Hofsósi. Fjölmörg heimili í byggðarlaginu eru því í sóttkví og ef fleiri smit greinast hefði það mikil áhrif á fyrirhugaðar göngur og réttir um helgina á Tröllaskaga.
14.09.2021 - 16:17
Mengun enn í jarðvegi þrátt fyrir hreinsunaraðgerðir
Umhverfisstofnun telur að frekari hreinsunaraðgerða sé þörf á Hofsósi þar sem bensínleki varð úr birgðatanki N1 fyrir tveimur árum. Mælingar sem framkvæmdar hafa verið eftir hreinsunaraðgerðir síðasta sumar benda til þess að mengun sé enn í jarðvegi undir vegi eða öðrum mannvirkjum sem leitar í þá stefnu sem grunnvatnið streymir.
24.04.2021 - 09:25
Krefjast upplýsinga og aðgerða vegna mengunar á Hofsósi
Byggðarráð Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega fyrir seinagang við rannsókn á bensínmengun á Hofósi. Brátt eru liðin tvö ár frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki N1 á Hofsósi.
Óttast að húsin fari í sjóinn ef snjóhengjan brestur
Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi og eigandi Íslensku fánasaumastofunnar, segir að starfsemi fyritækja sinna sé í mikilli hættu ef stór snjóhengja sem er ofan við húsin skríður fram. Lögreglan hefur lokað svæðinu á meðan aðstæður eru kannaðar.
27.01.2021 - 12:04
„Vesturfarasetrið er þarna beint fyrir neðan“
Lögreglan á Norðurlandi vestra ákvað í nótt að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Vesturfarasetrið á Hofsósi er staðsett undir stórum fleka sem lögreglan óttast að geti farið af stað. Björgunarsveitir vakta svæðið.
27.01.2021 - 10:40
Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Í tilkynningu lögreglur á Facebook kemur fram að stór sprunga hafi myndast í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. 
27.01.2021 - 06:43
Skriður að komast á rannsókn olíumengunar á Hofsósi
Í dag leggur Umhverfisstofnun mat á þær hreinsunaraðgerðir sem gripið hefur verið til vegna olíumengunar á Hofsósi og hvaða ráðstafana er þörf til viðbótar. Sveitarstjórinn í Skagafirði gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og hefur sveitarfélagið ákveðið að hefja sjálfstæða rannsókn.
Myndskeið
Dómkvaddur matsmaður meti mengunartjón á Hofsósi
Eigendur veitingastaðar á Hofsósi hafa óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður meti tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna olíumengunar frá bensínstöð N1. Staðurinn hefur verið lokaður í átta mánuði og þau vilja kanna hvort grundvöllur sé fyrir dómsmáli.
30.09.2020 - 20:26
Rannsaka hvort holræsakerfið á Hofsósi er olíumengað
Sveitarfélagið Skagafjörður undirbýr nú rannsókn á því hvort olíumengun hafi borist í holræsakerfið á Hofsósi. Jarðvegur í þorpinu er mengaður eftir olíuleka frá bensínstöð N1. Þá vill sveitarfélagið að Umhverfisstofnun geri úttekt á því hversu útbreidd mengunin er.
Mengunartjón á Hofsósi ekki tilkynnt með réttum hætti
Umfangsmikið mengunartjón sem varð eftir leka úr olíutanki N1 á Hofsósi í vetur var ekki tilkynnt með réttum hætti til Umhverfisstofnunar. Byggðarráð Skagafjarðar krefst aukinna viðbragða frá fyrirtækinu, en vinna við jarðvegsskipti á svæðinu hefur þegar kostað N1 tugi milljóna.
07.08.2020 - 12:20
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Umfang mengunar enn óráðið
Enn er verið að meta umfang jarðvegsmengunar þar sem olíutankur við afgreiðslustöð N1 á Hofsósi lak. Rúmlega hálft ár er síðan fjölskylda þurfti að flýja að heiman vegna mengunarinnar.
24.06.2020 - 13:18
Myndskeið
Húsið dæmt óíbúðarhæft eftir bensínlekann á Hofsósi
Hús fimm manna fjölskyldu á Hofsósi var í síðasta mánuði dæmt óíbúðarhæft vegna leka í olíutanki handan götunnar. Þau þakka fyrir að hafa ákveðið að flytja strax út í desember.
18.06.2020 - 16:01

Mest lesið