Færslur: Hof

Akureyri verði menningarhöfuðborg Evrópu
Á hverju ári útnefnir Evrópusambandið tvær borgir eða bæi í Evrópu sem menningarhöfuðborg Evrópu. Menningarfélag Akureyrar telur að Akureyri eigi fullt erindi til að bera þessa nafnbót og hvetja bæjaryfirvöld til að stefna að því árið 2030.
09.06.2021 - 11:30
Viðtal
Öll dæmd til að verða fullorðin
„Það er gott að geta öskurhlegið að einhverju sem allir ströggla við“ segir Birna Pétursdóttir, höfundur og leikari í verkinu Fullorðin sem sýnt er í Hofi.
11.02.2021 - 20:00
Viðtal
Magni orðinn hluti af gömlu kynslóðinni
Magni Ásgeirsson er einn af þeim sem koma fram í tónleikaröðinni Í Hofi og heim sem Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir. Á tónleikunum koma sama fulltrúar gömlu og nýju kynslóðinnar og Magni segist sætta sig við að vera hluti þeirrar gömlu.
03.12.2020 - 09:25
Myndskeið
Bjartsýn á að markaðurinn taki brátt við sér á ný
Viðburðum í Hofi á Akureyri hefur fækkað um 70% vegna kórónuveirunnar. Mikill uppgangur hjá SinfoniaNord við tökur á kvikmyndatónlist skipta því sköpum fyrir Menningarfélag Akureyrar. Framkvæmdastjóri telur innanlandsmarkaðinn verða fljótan að taka við sér á ný þegar hertar aðgerðir fara að skila árangri.
31.08.2020 - 13:25
Kvikmyndatónlist nýr atvinnuvegur á Akureyri
Sextíu manna hljómsveit tók þátt í upptökum fyrir teiknimyndina Lói - þú flýgur aldrei einn á Akureyri um helgina. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur tekið í notkun nýja fullkomna upptökuaðstöðu, sem er ætlað að laða að erlenda kvikmyndaframleiðendur.
Hentar að vera kamelljón í tónlist
Atli Örvarsson óttaðist að það gæti gert út af við feril sinn sem kvikmyndatónskáld þegar hann flutti frá Hollywood til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Hann hefur hins vegar aldrei haft meira að gera en nú og er meðal annars að ljúka við að tónsetja Hollywood-mynd með Ryan Reynolds og Samuel Jackson í aðalhlutverkum. Í dag verða haldnir tónleikar í Hofi á Akureyri með tónlist Atla.
Tekið ofan fyrir Bergþóru
Þann 17. Febrúar fyrir þremur árum voru haldnir Minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur í Hofi á Akureyri og þeim verur útvarpað í Konsert á Rás 2 í kvöld kl. 22.05