Færslur: Hof

„Myndi vilja sjá Akureyrarbæ gera eitthvað í þessu“
Þeir sem reka verslanir og veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri segja dapurlegt að engin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sé rekin í bænum. Rúmlega 50 þúsund ferðamenn komu í húsið í leit að upplýsingum árið 2019.
04.05.2022 - 11:54
Viðburðahald komið á fullt aftur
Menningarlíf og viðburðahald er komið á fullt skrið aftur og ljóst að fólk þyrstir í að koma saman. Viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar segir gleðilegt að geta haldið viðburði og sérstaklega þá sem búið hafi verið að frestað mörgum sinnum.
11.04.2022 - 13:58
Sjónvarpsfrétt
Hundruð tonna af stuðlabergi á Landsbankann
Hundruð tonna af stuðlabergi fara utan á nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurbakka í Reykjavík. Þessi bergtegund nýtur mikilla vinsælda við gerð stórra bygginga. Efnið er fengið úr einkanámu fyrir austan fjall.
13.01.2022 - 21:00
Tónleikagestum fækkaði mjög í stærstu húsunum árið 2020
Tónleikum og gestum þriggja stærstu tónleikahúsa landsins fækkaði mjög milli áranna 2019 og 2020. Framkvæmdastjórar Hörpu og Hofs segja yfirstandandi ár hafa verið betra en það síðasta og eru bjartsýnar á framtíðina.
08.12.2021 - 16:52
Sjónvarpsfrétt
Hrekkjavökutónleikar á Akureyri
Þann 29. október verða haldnir Hrekkjavökutónleikar fyrir alla fjölskylduna í Hofi á Akureyri. Þar er von á hryllilegri skemmtun og allir hvattir til að mæta í hrekkjavökubúning.
29.10.2021 - 11:20
Tvöfalt afmæli á Akureyri
Hin árlega Akureyrarvaka hefði verið haldin um helgina ef ekki ríkti heimsfaraldur. Henni hefur verið aflýst en hátíðarhöld verða þó einhver, en með lágstemmdari hætti en áður.
27.08.2021 - 18:18
Kvikmyndarisar taka upp á Akureyri
Þrír bandarískir risar í kvikmyndaiðnaði hafa fengið Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til að spila tónlist við bíómyndir sínar. Upptökur standa nú yfir í Hofi á stærsta verkefni hljómsveitarinnar til þessa. 
Tónaflóð
Magni og Guðrún Árný knúsuðust á Akureyri
Leiðin okkar allra, lag Hjálma, var lokalag síðasta Tónaflóðs sem fram fór á Akureyri um helgina. Allir forsöngvarar kvöldsins, Guðrún Árný, Aron Can, Sverrir Bergmann og Magni fluttu lagið og salurinn tók undir. Vasaljós lýstu úr hverjum síma sem fólk sveiflaði á meðan á flutningi stóð.
22.07.2021 - 15:13
Félagsstarf Ásatrúarmanna hefst í Öskjuhlíð undir haust
Jóhanna G. Harðardóttir starfandi allsherjargoði segir hægt en vel miða við byggingu hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð. Nú styttist í að hluti starfseminnar flytji þangað inn.
Akureyri verði menningarhöfuðborg Evrópu
Á hverju ári útnefnir Evrópusambandið tvær borgir eða bæi í Evrópu sem menningarhöfuðborg Evrópu. Menningarfélag Akureyrar telur að Akureyri eigi fullt erindi til að bera þessa nafnbót og hvetja bæjaryfirvöld til að stefna að því árið 2030.
09.06.2021 - 11:30
Viðtal
Öll dæmd til að verða fullorðin
„Það er gott að geta öskurhlegið að einhverju sem allir ströggla við“ segir Birna Pétursdóttir, höfundur og leikari í verkinu Fullorðin sem sýnt er í Hofi.
11.02.2021 - 20:00
Viðtal
Magni orðinn hluti af gömlu kynslóðinni
Magni Ásgeirsson er einn af þeim sem koma fram í tónleikaröðinni Í Hofi og heim sem Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir. Á tónleikunum koma sama fulltrúar gömlu og nýju kynslóðinnar og Magni segist sætta sig við að vera hluti þeirrar gömlu.
03.12.2020 - 09:25
Myndskeið
Bjartsýn á að markaðurinn taki brátt við sér á ný
Viðburðum í Hofi á Akureyri hefur fækkað um 70% vegna kórónuveirunnar. Mikill uppgangur hjá SinfoniaNord við tökur á kvikmyndatónlist skipta því sköpum fyrir Menningarfélag Akureyrar. Framkvæmdastjóri telur innanlandsmarkaðinn verða fljótan að taka við sér á ný þegar hertar aðgerðir fara að skila árangri.
31.08.2020 - 13:25
Kvikmyndatónlist nýr atvinnuvegur á Akureyri
Sextíu manna hljómsveit tók þátt í upptökum fyrir teiknimyndina Lói - þú flýgur aldrei einn á Akureyri um helgina. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur tekið í notkun nýja fullkomna upptökuaðstöðu, sem er ætlað að laða að erlenda kvikmyndaframleiðendur.
Hentar að vera kamelljón í tónlist
Atli Örvarsson óttaðist að það gæti gert út af við feril sinn sem kvikmyndatónskáld þegar hann flutti frá Hollywood til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Hann hefur hins vegar aldrei haft meira að gera en nú og er meðal annars að ljúka við að tónsetja Hollywood-mynd með Ryan Reynolds og Samuel Jackson í aðalhlutverkum. Í dag verða haldnir tónleikar í Hofi á Akureyri með tónlist Atla.
Tekið ofan fyrir Bergþóru
Þann 17. Febrúar fyrir þremur árum voru haldnir Minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur í Hofi á Akureyri og þeim verur útvarpað í Konsert á Rás 2 í kvöld kl. 22.05