Færslur: Hnífaárás

Hnífaárás á nýlistasafninu í New York
Ráðist var að tveimur konum og þær stungnar með hnífi innandyra í nýlistasafninu Museum of Modern Art í New York-borg í kvöld. Safnið var rýmt vegna árásarinnar. Að sögn lögreglu er líðan kvennana stöðug en þær voru fluttar á nærliggjandi sjúkrahús í flýti.
13.03.2022 - 00:13
Lögregla í Gautaborg rannsakar manndrápstilraun
Lögreglan í Gautaborg næststærstu borg Svíþjóðar rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í kvöld sem tilraun til manndráps. Að minnsta kosti einn var fluttur særður eftir hnífsstungur á sjúkrahús.
Svíþjóð
Sextán ára piltur í haldi grunaður um manndrápstilraun
Lögregla í bænum Ljungby í suðurhluta Svíþjóðar hefur sextán ára dreng í haldi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maður á tvítugsaldri var fluttur á sjúkrahús síðdegis í dag eftir að ráðist var að honum með eggvopni í miðbæ Ljungby.
Tveir eftirlýstir vegna hnífaárásar í Þrándheimi
Tveir menn eru grunaðir um að hafa sært tvítugan mann illa með hnífi í Møllenberg hverfinu í Þrándheimi í gærkvöldi. Lögregla veit hverjir þeir eru og hefur lagt fram ákæru.
Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Landsréttur sneri í dag dómi Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi mann í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sakfelldur fyrir að stinga konu í kviðinn með hnífi, sem hefði geta valdið valdið lífshættu. Í dómnum segir að „með því að veita stunguáverka í kviðarholi með hnífi hafi honum ekki geta dulist að langlíklegasta afleiðing af háttsemi hans yrði bani“.
Morð um hábjartan dag í norsku tryggingastofnuninni 
Kona á sextugsaldri sem starfaði hjá Nav – norsku tryggingastofnuninni – var stungin til bana í vinnunni í gær. Maður sem grunaður er um verknaðinn hefur verið handtekinn og situr í gæsluvarðhaldi.
21.09.2021 - 12:38