Færslur: hnattræn hlýnun

Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Dregur úr seltu sjávar
Selta sjávar lækkaði á  árunum 2017-2018 og hiti í efri lögum sjávar við landið sunnan- og vestanvert var um eða undir langtímameðallagi, en um eða yfir meðallagi fyrir norðan og austan.
James Murdoch kveður útgáfu föður síns
James Murdoch, yngri sonur fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækis þeirra NewsCorp sem meðal annars gefur út The Wall Street Journal, The Times í Bretlandi og fjölda ástralskra dagblaða.
01.08.2020 - 05:16
Vandi vex vegna hækkandi yfirborðs sjávar
Hækkandi yfirborð sjávar kann að valda því að hundruð milljóna jarðarbúa missa heimili sín fyrir næstu aldamót. Samkvæmt nýrri rannsókn er ástandið mun verra en áður var talið. Nokkur Asíuríki verða verst úti.
30.10.2019 - 15:12
Enn herðist á hlýnun jarðar
Meðalhiti á jörðunni síðustu fimm ár var meiri en á nokkru öðru fimm ára tímabili sem skrár ná til. Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið gera í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar New York á morgun. Hitastigið er nú talið vera 1,1 gráðu hærra en það var á miðri nítjándu öld og 0,2 gráðum hærra en það var árin 2011 - 15.
Vilja aðgerðir núna
Milljónir barna og ungmenna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Fyrirmyndin er eins og alþekkt er skólaskróp Gretu Thunberg sem tók sér stöðu við sænska þinghúsið föstudag einn í ágúst í fyrra og nær alla föstudaga þaðan í frá. Merki hennar hefur verið tekið upp víða um heim og í febrúar fór ungt fólk að koma saman í hádeginu á föstudögum á Austurvelli í Reykjavík og gerði enga undantekningu í rigningunni í dag.
Eyðing skóga dauðans alvara fyrir dýralíf
Nýleg rannsókn vísindamanna við háskólann í Sheffield sýnir hversu alvarleg eyðing hitabeltisskóga er í raun fyrir bæði dýra-og plöntutegundir. Eyðing hitabeltisskóganna, ásamt hækkandi hitastigi jarðar, eykur líkur á að tegundir deyi út.
08.07.2019 - 21:22
Finna ekki leið á Vatnajökul vegna aurbleytu
Hop jökla hefur lokað hefðbundinni leið á Vatnajökul. Þetta er bein afleiðing loftslagshlýnunar. Jöklarannsóknafélag Íslands hefur farið árlega í vorferð á Vatnajökul í 66 ár. Það hefur komið fyrir að ekki hefur verið fært vegna snjólaga en þetta er í fyrsta sinn sem engin fær leið finnst vegna aurbleytu.
Hitabeltisveirur herja á Evrópu
Loftslagsbreytingar og hitabylgja í Evrópu geta leitt til frekari útbreiðslu hitabeltissjúkdóma í álfunni. Fleiri hafa greinst með Vesturnílarveiruna svokölluðu í Evrópu í sumar en undanfarin ár. Þetta er talið tengjast hitabylgjunni í álfunni síðastliðna mánuði. 400 hafa greinst með veiruna í Evrópu og 22 dauðsföll eru rakin til hennar. Guardian hefur þetta eftir Smitsjúkdómavörnum Evrópu (ECDC). 
24.08.2018 - 03:40
Árið í fyrra það þriðja heitasta
Árið 2017 var það þriðja heitasta frá því mælingar hófust, á eftir árunum 2015 og 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftlagsstofnunarinnar (NOAA).
06.08.2018 - 04:30
Hver hitabylgja verri en sú síðasta
Víða eru slegin hitamet í sumar og hver hitabylgjan sem verður er verri en sú síðasta. Þetta segir Halldór Björnsson, stjórnandi veður- og loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands. Á sama tíma valdi óvenju þrásetin fyrirstöðuhæð rigningaveðri á suðvesturhorni Íslands.
27.07.2018 - 22:55
Loftslag: Breytingar til sjós og lands
Breytingar á gróðurfari og í útbreiðslu fiskistofna halda áfram að vera miklar eins og þær hafa verið undanfarin 20 ár af völdum hlýnunar. Þetta segja sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Hafrannsóknarstofnunar sem sæti áttu í vísindanefndinni, sem skilaði loftslagsskýrslu í dag. 
Gæti hlýnað um 4 stig - aukin náttúruvá
Hitastig á jörðinni gæti hækkað um fjögur stig á öldinni vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Óvissan er meiri á Íslandi. Loftslagsbreytingar eru náttúruvá, segir í nýrri skýrslu og brýnt að huga að áhættustýringu.
Sjávarmál við Holland aldrei hærra
Hæð sjávar í Hollandi hefur aldrei mælst meiri en á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum mælinga hollenskrar hafrannsóknarstofnunar. Sjávarmál mældist 11 sentimetrum hærra en að meðaltali.
13.01.2018 - 14:18
Lofthiti í ár tæpar tvær gráður yfir meðallagi
Hitastig jarðar hækkaði á árinu og hafís minnkar. Ekkert bendir til að hið ísilagða norður fari aftur í sama horf og áður. Vísindamenn telja að hlýnun á norðurslóðum sé varanleg sem veldur því að sjávarborð á jörðinni hækkar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bandarísku rannsóknarstofnuninni NOAA, sem rannsakar og kynnir breytingar á norðurslóðum vegna hlýnunar jarðar árlega.
14.12.2017 - 13:21
Loftslagsbreytingar – dragbítur eða tækifæri
Rétt eins og ostur í Frakklandi eða bílar í Þýskalandi eru loftslagsbreytingar uppspretta fjölmargra viðskiptatækifæra í Hollandi. Þar er sérfræðiþekking gífurlega mikil um stíflugerð, vatnsveitur og annað sem komið getur þjóð, sem býr fyrir neðan sjávarmál, að gagni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times og er hugarfar Hollendinga gagnvart loftslagsbreytingum sett í samhengi við afstöðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Parísarsáttmálans.
26.06.2017 - 05:11
Óttast um loðnugengd við Ísland
Hlýnun sjávar norður af landinu og í íshafinu er nú farin að hafa bein áhrif á útbreiðslusvæði loðnu og hefur breytt göngumynstri hennar kringum landið. Sérfræðingar óttast að hækki sjávarhiti norður af Langanesi um eina til tvær gráður til viðbótar komist loðna ekki hefðbundna gönguleið sína til hrygningar undan suðurströnd landsins. Hverfi loðna af Íslandsmiðum geta afleiðingar þess fyrir botnfisk eins og þorsk orðið alvarlegar.
06.11.2016 - 19:11
Landið jöklalaust innan tveggja alda
Oddur Sigurðsson jöklafræðingur lýsti áhyggjum sínum af því á fundi Ferðafélags Íslands í kvöld hve íslenskir jöklar hafa hörfað undanfarna áratugi. Þar sýndi hann myndir af stórfelldum breytingum sem orðið hafa. Hann segir að útlit sé fyrir að landið verði jöklalaust innan tveggja alda.
16.03.2016 - 23:59
Mikilvægasti fundur mannkynsögunnar
Kristín Vala Ragnarsdóttir, helsti sérfræðingur Íslands í sjálfbærnismálum, segir að alþjóðlega loftslagsráðstefnan í París í desember sé líklega mikilvægasti fundur mannkynssögunar. „Ef við náum ekki árangri þar, þá missum við líklegast loftslagsmálin út úr höndunum,“ segir hún.