Færslur: HM í handbolta 2021

Fjórði þjálfarinn sem ver heimsmeistaratitilinn
Daninn Nikolaj Jacobsen varð í gær fjórði þjálfarinn sem nær að vinna tvö heimsmeistaramót karla í handbolta í röð. Undir stjórn Jacobsen hafa Danir nú unnið gull á HM 2019 og 2021.
01.02.2021 - 11:16
Mikkel Hansen valinn besti leikmaður mótsins
Mikkel Hansen, leikmaður heimsmeistara Dana, var valinn besti leikmaður mótsins eftir sigur Dana gegn Svíum í úrslitaleiknum í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Hansen fær þessi verðlaun en hann hlaut þau einnig árin 2013 og 2019.
31.01.2021 - 20:00
Myndskeið
Danir heimsmeistarar í handbolta 2021
Danmörk og Svíþjóð mættust í úrslitaleik HM karla í handbolta í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en að lokum höfðu Danir betur og vörðu því heimsmeistaratitil sinn.
31.01.2021 - 18:35
Spánverjar hirtu bronsið
Spánn tryggði sér bronsverðlaunin á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi þegar liðið sigraði Frakkland í leik um þriðja sætið í dag.
31.01.2021 - 12:58
Þrír Íslendingar í draumaliði Boysen
Í tilefni af úrslitaleik HM í handbolta hefur Rasmus Boysen endurbirt draumalið aldarinnar skipað leikmönnum frá Norðurlöndunum. Þrír Íslendingar eru í liðinu, tveir leikmenn og þjálfari liðsins.
31.01.2021 - 11:27
HM í dag: Grannþjóðir leika til úrslita
Það er komið að síðasta keppnisdeginum á HM í handbolta í Egyptalandi. Tveir leikir verða spilaðir í dag, leikurinn um bronsið og gullið.
31.01.2021 - 06:00
Myndskeið
Danir unnu Spánverja - Nágrannaslagur í úrslitum
Seinni undanúrslitaleikur dagsins var stórviðureign Dana og Spánverja. Bæði lið hafa staðið sig vel á mótinu en keppt var um hvaða lið mætir Svíþjóð í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Eftir mikinn baráttuleik voru það Danir sem höfðu betur og verður því nágrannaslagur í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
29.01.2021 - 19:00
Myndskeið
Stórkostlegir Svíar komnir í úrslitaleik HM
Svíar unnu í kvöld sigur á Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi. Níu leikmenn vantar í sænska hópinn en liðið hefur slegið í gegn á HM. Svíþjóð vann leikinn í kvöld með sex marka mun, 32-26.
29.01.2021 - 16:17
Karabatic og N'Guessan líklega úr leik hjá Frökkum
Allt útlit er fyrir að Frakkar verði án Luka Karabatic og Timothy N'Guessan það sem eftir er af heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi. Frakkar komust í gærkvöld í undanúrslit HM eftir sigur á Ungverjalandi í framlengdum leik í 8-liða úrslitum.
28.01.2021 - 13:13
Öll liðin í undanúrslitunum áður unnið HM
Ekki er leikið á HM karla í handbolta í dag. Það varð hins vegar ljóst í gærkvöld hvaða lið leika til undanúrslita mótsins á morgun. Öll liðin fjögur sem eftir eru á mótinu hafa áður orðið heimsmeistarar.
28.01.2021 - 09:00
Myndskeið
Sjáðu allt dramað úr leik Danmerkur og Egyptalands
Danmörk komst í undanúrslit HM karla í handbolta í gær eftir sigur á Egyptalandi í vítakeppni að loknum tveimur framlengingum. Nóg var um dramatík og spennu í leiknum.
28.01.2021 - 08:00
Myndskeið
Frakkar unnu Ungverja eftir framlengingu
Frakkar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum HM karla í handbolta eftir sigur á Ungverjum í framlengdum leik í 8-liða úrslitum. Úrsiltin urðu 35-32 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 30-30.
27.01.2021 - 21:30
Myndskeið
Danir í undanúrslit eftir vítakeppni
Danir urðu í kvöld fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum HM karla í handbolta. Danir unnu Egypta í vítakeppni eftir tvíframlengdan leik.
27.01.2021 - 19:05
Myndskeið
Svíar rúlluðu yfir Katar í seinni hálfleik
Einn af þremur leikjum í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta var viðureign Katar og Svíþjóðar. Svíþjóð var enn taplaust eftir sex leiki en Katar hefur tapað tveimur leikjum. Svíþjóð vann leikinn og mætir Frökkum í undanúrslitum.
27.01.2021 - 18:58
Marzo markahæstur á HM fyrir 8-liða úrslitin
Kúbverski Katarmaðurinn Frankis Marzo trónir á toppi markaskoraralista HM í handbolta í Egyptalandi fyrir 8-liða úrslitin sem hefjast í dag. Norðmaðurinn Sander Sagosen er í sérflokki í stoðsendingum.
27.01.2021 - 08:55
HM í dag: 8-liða úrslitin fara fram
Heimsmeistaramótið í handbolta fer aftur af stað í dag eftir eins dags frí. Fjórir leikir fara fram í 8-liða úrslitum keppninnar. Allir leikir dagsins eru sýndir á miðlum RÚV.
27.01.2021 - 06:00
Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum HM
Eftir sigur Danmerkur á Króatíu í milliriðli II á HM karla í handbolta í Egyptalandi í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum mótsins. 8-liða úrslitin verða spiluð á miðvikudag.
25.01.2021 - 21:15
Myndskeið
Katar í 8-liða úrslit HM eftir stórsigur Dana á Króötum
Danmörk burstaði Króatíu í leik liðanna í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Króatía hefði farið áfram í 8-liða úrslit með sigri en sú varð svo sannarlega ekki raunin.
25.01.2021 - 18:54
Myndskeið
Háspenna í milliriðli II eftir sigur Katar á Argentínu
Katar hleypti spennunni heldur betur upp í milliriðli II á HM karla í handbolta með eins marks sigri á Argentínu í lokaumferð riðilsins í kvöld. Leikurinn endaði 26-25 fyrir Katar. Argentínu nægði jafntefli til að komast í 8-liða úrslit en Katar varð að vinna. Hvorugt lið er þó enn öruggt með sæti í 8-liða úrslitum.
25.01.2021 - 18:35
Myndskeið
Dagur hafði betur gegn Halldóri Jóhanni
Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, og Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, mættust í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu í handbolta. Um lokaleiki liðanna í keppninni var að ræða en sigur Japans í dag var aldrei í hættu.
25.01.2021 - 14:15
Slóvenar æfir: „Hann hrundi ofan í sína eigin ælu“
Slóvenska handboltasambandið hefur sent frá sér harðorðan pistil þar sem Egyptar eru sakaðir um að hafa eitrað fyrir slóvenska liðinu. Fjölmargir slóvenskir leikmenn veiktust illa fyrir leik sinn við Egypta í gær.
25.01.2021 - 11:09
Magakveisa herjar á leikmenn HM
Klósettferðir hafa verið ansi tíðar hjá mörgum leikmönnum heimsmeistaramótsins í handbolta síðustu daga og hafa einhverjir leikmenn hreinlega verið óleikfærir vegna kveisunnar. Fjórir leikmenn Slóveníu urðu eftir á hótelinu í gær þegar Slóvenar spiluðu við Egyptaland og heimsmeistarar Dana hafa verið í miklum vandræðum.
25.01.2021 - 08:57
HM í dag: Dagur og Halldór Jóhann mætast
Heimsmeistaramótið í handbolta heldur áfram en í dag lýkur keppni í milliriðlum. Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, og Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, eigast við í fyrsta leik dagsins en hann er sýndur beint á RÚV klukkan 14:30.
25.01.2021 - 06:00
Viðtal
„Þess vegna eru þessi úrslit bara stórkostleg“
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagðist afar stoltur af frammistöðu íslenska liðsins eftir leikinn gegn Noregi í kvöld. Guðmundur fór ítarlega yfir þá vinnu sem hefur átt sér stað í þróun liðsins síðustu ár í viðtali eftir leik.
24.01.2021 - 19:30
Viðtal
Ólafur: „Erum allir keppnismenn og vildum vinna“
„Heilt yfir var þetta fínn leikur, svona miðað við aðstæðurnar. Við höfðum kannski ekki að miklu að keppa og orðnir smá vængbrotnir og þreyttir smá kannski. En á sama tíma erum við allir keppnismenn og við vildum vinna. Ég held að það hafi allir séð það. Ég er svekktur að því leitinu. En verðum við ekki að líta á þetta bara björtum augum?“ segir Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður, eftir tap Íslands gegn Noregi í lokaleik íslenska liðsins á HM í Egyptalandi.
24.01.2021 - 19:26