Færslur: HM í handbolta 2021

Myndskeið
Úrslitin réðust á síðustu tíu sekúndunum
Lokaleikur dagsins á heimsmeistaramóti karla í handbolta var viðureign Þýskalands og Ungverjalands í A-riðlinum. Bæði lið voruu komin áfram fyrir leik en úrslit leiksins réðu því hvaða lið kæmi til með að enda í efsta sæti riðilsins og taka mögulega með sér fjögur sæti í milliriðil. Eftir æsispennandi lokamínútur skoraði Mate Lekai fyrir Ungverja og tryggði þeim sigurinn.
19.01.2021 - 21:40
Halldór Jóhann kom Barein í milliriðil
Halldór Jóhann Sigfússon stýrði Barein til sigurs á Kongó í harðri baráttu um sæti í miliriðli. Barein vann sjö marka sigur 34-27
19.01.2021 - 16:39
Viðtal
„Ekkert gruggugt í gangi“
Aron Pálmarsson hefur haldið sig utan sviðsljóssins eftir að í ljós kom að hann gæti ekki tekið þátt á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi vegna meiðsla. Í gær birtist hins vegar viðtal við Tomas Svensson markmannsþjálfara Íslands á vefsíðu sænska dagblaðsins Aftonbladet. Þar sagði Svensson að læknir íslenska liðsins hefðu ekki einu sinni fengið að skoða Aron áður en ákveðið var að Aron yrði ekki með á HM.
19.01.2021 - 16:07
Dagur með Japan áfram í milliriðla eftir sigur á Angóla
Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tryggði sér í dag sæti í milliriðli heimsmeistaramóts karla í handbolta. Japan mætti þá Angóla í hreinum úrslitaleik í C-riðli um sæti í milliriðli.
19.01.2021 - 14:14
Viðtal
„Lá yfir svissneska liðinu til að verða sex í nótt“
„Andy Schmid er líklega besti leikmaður í heiminum í dag að stýra leik liðs sem spilar sjö á móti sex í sókninni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sem vakti nánast alla nóttina til að leikgreina fyrsta andstæðing Íslands í milliriðli. Ísland og Sviss eigast við klukkan 14:30 á morgun.
19.01.2021 - 14:09
Viðtal
„Maður á ekkert að vera að gefa boltann í þessu sporti“
„Gummi tók sérstaklega leikhlé og ætlaði að láta reyna aðeins á mig. Ég kem þarna inn ískaldur eftir að hafa setið á bekknum í 55 mínútur og það var því gaman að skora eftir aðeins 17 sekúndur,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson sem var ekki lengi að skora sitt fyrsta landsliðsmark á stórmóti gegn Marokkó í gærkvöld.
19.01.2021 - 13:30
Myndskeið
Ruddaleg brot Marokkómanna - sex rauð í tveimur leikjum
Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viggó Kristjánsson fengu allir að kenna á ruddaskap liðsmanna Marokkó í lokaleik Íslands í riðlakeppninni á HM karla í handbolta í gær.
19.01.2021 - 10:43
HM í dag: Mikilvægir leikir hjá íslensku þjálfurunum
Lokaleikirnir í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í handbolta verða leiknir í dag. Þrír íslenskir þjálfarar verða á ferðinni í mikilvægum leikjum fyrir sín lið en leikirnir verða allir sýndir beint á RÚV eða RÚV 2.
19.01.2021 - 09:23
Einkunnir Loga: Viggó bestur
Logi Geirsson, sérfræðingur HM stofunnar, valdi í kvöld fimm bestu leikmenn Íslands gegn Marokkó
18.01.2021 - 22:21
Leiktímar Íslands í milliriðlinum
Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst í kvöld áfram í milliriðlakeppni HM í Egyptalandi með sigri á Marokkó, 31-23. Þar mætir Ísland liðum Sviss, Frakklands og Noregs. Leiktímarnir liggja fyrir.
18.01.2021 - 22:07
Viðtal
Björgvin Páll: „Hlökkum til að leggjast á koddann“
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands, var ánægður með sigurinn á Marokkó á HM í handbolta í kvöld og segir að það verði gott að leggjast á koddann í kvöld.
18.01.2021 - 22:06
Viðtal
Viggó: „Ég sá eiginlega höggið koma“
„Við náðum í raun aldrei virkilega að slíta okkur frá þeim, þó þetta hafi í raun aldrei verið í hættu, en þá var þetta bara í fjórum, fimm, sex mörkum mest allan leikinn. Það var gott að vinna að lokum og vinna öruggt,“ sagði Viggó Kristjánsson, sem skoraði sex mörk í sigri Íslands á Marokkó í lokaleik F-riðils HM í handbolta í kvöld.
18.01.2021 - 21:43
Ísland hafði betur gegn grófu liði Marokkó
Ísland hafði betur 31-23 gegn Marokkó í lokaleik liðanna í F-riðli. Með sigrinum fer Ísland með tvö stig í milliriðil.
18.01.2021 - 19:00
Mikilvægur sigur Svía á Egyptum
Svíar eru á fljúgandi siglingu á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. Svíar fara með fullt hús stiga inn í milliriðlakeppni mótsins eftir að hafa unnið Egypta, 24-23 í lokaleiknum í G-riðli í dag. Þó vantar níu sterka leikmenn í sænska liðið á HM.
18.01.2021 - 18:30
Myndskeið
Lazarov frábær þegar Norður-Makedónía komst áfram
Norður-Makedónía og Chile mættust í hreinum úrslitaleik í G-riðli um sæti í milliriðlum. Bæði lið höfðu tapað fyrir Egyptalandi og Svíþjóð og voru því stigalaus fyrir leik.
18.01.2021 - 16:38
Kristján kemur inn fyrir Ómar gegn Marokkó
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á 16 manna landsliðshópnum gegn Marokkó á HM í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson kemur inn fyrir Ómar Inga Magnússon.
18.01.2021 - 16:38
epa08937882 Kiril Lazarov (R) of North Macedonia in action against Linus Persson (L) and Daniel Pettersson during the match between Sweden and North Macedonia at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 14 January 2021.  EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL
Í BEINNI
Norður-Makedónía og Síle berjast um sæti í milliriðli
HM í handbolta heldur áfram í dag og nú kl.14:30 mætast Norður-Makedónía og Síle í lokaleik sínum í G-riðlinum. Liðið sem vinnur leikinn fer áfram í milliriðil.
18.01.2021 - 14:16
Grænhöfðaeyjar draga sig úr leik á HM
Lið Grænhöfðaeyja hefur loksins dregið sig úr keppni á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Hópurinn hefur glímt við mikil vandræði vegna kórónuveirasmita og Grænhöfðaeyjar þurftu af þeim sökum að gefa leik sinn gegn Alfreð Gíslasyni og hans mönnum í Þýskalandi í A-riðli í gær.
18.01.2021 - 14:07
Viðtal
„Léttir menn eins og ég þurfa að vera hreyfanlegir“
„Það var gott fyrir hópinn að ná í fyrsta sigurinn og menn voru glaðir eftir leik. Að sama skapi er stutt í næsta leik og vonandi getum við náð í annan sigur gegn Marokkó,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson en Ísland og Marokkó eigast við í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handbolta í Egyptalandi í kvöld.
18.01.2021 - 13:37
HSÍ: Aron fór sannarlega í læknisskoðun
Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu í dag vegna frétta í sænskum fjölmiðlum um að Aron Pálmarsson hafi ekki verið skoðaður af læknum landsliðsins áður en hann dró sig út úr landsliði Íslands fyrir HM.
18.01.2021 - 12:08
Viðtal
Arnór Þór: Sváfum aðeins betur í þetta skiptið
„Það var aðeins auðveldara að fara fram úr eftir Alsírleikinn en eftir tapið gegn Portúgal, ég viðurkenni það og við sváfum betur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Arnór Þór Gunnarsson. Ísland vann öruggan sigur á Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli eftir tapið á móti Portúgal en í kvöld er svo lokaleikurinn í riðlakeppninni gegn Marokkó.
18.01.2021 - 10:53
HM í dag: Ísland mætir Marokkó
Í dag er komið að lokaleik íslenska karlalandsliðsins áður en haldið verður í milliriðla. Andstæðingur dagsins er lið Marokkó. Marokkó hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Ísland unnið einn og tapað einum.
18.01.2021 - 07:00
Viðtal
„Enn meiri ákefð í Marokkó en Alsír“
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að búast megi við enn ákafari leik gegn Marokkó á morgun en var gegn Alsír í gær. Marokkó spili mjög ákafan varnarleik.
17.01.2021 - 20:28
Mikilvægur sigur fyrir Spánverja
Eftir jafntefli gegn Túnis í fyrsta leik mættu Spánverjar Póllandi í lokaleik dagsins á heimsmeistaramóti karla í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Spánverjar fóru með sigur af hólmi
17.01.2021 - 18:58
Myndskeið
Náðu jafntefli með tveimur mörkum á síðustu 36 sek.
Brasilía náði jafntefli með ótrúlegum hætti á móti Túnis í B-riðli HM í handbolta í Egyptalandi í dag. Staðan var 32-30 fyrir Túnis þegar 36 sekúndur voru eftir. Brasilía skoraði hins vegar tvö mörk á þeim tíma og náði í jafntefli, 32-32.
17.01.2021 - 18:37