Færslur: HM 2022 í fótbolta

Amnesty segir Katar hafa brugðist verkafólki
Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir því að Katar efli rannsóknir sínar á dauðsföllum verkamanna við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta á næsta ári. Amnesty segir mörg dauðsföll óútskýrð.
26.08.2021 - 05:19
epa09097534 Iceland's Jon Boedvarsson reacts after Iceland conceided the second goal during the FIFA World Cup 2022 qualifying soccer match between Germany and Iceland in Duisburg, Germany, 25 March 2021.  EPA-EFE/Friedemann Vogel
Í BEINNI
Beint: 2-0 fyrir Armeníu
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag mikilvægan leik í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið árið 2022. Leikurinn í dag er gegn Armeníu og er leikið ytra.
Verkafólk í Katar enn svikið um laun
Enn eru mörg dæmi um að erlent vinnuafl í Katar sé svikið um laun án þess að stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International þar sem skoðaðar eru aðstæður verkafólks sem vinna að uppbyggingu vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram þar 2022.
19.09.2019 - 12:44
Hefur engar áhyggjur af rannsókn Frakka
Hassan Al Thawadi, formaður skipulagsnefndar Katars vegna HM 2022 í fótbolta, segir að stjórnvöld þar í landi hafi engar áhyggjur af rannsókn Frakka á meintri spillingu við valið. Michel Platini, fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var yfirheyrður í nokkrar klukkustundir af frönskum rannsakendum á miðvikudag vegna málsins.
22.06.2019 - 08:17
Liðum verður ekki fjölgað á HM í Katar
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í kvöld að hætt verði við fyrirhuguð áform um að fjölga liðum á HM í Katar árið 2022. AFP fréttastofan segir niðurstöðuna vera vonbrigði fyrir Gianni Infantino, forseta FIFA. 
23.05.2019 - 01:13
FIFA leitar liðsinnis mannréttindasamtaka
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að leita til mannréttindasamtaka áður en ákvörðun verður tekin um að fjölga liðum í heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022. FIFA telur nauðsynlegt að í það minnsta eitt nágrannaríki Katars verði gestgjafi mótsins.
28.04.2019 - 07:39
Fjögur ár í dag þar til HM í Katar hefst
Í dag eru akkúrat fjögur ár þar til næsta heimsmeistaramót karla í fótbolta hefst. HM 2022 verður haldið í Katar og verður fyrsta heimsmeistaramótið í fótbolta sem haldið verður á þessum árstíma. Hingað til hefur HM verið haldið í júní og/eða júlí, en það þótti ekki vænlegt í Katar 2022 þar sem hitastigið í Persaflóaríkinu getur auðveldlega farið upp í 40 gráður á celsius á þeim tíma.
21.11.2018 - 15:09