Færslur: HM 2021 í handbolta

Spennan eykst á HM í handbolta: Undanúrslit í dag
Tveir risaleikir eru á dagskrá á HM í handbolta í dag þegar undanúrslitin fara fram. Frakkland og Svíþjóð eigast við kl. 16:30 og Spánn og Danmörk kl. 19:30.
29.01.2021 - 10:03
Viðtal
„Búinn að gefa skyttunum mínum skotleyfi“
„Við þurfum að ráða við þessar árásir sem þeir gera í sínum sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson um það sem bíður íslenska liðsins gegn sterku liði Noregs á HM í dag. Guðmundur segist hafa gefið skyttum Íslands skotleyfi í leiknum.
24.01.2021 - 16:29
HM í handbolta í dag: Spennan eykst í milliriðlum
Spennan eykst á HM í handbolta og í dag eru 6 leikir á dagskrá í milliriðlunum. Þrír þeirra eru í beinni útsendingu á rásum RÚV. Tveir íslenskir þjálfarar eiga leik í dag en báðir eru í erfiðri stöðu í sínum riðli.
23.01.2021 - 07:00
Viðtal
„Verður geggjað að spila upp á stoltið, fyrir Ísland“
„Þetta var erfitt verkefni en við vorum nálægt þessu,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, eftir svekkjandi tveggja marka tap gegn Frakklandi á HM í handbolta í dag. Hann hlakkar þó til leiksins við Noreg á sunnudag.
22.01.2021 - 20:25
Viðtal
„Auðvitað hlusta ég ekki á svona blaður“
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta var stoltur af frammistöðu íslenska liðsins, þrátt fyrir tveggja marka tap á móti sterku liði Frakklands á HM í kvöld, 28-26. Guðmundur var hins vegar ómyrkur í máli í garð sérfræðinga RÚV, Arnars Péturssonar og Loga Geirssonar í mikilli eldræðu sinni.
22.01.2021 - 19:25
Myndskeið
Portúgal vann nauðsynlegan sigur á Sviss
Portúgal á áfram góða möguleika á að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum HM karla í handbolta. Portúgal vann Sviss með fjögurra marka mun í fyrsta leik dagsins í milliriðli Íslands.
22.01.2021 - 16:00
Viðtal
„Hörkuverkefni að glíma við fyrir þetta unga lið okkar“
Ísland mætir Frakklandi á eftir í öðrum leik í milliriðli. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir Frakkland með gríðarlega öflugt lið og að það verði hörkuverkefni fyrir ungt lið Íslands.
22.01.2021 - 15:58
Spánverjar höfðu betur í sveiflukenndum leik
Alfreð Gíslason og hans menn í þýska landsliðinu í handknattleik fengu erfitt verkefni í hendurnar þegar lið þeir mættu Evrópumeisturum Spánverja í kvöld. Mótið er komið í milliriðla og þangað tóku Þjóðverjar með sér tvö stig en Spánn þrjú. Eftir vægast sagt miklar sveiflur í leiknum hafði Spánn betur og kom sér í góða stöðu í milliriðlinum.
21.01.2021 - 19:05
Viðtal
Kári kennir ungu strákunum íslensku á HM í handbolta
Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið utan hóps á HM í Egyptalandi hingað til. Hann hefur þó ekki setið aðgerðalaus en hann hefur til að mynda nýtt tímann í að kenna ungu strákunum í liðinu íslensku og strítt fyrirliðanum.
21.01.2021 - 07:00
HM í dag: Lærisveinar Alfreðs mæta Spáni
Sjö leikir eru á dagskrá á HM í handbolta í dag og þrír þeirra verða í beinni útsendingu á rásum RÚV. Stórleikur er á dagskrá klukkan 19:30 þegar Þýskaland, sem Alfreð Gíslason stýrir, mætir Spáni í milliriðli eitt.
21.01.2021 - 06:30
Viðtal
„Það er bara næsti leikur og við ætlum að klára það“
„Þetta er bara ótrúlega fúlt það verður erfitt að sofna í kvöld,“ segir Elliði Snær Vignisson eftir tapið gegn Sviss í dag. Næst eru erfiðir leikir gegn Frakklandi og Noregi og Elliði segir íslenska liðið fara í þá til að vinna.
20.01.2021 - 17:05
Viðtal
Björgvin Páll: Hrikalega langur og erfiður leikur
„Þetta var hrikalega langur og erfiður leikur fyrir okkur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir tapið gegn Sviss. Sviss vann með tveimur mörkum 20-18 og fer með því upp fyrir Ísland í milliriðli þrjú.
20.01.2021 - 16:47
Viðtal
„Þeir gáfu hjarta sitt og sál í leikinn“
„Þetta svíður svakalega. Ég vil þó hrósa leikmönnunum fyrir hetjulega baráttu þeir gáfu hjarta sitt og sál í leikinn og við fengum einungis á okkur 20 mörk en því miður þá skorum við bara 18 og þar liggur þetta,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, um tapið gegn Sviss.
20.01.2021 - 16:37
Viðtal
„Það er við margt að glíma í þessum leik“
„Þetta er mjög spennandi verkefni. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þetta er öðruvísi verkefni, við erum komnir í milliriðil og þetta er mjög mikilvægur leikur,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Sviss á eftir.
20.01.2021 - 13:21
Viðtal
HM í dag: fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum
Í dag er fyrsti dagurinn í milliriðlum á HM karla í handbolta og Ísland mætir Sviss í mililriðli þrjú. Átta leikir eru á dagskrá á mótinu og eru þrír þeirra sýndir á rásum RÚV.
20.01.2021 - 07:00
Viðtal
Ýmir Örn: Mikið sjálfstraust í liðinu
„Ætli það sé ekki bara að reyna að taka aðeins á honum, hann fýlar það ekkert rosa mikið,“ segir Ýmir Örn Gíslason þegar hann er spurður um hvernig skal stöðva Andy Schmid leikmann Sviss. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í milliriðli á morgun.
19.01.2021 - 19:32
„Man ekkert eftir það, nema að þetta var ekkert spes“
„Ég bara keyri þarna inn í fintu og síðan fæ ég bara högg beint í smettið,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um brotið á honum í leiknum gegn Marokkó í kvöld. Hann er sáttur með sigurinn og segir Viggó Kristjánsson hafa verið stórkostlegan í kvöld.
18.01.2021 - 22:10
Viðtal
„Gaman að sjá hann hamra hann upp í skeytin“
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Marokkó í kvöld. Hann segist fegnastur því að enginn hafi meiðst í leiknum og var ánægður með fraumraun Kristjáns Arnar Kristjánsson.
18.01.2021 - 21:48
Portúgal tekur efsta sætið eftir sigur á Alsír
Portúgal fer með fjögur stig í milliriðla eftir að hafa unnið sjö marka sigur á Alsír, 26-19, og þar með tryggt sér toppsætið í F-riðli.
18.01.2021 - 19:22
Viðtal
„Breytist ekkert þótt ég sé með eitthvað band“
Arnór Þór Gunnarsson verður fyrirliði Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi sem hefst í dag. Hann er ekki sá einu úr fjölskyldunni sem ber fyrirliðabandið en bróðir hans er eins og margir vita Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta. Arnór segir bróðir sinn hafa meðfædda leiðtogahæfileika en hann þurfi sjálfur að koma sér í það hlutverk.
13.01.2021 - 13:45
Myndskeið
„Fékk hárblásarann frá Gumma og hrökk þá í gang“
Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark Íslands í seinni hálfleik. Ágúst Elí endaði á því að vera 6 skot. Hann endaði með 40% markvörslu og átti margar mjög góðar. Hann fór þó hægt af stað og fékk smá yfirhalningu frá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara rétt eftir að hann kom inn á og tókst ekki að verja.
06.01.2021 - 21:53
Guðmundur hefur áhyggjur af stuttum undirbúningi
Guðmundur Guðmundsson, sem fyrr í dag valdi leikmannahópinn fyrir HM í handbolta í janúar, hefur áhyggjur af stuttum undirbúningi. Ekki er komin undanþága fyrir liðið að æfa milli jóla og nýárs. Þá flækist flókið ferðalag fyrir.
15.12.2020 - 12:26
Fær að taka 20 leikmenn með sér á HM
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF hefur ákveðið að rýmka reglur fyrir HM karla sem heldur verður í Egyptalandi í janúar. Landsliðsþjálfarar mega nú mæta til leiks með 20 manna hópa í stað 16 eins og verið hefur.
23.09.2020 - 11:43