Færslur: Hlýnun jarðar

Svissneskir jöklar hopa sem aldrei fyrr
Rúmmál svissneskra jökla rýrnaði um sex prósent á síðasta ári, og hafa þeir ekki rýrnað meira á einu ári frá því mælingar hófust. Ástæðan er sögð einkar þurr vetur og langvarandi hitabylgjur í sumar.
28.09.2022 - 08:26
Grænlandsjökull hopaði 26. árið í röð
Grænlandsjökull minnkaði milli ára, 26. árið í röð. Mælingar Jarðfræðirannsóknastofnunar Danmerkur og Grænlands (GEUS) staðfesta þetta og segja vísindamenn stofnunarinnar veðurfar annars staðar í heiminum mögulega hafa áhrif á bráðnun jökulsins.
Sjónvarpsfrétt
Grænland er risi að vakna
Margar af stórborgum heims verða að bregðast við vaxandi vanda sem fylgir hlýnun jarðar og hækkun sjávarborðs, að öðrum kosti kunna hagkerfi borganna að hrynja, segir Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. Sérstakt Grænlandsþing Hringborðs Norðurslóða fór fram um helgina í Nuuk á Grænlandi.
Hvalir, rostungar og skjaldbökur gætu sést við strendur
Tvo höfrunga, af tegund sem ekki hefur sést áður við Íslandsstrendur, rak á land í botni Hrútafjarðar í síðustu viku. Sjávarlíffræðingur segir að landsmenn megi búast við að sjá sjávardýr sem fólk hefur ekki verið vant að sjá hér við land.
28.07.2022 - 14:04
Sjónvarpsfrétt
Hopið talið í hundruðum rúmkílómetra
Jöklar landsins hafa rýrnað svo mikið frá síðustu aldamótum að hægt er að telja rýrnunina í hundruðum rúmkílómetra. Jökulsporðar hopuðu víða um tugi metra í fyrra. Mýrdalsjökull hefur rýrnað um fimm rúmkílómetra á ellefu árum.
Bandaríkin
Skæð hitabylgja og ógnarmiklir skógareldar
Hitabylgja geisar víða í sunnanverðum Bandaríkjunum og í Nýja Mexíkó loga mestu skógareldar sem sögur fara af í ríkinu. Kaliforníubúar fá í dag eilitla hvíld frá hitabylgju sem þar hefur geisað inn til landsins um hríð, en spár gera ráð fyrir að hitinn nái fyrri hæðum á þriðjudag.
Vanúatú
Lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga
Forsætisráðherra eyríkisins Vanúatú á Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna loftslagsbreytinga og hamfarahlýnunar. Landið er sagt í bráðri hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga, ekki í framtíðinni heldur nú þegar.
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
Sjónvarpsfrétt
Verði að vera nákvæmara hvað eigi að gera og hvenær
Eins og í fyrri loftslagsskýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna eru skilaboðin skýr. „Þetta er síðasta viðvörunin sem við fáum. Það er ljóst að það þarf að ná miklu meiri árangri miklu hraðar,“ segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Tvær dýrategundir útdauðar og aðrar færa sig um set
Rúmir þrír miljarðar manna býr við aðstæður sem eru mjög viðkvæmar gagnvart loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð fólks og heilsu jarðar. Verði aðgerðum til að sporna gegn þróuninni seinkað meira glatast tækifærið til að skapa lífvænlegri og sjálfbæra framtíð jarðar. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafa orðið verst úti. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu IPPC.
28.02.2022 - 16:12
Flýta lokun stærsta kolaorkuvers Ástralíu
Stjórnendur ástralska orkurisans Origin Energy tilkynntu í dag að stærsta kolaorkuveri Ástralíu verði lokað síðsumars árið 2025, sjö árum fyrr en áætlað hafði verið. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukið framboð á ódýrri, endurnýjanlegri orku frá sólar- og vindorkuverum.
17.02.2022 - 03:40
Viðtal
Ísland framtíðarinnar: Meiri rigning
Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningar en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar hafa bráðnað. Veðrinu mun svipa til þess sem nú er í Skotlandi en líklega mun rigna meira en þar gerir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að bráðnun jökla hafi áhrif á vatnabúskap og vatnsaflsvirkjanir. 
Spegillinn
Hinir ríku Svíar standa ekki við loftslagsloforð
2,7 gráður - svo mikið mun meðalhitinn á jörðinni aukast frá því sem var fyrir iðnbyltingu, ef áfram verður haldið á sömu braut. Miklu meira en þær 2 gráður, eða helst 1,5, sem þjóðir heims stefna að samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Í París, fyrir sex árum lofuðu þjóðarleiðtogar aðgerðum en nýjar rannsóknir sýna að aðeins örfá lönd hafa efnt þessi loforð. Jafnvel Svíþjóð - ríkt land með þróað hagkerfi og stóra endurnýjanlega orkugjafa - er langt frá því að ná markmiðum sínum.
Boris Johnson
Vonlaust að samið verði um 1,5 gráðu hlýnun í Glasgow
Engin von er til þess að samkomulag um aðgerðir til að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5 gráður náist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti þessu yfir í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í dag.
31.10.2021 - 00:30
Hlýnun Jarðar jók líkurnar á hamfararegninu í Evrópu
Hlýnun Jarðar og loftslagsváin sem af henni stafar allt að nífaldaði líkurnar á streypiregninu sem orsakaði ógnarmikil og mannskæð flóð í Þýskaland og Belgíu í júlí. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum alþjóðlegs samstarfshóps loftslagsvísindafólks, World Weather Attribution-samstarfsins.
24.08.2021 - 04:32
Notuðu meiri sólarorku en kolaorku í fyrsta sinn
Suður í Ástralíu gerðist það í fyrsta skipti í gær að meira en helmingur alls rafmagns sem framleitt var í landinu kom frá sólarorkuverum. Ekki liðu þó nema nokkrar mínútur þar til kolaorkuverin sáu aftur um meirihluta orkuframleiðslunnar eins og jafnan áður og sérfræðingar segja að Ástralía eigi enn langt í land á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Mannskæð flóð eftir metúrkomu í Tennessee
Minnst átta manns drukknuðu í miklum flóðum í Tennessee í Bandaríkjunum í gær, samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar, og tuga er saknað. Geypilegt vatnsveður gekk yfir Tennessee á laugardag og þar sem mest rigndi mældist sólarhringsúrkoman 430 millimetrar, sem er metúrkoma á þessum slóðum.
22.08.2021 - 05:27
Rigning á toppi Grænlandsjökuls
Úrkoma á formi rigningar mældist á hábungu Grænlandsjökuls fyrr í þessum mánuði, í fyrsta skipti síðan þar var komið upp veðurstöð árið 1987. Veðurrannsóknastöðin Summit Camp er í 3.216 metra hæð á ísbreiðunni miklu. Hún er rekin af bandarísku rannsóknafyrirtæki með stuðningi Vísindastofnunar Bandaríkjanna.
21.08.2021 - 01:25
Loftslagsbreytingar og umhverfisvá ógna milljarði barna
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að um milljarður barna í 33 ríkjum heims séu í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga, hlýnunar Jarðar, mengunar og annarra aðsteðjandi umhverfisógna. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Áhættuvísi fyrir börn heimsins, þeim fyrsta sem unninn hefur verið.
Þúsundir flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu
Fleiri þúsund íbúar fjölmargra þorpa og smábæja hafa neyðst til að flýja skógareldana sem geisa í vesturhlíðum Sierra Nevada-fjallanna í norðanverðri Kaliforníu. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðustu tvo daga þar sem eldarnir hafa magnast upp í heitum og þurru veðri og hlýjum vindum.
Dixie stækkar enn og hlýir vindar kynda nýja elda
Dixie-eldurinn mikli, næst-stærsti skógareldur sem sögur fara af í Kaliforníu, heldur áfram að breiða úr sér og nýir og skæðir skógareldar halda áfram að gjósa upp í ríkinu, þar sem veðrið gerir slökkviliðsmönnum afar erfitt um vik þessa dagana. Orkufyrirtæki hafa tekið strauminn af þúsundum heimila í varúðarskyni.
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Yfir 80.000 flýja flóð og flóðahættu í Kína
Yfir 80.000 manns hefur verið gert að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól í Sitsjúan-héraði í Suðvestur-Kína, vegna úrhellisrigninga, flóða og hættu á enn meiri flóðum. Kínverskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgunsárið. Samkvæmt þeim hefur vatnsyfirborð fjölmargra áa og fljóta í héraðinu hækkað hættulega mikið í ógurlegum rigningum sem dundu yfir á föstudag og stóðu uppstyttulaust langt fram á sunnudag.
09.08.2021 - 06:26
Dixie-eldurinn orðinn sá næst-stærsti í sögu Kaliforníu
Dixie-skógareldurinn í norðanverðri Kaliforníu heldur áfram að stækka og er orðinn næst-stærsti skógareldur í sögu Kaliforníuríkis. Rannsókn bendir til þess að hann kunni að hafa kviknað þegar tré féll á rafmagnslínu. Veðurskilyrði hafa verið heldur hagstæðari á hamfarasvæðunum í Norður-Kaliforníu um helgina en síðustu vikur, sem hefur hægt heldur á útbreiðslu þessa risaelds. Hann stækkar þó enn og hefur nú brennt um 1.875 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis.
Með allra stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu
Skæðasti skógareldurinn af mörgum sem brenna í Kaliforníu um þessar mundir, svokallaður Dixie-eldur, er orðin sá þriðji stærsti sem sögur fara af í ríkinu og er enn að breiða úr sér. Miklir og langvarandi þurrkar hafa skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda á vesturströnd Bandaríkjanna síðustu ár.