Færslur: hlutdeildarlán

Færri lán veitt vegna skorts á eignum og verðhækkana
Í nokkurn tíma hafa engar eignir sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána verið í boði á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á eignum og verðhækkanir hafa valdið því að færri hlutdeildarlán eru veitt en væntingar stóðu til þegar úrræðið var sett á laggirnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur nú að þriðju úthlutun ársins.
Rýmka skilyrði hlutdeildarlána fyrsta árið
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um hlutdeildarlán, sem ætlað er að hjálpa fyrstu kaupendum og tekjulágum við fasteignakaup. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að í reglugerðinni hafi verið tekið tillit til gagnrýnisradda, um að skilyrðin fyrir lánum væru of þröng, með auknum sveigjanleika fyrsta árið.
Opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Margir sóttu um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í gær þegar opnað var fyrir umsóknir. Á það bæði við um tekjulága og byggingaverktaka, sem vilja byggja hagkvæmt húsnæði. Fyrsta úthlutun verður væntanlega fyrstu vikuna í desember. Enn er beðið eftir reglugerð. 
Hlutdeildarlán - 87 íbúðir uppfylltu skilyrðin
Aðeins 87 nýjar íbúðir hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði ársins sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán samkvæmt drögum að reglugerð. Talan er frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sagði hins vegar í minnisblaði á mánudaginn að þær væru samtals 220. 
Afstaða til hlutdeildarlána byggð á vísbendingum
Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að hlutdeildarlán nýtist þeim hópum sem til var ætlast. Stofnunin lagði fram upplýsingar á fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun, en ekki liggja þó fyrir endanlegar greiningar á stöðunni. Formaður velferðarnefndar hefur áhyggjur af því að úrræðið gæti á endanum ekki nýst þeim sem helst þurfa.
Myndskeið
Hægt að byggja ódýrari íbúðir ef fólk braskar minna
Hlutdeildarlán fyrir lágtekjufólk verða rædd á fundi velferðarnefndar Alþingis í fyrramálið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að 400 lán á ári sé alltof lítið en hægt sé að byggja ódýrari íbúðir ef fólk vandar sig og braskar minna.
11.10.2020 - 20:18
Myndskeið
Hlutdeildarlán - fáar íbúðir virðast í boði
Hámarksverð nýrra íbúða í reglugerðardrögum um hlutdeildarlán er svo lágt að erfitt er að finna fasteignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrðin. Tekjulágir geta sótt um hagstæð hlutdeildarlán um mánaðamótin. Þau eru hluti af lífskjarasamningunum.