Færslur: Hlutafjárútboð Icelandair

Ríkið ekki lengur í ábyrgð fyrir lántöku Icelandair
Icelandair sagði í dag upp lánalínu hjá Íslandsbanka og Landsbanka sem gaf fyrirtækinu færi á að taka allt að 120 milljón dollara lán þar sem ríkið ábyrgðist 90 prósent af láninu. Það er andvirði fimmtán milljarða króna í dag. Þetta gerir fyrirtækið sjö mánuðum áður en lánalínan átti að falla úr gildi.
Bain Capital með stærstan hlut í Icelandair
Samkomulag fjárfestingarssjóðsins Bain Capital og Icelandair Group hf. var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group í dag. Samkomulagið sneri að áskrift að 5,7 milljónum nýrra hluta í félaginu á gengi 1,43 krónur á hvern hlut eða að söluandvirði 8,1 milljarða króna. Bain Capital er því stærsti hluthafi Icelandair Group eða 16,6%.
Bogi segir óraunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð. Það hafi verið reynt tvisvar áður en slíkur rekstur sjáist aðeins á stórum alþjóðaflugvöllum.
Flugmenn tóku margir persónulega þátt í útboðinu
Icelandair Group sagði í gær upp 88 manns og taka uppsagnirnar gildi fyrsta október. Þar af voru 68 flugmenn. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að uppsagnirnar hafi komið félagsmönnum í opna skjöldu eftir vel heppnað hlutafjárútboð, sem margir þeirra hafi tekið þátt í.
Fyrstu viðskipti með nýju Icelandair hlutabréfin
Ný hlutabréf sem voru gefin út í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru í fyrsta sinn tekin til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Um hádegisbil stóð gengið í 97 aurum á hlut eftir rúmlega 200 milljóna króna viðskipti. Hlutabréfin voru seld á genginu ein króna á hlut í hlutafjárútboðinu.
30.09.2020 - 12:22
Breytingar á stærstu í Icelandair Group
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabankans skoðar ákvarðanir um aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá þessu frá á kynningarfundi um fjármálastöðugleika í dag. Hann sagðist telja ástæðu til að endurskoða uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins. Ásgeir nefndi engin nöfn en af samhenginu var ljóst að VR og Lífeyrissjóður verslunarmanna voru honum ofarlega í huga. Formaður VR beindi spjótum sínum í dag að varaformanni Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Ánægður með hversu vel hlutafjárútboðið gekk
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra segir það jákvætt hversu vel hlutafjárútboð Icelandair gekk. Heildareftirspurn sé mikil og það gefi félaginu færi á að auka við sig hlutafé umfram það sem til stóð. Það dragi úr áhættu ríkisins. Hann vonar að ekki komi til þess að gengið verði á lánalínuna.
Auðmjúk og stolt með eftirspurnina, segir Bogi Nils
Hluthöfum í Icelandair Group fjölgar um sjö þúsund eftir hlutafjárútboðið sem lauk í gær. Listi yfir 20 stærstu hluthafa verður birtur þegar hlutabréfin verða skráð. Stærsti hluthafinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, tók ekki þátt. Sjö milljarða skráningu Michelle Ballarin var hafnað því ekki voru tryggingar fyrir greiðslu. 
Stjórn hafnaði sjö milljörðum sem nema tilboði Ballarin
Alls bárust yfir níu þúsund áskriftir að fjárhæð 37,3 milljarðar króna en stjórn Icelandair samþykkti áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða, sjö milljörðum lægra en heildaráskriftir og sem nemur tilboði Michele Edward Roosevelt Ballarin. 
18.09.2020 - 09:48