Færslur: hlutafjárútboð

30% hlutur í Ölgerðinni seldur í hlutafjárútboði
29,5% hlutur í Ölgerðinni verður seldur í almennu hlutafjárútboði. Útboðið er undanfari skráningar félagsins á Aðalmarkað kauphallar Nasdaq á Íslandi og hefst klukkan 10 á mánudaginn í næstu viku. Því lýkur kl. 16 föstudaginn 27. maí. Fyrsti viðskiptadagur verður fimmtudagurinn 9. júní.
16.05.2022 - 20:38
Búist við áframhaldandi styrkingu krónunnar
Íslensk króna hefur styrkst nokkuð gagnvart evru það sem af er sumri og hefur heldur verið að styrkjast gagnvart evrunni frá áramótum. Í upphafi árs kostaði ein evra 157 krónur en nú kostar hún 147 krónur.
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Forstjóri og stjórnarmenn sæta rannsóknum
Birgir Jónsson forstjóri Play og  María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður félagsins eru bæði til rannsóknar hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Þetta kemur fram í útboðsgögnum vegna komandi hlutafjárútboðs Play á fimmtudag þar sem gerð er grein fyrir álitamálum sem tengjast félaginu.
22.06.2021 - 12:36
Viðskipti í Íslandsbanka fyrir rúma fjóra milljarða
Íslandsbanki var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum bankans í morgun. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi bjöllunni með Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, sér við hlið. Þar með er búið að skrá 35% af hlutum félagsins og geta nú viðskipti á þeim hafist. Íslandsbanki er þriðja stærsta félagið á markaðnum og er hann tuttugasta og fjórða félagið í Kauphöllinni, að sögn Magnúsar.
22.06.2021 - 11:26
Hlutafjárútboð Play hefst á fimmtudag
Hlutafjárútboð í nýja íslenska flugfélaginu Play hefst á fimmtudag og stefnir félagið að því að ná allt að 4,3 milljörðum króna í nýtt hlutafé. Áætlanir Play gera ráð fyrir að tekjur þess gætu numið 25 milljón dollurum eða tæpum 3,1 milljarði króna á þessu ári, en að þær gætu margfaldast á næstu árum.  
21.06.2021 - 21:49
Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Frábær þátttaka segir stjórnarformaður Bankasýslunnar
Íslenska ríkið fær rúma 55 milljarða króna fyrir sölu á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk í gær. Margföld umframeftirspurn var í útboðinu eða 486 milljarðar króna.
Um 24 þúsund hluthafar að loknu hlutafjárútboði
Hluthafar í Íslandsbanka verða um 24 þúsund eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Ekki eru fleiri hluthafar í nokkru skráðu fyrirtæki á Íslandi að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Fjármálaráðherra ánægður með ganginn í hlutafjárútboði
Fjármálaráðherra segir að það gætu fengist vel yfir fimmtíu milljarðar fyrir hlutinn sem ríkið hyggst selja í Íslandsbanka. Honum líst vel á stóru erlendu fjárfestingasjóðina sem hafa skuldbundið sig til að gerast kjölfestufjárfestar í bankanum.
Sala færeyska félagsins Magn hluti endurskipulagningar
Færeyska olíufélagið Magn, sem er að stærstum hluta í Skeljungs, hefur verið auglýst til sölu á markaði. Salan er talin hluti af endurskipulagningu Skeljungs en ekki liggur fyrir hverjir vilji kaupa.
Mikil eftirspurn var eftir hlutabréfum Icelandair
Umframeftirspurn eftir hlutum í hlutafjárútboði Icelandair sem lauk í dag, var um 85%. Alls bárust yfir níu þúsund áskriftir, samtals 37,4 milljarðar króna.
18.09.2020 - 00:49
Mikilvægt að lífeyrissjóðirnir taki þátt í útboðinu
Forstjóri Icelandair vonast til þess að viðsnúningur verði í rekstri félagsins um mitt næsta ár. Hlutafjárútboð hófst í morgun en óvissa ríkir um þátttöku stærstu lífeyrissjóða landsins.
16.09.2020 - 19:25
Spegillinn
Áhættusöm fjárfesting
Tuttugu milljarða króna hlutfjárútboð er risastór gjörningur á íslenskum fjármálamarkaði segir Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum. Á miðvikudagsmorguninn hefst hlutafjárútboð Icelandair og lýkur síðdegis á fimmtudaginn. Á rúmum sólarhring er stefnt að því að safna tuttugu milljörðum hluta, jafnvel tuttugu og þremur milljörðum verði eftirspurnin næg og er verðið króna á hlut. Niðurstaðan verður svo kynnt á föstudaginn.
14.09.2020 - 20:37
Allir átta sig á mikilvægi Icelandair fyrir hagkerfið
Tugmilljarða hlutafjárútboð Icelandair Group fer fram í næstu viku eftir að hluthafar samþykktu hlutafjáraukningu einróma í dag. Forstjóri félagsins segir alla átta sig á tækifærum Icelandair og mikilvægi þessi fyrir íslenskt hagkerfi. 
09.09.2020 - 18:01
Myndskeið
Segir ekkert mega út af bera hjá Icelandair
Samningar við kröfuhafa Icelandair lækka skuldbindingar félagsins um 61 milljarð króna. Stór hluti þeirra samninga er hins vegar háður því að takist að afla nýs hlutafjár. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningafyrirtækinu Jakobsson Capital, segir ekkert mega út af bera hjá flugfélaginu.
Hræringar í flugvélaflota Icelandair á næstu árum
Icelandair ætlar að byggja leiðakerfi sitt á næstu árum að hluta á Boeing 737 MAX vélum sem félagið vonast að fái að fljúga í árslok. Félagið hyggst bæta 16 nýjum vélum við í flotann eftir fjögur ár en óvíst er hvaða tegund verður þá fyrir valinu.
19.08.2020 - 18:01
Icelandair spáir mögulegum arftaka erfiðri fæðingu
Það mun taka nýtt flugfélag mörg ár að fylla í það skarð sem Icelandair skilur eftir sig og flug til og frá landinu yrði í millitíðinni háð þörfum erlendra flugfélaga.
Framtíð Icelandair gæti ráðist í útboðinu
Samningar sem Icelandair hefur gert við kröfuhafa, birgja og fleiri lækka skuldbindingar félagsins um 61 milljarð króna. Þeir eru þó allir háðir því að takist að safna tilskilinni upphæð í fyrirhuguðu hlutafjárútboði.
30 milljarðar undir í samningum við Boeing
Icelandair gerir ráð fyrir að fjárskuldbindingar félagsins lækki um rúmlega 30 milljarða króna vegna samkomulags við Boeing flugvélaframleiðandann. Nýundirritaðir kjarasamningar spara félaginu þrjá og hálfan milljarð.
Fresta hlutafjárútboði fram í september
Icelandair Group hefur frestað hlutafjárútboði félagsins og nú er stefnt að því að útboðið fari fram í september en ekki ágúst.
17.08.2020 - 23:14
Neikvæð áhrif en raskar ekki hlutafjárútboði
Forstjóri Icelandair segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar komi til með að hafa neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Draga muni bæði úr eftirspurn og ferðavilja. Þetta hafi þó hvorki áhrif á langtímaáætlanir né hlutafjárútboð félagsins.