Færslur: Hlutabréfaverð

Sjónvarpsfrétt
Ölgerðin gefur starfsfólki hlutabréf
Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.
Verðlækkun á hlutabréfamörkuðum
Verð á hlutabréfamörkuðum í Asíu lækkaði í dag eftir að eldur kviknaði í Saporisjsjia-kjarnorkuverinu í Úkraínu en það er stærsta kjarnorkuverið í Evrópu. Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að japanska Nikkei-vísitalan hafi lækkað um 2,5% og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 2,6%. Þá hækkaði verð á hráolíu.
Hlutabréfaverð hækkar og almenningur tekur meiri þátt
Hlutabréfaverð hefur hækkað þó nokkuð á síðustu mánuðum, viðskipti hafa aukist og almenningur tekur meiri þátt í hlutabréfaviðskiptum en áður. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að aukin þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum á síðasta ári endurspegli hvernig efnahagskreppan bitnar á afmörkuðum hluta landsmanna.
22.02.2021 - 12:11
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Hækkun í Kauphöllinni í dag
Hlutabréf hækkuðu í verði í dag í fimmtán af þeim nítján íslensku fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Mest hækkaði hlutabréfaverð í Eimskipi, um 5,26 prósent í 147 milljóna króna veltu, og næstmest í Icelandair, um 4,62 prósent í 942 milljóna veltu. Heildarvelta í dag nam 3,9 milljörðum króna og úrvalsvísitalan er nú 2.347,9 stig.
16.11.2020 - 17:16

Mest lesið