Færslur: Hlutabréfamarkaður

Sjónvarpsfrétt
Ölgerðin gefur starfsfólki hlutabréf
Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.
Of mikil gírun helsta ógnin
Helsta ógn við fjármálastöðugleika er tilhneiging fólks til að nýta verðhækkanir á húsnæði og hlutabréfum til enn frekari skuldsetningar. Fjármálastöðugleikanefnd birti í morgun mat sitt á stöðu fjármálakerfisins.
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Um 24 þúsund hluthafar að loknu hlutafjárútboði
Hluthafar í Íslandsbanka verða um 24 þúsund eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Ekki eru fleiri hluthafar í nokkru skráðu fyrirtæki á Íslandi að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Hlutabréfaverð hækkar og almenningur tekur meiri þátt
Hlutabréfaverð hefur hækkað þó nokkuð á síðustu mánuðum, viðskipti hafa aukist og almenningur tekur meiri þátt í hlutabréfaviðskiptum en áður. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að aukin þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum á síðasta ári endurspegli hvernig efnahagskreppan bitnar á afmörkuðum hluta landsmanna.
22.02.2021 - 12:11
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.