Færslur: Hlutabréfamarkaður

Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Um 24 þúsund hluthafar að loknu hlutafjárútboði
Hluthafar í Íslandsbanka verða um 24 þúsund eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Ekki eru fleiri hluthafar í nokkru skráðu fyrirtæki á Íslandi að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Hlutabréfaverð hækkar og almenningur tekur meiri þátt
Hlutabréfaverð hefur hækkað þó nokkuð á síðustu mánuðum, viðskipti hafa aukist og almenningur tekur meiri þátt í hlutabréfaviðskiptum en áður. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að aukin þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum á síðasta ári endurspegli hvernig efnahagskreppan bitnar á afmörkuðum hluta landsmanna.
22.02.2021 - 12:11