Færslur: Hlutabréfamarkaðir

Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Fréttaskýring
Söfnun sparnaðar skapaði GameStop-bóluna
Hlutabréfaverð í GameStop-verslunarkeðjunni hefur nú lækkað, eftir að hafa bólgnað mikið og náð hámarki í lok janúar. Forsendur þessarar bólu er meira ráðstöfunarfé almennra fjárfesta í takt við minni einkaneyslu síðasta árið.
08.02.2021 - 13:55
Kaupin í GameStop einsdæmi
Hópur almennra fjárfesta tók sig saman á samfélagsmiðlum og keypti í stórum stíl bréf í tölvuleikjaverslun sem vogunarsjóðir höfðu veðjað á að lækkuðu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir þetta alveg nýja hegðun á markaði og væntir viðbragða eftirlitsaðila. 
28.01.2021 - 19:23
Vill sporna gegn markaðssvikum
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem sporna gegn markaðssvikum og stuðla að opinberri birtingu innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í bankahruninu fyrir tólf árum hafi komið bersýnilega í ljós að brýnt sé að huga að heilleika markaðarins og fjárfestavernd.
Hlutabréfavísitölur hækka þrátt fyrir óvissu
Hlutabréfavísitölur hafa hækkað þónokkuð frá því í nótt þrátt fyrir þá miklu óvissu sem enn ríkir um niðurstöður úr kosningunum vestanhafs. Markaðir hafa þó sveiflast á síðasta sólarhringnum og litast af óvissunni.