Færslur: Hlutabréfamarkaðir

Öll félögin í Kauphöllinni lækka í verði
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 9,9% í maí. Lækkunin var töluvert meiri en á öðrum hlutabréfamörkuðum í helstu viðskiptalöndunum. Öll félögin á aðallista Kauphallarinnar lækkuðu í verði.
09.06.2022 - 09:50
Olían trompar tæknina: Aramco verðmætara en Apple
Sádi-arabíski olíurisinn Aramco er verðmætasta fyrirtæki heims, miðað sölugengi hlutabréfa í lok viðskipta í gær, miðvikdag, og hefur þar með tekið fram út rafeindarisanum Apple. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi fyrirtæki hafa sætaskipti á toppi listans yfir verðmætustu fyrirtæki heims, því þetta gerðist líka árið 2020.
12.05.2022 - 06:26
Markaðir brugðist of hart við
Gengi hlutabréfa í kauphöllum hefur víða lækkað talsvert síðustu daga. Greinandi telur markaði hafa brugðist full harkalega við ytri aðstæðum, sér í lagi sá íslenski.
Kauphallarvísitalan sú lægsta í rúmt ár
Gengi hlutabréfa hefur lækkað mikið í kauphöllum víða um heim í dag. Ástæðan er meðal annars rakin til ótta fjárfesta um að verulega dragi úr hagvexti á næstum mánuðum vegna stríðsins í Úkraínu. Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,16 prósent og hefur ekki verið lægri í rúmt ár.
09.05.2022 - 22:14
Sjónvarpsfrétt
Ölgerðin gefur starfsfólki hlutabréf
Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Verðlækkun á hlutabréfamörkuðum
Verð á hlutabréfamörkuðum í Asíu lækkaði í dag eftir að eldur kviknaði í Saporisjsjia-kjarnorkuverinu í Úkraínu en það er stærsta kjarnorkuverið í Evrópu. Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að japanska Nikkei-vísitalan hafi lækkað um 2,5% og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 2,6%. Þá hækkaði verð á hráolíu.
Fasteignarisinn Evergrande stöðvar hlutabréfaviðskipti
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande tilkynntu í morgun stöðvun viðskipta með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong. Fyrirtækið skuldar 300 milljarða bandaríkjadala og á í mesta basli með að standa við skuldbindingar sínar.
Gengi hlutabréfa Facebook féll þegar kerfið hrundi
Skekkja við breytingar á innri stillingum netbeina sem stjórna umferð um netkerfi samskiptarisans Facebook varð til þess að samfélagsmiðlar og samskiptaforrit hættu að virka og urðu óaðgengileg síðdegis í gær. Samband komst ekki á fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í Evergrande
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande létu stöðva viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Engin skýring var gefin á ákvörðuninni. Gengi féll á hlutabréfum í kjölfarið.
04.10.2021 - 01:48
„Ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu“
Kristrún Frostadóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um fjárhag sinn hafi komið sér í opna skjöldu og það sé ekkert óeðlilegt við áhættufjárfestingu sem skili hagnaði. Mikil umræða skapaðist um fjárhag Kristrúnar í aðdraganda Alþingiskosninga. Hún var um tíma aðalhagfræðingur Kviku banka en fjölmiðlar greindu frá að hún hefði hagnast um hundruð milljóna á fjárfestingum í bankanum.
Evergrande selur milljarða virði í hlutabréfum
Kínverski fasteignarisinn Evergrande hyggst selja hlutabréf í Shengjing bankanum fyrir jafngildi 202 milljarða íslenskra króna. Kaupandinn er ríkisrekið eignastýringarfyrirtæki.
29.09.2021 - 04:15
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
Hlutabréf féllu í kauphöllinni í Hong Kong í morgun
Verð hlutabréfa féll í Kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Ástæða þess er afar erfið skuldastaða kínverska fasteignarisans Evergrande.
Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Fréttaskýring
Söfnun sparnaðar skapaði GameStop-bóluna
Hlutabréfaverð í GameStop-verslunarkeðjunni hefur nú lækkað, eftir að hafa bólgnað mikið og náð hámarki í lok janúar. Forsendur þessarar bólu er meira ráðstöfunarfé almennra fjárfesta í takt við minni einkaneyslu síðasta árið.
08.02.2021 - 13:55
Kaupin í GameStop einsdæmi
Hópur almennra fjárfesta tók sig saman á samfélagsmiðlum og keypti í stórum stíl bréf í tölvuleikjaverslun sem vogunarsjóðir höfðu veðjað á að lækkuðu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir þetta alveg nýja hegðun á markaði og væntir viðbragða eftirlitsaðila. 
28.01.2021 - 19:23
Vill sporna gegn markaðssvikum
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem sporna gegn markaðssvikum og stuðla að opinberri birtingu innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í bankahruninu fyrir tólf árum hafi komið bersýnilega í ljós að brýnt sé að huga að heilleika markaðarins og fjárfestavernd.
Hlutabréfavísitölur hækka þrátt fyrir óvissu
Hlutabréfavísitölur hafa hækkað þónokkuð frá því í nótt þrátt fyrir þá miklu óvissu sem enn ríkir um niðurstöður úr kosningunum vestanhafs. Markaðir hafa þó sveiflast á síðasta sólarhringnum og litast af óvissunni.