Færslur: hlutabréf

Viðtal
Hlutabréfaverð hækkar á sveiflukenndum markaði
Viðskipti í Kauphöllinni hafa verið á uppleið undanfarna daga. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í dag að þetta væri eðlileg þróun. Verðmæti flestra fyrirtækja í Kauphöllinni hafi aukist þótt úrvalsvísitalan hafi sigið niður á við eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mikil lækkun hlutabréfaverðs í fyrirtækjum á borð við Marel geti einnig skýrt lækkun á markaðnum. Hann segir að ávöxtun flestra fyrirtækja hafi verið eðlileg.
08.09.2022 - 14:18
Sjónvarpsfrétt
Forstjórinn hættir og selur öll hlutabréf sín
Heiðar Guðjónsson, forstjóri fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar, hefur selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu og lætur af störfum fyrir mánaðamót. Félagið Gavia Invest kaupir bréf forstjórans og er nú stærsti hluthafi í fyrirtækinu. Forsvarsmaður þess er náinn samstarfsmaður fyrrverandi aðaleigenda, hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur.
25.07.2022 - 20:10
Hlutabréf Alvotech skráð í Kauphöllina í dag
Hlutabréf líftæknifyrirtækisins Alvotech verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Alvotech verður þar með fyrsta fyrirtækið sem skráð er á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.
23.06.2022 - 08:26
Kauphallarvísitalan sú lægsta í rúmt ár
Gengi hlutabréfa hefur lækkað mikið í kauphöllum víða um heim í dag. Ástæðan er meðal annars rakin til ótta fjárfesta um að verulega dragi úr hagvexti á næstum mánuðum vegna stríðsins í Úkraínu. Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,16 prósent og hefur ekki verið lægri í rúmt ár.
09.05.2022 - 22:14
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Omíkron skekur markaði
Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins.
20.12.2021 - 17:56
Gengi hlutabréfa Facebook féll þegar kerfið hrundi
Skekkja við breytingar á innri stillingum netbeina sem stjórna umferð um netkerfi samskiptarisans Facebook varð til þess að samfélagsmiðlar og samskiptaforrit hættu að virka og urðu óaðgengileg síðdegis í gær. Samband komst ekki á fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í Evergrande
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande létu stöðva viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Engin skýring var gefin á ákvörðuninni. Gengi féll á hlutabréfum í kjölfarið.
04.10.2021 - 01:48
„Ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu“
Kristrún Frostadóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um fjárhag sinn hafi komið sér í opna skjöldu og það sé ekkert óeðlilegt við áhættufjárfestingu sem skili hagnaði. Mikil umræða skapaðist um fjárhag Kristrúnar í aðdraganda Alþingiskosninga. Hún var um tíma aðalhagfræðingur Kviku banka en fjölmiðlar greindu frá að hún hefði hagnast um hundruð milljóna á fjárfestingum í bankanum.
Örskýring
Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?
Mikið hefur verið fjallað um hlutafjárútboð íslenskra fyrirtækja undanfarna mánuði. Síldarvinnslan reið á vaðið í maí og Íslandsbanki fylgdi í kjölfarið í júní. Hlutafjárútboði flugfélagsins Play lauk svo í síðustu viku og tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds var svo næstur í röðinni til að sækja sér hlutafé til fjárfesta og almennings með þessum hætti.
01.07.2021 - 13:09
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Goldman Sachs og fleiri gera bindandi tilboð í Advania
Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs, ásamt danska fjárfestingasjóðnum VIA Equity, lykilstjórnendum á Norðurlöndum og nokkrum smærri hluthöfum hafa gert bindandi kauptilboð í  meirihluta hlutafjár upplýsingatæknifyrirtækinu Advania.
15.02.2021 - 07:44
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Telur markaðinn spenntan yfir mögulegum Pfizer-samningi
Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um tæpt prósent í gær, 444 fjárfestu í bréfum í félaginu. Sama dag var tilkynnt um að félagið hefði tapað 51 milljarði í fyrra. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að viðskiptin tengist hugsanlegum samningi við Pfizer um fjöldabólusetningu í rannsóknarskyni. 
09.02.2021 - 12:58
Samruni skapar fjórða stærsta bílaframleiðanda heims
Ítalsk-bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið Fiat/Chrysler og franski framleiðandinn PSA undirrituðu samrunasamning í dag. Samningaviðræður hafa staðið vel á annað ár.
16.01.2021 - 13:08
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.
Hlutabréf í Icelandair lækka
Hlutabréf í Icelandair féllu um 2,15 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa stendur nú í 91 eyri. Hlutabréfin voru seld á genginu ein króna í hlutafjárútboðinu sem lauk í síðasta mánuði.
02.10.2020 - 16:54
Bandaríski sjóðurinn minnkar enn frekar við sig
Lífeyrissjóður verslunarmanna er orðinn stærsti hluthafinn í Icelandair eftir að bandaríski sjóðurinn PAR Captial Management minnkaði eignarhlut sinn í félaginu.
04.06.2020 - 15:32