Færslur: Hlutabótaleiðin

1.200 umsóknir um bætur það sem af er mánuði
Vinnumálastofnun hefur borist um 1.200 umsóknir um atvinnuleysisbætur það sem af er septembermánuði, eða á einni viku. Forstjóri stofnunarinnar segir flestar umsóknir vera frá fólki sem missti vinnuna í lok maí og byrjun júní.
Fjárlagagatinu ekki lokað á næstu árum
Ríkið hefur svigrúm á að taka á sig högg með hallarekstri, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hvorki standi til að fara í skattahækkanir né harðan niðurskurð.
44 fyrirtæki hafa endurgreitt hlutabætur
44 fyrirtæki hafa endurgreitt hlutabætur fyrir samtals 210 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýju yfirliti Stjórnarráðsins yfir stöðu stærstu efnahagsaðgerða vegna COVID-19.
Ekki verið rætt um framlengingu hlutabóta
Engin umræða hefur átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að framlengja hlutabótaleiðina. Sú ákvörðun að herða skimun á landamærum vegna fjölgunar kórónuveirusmita víða um heim kann  hins vegar að kalla á endurskoðun á fyrri ákvörðunum að mati ráðherra ferðamála.
14.08.2020 - 21:09
Segir orðsporsáhættu fylgja hlutabótaleið
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir SA hafa varað við því þeim þrengingum sem voru gerðar á hlutabótaleiðinni og að henni fylgi orðsporsáhætta fyrir fyrirtæki.
Um sex þúsund beðið tvo mánuði eftir bótum
Á sjötta þúsund manns hafa beðið í meira en tvo mánuði eftir að Vinnumálastofnun afgreiði umsókn þeirra um atvinnuleysisbætur. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gríðarlega leiðinlegt.
Tugir fyrirtækja hyggjast endurgreiða hlutabætur
Rúmlega fimmtíu fyrirtæki hafa óskað eftir því að endurgreiða Vinnumálastofnun bætur sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greiddar vegna hlutabótaleiðar. Flest fyrirtækin hafa nú þegar endurgreitt stofnuninni útlagðan kostnað. Þetta kemur fram í svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn fréttastofu.
Tæplega helmingur þarf að endurgreiða hlutabætur
Um helmingur þeirra sem fengu hlutabætur um síðustu mánaðamót þarf að greiða hluta þeirra til baka núna, því Vinnumálastofnun greiddi þeim of mikið. Forstjóri stofnunarinnar segir jákvætt að tekjur fólks reyndust hærri en það áætlaði.
Icelandair hættir að nýta hlutabótaleið
Icelandair getur ekki nýtt hlutabótaleið stjórnvalda áfram og þess í stað mun fyrirtækið fara þess á leit við starfsfólk að það taki á sig tíu prósenta launaskerðingu.
Spegillinn
Óttast aukið atvinnuleysi í haust
Um 50 fyrirtæki hafa ákveðið að endurgreiða bætur sem þau hafa fengið vegna hlutabótaleiðarinnar. Útlit er fyrir að almennt atvinnuleysi verði allt að 10 af hundraði í haust þegar uppsagnarfresti margra lýkur.
26.05.2020 - 17:50
Hlutabótaleið: Laun stjórnenda ekki hærri en 3.000.000
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvörp um hertar reglur um stuðning ríkisins við greiðslu launa á fólks uppsagnarfresti og þeirra sem nýta hlutabótaleiðina. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem nýta úrræðið mega ekki vera hærri en 3 milljónir og gildir sú regla til ársins 2023.
Óvíst hvenær listi yfir hlutabótafyrirtæki birtist
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir ómögulegt að svara því hvort listi yfir fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina verði birtur á morgun. Persónuvernd úrskurðaði í gær að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. Þá sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar, að listinn yrði líklega birtur í dag eða á morgun. Unnur segir að núna fari persónuverndarfulltrúi stofnunarinnar yfir málið.
Setja saman hóp til eftirlits með hlutabótaleiðinni
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfitt að meta hvenær eftirlit geti hafist með hlutabótaleiðinni því vinnan sé mjög umfangsmikil og mannfrek. Unnið er að því að setja saman hóp innan stofnunarinnar sem ætlað er að sinna slíku eftirliti.
Myndskeið
Listinn líklega birtur á morgun eða föstudag
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að skoðað verði hvort listi yfir tæplega sjö þúsund fyrirtæki á hlutabótaleið verði birtur. Persónuvernd úrskurðar að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. „Við erum nú bara að skoða þetta núna og athugum hvað við gerum. Við munum sjálfsagt birta þennan lista,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar. Listinn verði líklega birtur á morgun eða föstudag.
Telur rétt að birta nöfn fyrirtækja í hlutabótaleið
Persónuvernd segir það ekki brjóta persónuverndarlög að Vinnumálastofnun birti upplýsingar um þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn á hlutabótaleiðinni. Vinnumálastofnun taldi sér ekki heimilt að birta slíkar upplýsingar þar sem hætta var á að slíkt samræmdist ekki persónuverndarlögum.
13.05.2020 - 11:18
Dótturfélag KS endurgreiðir 17 milljóna hlutabætur
Kaupfélag Skagfirðinga veitir dótturfélagi sínu, kjötvinnslunni Esju Gæðafæði ehf., sérstaka fjárhagsaðstoð svo fyrirtækið geti endurgreitt Vinnumálastofnun vegna starfsfólks vinnslunnar sem hefur fengið greitt á grundvelli hlutabótaleiðar. Endurgreiðslan nemur um 17 milljónum króna.
Myndskeið
Líklegt að nöfn stærri fyrirtækja verði birt
Ráðgjafi stjórnvalda í upplýsingarétti telur fátt koma í veg fyrir að birta nöfn stærri fyrirtækja sem sækja fé til ríkisins með hlutabótaleiðinni, enda ætti það að vera opinberar upplýsingar. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lítið mál að sjá hvaða einstaklingar séu á bótum ef nöfn lítilla fyrirtækja verða birt, en útilokar ekki nöfn stærri fyrirtækja.
10.05.2020 - 19:49
Mega ekki greiða ofurlaun og fá líka pening hjá ríkinu
Hámarkslaunaviðmið yfirmanna hjá fyrirtækjum sem nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda verður sett inn í frumvarp félagsmálaráðherra og kynnt í næstu viku. Þetta segir félagsmálaráðherra. Skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að geta nýtt sér leiðina verða hert til muna.
10.05.2020 - 12:55
Persónuverndarlög gilda um fólk, ekki fyrirtæki
Forstjóri Persónuverndar segir persónuverndarlög í grundvallaratriðum gilda um einstaklinga, en ekki fyrirtæki. Vinnumálastofnun segir birtingu lista yfir þau fyrirtæki sem nýta hlutabótaleiðina líklega stangast á við persónuverndarlög. Fjármálaráðherra er þessu ósammála, og segir brýnt að finna þau fyrirtæki sem misnota hlutabótaleiðina.
Myndskeið
Óheimilt að birta lista yfir fyrirtæki í hlutabótaleið
Forsætisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt hlutabótarleiðina. Stofnunin telur sig ekki hafa heimild til þess. Leitað verði álits Persónuverndar. Hagar ákváðu í dag að endurgreiða hlutabætur starfsmanna og Festi íhugar að fara sömu leið.
Eftirlit vegna hlutabótaleiðar hefst í haust eða fyrr
Alls hafa 6.700 fyrirtæki nýtt sér hlutabótaleiðina, það er að halda ráðningasambandi en minnka starfshlutfall þannig að starfsfólkið fái atvinnuleysisbætur að hluta. Um 35.000 manns fá hlutabætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum um rekstrarvanda. Ráðist verði í slíkt eftirlit í haust.
„Rekur rýting í samstöðuna“
Fjármálaráðherra segir að stöndug fyrirtæki, sem greitt hafa út arð samtímis því að þiggja ríkisaðstoð í formi hlutabótaleiðarinnar, reki rýting í þá samstöðu sem myndast hafi í samfélaginu í kórónuveirufaraldrinum. Forsætisráðherra segir að úrræðið hafi fyrst og fremst verið hugsað til að tryggja afkomu launafólks. 
Hlutabótalögum verður breytt til að hindra misnotkun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hlutabótalögum verði breytt til að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til þess að greiða niður laun starfsmanna sinna. Fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafa öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til að standa straum af hluta af launakostnaði starfsmanna um leið og þau greiddu eigendum sínum arð eða keyptu eigin bréf.
Spegillinn
Þúsundir á krossgötum: „Við endurskipuleggjum lífið“
Mánaðamótin voru þau svörtustu í sögunni, þúsundir hafa fengið uppsagnarbréf, stór hluti þjóðarinnar er í skertu starfshlutfalli. Óvíst er hvenær og hversu skarpt ferðaþjónustan tekur við sér á ný. Fólk íhugar stöðu sína, veit ekki alveg hvað tekur við næstu mánuði. Mörg dæmi eru um að pör missi vinnuna. Vinnusálfræðingur varar þau sem nú hafa misst vinnuna við því að sitja aðgerðalaus eftir að geirinn taki við sér - oft verði mikil og spennandi gerjun á krossgötum.