Færslur: Hlíðarfjall

Einn slasaður eftir snjóflóð á Akureyri
Snjóflóð féll á svæðinu fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri um klukkan eitt í dag. Einn skíðamaður lenti í flóðinu, hann grófst ekki undir en er slasaður. Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.
06.05.2022 - 15:19
Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli gangsett um helgina
Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verður tekin í notkun á morgun, laugardadag. Sagt hefur verið frá væntanlegri opnun oftar en einu sinni á síðustu árum en nú er stóra stundin runnin upp.
18.02.2022 - 15:46
Sjónvarpsfrétt
Færeyingar flykkjast á skíði í Hlíðarfjalli
Um hundrað og þrjátíu Færeyingar eru komnir til Akureyrar í skíðaferð. Stutt flugferð til Akureyrar trekkir að í brekkur Hlíðarfjalls og góð aðstaða fyrir byrjendur sömuleiðis, en flestir hafa sjaldan eða aldrei farið á skíði áður.
04.02.2022 - 10:51
 „Við ætlum loksins að opna þessa nýju lyftu“
Stefnt er að því að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli, verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð. Sagt hefur verið frá væntanlegri opnun oftar en einu sinni á síðustu árum en nú segir formaður stjórnar Hlíðarfjalls að komið sé að þessu.
24.01.2022 - 13:20
Opnað verður í Hlíðarfjalli á morgun
Stefnt var að opnun skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í dag, föstudag. Vegna hlýinda og sterkra vinda verður ekki af opnuninni en forstöðumaður skíðasvæðisins fullyrðir að hægt verði að opna á morgun.
17.12.2021 - 13:20
Vindar hafa leikið nýju stólalyftuna grátt
Sterkir vindar í Hlíðarfjalli hafa valdið skemmdum á stólunum í nýrri lyftu í fjallinu. Unnið er að því að fyrirbyggja frekari skemmdir og er stefnt á að taka lyftuna sljótlega í notkun. Það verður þó ekki fyrir áætlaða opnun skíðasvæðisins, 17. desember.
01.12.2021 - 13:01
Færeyingar bóka skíðaferðir til Akureyrar
Á meðan Íslendingar bóka skíðaferðir til Alpanna stefna Færeyingar á skíðaferðir til Akureyrar. Í febrúar á næsta ári verður flogið beint á milli Akureyrar og Færeyja með það fyrir augum að Færeyingar komist á skíði í Hlíðarfjalli.
08.11.2021 - 14:39
Sumaropnun í Hlíðarfjalli
Göngu- og hjólreiðafólk hefur getað tekið stólalyftuna í Hlíðarfjalli við Akureyri í sumar. Aukin notkun milli sumra gefur vísbendingu um að grundvöllur sé fyrir rekstri í fjallinu stóran hluta ársins.
06.09.2021 - 10:23
Óvissa um rekstur Hlíðarfjalls
Formaður stjórnar Hlíðarfjalls segir vonbrigði að ekkert ástættanlegt boð hafi borist í rekstur skíðasvæðisins. Akureyrarbær mun því að öllum líkindum sjá um reksturinn í vetur.
16.08.2021 - 09:38
Andrésarleikunum frestað, flýtt aftur og nú aflýst
Ákveðið hefur verið að aflýsa Andrésar andar leikunum árið 2021. Hátt í eitt þúsund keppendur voru skráðir til leiks. Almannavarnir og sóttvarnalæknir lögðust gegn áformunum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi varðandi farsóttina í samfélaginu.
20.04.2021 - 19:23
Ekki einhugur um áfengissölu í Hlíðarfjalli
Ágreiningur var í bæjarráði Akureyrar þegar þar var tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem óskaði eftir umsögn vegna umsóknar AnnAssist ehf. um rekstrarleyfi fyrir vínveitingar á veitingastað í Hlíðarfjalli.
15.03.2021 - 16:19
Landinn
Þótti frekar lúðalegt að æfa skíðagöngu
Félagarnir Ólafur Pétur Eyþórsson og Einar Árni Gíslason hafa æft skíðagöngu síðan þeir voru smástrákar. „Maður var ekkert alltaf að segja öllum að maður æfði gönguskíði,“ segir Einar Árni, „það var kannski soldið lúðalegt í byrjun - en er orðið mjög töff sport núna.“
10.03.2021 - 07:30
Vilja opna nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli fyrir helgi
Stefnt er að því að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun fyrir helgi. Lyftan er tilbúin og verður formlega sett í gang þegar veður leyfir. Þetta segir Halla Björk Reynisdóttir, formaður stjórnar Hlíðarfjalls.
08.03.2021 - 14:42
Ölvað fólk fær ekki að skíða í Hlíðarfjalli
Forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir að engin vandamál hafi komið upp í tenglum við áfengissölu sem hófst um helgina. Vel verði fylgst með gestum sem neyta áfengis og ölvuðum meinað að skíða.
08.03.2021 - 12:03
Akureyrarbær semur um kaup á nýju stólalyftunni
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga um kaup á nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli af Vinum Hlíðarfjalls. Talsmaður félagsins segir að lyftan sé tilbúin til afhendingar.
18.02.2021 - 17:51
Nær uppselt í Hlíðarfjall næstu tvær vikur
Nær allir aðgöngumiðar að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar á tímabilinu 18. til 28. febrúar eru að seljast upp. Þessi mikla eftirspurn er til komin vegna vetrarleyfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku og þeirri næstu. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir að síminn hafi hreinlega ekki stoppað.
15.02.2021 - 14:37
Myndband
Reistu sprengibúnað í Hlíðarfjall við erfiðar aðstæður
Sprengibúnaður sem framkallað getur snjóflóð var settur upp í Hlíðarfjalli í síðustu viku við gríðarlega krefjandi aðstæður. Með nýja búnaðinum geta starfsmenn sprengt niður snjóhengjur áður en þær verða hættulegar gestum.
18.11.2020 - 14:48
Eldri borgarar mótmæla 480% hækkun í Hlíðarfjalli
Félag eldri borgara á Akureyri krefst þess að hækkun á gjaldi vetrarkorta í Hlíðarfjall fyrir eldri borgara verði tekin til endurskoðunar. Vetrarkortin hækka um 480% milli ára.
30.10.2020 - 11:42
Myndskeið
Ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli á lokametrunum
Áætlað er að ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli verði tilbúin fyrir komandi skíðavertíð. Von er á austurrískum sérfræðingum til að gera lokaúttekt í byrjun október. Svæðisstjóri í fjallinu er bjartsýnn og á von á mikilli aðsókn í vetur.
22.09.2020 - 15:38
Akureyrarbær auglýsir rekstur Hlíðarfjalls til leigu
Stjórn Hlíðarfjalls á Akureyri leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að taka við rekstri skíðasvæðisins. Formaður stjórnarinnar segir að reksturinn hafi verið erfiður í ár. Kostnaður bæjarins við skíðasvæðið síðasta skíðavetur var tæpar tvö hundruð milljónir króna.
18.09.2020 - 11:38
Eyddu leifum af sprengjum í Hlíðarfjalli
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í gær gömlum leifum af sprengjum sem fundust í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Sögugrúskari sem fann sprengjubrotin segist ekki geta neitað því að hafa orðið dálítið smeykur við fundinn.
Kanna hvort ósprungnar sprengjur séu í Hlíðarfjalli
Mikið magn af sprengjubrotum fannst í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í síðustu viku. Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar mun kanna hvort ósprungnar sprengjur finnist á svæðinu í dag.
18.08.2020 - 12:12
Vilja fjárframlag þótt keppni hafi verið aflýst
Undirbúningsnefnd Andrésar andar leikanna í ár hefur óskað eftir því að fjárframlag Akureyrarbæjar vegna leikanna standi þrátt fyrir að þeim hafi verið frestað. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.
03.06.2020 - 14:59
Hlíðarfjall varð af helmingi áætlaðra tekna
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli varð af helmingi tekna vetursins vegna kórónuveirunnar. Forstöðumaður segir ekkert annað í stöðunni en að líta björtum augum til næsta veturs. Ný skíðalyfta verður kláruð í sumar.
04.05.2020 - 11:38
Myndskeið
Akureyrarbær kaupir nýju lyftuna á 323 milljónir
Akureyrarbær mun kaupa nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli við verklok. Kostnaður er 323 milljónir en upphaflega stóð til að hagsmunasamtökin Vinir Hlíðarfjalls sem fengu lyftuna að gjöf frá Samherja myndu leigja bænum mannvirkið næstu 15 árin.
24.02.2020 - 19:19