Færslur: Hlíðarfjall

Ölvað fólk fær ekki að skíða í Hlíðarfjalli
Forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir að engin vandamál hafi komið upp í tenglum við áfengissölu sem hófst um helgina. Vel verði fylgst með gestum sem neyta áfengis og ölvuðum meinað að skíða.
08.03.2021 - 12:03
Akureyrarbær semur um kaup á nýju stólalyftunni
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga um kaup á nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli af Vinum Hlíðarfjalls. Talsmaður félagsins segir að lyftan sé tilbúin til afhendingar.
18.02.2021 - 17:51
Nær uppselt í Hlíðarfjall næstu tvær vikur
Nær allir aðgöngumiðar að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar á tímabilinu 18. til 28. febrúar eru að seljast upp. Þessi mikla eftirspurn er til komin vegna vetrarleyfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku og þeirri næstu. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir að síminn hafi hreinlega ekki stoppað.
15.02.2021 - 14:37
Myndband
Reistu sprengibúnað í Hlíðarfjall við erfiðar aðstæður
Sprengibúnaður sem framkallað getur snjóflóð var settur upp í Hlíðarfjalli í síðustu viku við gríðarlega krefjandi aðstæður. Með nýja búnaðinum geta starfsmenn sprengt niður snjóhengjur áður en þær verða hættulegar gestum.
18.11.2020 - 14:48
Eldri borgarar mótmæla 480% hækkun í Hlíðarfjalli
Félag eldri borgara á Akureyri krefst þess að hækkun á gjaldi vetrarkorta í Hlíðarfjall fyrir eldri borgara verði tekin til endurskoðunar. Vetrarkortin hækka um 480% milli ára.
30.10.2020 - 11:42
Myndskeið
Ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli á lokametrunum
Áætlað er að ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli verði tilbúin fyrir komandi skíðavertíð. Von er á austurrískum sérfræðingum til að gera lokaúttekt í byrjun október. Svæðisstjóri í fjallinu er bjartsýnn og á von á mikilli aðsókn í vetur.
22.09.2020 - 15:38
Akureyrarbær auglýsir rekstur Hlíðarfjalls til leigu
Stjórn Hlíðarfjalls á Akureyri leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að taka við rekstri skíðasvæðisins. Formaður stjórnarinnar segir að reksturinn hafi verið erfiður í ár. Kostnaður bæjarins við skíðasvæðið síðasta skíðavetur var tæpar tvö hundruð milljónir króna.
18.09.2020 - 11:38
Eyddu leifum af sprengjum í Hlíðarfjalli
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í gær gömlum leifum af sprengjum sem fundust í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Sögugrúskari sem fann sprengjubrotin segist ekki geta neitað því að hafa orðið dálítið smeykur við fundinn.
Kanna hvort ósprungnar sprengjur séu í Hlíðarfjalli
Mikið magn af sprengjubrotum fannst í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í síðustu viku. Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar mun kanna hvort ósprungnar sprengjur finnist á svæðinu í dag.
18.08.2020 - 12:12
Vilja fjárframlag þótt keppni hafi verið aflýst
Undirbúningsnefnd Andrésar andar leikanna í ár hefur óskað eftir því að fjárframlag Akureyrarbæjar vegna leikanna standi þrátt fyrir að þeim hafi verið frestað. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.
03.06.2020 - 14:59
Hlíðarfjall varð af helmingi áætlaðra tekna
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli varð af helmingi tekna vetursins vegna kórónuveirunnar. Forstöðumaður segir ekkert annað í stöðunni en að líta björtum augum til næsta veturs. Ný skíðalyfta verður kláruð í sumar.
04.05.2020 - 11:38
Myndskeið
Akureyrarbær kaupir nýju lyftuna á 323 milljónir
Akureyrarbær mun kaupa nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli við verklok. Kostnaður er 323 milljónir en upphaflega stóð til að hagsmunasamtökin Vinir Hlíðarfjalls sem fengu lyftuna að gjöf frá Samherja myndu leigja bænum mannvirkið næstu 15 árin.
24.02.2020 - 19:19
Ætla að opna nýja stólalyftu í kringum jólin
Framkvæmdir við uppsetningu nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri eru langt komnar. Lyftan verður sú lengsta hér á landi og er forstöðumaður skíðasvæðsins bjartsýnn á að hún verði tilbúin fyrir veturinn.
24.10.2019 - 15:21
Lyftudeilan í Hlíðarfjalli leyst
Náðst hefur samkomulag í deilu sem upp kom í sumar vegna vinnu við uppsetningu á stólalyftu í Hlíðarfjalli. Eins og fram hefur komið var verkið stöðvað í kjölfar ágreinings milli Stólalyftu ehf., félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, og verktakans G. Hjálmarssonar.
22.10.2018 - 16:11
Framkvæmdir í Hlíðarfjalli stöðvaðar
Framkvæmdir við uppsetningu á nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli liggja niðri sem stendur. Ástæðan er ágreiningur milli Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, og verktakans G. Hjálmarssonar.
31.07.2018 - 16:22
Vilja taka við rekstri Hlíðarfjalls
Bæjarstjóri Akureyrar segir að einkaaðilar hafi sýnt því áhuga að koma að rekstri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, en verið er að kanna hvernig styrkja megi rekstur þess og þróa svæðið.
15.09.2015 - 16:04