Færslur: Hlaup

Sigurvegari Bakgarðshlaups lagði 288 kílómetra að baki
Mari Järsk er sigurvegari í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa eftir að hafa hlaupið samtals 43 6,7 kílómetra langa hringi. Hún lagði því samtals 288 kílómetra að baki. Mari sigraði einnig í hlaupinu á síðasta ári.
Íshellan sígur hraðar og rennsli eykst úr Grímsvötnum
Íshellan í Grímsvötnum sígur nú hraðar en síðustu daga, eða um rúma 80 sentímetra á sólarhring, samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar. Hellan hefur sigið um tvo metra frá því hún var hæst í vetur.
Íshellan í Grímsvötnum sigin um 1,6 metra
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og enn bendir allt til þess að muni hlaupa undan Skeiðarárjökli. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aðdragandann að hlaupi virðast ætla að verða lengri en oft hefur verið þar áður.
27.11.2021 - 10:12
Sjónvarpsfrétt
105 ára spretthlaupari setur enn eitt heimsmetið
Það er ekki að ástæðulausu sem hin hundrað og fimm ára gamla Julia Hawkins er kölluð Fellibylurinn. Hún hefur þegar sett tvö heimsmet í hundrað metra hlaupi í flokki 100 ára og eldri.
15.11.2021 - 13:55
Aukin rafleiðni í Markarfljóti
Aukin rafleiðni hefur mælst í Markarfljóti samhliða hækkandi vatnshæð. Líklegasta skýringin er talin vera lítilsháttar leki jarðhitavatns í ána. Fólk gæti orðið vart við brennisteinslykt í nágrenni árinnar og við jökulsporð Entujökuls.
12.08.2021 - 16:29
Myndband
Fjöldi fólks hljóp Dyrfjallahlaup
Dyrfjallahlaupið var haldið á Borgarfirði eystri í gær og það í fimmta sinn. Breytingar voru gerðar á hlaupaleið Dyrfjallahlaupsins í ár og boðið upp á tvær vegalengdir, 12 kílómetra og 24 kílómetra.
11.07.2021 - 11:40
Hlupu sama hringinn 260 sinnum fyrir Pieta samtökin
Tveir hlaupagarpar hlupu í dag rúmlega hundrað kílómetra hvor til styrktar Pieta-samtökunum og létu kulda og trekk ekki á sig fá. 
23.01.2021 - 19:01
Uppselt í hlaup með margra mánaða fyrirvara
Aðsókn í utanvegahlaup hefur aldrei verið meiri en núna. Uppselt er orðið í sum stærstu hlaup sumarsins mörgum mánuðum áður en þau fara fram og þátttakendafjöldi í nokkrum öðrum hefur margfaldast frá því áður en faraldurinn braust út.
11.01.2021 - 13:33
„Þetta var dagurinn minn þannig að ég er ótrúlega sátt“
Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson voru afar ánægð með árangur sinn á HM í hálfu maraþoni sem fór fram í Póllandi. Hlynur setti nýtt Íslandsmet í greininni og Andrea bætti sinn besta tíma.
17.10.2020 - 18:12
Nýtt Íslandsmet hjá Hlyni á HM í hálfu maraþoni
Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fór fram í morgun í Póllandi og voru fjórir íslenskir keppendur á meðal þátttakenda. Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet í hlaupinu og Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta tíma í greininni.
17.10.2020 - 12:18
Víkingamótaröðinni lauk með Eldslóðinni í dag
Utanvegahlaupið Eldslóðin var hlaupin í fyrsta sinn í dag en 272 keppendur voru skráðir til leiks.
27.09.2020 - 17:07
Pistill
Í kapphlaupi við kvenleikann
Hvað er það að vera „nógu mikil“ kona? Alþjóða frjálsíþróttasambandið telur sig hafa fundið niðurstöðuna í mæliglasi og hefur á grundvelli þess útilokað einn fremsta hlaupara heims frá keppni. Anna Marsibil Clausen fer yfir sögu og samhengi Caster Semenya í pistli í Lestinni á Rás 1.
20.09.2020 - 14:00
Óvíst hvort eða hvernig Reykjavíkurmaraþonið verður
Óvíst er hvort verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár eða með hvaða móti hlaupið verður haldið. Þetta segir Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Um 4.000 hafa nú skráð sig í hlaupið, þar af 800 erlendis frá og verði ekki af hlaupinu gæti það sett mikið strik í fjárhag fjölmargra góðgerðarfélaga.
Heyrt sögur af fólki sem hleypur aukahring á planinu
Birna Varðardóttir, hlaupari og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði, segir að þjónustustöðvun Garmin í síðustu viku afhjúpi að vissu leyti hve margir eru háðir heilsuúrum og endurgjöf frá tengdum forritum. Hún segir að margt sé jákvætt við notkun Garmin og annarra tækja sem gerir fólki kleift að halda utan um æfingar sínar. Hins vegar sé varasamt að láta stjórnast um of af tækninni.
29.07.2020 - 20:41
Innlent · Heilsa · Hreyfing · Hlaup · Útivist
Viðtal
Gæti hlaupið og gosið á næstu vikum eða mánuðum
Hlaup gæti orðið í Grímsvötnum á næstu vikum eða næstu mánuðum, sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur í kvöldfréttum. Hann sagði að slíkt hlaup yrði að öllum líkindum lítið, því Grímsvatnahlaup séu ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Hlaup getur leyst eldgos úr læðingi. Magnús Tumi sagði að áhrif af eldgosum í Grímsvötnum séu alla jafna ekki mikil, en þau geti þó haft áhrif á flug. Hann sagði ólíklegt að gos yrði jafn öflugt og árið 2011.
18.06.2020 - 19:43
Viðtal
Alls ekki málið að byrja útihlaup á hörðu malbiki
Hlauparinn Arnar Pétursson kom með fullt farteski af góðum ráðum í Núllstillinguna fyrir alla hlaupara í sumar, hvort sem er þá sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru komnir lengra á veg í þessari almenningsíþrótt.
27.04.2020 - 15:45
Áætla að skólahald í maí verði eins og fyrir bann
Almannavarnir áætla að skólastarf í leik- og grunnskólum fari af stað með eðlilegum hætti 4. maí. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að fulltrúar Almannavarna hafi ekki hitt skólastjórnendur en hafi fundað um málið með fulltrúum menntamálaráðuneytis.
19.04.2020 - 15:21
Ákvað að skrifa bók því hann vildi gefa góð svör
Arnar Pétursson hefur 25 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupi og var orðinn þreyttur á að fá spurningar frá fólki um hvernig það ætti að ná árangri við þessa „einföldustu íþrótt í heimi.“ Hann skellti því í hnausþykka biblíu um allt sem þarf að vita um hlaup.
04.12.2019 - 16:26
Bjarni á Blátindi
„Mér fannst toppurinn vera Blátindur, það kannski kemur engum á óvart,“ segir Bjarni Benediktsson. Hann var í æfingum fyrir Berlínarmaraþon þegar framleiðendur sjónvarpsþáttarins Úti höfðu samband og fengu hann með sér í fjallahlaup í Vestmannaeyjum. Bjarni lýsir hlaupinu sem stórkostlegri upplifun og segir útsýni og skemmtilegt veður ekki hafa skemmt fyrir.
16.04.2018 - 15:02