Færslur: Hlaðvarp

Gettu betur
Röddin reyndist vera nær en nokkurn grunaði
Stemningin í þættinum Gettu betur á bláþræði var sannarlega hengd upp á þráð þegar enginn gat giskað hver ætti röddina, en eigandi hennar og manneskjan sem spurt var um fylgdist sjálf með keppendum glíma við hverja vísbendingu á fætur annarri án þess að vera nokkru nær.
Á samviskunni
Hafa Íslendingar mannslíf á samviskunni?
Salinger-fjölskyldan frá Berlín, Erich, Gertrud og Steffi sem er átta ára gömul, vilja koma til Íslands. „Í ljósi þess að yfirvofandi brottflutningur okkar er knúinn af brýnni nauðsyn, bið ég yður að svara eins fljótt og auðið er,” skrifar Erich þann 5. desember 1938. Svarið er krotað efst á bréfið. „Nei” með rauðum penna. Salinger-fjölskyldan var myrt í Auschwitz.
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
Heiðin
Nýjar upplýsingar í 30 ára gömlu mannshvarfsmáli
Starfsmenn Vegagerðarinnar á Hólmavík voru alvanir því að Steingrímsfjarðarheiði, fjallvegurinn á milli Stranda og Ísafjarðardjúps, reyndist ferðalöngum á svæðinu meiriháttar farartálmi. Mikill snjór á það til að safnast á heiðina og það kom reglulega fyrir að torfærur heiðarinnar reyndust tækjabúnaði Vegagerðarinnar ofviða. Stundum liðu margir dagar án þess að heiðin væri fær. Það kom því starfsmönnum Vegagerðarinnar lítið á óvart þegar þeir urðu varir við bláa Volvo-bifreið sem lagt var snyrtilega út í vegarkanti, þriðjudagsmorguninn 12. mars, eftir langa helgi ófærðar án nokkurs snjóruðnings. Sú ályktun var dregin, þá þegar, að ökumaður bílsins hefði fengið far með öðrum getumeiri bíl og jafnvel snúið við aftur í norðurátt, í átt að Ísafirði.
08.03.2021 - 09:00
Verðlaunahlaðvarp New York Times reyndist á sandi reist
Frásögn kanadísks manns í einu umtalaðasta hlaðvarpi síðari ára, um það hvernig hann gekkst hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu á hönd og framdi morð í þeirra nafni, hefur reynst uppspuni.
14.01.2021 - 13:26
Lestin
„Ég upplifði mig sem einan í heiminum“
Fyrir átta árum komst Andri Hrafn Agnarsson að því að hann væri ófrjór. Áfallið var mikið og hafði ófyrirsjáanleg áhrif á líf hans en núna, öllum þessum tíma síðar, hafði hann þörf til að tala um það. Hann ákvað að búa til hlaðvarp.
13.11.2020 - 10:14
Síðdegisútvarpið
„Þá fattaði ég að ég væri hvít og ekki eins og hinir“
Snæfríður Fanney var eini hvíti nemandinn í grunnskólanum sínum í Harlem. Hún segir frá reynslu sinni í nýju hlaðvarpi sem var á dögunum valið á meðal þeirra ellefu bestu sem tóku þátt í hlaðvarpskeppni New York Times.
08.07.2020 - 09:57
Vinsælt glæpahlaðvarp fjallar um morðið á Birnu
Í nýjasta þætti Crime Junkie, eins vinsælasta glæpahlaðvarps í heimi, er fjallað um morðið á Birnu Brjánsdóttur. Í á annað hundrað þáttum í hlaðvarpsröðinni hefur verið fjallað um sakamál af ýmsum toga víða um heim.
06.07.2020 - 11:25
Lestin
Samsæriskenning um CIA og Scorpions skekur heiminn
Stóð bandaríska leyniþjónustan CIA á bak við kraftballöðuna Wind of Change með vesturþýsku rokksveitinni Scorpions, sem naut mikilla vinsælda í heiminum um það leyti sem Sovétríkin liðuðust í sundur? Þessi kenning er rannsökuð í hlaðvarpsþáttaröðinni Wind of change eftir bandaríska rannsóknarblaðamanninn Patrick Keefe sem skrifar fyrir The New Yorker.
01.06.2020 - 08:35
Joe Rogan gerir milljarða samning við Spotify
Hlaðvarpsstjórnandinn Joe Rogan hefur gert risavaxinn samning við Spotify veituna og hlaðvarpsþættir hans, The Joe Rogan Experience, verða eingöngu aðgengilegir á Spotify. Þættirnir hafa verið á meðal vinsælustu hlaðvarpsþátta veraldar síðustu ár.
20.05.2020 - 13:26
Spaugvarpið
Fjórði þáttur Spaugvarpsins
Spaugvarpinu er ætlað að létta fólki lund á fordæmalausum tímum, skoða ástandið úr óvæntum áttum og þjappa þjóðinni saman einmitt þegar samkomubann heldur henni aðskilinni.
19.04.2020 - 12:50
Viðtal
Að semja tónlist snýst mest um að þora
Fyrsta lagið sem tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir samdi fjallaði um kaffi. Þá var hún fimmtán ára og fannst kaffi vont á bragðið en töff að drekka það. Í dag er hún einn vinsælasti poppari landsins en hún er í senn söngkona, lagasmiður og frá því nýlega hlaðvarpsstýra.
17.10.2019 - 16:54
Viðtal
Sakamál, samsæri og sönn íslensk galdrafár
Sönn sakamál, brjálaðir sértrúarsöfnuðir og samsæriskenningar eru meðal viðfangsefna hlaðvarpsins Last Podcast on the Left. Þórður Ingi Jónsson tók forsvarsmenn þess tali, en þeir voru nýlega staddir á Íslandi til að viða að sér efni um galdraofsóknir.
08.05.2019 - 09:13
Mál sem reyndi mjög á mörk tjáningarfrelsis
Í dag, 14. febrúar, eru 30 ár frá því að æðstiklerkur Írans, Ayatollah Khomeini, gaf út fatwa, trúarlega tilskipun sem hvatti til þess að bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie yrði tekinn af lífi, auk þess sem 1 milljón dollara voru sett til höfuðs höfundinum.
Dæma það sem ekki þarf að dæma
Dómsdagur er nýtt hlaðvarp þar sem allir mögulegir og ómögulegir hlutir eru teknir til skoðunar og dæmdir. Gyllinæð, heiðlóur og kex eru meðal þess sem stjórnendur hlaðvarpsins hafa fellt inn í stigveldi stjörnugjafarinnar.
16.08.2018 - 12:49
Hver myrti Benazir Bhutto?
Rétt fyrir lok síðasta árs fór í loftið ný hlaðvarpssería frá BBC World Service, The Assassination. Þetta er þáttaröð um morðið á pakistönsku stjórnmálakonunni Benazir Bhutto. Fyrsti þáttur af tíu fór nánar tiltekið í loftið 27. desember 2017, nákvæmlega tíu árum eftir morðið á henni.
13.03.2018 - 17:55
7 hlaðvarpsþættir í sumarfríið
Hlaðvarpið er einskonar systurmiðill útvarpsins, og kjörinn ferðafélagi í sumarfríinu, en hlaðvörp má nálgast nánast hvar og hvenær sem er, svo lengi sem nettenging er fyrir hendi. Nokkuð er til af íslenskum hlaðvörpum, og fer þeim ört fjölgandi. Nokkrir hlaðvarpshlustendur deila eftirlætis hlaðvörpum sínum með lesendum.
08.07.2017 - 09:15
Margbrotið eðli mannsins í Skítabæ
Margir vinsælir hlaðvarpsdagskrárgerðamenn tóku nýlega höndum saman og gáfu út sjö þátta hlaðvarpsþáttaröð, sem nefnist S-Town. Þáttanna hefur verið beðið með óþreyju en æsingurinn er svo mikill að þriggja mínútna kynningabútur úr þáttaröðinni hefur trónað á toppi vinsældalista hlaðvarpa í itunes síðustu þrjár vikur.
30.03.2017 - 16:38
Ungt fólk hefur ekki efni á að vera til
Mikael Torfason hefur eytt síðustu átta mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og fólk sem er við fátæktarmörk. Í útvarpsþáttaröðinni Fátækt fólk veltir hann upp spurningum um hvaða sögur við umberum af fátæku fólki og mögulegri skömm sem fylgir fátækt.
16.03.2017 - 16:16