Færslur: Hjúkrunarrými

Enn stendur árslöng leit að húsnæði fyrir hjúkrunarrými
Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar hafa ekki gefið upp von um að finna húsnæði sem hentar undir rekstur hjúkrunarrýmis. Leitin hófst fyrir rúmu ári. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að nú sé til skoðunar húsnæði sem gæti mögulega hentað en þá eigi eftir að finna rekstraraðila. 
Vísar fullyrðingum þingmanna í Kastljósi á bug
Heilbrigðisráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem settar voru fram í Kastljósi í gær um að ráðuneytið hafi afþakkað hjúkrunarrými af hendi einkaaðila. „Þetta er í öllum atriðum rangt,“ segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 
Sjónvarpsfrétt
Rekstur 18 hjúkrunarrýma í Hólminum færist til HVE
Um þessar mundir er verið að endurnýja átján hjúkrunarrými í Stykkishólmi. Rekstur þeirra færist frá sveitarfélaginu til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi. 
Taka upp tvíbýli til þess að fjölga hjúkrunarrýmum
Fjögur einmennings-hjúkrunarrými á Ísafirði og Bolungarvík verða nú tvíbýli. Til þessa ráðs er gripið svo stytta megi biðlista. Nítján eru nú á biðlista eftir að fá inni á hjúkrunarheimili á norðanverðum Vestfjörðum. Auka á um fjögur hjúkrunarrými með þessu. Þrjú á Eyri á Ísafirði og eitt á Bergi í Bolungarvík.
Hjúkrunarrými: Ísland langt yfir norrænum viðmiðum
Kostnaður við hjúkrunarheimili væri 12 milljörðum minni á þessu ári ef norrænum viðmiðum væri fylgt, samkvæmt nýrri skýrslu. Varaformaður velferðarnefndar styður aukna áherslu á heimaþjónustu. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu gerir það líka en það eigi ekki að bitna á hjúkrunarheimilum.
23.08.2021 - 19:12
Segir alhæfingu um hjúkrunarheimili vonbrigði
Sú alhæfing að hjúkrunarheimili séu geymslustaðir fyrir aldraða eru mikil vonbrigði, segir formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísar hann þar í ummæli kanadísks sérfræðings á heilbrigðisþingi. Hins vegar þurfi regluverk um þjónustuna að vera einfaldara.
23.08.2021 - 12:22
100 ný hjúkrunarrými ekki komin í notkun
Hundrað ný hjúkrunarrými sem samþykkt voru í fjárlögum, og til stóð að tekin yrðu í notkun fyrir hálfum mánuði, eru ekki komin í notkun. Rýmin áttu að vera í húsnæði sem þegar hefði verið byggt og væri unnt að breyta lítilsháttar. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í frétt á vef ráðuneytisins í desember að með þessari fjölgun yrði lyft grettistaki til fjölgunar hjúkrunarrýma. Í tilkynningunni kom fram að stefnt væri að útboði og rekstri nýrra rýma sem fyrst eftir áramót.
Myndskeið
Neitað allt að 17 sinnum um pláss á hjúkrunarheimili
Dæmi eru um að fólki sem er í sárri þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili sé hafnað margsinnis vegna þess að það er á dýrum lyfjum eða þarf mikla hjúkrun. Gerðar hafa verið athugasemdir við þetta við heilbrigðisyfirvöld. Formaður færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins segir að með þessu séu hjúkrunarheimilin ekki að uppfylla samning sinn við Sjúkratryggingar.
Á annað hundrað aldraðir bíða á Landspítala
124 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítalans eftir að komast á hjúkrunarheimili eða í endurhæfingu. Meira en fimmtungur rúma á legudeildum spítalans var upptekinn í mars vegna þessa og hlutfallið hefur ekki verið hærra í meira en ár. Þetta kemur fram í nýjum starfsemistölum spítalans.
29.04.2021 - 08:08
130 manns í biðstöðu á Landspítalanum
Alls liggja um það bil hundrað manns á Landspítalanum sem hafa lokið meðferð og bíða þess að fá pláss á hjúkrunarheimili. Fólkið bíður til dæmis á endurhæfingardeild, þrátt fyrir að hafa lokið endurhæfingu, og fyrir vikið bíða um það bil þrjátíu sjúklingar eftir plássi í endurhæfingu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, segir vöntun á hjúkrunarrýmum hafa áhrif víða á spítalanum.
Fjögur sveitarfélög hætta að reka hjúkrunarheimili
Fjögur sveitarfélög hafa tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands að þau framlengi ekki samninga um rekstur hjúkrunarheimila þegar núgildandi samningar renna út. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að nú þegar hafi verið gengið frá samkomulagi um rekstur hjúkrunarheimilisins á Höfn, en Sjúkratryggingar hafa auglýst eftir stofnunum, félögum eða fyrirtækjum til að taka yfir rekstur hjúkrunarheimila í hinum þremur sveitarfélögunum.
Myndskeið
Hjúkrunarrými verði í húsnæði sem þegar hefur risið
Gert er ráð fyrir að opna níutíu ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. Það er sami fjöldi og nú bíður á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarrými. Gert er ráð fyrir 1.350 milljónum í fjárlögum í hjúkrunarrýmin. Önnur umræða um fjárlögin stendur yfir á Alþingi. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að rýmin þurfi að vera í húsnæði sem þegar er búið að byggja.
Vilja skýrari áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vilja skýrari áætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma. Framkvæmdaáætlun sé ekki að öllu leiti fjármögnuð í fjármálaáætlun.
Hjúkrunarrými of fá og nánast engin fjölgun frá hruni
Hjúkrunarrými eru of fá miðað við þann fjölda sem þarf á þjónustunni að halda, segir Eybjörg G. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Segja óreiðu í málum hjúkrunarheimila
Nokkur sveitarfélög hafa ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samninga við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila. Meðal þeirra er Akureyrarbær, sem telur uppsafnaða vöntun á fé frá ríkinu til að geta rekið hjúkrunarheimili í bænum nema rúmum milljarði. Bærinn hefur sagt upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila og það hefur Vestmannaeyjabær einnig gert.
Myndskeið
Nýta heimahjúkrun miklu minna en aðrir
Íslendingar hafa aldrei nýtt sér heimahjúkrun að ráði í samanburði við nágrannalöndin, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismálin voru rædd í fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma ársins á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lítið gerast í uppbyggingu hjúkrunarrýma.
21.01.2020 - 16:24
Hjúkrunarrýmum Höfða fjölgar úr 65 í 69 á næsta ári
Höfði á Akranesi fær varanlega heimild til að reka fjögur hjúkrunarrými sem þar hafa verið notuð tímabundið sem biðrými fyrir Landspítalann. Rýmin voru ætluð þeim sem tilbúin voru til að útskriftast af Landspítala en biðu eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Fyrsta skóflustungan tekin í dag
Uppbygging sextíu rýma hjúkrunarheimilis í Árborg, sem ætlað er íbúum sveitarfélaga á Suðurlandi, hófst í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, tóku fyrstu skóflustunguna á öðrum tímanum í dag. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist af fullum krafti í desember. Stefnt er á að fyrstu íbúarnir flytji inn um haustið 2021.
Rekstrarfé hjúkrunarheimila skert í frumvarpi
Rekstrarframlög til hjúkrunarheimila eru skorin niður í fjárlagafrumvarpinu þriðja árið í röð að mati Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það fara illa saman við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 
200 ný hjúkrunarrými á næstu tveimur árum
Hjúkrunarrýmum fjölgar um tæplega 200 innan tveggja ára með nýjum hjúkrunarheimilum í Hafnarfirði, á Seltjarnarnesi, í Árborg og við Sléttuveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilin í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi verða opnuð strax á nýju ári. 
Biðtími lengstur á Norðurlandi og Vestfjörðum
Hlutfallslega bíða flestir aldraðir eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými á Vestfjörðum og Norðurlandi. Biðtíminn er einnig lengstur í þessum landshlutum. Fjölgað hefur um 20 prósent á milli ára á biðlista eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða, sé miðað við septembermánuð. Þetta kemur fram í úttekt Embættis landlæknis.
Viðtal
Biðin hefur veruleg áhrif á lífsgæði fólks
Fjölgað hefur um 20 prósent á biðlistum eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða og biðtími hefur lengst. Embætti landlæknis lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Meðalbiðtími þeirra sem fengu hjúkrunarrými á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs var hundrað tuttugu og einn dagur. Biðtími þeirra sem fengu rými í einbýli á höfuðborgarsvæðinu var að meðaltali um 50 dögum lengri en þeirra sem fengu tvíbýli.
13.11.2018 - 20:03
40 lokuð rúm vegna skorts á hjúkrunarfræðingum
Fjörutíu spítalarúm standa auð og ónýtt á Landspítalanum vegna þess að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Þetta segir formaður hjúkrunarráðs. Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum segir að vandamálið sé ekki skortur á hjúkrunarrýmum heldur hjúkrunarfræðingum.
Vonir bundnar við hreysti framtíðaröldunga
Öldruðum á eftir að fjölga mikið á næstu áratugum. Áhersla á heimaþjónustu, heilsueflingu og þjálfun fer vaxandi en dugar það til? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, telur ekki raunhæft að útgjöld til hjúkrunarheimila verði stóraukin á næstu áratugum en hvað þýðir það? Þarf þá að skerða þjónustuna?