Færslur: Hjúkrunarheimili

Byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns á Akureyri
Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður byggt í Glerárhverfi á Akureyri og tekið í notkun í loks árs 2023. Þar með verða hjúkrunarrými í bænum rúmlega 230 en þau eru núna um 170. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um þrír milljarðar sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Akureyrarbær greiðir 15%.
03.12.2020 - 13:59
Að mestu óbreyttar heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilum
Hjúkrunarheimilið Mörk í Reykjavík hefur ákveðið að létta á ströngum heimsóknarreglum sem gilt hafa frá 7. október. Að sögn Ragnhildar Hjartardóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra var þá eingöngu leyft að heimsækja heimilismann sem kominn var að lífslokameðferð eða veiktist skyndilega og alvarlega.
Þurfum að gera eldra fólki kleift að búa lengur heima
Það þarf að stórefla heimaþjónustu fyrir aldraða á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Hugarfarsbreyting sé nauðsynleg og það eigi að vera sjálfsagt fyrir eldra fólk að búa sem lengst heima.
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Vilja skýrari áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vilja skýrari áætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma. Framkvæmdaáætlun sé ekki að öllu leiti fjármögnuð í fjármálaáætlun.
Myndskeið
Segja óvissuna það versta við bið eftir hjúkrunarrými
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengdust um 150% á árunum 2011 til 2019. Hjón á Húsavík segja ósanngjarnt að þurfa að bíða eftir því að komast í hjúkrunarrými en óvissan sé það versta við biðina. Dóttir þeirra segir að biðin geti tekið á aðstandendur.
Segir hjúkrunarheimili ekki fengið krónu bætta
Hjúkrunarheimili sjá fram á mörghundruð milljóna króna kostnað vegna COVID-19. Framkvæmdastjóri gagnrýnir stjórnvöld fyrir að koma ekki til móts við heimilin.
28.10.2020 - 08:48
Býðst til að taka hótel og reka sem hjúkrunarheimili
Sóltún Öldrunarþjónusta hefur boðið heilbrigðisráðuneytinu það að taka yfir Oddsson hótel sem stendur við Grensásveg, og reka þar hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
Fimm íbúar Eirar útskrifaðir úr einangrun
Fimm íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir sem greindust með COVID-19 í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. Í tilkynningu frá hjúkrunarheimilinu, sem er í Grafarvogi í Reykjavík, kemur fram að fólkið hafi verið útskrifað í samstarfi við COVID-göngudeild og smitsjúkdómalækna á Landspítalanum. Íbúarnir séu við góða heilsu. 
Staða prests Hrafnistu aflögð - leitað til sóknarpresta
Enginn prestur er lengur í fastri stöðu hjá Hrafnistuheimilunum. Áhyggjufullur aðstandandi roskinnar konu sem býr á einu heimilanna segir hana hafa fundið fyrir miklum andlegum erfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
10.10.2020 - 13:32
Íbúar Eirar lausir úr sóttkví - 5 á COVID-deild
Sóttkví hefur verið aflétt á hjúkrunarheimilinu Eir eftir að skimun á íbúum sýndi að engin ný COVID-19 smit höfðu komið upp á heimilinu. Fimm íbúar á Eir og tveir starfsmenn þar greindust í síðustu viku og fóru þá allir íbúar deildarinnar, þar sem smitið greindist, í sóttkví.
06.10.2020 - 10:10
Sex smit á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi
Tveir starfsmenn og fjórir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa greinst með kórónuveiruna. Allir íbúar deildarinnar þar sem smitið kom upp eru í sóttkví, auk fimm starfsmanna, samtals yfir tuttugu manns. Ástandið gæti varað í þrjár til fjórar vikur.
30.09.2020 - 09:31
Þrír íbúar á Eir greindust með COVID-19
Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa nú greinst með COVID-19 smit. Þetta staðfestir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar. Verið er að útbúa COVID-deild á Eir.
28.09.2020 - 15:44
Íbúi á Eir með COVID-19
Einn íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með COVID-19 í dag. Í tilkynningu frá Eir kemur fram að sá smitaði sé í einangrun og ekki með nein einkenni sjúkdómsins. Líðan hans sé eftir atvikum góð.
25.09.2020 - 15:41
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Skilaboðin þau að líf heimilismanna skipti ekki máli
Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, fer hörðum orðum um viðbrögð Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins við kostnaðarbeiðnum hjúkrunarheimila vegna viðbragða í COVID-19 faraldrinum. Ríkið hyggist ekki greiða daggjöld vegna vannýttra plássa sem haldið var eftir svo hægt yrði að opna sérstakar COVID-19 deildir ef smit bærist inn á hjúkrunarheimilin.
24.09.2020 - 07:34
Lýsir þungum áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af því sem hún kallar skeytingarleysi ríkisins varðandi rekstur hjúkrunarheimila í landinu. Bæjarstjórnin sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í sumar.
Myndband
Hafa hjólað 1700 kílómetra á einni viku
Hópur íbúa á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur undanfarna daga tekið þátt í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Þetta er þriðja árið í röð sem Hlíð tekur þátt í keppninni sem fer öll fram innan veggja heimilisins þar sem hjólin eru sett fyrir framan tölvuskjá.
14.09.2020 - 13:40
Sveitarfélög segja upp samningum hjúkrunarheimila
Mörg hjúkrunarheimili sem rekin eru af sjálfseignarstofnunum og sveitarfélögum eiga í miklum rekstrarerfiðleikum og daggjöld Sjúkratrygginga ríkisins duga hvergi til að ná endum saman.
08.09.2020 - 12:21
Greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Nokkuð hefur borið á óánægju meðal sveitastjórna undanfarin misseri vegna fjárveitinga til hjúkrunarheimila og hafa nokkur sveitarfélög ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samningum við ríkið um reksturinn.
Ekki fleiri smit á Hömrum
Ekki hafa greinst fleiri kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir að starfsmaður þar greindist með smit í fyrradag. Hluti starfsfólks viðkomandi deildar og þeirra íbúa, sem voru útsettastir fyrir smiti, fór í skimun í gær og verður hún endurtekin á mánudaginn.
15.08.2020 - 12:44
Íbúinn ekki með kórónuveirusmit
Ekki reyndist um kórónuveirusmit að ræða hjá íbúa á Hrafnistu. Greint var frá því fyrr í dag að sterkur grunur hefði vaknað um COVID-19 smit hjá einum íbúanna sem veiktist og hafði verið fluttur á Landspítalann.
08.08.2020 - 16:26
Sterkur grunur um COVID-smit á Hrafnistu
Íbúar á tveimur hjúkrunardeildum Hrafnistu í Laugarási hafa verið settir í sóttkví vegna gruns um kórónuveirusmit hjá einum íbúanna. María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Hrafnistu, segir að ákveðið hafi verið að setja deildirnar Sólteig og Mánateig í sóttkví eftir að grunurinn vaknaði í hádeginu í dag.
08.08.2020 - 14:39
Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.
29.07.2020 - 12:45
Myndskeið
Slæm meðferð á aldraðri konu náðist á myndband
Aðbúnaður á hjúkrunarheimilum í Danmörku er nú til skoðunar eftir að slæm meðferð á níræðri konu náðist á myndband. Dómari setti lögbann á birtingu myndbandsins og fréttamenn TV2 sem tóku það upp hafa nú verið kærðir.
14.07.2020 - 07:30