Færslur: Hjúkrunarheimili

Hornafjörður segir upp samningi við Sjúkratryggingar
Bæjarráð Hornafjarðar sagði í gær upp samningi sínum við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs hjúkrunarheimila. Þar með bætist Hornafjörður í hóp sveitarfélaga sem slíkt hafa gert.
Segja óreiðu í málum hjúkrunarheimila
Nokkur sveitarfélög hafa ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samninga við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila. Meðal þeirra er Akureyrarbær, sem telur uppsafnaða vöntun á fé frá ríkinu til að geta rekið hjúkrunarheimili í bænum nema rúmum milljarði. Bærinn hefur sagt upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila og það hefur Vestmannaeyjabær einnig gert.
Garðabær tapar máli í Hæstarétti vegna Ísafoldar
Ríkið á ekki að borga allan rekstrarkostnað við hjúkrunarheimilið Ísafold samkvæmt dómi Hæstaréttar í morgun sem sýknaði ríkið af kröfum Garðabæjar. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar.
Viðtal
Varnarmúrarnir: „Við eigum að fá að lifa aðeins lengur“
Iðjuþjálfi aðstoðar Ingibjörgu Guðmundsdóttur, íbúa á Hrafnistu, við að komast í samband við dóttur sína. Ingibjörg er fædd árið 1926, hún er gamall sjúkraliði. Dóttir hennar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, var vön að heimsækja hana oft í viku en nú er allt breytt. Þessa dagana eiga þær í samskiptum á netinu, í gegnum myndspjall. Ingibjörg skilur þá ákvörðun stjórnenda heimilisins að reisa varnarvegg um íbúa. Sigurbjörg dóttir hennar vonar innilega að veggurinn haldi.
Fréttaskýring
Beið í 6 mánuði á þremur stofnunum
Þorbjörg Óskarsdóttir, fyrsti íbúinn á nýja hjúkrunarheimilinu sem opnað var á Sléttuvegi í síðustu viku beið í sex mánuði á þremur stofnunum eftir því að flytja á heimilið. Ekki er búið að semja um stóran hluta af þeim rýmum á hjúkrunarheimilum sem eru á fjármálaáætlun stjórnvalda. Hér er einungis verið að fjalla um ný hjúkrunarrými ekki þau sem á að byggja til að taka við af eldri rýmum.
08.03.2020 - 18:29
Hjúkrunarheimili lokað og nýtt reist í Reykjanesbæ
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu í dag samning um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ. Í tilkynningu kemur fram að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023.
27.02.2020 - 15:35
Spegillinn
Hjúkrunarheimilin eru á áhyggjulista Landlæknis
Laura Sch. Thorsteinsson, sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að hjúkrunarheimilin séu á áhyggjulista landlæknis. Vegna skorts á fagfólki hefur þurft senda íbúa á bráðamóttökuna, lögrega hefur verið kölluð til að aðstoða starfsfólk og íbúar finna fyrir einmannaleika.
18.02.2020 - 16:03
Fréttaskýring
Vítahringur hjúkrunarheimilanna
Hjúkrunarheimilin senda veika íbúa sína í auknum mæli á spítala af því að ekki er nóg af fagfólki til annast þá á heimilunum. Sumir þeirra eru svo veikir að þeir eiga ekki afturkvæmt. Stjórnendur hjúkrunarheimilanna meta nú hvenær álag á heimilunum stofnar íbúum í hættu og hvenær þurfi að senda þá á brott.
07.02.2020 - 07:00
Dómur: Íslenska ríkið axlaði skyldur sínar við Ísafold
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir íslenska ríkinu af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna rekstrar hjúkrunarheimilisins Ísafoldar árin 2013 til 2015.
Fyrsta skóflustungan tekin í dag
Uppbygging sextíu rýma hjúkrunarheimilis í Árborg, sem ætlað er íbúum sveitarfélaga á Suðurlandi, hófst í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, tóku fyrstu skóflustunguna á öðrum tímanum í dag. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist af fullum krafti í desember. Stefnt er á að fyrstu íbúarnir flytji inn um haustið 2021.
Rekstrarfé hjúkrunarheimila skert í frumvarpi
Rekstrarframlög til hjúkrunarheimila eru skorin niður í fjárlagafrumvarpinu þriðja árið í röð að mati Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það fara illa saman við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 
Nýr Sólvangur opnaður í Hafnarfirði
Nýtt hjúkrunarheimili var opnað á Sólvangi í Hafnarfirði í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Nýja heimilinu er ætlað að leysa gamla Sólvang af hólmi að mestu en framkvæmdir eru fyrirhugaðar þar á næstunni. Með tilkomu nýja Sólvangs fjölgar hjúkrunarrýmum á Sólvangi úr 59 í 93.
17.07.2019 - 21:30
400 milljónir í endurbætur hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 400 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar og endurbóta á hjúkrunarheimilum um land allt.
Hrafnista tekur yfir Skógarbæ
Fulltrúar Sjómannadagsráðs, sem á Hrafnistu, og sjálfeignarstofnunin Skógarbæ hafa samið um að Hrafnista taki við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar 2. maí. Þar eru 81 hjúkrunarrými.
27.03.2019 - 13:34
Myndskeið
Ætla að opna nýtt hjúkrunarheimili 20. mars
Á annað hundrað fylgdust með þegar borðinn var klipptur á nýju hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi í dag. Þar er pláss fyrir 40 manns en það hefur staðið autt frá áramótum. Stefnt er að því að fyrstu íbúar geti flutt inn 20. mars.
Myndskeið
Vilja ekki hjúkrunarheimili í Kreppuhöllina
Stjórnvöld hafa hafnað því að breyta stórhýsi við Urðarhvarf í Kópavogi í hjúkrunarheimili þrátt fyrir að það standi tómt og að forstjóri Hrafnistu telji að mun fljótlegra yrði að breyta því en að smíða nýtt.
22.12.2018 - 19:47
Tíu rými fyrir fólk með geðræn vandamál
Tíu almennum hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík verður breytt í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst á ósk hjúkrunarheimilisins um að þetta verði gert. Aukinn kostnaður vegna þessarar breytingar er áætlaður nema 15 milljónum króna á ári. 
15.11.2018 - 19:20
Biðtími lengstur á Norðurlandi og Vestfjörðum
Hlutfallslega bíða flestir aldraðir eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými á Vestfjörðum og Norðurlandi. Biðtíminn er einnig lengstur í þessum landshlutum. Fjölgað hefur um 20 prósent á milli ára á biðlista eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða, sé miðað við septembermánuð. Þetta kemur fram í úttekt Embættis landlæknis.
40 lokuð rúm vegna skorts á hjúkrunarfræðingum
Fjörutíu spítalarúm standa auð og ónýtt á Landspítalanum vegna þess að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Þetta segir formaður hjúkrunarráðs. Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum segir að vandamálið sé ekki skortur á hjúkrunarrýmum heldur hjúkrunarfræðingum.
Vilja styrkja kerfið og girða fyrir misnotkun
Þörf er á víðtækum úrbótum eigi matskerfi sem er notað til að meta gæði umönnunar á hjúkrunarheimilum og ákvarða greiðslur til þeirra að þjóna tilgangi sínum. Fagfólk skortir þjálfun til að nýta kerfið og eftirlit stofnana þarf að bæta, meðal annars til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað. 
Fréttaskýring
„Matskerfið úrelt og hvatarnir óheppilegir“
„Þetta er gamalt kerfi og úrelt og óljóst hvort það mælir það sem það á að mæla.“ Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um það kerfi sem stjórnvöld nota til þess að meta gæði þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir fjárhagslega hvata í kerfinu óheppilega. SFV vilja ekki framlengja rammasamning ríkisins við hjúkrunarheimili í núverandi mynd og gagnrýna meðal annars ósamræmi í kröfum eftirlitsaðila til þjónustunnar.
Fréttaskýring
Hjúkrunarheimili: Stór munur á mönnun og gæðum
Á hjúkrunarheimili á Dalvík er hverjum íbúa sinnt í rúmar þrjár klukkustundir á dag að meðaltali. Í Grindavík eru þær tæplega sex. Sums staðar úir og grúir af fagmenntuðu fólki. Annars staðar er skortur. Aðbúnaður íbúa er líka misjafn. Ríkið gerir ekki skýrar kröfur um lágmarksmönnun á hjúkrunarheimilum. 
Lífeyrissjóðir áttu að vera viðbót við kerfið
Lífeyrisdeild SFR mótmælir því harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði lífeyri frá almannatryggingum. Í ályktun aðalfundar lífeyrisdeildarinnar segir að við stofnun lífeyrissjóða hafi verið gert ráð fyrir að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og því eigi ekki að skerða þann lífeyri.
„Umbæturnar fara ekki fram við Barónsstíg“
Ef yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum telur viðmið um notkun sterkra geðlyfja á hjúkrunarheimilum of rúm á hann að koma með tillögur að nýjum. Það er ekki á ábyrgð Landlæknisembættisins. Þetta segir Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir. 
09.02.2018 - 16:21
Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, undirrituðu í dag samkomulag um byggingu 50 rýma hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum og taka heimilið í notkun fyrir mitt ár 2019. Áform eru um byggingu fjögurra heimila til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu.
07.09.2016 - 01:12