Færslur: Hjúkrunarheimili

Stærð hjúkrunarheimilisins Hamra tvöfölduð
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær samning um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ. Við þetta rúmlega tvöfaldast stærð heimilisins þannig að þar geti 77 búið, en þeir eru nú 33.
Norskur hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir morfínstuld
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði við hjúkrunarheimili skammt frá Björgvin í Noregi hefur verið sakfelld fyrir þjófnað á morfíni. Í einhverjum tilfellum fyllti hún skammtaglös með vatni í stað morfíns.
Landspítali færður af neyðarstigi niður á hættustig
Landspítali var færður af neyðarstigi niður á hættustig nú í hádeginu. Á Landspítala eru 60 með Covid. Af þeim er 51 með virkt smit en 9 hafa lokið einangrun á Covid deildum og bíða flutnings. Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Tvö börn eru á spítalanum með Covid. Covid hefur leikið hjúkrunarheimili grátt síðustu mánuði en dæmi eru um að hátt í 80 prósent heimilismanna hafi smitast.
28.03.2022 - 12:20
Smitum fækkar meðal starfsfólks
Staðan á hjúkrunarheimilum á Akureyri vegna covid er ágæt, þó talsvert sé um smit bæði meðal vistmanna og starfsfólks. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir jákvæð teikn á lofti því smitum virðist fara fækkandi meðal starfsfólks.
15.03.2022 - 11:44
Opna deild á Eiri eftir hópsýkingu
Yfir þrjátíu hafa greinst með Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi, tengt hópsmiti sem kom upp á heimilinu í síðustu viku. Einn íbúi lést eftir að greinast smitaður af veirunni. Enn eru 12 íbúar með virkt smit.
Áhyggjur af mönnun á hjúkrunarheimilum vegna covid
Töluverð mannekla er á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins og fjöldi starfsfólks hefur þurft að fara í einangrun. Sóttvarnalæknir segir þau fyrirmæli sem liggja fyrir ekki duga til vegna omíkron-afbrigðisins.
Tæplega helmingur heimilisfólks smitaður
Kórónuveiran hefur stungið sér niður á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. 66 eru með varanlega búsetu og 30 þeirra eru smitaðir, 11 fleiri en í fyrradag.
26.01.2022 - 23:40
Sjónvarpsfrétt
Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík —„Tilbúið 2024“
Framkvæmdir við nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili eru nú hafnar á Húsavík. Verkefnið sem kostar rúma þrjá milljarða er kostað af ríkinu og fjórum sveitarfélögum á svæðinu.
03.01.2022 - 16:40
Enn stendur árslöng leit að húsnæði fyrir hjúkrunarrými
Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar hafa ekki gefið upp von um að finna húsnæði sem hentar undir rekstur hjúkrunarrýmis. Leitin hófst fyrir rúmu ári. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að nú sé til skoðunar húsnæði sem gæti mögulega hentað en þá eigi eftir að finna rekstraraðila. 
Akureyrarbær krefst þess að ríkið kaupi dvalarheimilin
Akureyrarbær krefst þess að ríkið kaupi eignarhluta bæjarins í mannvirkjum dvalar- og hjúkrunarheimila á Akureyri. Formaður bæjarráðs segir ríkið ekki hafa svarað ítrekuðum óskum Akureyrarbæjar um viðræður.
Óttast stórfelldan niðurskurð
Samband íslenskra sveitarfélaga óttast stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins um fjárlagafrumvarp næsta árs. Það segir mikil vonbrigði að frumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála.
13.12.2021 - 12:21
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Dómstóll setur tímabundið lögbann á skyldubólusetningu
Alríkisdómstóll í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sett bráðabirgðalögbann á tilskipun Biden-stjórnarinnar þess efnis að allir heilbrigðisstarfsmenn í landinu skuli skyldaðir til bólusetningar gegn COVID-19. Í niðurstöðu dómsins kemur fram ríkur efi um að skyldubólusetning standist ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna.
Sjö heimilismenn smitaðir á Grund
Sjö heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík og fjórir starfsmenn hafa greinst með COVID-19. Þeir sem greindust eru allir á deild A2 og henni því verið lokað. Niðurstöður úr sýnatökum fleiri starfsmanna eru væntanlegar eftir helgi.
Takmörkun heimsókna á sjúkrahúsið í Neskaupstað
Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í dag.
21.11.2021 - 02:14
Fréttaskýring
Tannlæknar í áfalli yfir bágri tannheilsu aldraðra
Rannsókn bendir til þess að meginþorri aldraðra á hjúkrunarheimilum þjáist vegna ómeðhöndlaðra tannvandamála. Aðgengi að tannlæknaþjónustu er slæmt þrátt fyrir fulla greiðsluþátttöku hins opinbera og starfsfólk heimilanna skortir þekkingu til að sinna tannhirðu. Vandamálið á að óbreyttu bara eftir að stækka. Forstjóri Hrafnistu segir hjúkrunarheimili nauðsynlega þurfa stuðning sérfræðinga. Heimilin eru flest meðvituð um vandann og lausnir eru til, en þær kosta.
Vísar fullyrðingum þingmanna í Kastljósi á bug
Heilbrigðisráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem settar voru fram í Kastljósi í gær um að ráðuneytið hafi afþakkað hjúkrunarrými af hendi einkaaðila. „Þetta er í öllum atriðum rangt,“ segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 
Sjónvarpsfrétt
Rekstur 18 hjúkrunarrýma í Hólminum færist til HVE
Um þessar mundir er verið að endurnýja átján hjúkrunarrými í Stykkishólmi. Rekstur þeirra færist frá sveitarfélaginu til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Sjónvarpsfrétt
Bæta við legurýmum - ekki nóg fyrir bráðamóttökuna
Allt að 30 legurými bætast við á næstu vikum til að létta á bráðamóttökunni þar sem sjúklingar liggja í öllum hornum. Þetta var tilkynnt á fundi bráðahjúkrunarfræðinga með stjórnendum Landspítalans í dag. Hjúkrunarfræðingar segja að grípa þurfti til róttækra aðgerða til langs tíma í öllu heilbrigðiskerfinu og að heilbrigðisyfirvöld þurfi að stíga mjög hressilega inn í. 
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi. 
Morgunvaktin
Heilbrigðisþjónusta ekki eins og að kaupa vöru úr búð
Formaður BSRB segir ekki hægt að sýna fram á með vísindalegum rökum að markaðurinn leysi vanda heilbrigðiskerfisins. Brýnt sé að tryggja fjármagn, jafna möguleika og samhæfingu kerfisins.
Tjúttað og tvistað á fyrsta kráarkvöldinu í tvö ár
Hlátrasköllin ómuðu um alla ganga hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri í gærkvöld þegar fyrsta kráarkvöldið var haldið eftir faraldurinn. Göróttar veigar flæddu um húsið á meðan heimilisfólkið söng og dansaði.
08.10.2021 - 14:03
COVID-19 smit á hjúkrunarheimili á Akureyri
Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatök um þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
02.10.2021 - 13:46
Vilja gera þjónustu við aldraða markvissari
Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um ný og fjölbreyttari úrræði í öldrunarmálum. Bæjarstjóri Fjallabyggðar telur nauðsynlegt að endurmeta þjónustu við aldraða og horfa til lengri framtíðar en gert hafi verið.
Taka upp tvíbýli til þess að fjölga hjúkrunarrýmum
Fjögur einmennings-hjúkrunarrými á Ísafirði og Bolungarvík verða nú tvíbýli. Til þessa ráðs er gripið svo stytta megi biðlista. Nítján eru nú á biðlista eftir að fá inni á hjúkrunarheimili á norðanverðum Vestfjörðum. Auka á um fjögur hjúkrunarrými með þessu. Þrjú á Eyri á Ísafirði og eitt á Bergi í Bolungarvík.