Færslur: Hjúkrunarheimili

Síðdegisútvarpið
Biðla til fólks undir þrítugu að bíða með heimsóknir
Mikil áhersla hefur verið á verndun viðkvæmra hópa í tilmælum sóttvarnalæknis. Nú þegar smitum fjölgar ört í samfélaginu hefur víða verið gripið til aðgerða, svo sem á Landspítala og á dvalarheimilum aldraðra. Hrafnista sendi út bréf til íbúa og aðstandenda í dag.
22.07.2021 - 17:31
Sjúkrastofnanir fylgjast grannt með og meta framhaldið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna klukkan 11 í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. Þórólfur hvatti hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum meðan á uppsveiflunni stendur.
Sjónvarpsfrétt
Dóra allra Íslendinga elst - 109 ára í dag
Elsti Íslendingurinn er 109 ára í dag. Dóra Ólafsdóttir er skýr í kollinum, les og prjónar og segist aldrei hafa átt kost á að gefast upp. Aðeins fimm Íslendingar hafa orðið eldri en hún.
06.07.2021 - 18:28
„Eitt af stærstu verkefnum næsta kjörtímabils“
Heilbrigðisráðherra segir að heildarendurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi hjúkrunarheimila verði eitt af stærstu verkefnum komandi kjörtímabils. Mögulega þurfi að fjölga umönnunarúrræðum fyrir aldraða.
04.07.2021 - 13:39
„Óraunhæfar kröfur“ gerðar til hjúkrunarheimila
Íbúar á Hrafnistuheimilunum fá ekki lengur fylgd til og frá hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofum sem eru reknar á heimilunum. Þeir þurfa sjálfir að koma sér milli staða eða fá aðstoð aðstandenda.
Læknar skora á stjórnvöld - Loforð um úrbætur svikin
Heilbrigðisráðuneytinu barst í morgun áskorun frá íslenskum læknum sem mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Læknarnir 985 segja að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Í áskoruninni er það gagnrýnt að ábyrgð stjórnmála- og embættismanna virðist lítil sem engin hér á landi og að heilbrigðisstarfsmenn séu endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfisins.
Sjónvarpsfrétt
Áfall að vera látinn fara eftir þrjátíu ára starf
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri, sem sagt var upp á föstudag eftir þrjátíu ára starf, segir uppsögnina hafa verið áfall. Hann telur að uppsagnirnar á heimilinu hljóti að bitna á þjónustunni við íbúa. 
20.06.2021 - 19:02
Óhjákvæmilegt að skera niður launakostnað
Þrettán var sagt upp störfum hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimilum í gær. Fyrirtækið tók nýlega yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Hlíðar eftir að Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum. Framkvæmdastjórinn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að skera niður launakostnað.
19.06.2021 - 20:34
Þrettán sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð
Heilsuvernd sagði í gær upp 13 starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Forseti ASÍ óttast að yfirtaka fyritækisins á rekstrinum sé upphafið að einkavæðingarhrinu hjúkrunarheimilanna. Hún vill láta reyna á hvort uppsagnirnar standist lög. 
Spegillinn
Hjúkrunarheimili að verða líknarstofnanir
Nærri allir sem fara inn á hjúkrunarheimili andast þar og til þess að veita fólki líknandi meðferð þarf fagþekkingu, bendir prófessor í öldrunarhjúkrun á. Fæst hjúkrunarheimili ná lágmarksviðmiði um fagmenntaða starfsmenn og nokkurra ára rannsókn sýnir að rúmlega 40 prósent dauðveikra á hjúkrunarheimilum þjást daglega af slæmum eða óbærilegum verkjum.
02.06.2021 - 16:34
Milljarður til hjúkrunarheimila
Fjárframlög til hjúkrunarheimila verða aukin um milljarð, samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í næstu viku. Fjármálaráðherra segir að þetta sé tímabundin aðgerð til að mæta rekstrarvanda heimilanna en mikilvægt sé að greina vandann frekar.
28.05.2021 - 19:00
Starfslok miðist við áhuga, færni og getu en ekki aldur
Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarkslífeyrir skal aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áhersluatriðum eldra fólks fyrir komandi Alþingiskosningar.
Þarf að mæta rekstrarvanda með fjáraukalögum
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ekki útilokað að hægt verði að mæta rekstrarvanda hjúkrunarheimila í sérstöku fjáraukalagafrumvarpi fyrir þinglok. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til reksturs heimilanna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára.
27.05.2021 - 13:52
Myndskeið
Neitað allt að 17 sinnum um pláss á hjúkrunarheimili
Dæmi eru um að fólki sem er í sárri þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili sé hafnað margsinnis vegna þess að það er á dýrum lyfjum eða þarf mikla hjúkrun. Gerðar hafa verið athugasemdir við þetta við heilbrigðisyfirvöld. Formaður færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins segir að með þessu séu hjúkrunarheimilin ekki að uppfylla samning sinn við Sjúkratryggingar.
Á annað hundrað aldraðir bíða á Landspítala
124 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítalans eftir að komast á hjúkrunarheimili eða í endurhæfingu. Meira en fimmtungur rúma á legudeildum spítalans var upptekinn í mars vegna þessa og hlutfallið hefur ekki verið hærra í meira en ár. Þetta kemur fram í nýjum starfsemistölum spítalans.
29.04.2021 - 08:08
Kastljós
Hagræn áhætta fólgin í hröðum afléttingum
Hagræn áhætta við afléttingar sóttvarnaaðgerða er fólgin í því að ef afléttingarnar eru of hraðar gæti þurft að skella í lás á ný. Þetta sagði Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali í Kastljósi í kvöld. „Það mun hafa mjög slæm hagræn áhrif því það hefur þá ekki bara þau áhrif að útlendingarnir koma ekki, heldur líka þau að Íslendingar geta sig hvergi hreyft,“ sagði hann. 
Myndskeið
Hjúkrunarheimilabúar fá ekki þjónustu sem skyldi
Þjónusta við íbúa á hjúkrunarheimilum er ekki eins og skyldi. Þetta segir formaður Öldrunarráðs Íslands. Háskólakennari í öldrunarfræðum segir að peningum sé sóað í þjónustu við aldraða af því að samvinnu skorti.
„Greiðslur ríkis ekki í tengslum við raunveruleikann“
Greiðslur ríkisins til reksturs hjúkrunarheimila hafa ekki verið í neinum tengslum við raunveruleikann, segir formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður Landssambands eldri borgara segir það grafalvarlegt að hjúkrunarheimili nái ekki lágmarksviðmiði um fjölda starfsfólks í umönnun íbúa. 
Myndskeið
Ríkissjóður tæmist ef hjúkrunarheimili eru eina úrræðið
Ríkissjóður tæmist ef litið verður á hjúkrunarheimili sem eina valkost eldri borgara, segir heilbrigðisráðherra. Ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að fjölga úrræðum. Sveitarfélögin vilja verulega aukið fé til hjúkrunarheimila. Ríkið þarf að stíga stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila, segir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í starfshópi heilbrigðisráðherra um rekstur hjúkrunarheimila.
Þarf tæpa 9 milljarða til þess að ná viðmiði landlæknis
Bæta þyrfti hátt í níu milljörðum króna á ári við fjárveitingar til reksturs hjúkrunarheimila til þess að þau næðu því að sinna umönnun eins og landlæknir telur eðlilegt. Langfæst heimili eru með nægilega mikið af faglærðu starfsfólki.
Myndskeið
Mörg hjúkrunarheimili stefna í þrot
Tap á rekstri hjúkrunarheimila nam þremur og hálfum milljarði króna árin 2017 til 2019. Þetta er niðurstaða starfshóps sem heilbrigðisráðherra fól að greina kostnað heimilanna. Sveitarfélög greiddu með rekstrinum til að draga úr hallanum og með þeirri viðbót náðist hann niður í hálfan annan milljarð króna. Formaður starfshópsins segir rekstur þeirra bara eiga eftir að þyngjast og mörg þeirra stefna í þrot
Vilja gera Oddsson hótel að hjúkrunarheimili
Hótel Oddsson hefur verið boðið fram sem hjúkrunarrými. Sjúkratryggingar auglýstu eftir rekstraraðilum hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðatsliðnum. Sóltún öldrunarþjónusta var meðal umsækjaenda. Allt að eitt hundrað ný hjúkrunarrými verða tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu í sumar.
Vara við einkavæðingu hjúkrunarheimila
Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega að breytingar á rekstri hjúkrunarheimila kunni að fela í sér kjaraskerðingu þeirra sem starfa við aðhlynningu. „Við breytingar á rekstri er greinilega ætlunin að miða við lægstu mögulega taxta á höfuðborgarsvæðinu við nýráðningar og getur þar munað allt að 48.000 krónum í grunnlaunum,“ segir í yfirlýsingu sem miðstjórnin sendi frá sér í dag. Formaður BSRB segir einnig óásættanlegt að þjónusta við aldraða verði einkavædd.
23.04.2021 - 12:23
Greiðslur til hjúkrunarheimila í skoðun
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða verðeiningar sem greiðslur til hjúkrunarheimila miðist við en bendir á að Hrafnista starfi samkvæmt samningi og eigi að veita þá þjónustu sem um er samið.
Gerir ráð fyrir að funda með forstjóra Hrafnistu
Forstjóri Hrafnistuheimilanna sér fram á þrjú til fjögur hundruð milljóna króna hallarekstur á árinu, þar sem fjárframlög dugi ekki fyrir rekstrinum. 30 hefur verið sagt upp störfum og þjónustuskerðing blasir við. Forstjóri sjúkratrygginga segir þær ekki hafa svigrúm til að endurskoða greiðslur til hjúkrunarheimila.