Færslur: Hjúkrunarheimili

Hátt í 30 biðu á bráðamóttöku eftir rúmi á Landspítala
Hátt í 30 sjúklingar biðu á bráðamóttöku Landspítala fyrr í dag eftir innlögn á aðrar deildir spítalans, en um 80 aldraðir einstaklingar bíða á ýmsum deildum spítalans eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sumir þurftu að liggja á göngum og Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðamóttökunnar segir að það sé engan vegin boðlegt, sér í lagi ekki á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir. 
Myndskeið
2949 eldri borgarar bólusettir í fyrstu atrennu
Öllum íbúum hjúkurnar- og dvalarheimila og þeim sem dvelja á öldrunarlækningadeildum sjúkrahúsanna á landinu, alls rétt tæplega þrjú þúsund manns, verður boðin bólusetning og er viðbúið að hún verði langt komin á morgun og jafnvel lokið. Þeir sem búa í þjónustuíbúðum fyrir aldraða verða þó að bíða. Starfsfólk á heimilunum verður einnig að bíða og því verður áfram að viðhafa strangar sóttvarnir.
Telur að hömlurnar fjúki í febrúar á ári fjölskyldunnar
„Ég held að árið 2021 verði ár fjölskyldunnar,“ þetta segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Íbúar heimilisins verða bólusettir á morgun og það stendur til að flagga og baka köku. Anna Birna segir að árið 2020 hafi verið ólíkt öllum öðrum sem hún hefur upplifað á löngum ferli og að sumt í starfinu eigi eftir að breytast til frambúðar. Hún leyfir sér að vona að hægt verði að lyfta hömlum af hjúkrunarheimilum strax í febrúar.
Hjúkrunardeild fyrir heimilislausa í neyslu
Heilbrigðisráðherra ætlar að setja á fót 12 rýma hjúkrunardeild ætlaða heimilislausu fólki sem þarfnast hjúkrunar og umönnunar. Þetta er fólk sem glímir við langvarandi neysluvandamál, oft samhliða geðrænum vanda. Verkefnahópur sem settur var á fót í vor, komst að þeirri niðurstöðu að það væri brýn þörf fyrir sértækt úrræði því þessi hópur fengi ekki fullnægjandi þjónustu í dag. 
Myndskeið
Ef þú ert með jól í hjartanu skiptir staðurinn engu
Ef þú ert með jól í hjartanu þá skiptir ekki máli hvar þú ert, segir maður á níræðisaldri sem hyggst verja jólunum á Grund. Hann saknar þess þó að heimsækja ættingja. Það er hægt að halda jól hvar sem er, segir hann.
20.12.2020 - 19:56
Mæla gegn því að íbúar fari í boð um jólin
Samráðshópur um starfsemi hjúkrunarheimila og dagdvalar á kórónuveirutímum mælist til þess að íbúar á slíkum heimilum fari ekki í boð til ættingja og vandamanna yfir komandi jólahátíð. Kjósi þeir að gera það þurfa þeir að fara í sóttkví hjá ættingja áður en þeir geta snúið aftur á hjúkrunarheimilin.
16.12.2020 - 06:51
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Ætla að fjölga hjúkrunarrýmum um 90 á næsta ári
Auka á framlög til hjúkrunarrýma um rúmlega 1,7 milljarða króna á fjárlögum næsta árs. Stærstur hluti fjármagnsins mun fara í að fjölga hjúkrunarrýmum um allt að 90 á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og þá verður hluta þess varið til að auka rekstrarframlög til hjúkrunarheimila í samræmi við aukna hjúkrunarþyngd íbúa þeirra.
Mögulegt væri að bólusetja alla á örfáum dögum
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mögulegt að bólusetja fleiri tugþúsundir manna gegn kórónuveirunni daglega.
Byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns á Akureyri
Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður byggt í Glerárhverfi á Akureyri og tekið í notkun í loks árs 2023. Þar með verða hjúkrunarrými í bænum rúmlega 230 en þau eru núna um 170. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um þrír milljarðar sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Akureyrarbær greiðir 15%.
03.12.2020 - 13:59
Að mestu óbreyttar heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilum
Hjúkrunarheimilið Mörk í Reykjavík hefur ákveðið að létta á ströngum heimsóknarreglum sem gilt hafa frá 7. október. Að sögn Ragnhildar Hjartardóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra var þá eingöngu leyft að heimsækja heimilismann sem kominn var að lífslokameðferð eða veiktist skyndilega og alvarlega.
Þurfum að gera eldra fólki kleift að búa lengur heima
Það þarf að stórefla heimaþjónustu fyrir aldraða á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Hugarfarsbreyting sé nauðsynleg og það eigi að vera sjálfsagt fyrir eldra fólk að búa sem lengst heima.
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Vilja skýrari áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vilja skýrari áætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma. Framkvæmdaáætlun sé ekki að öllu leiti fjármögnuð í fjármálaáætlun.
Myndskeið
Segja óvissuna það versta við bið eftir hjúkrunarrými
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengdust um 150% á árunum 2011 til 2019. Hjón á Húsavík segja ósanngjarnt að þurfa að bíða eftir því að komast í hjúkrunarrými en óvissan sé það versta við biðina. Dóttir þeirra segir að biðin geti tekið á aðstandendur.
Segir hjúkrunarheimili ekki fengið krónu bætta
Hjúkrunarheimili sjá fram á mörghundruð milljóna króna kostnað vegna COVID-19. Framkvæmdastjóri gagnrýnir stjórnvöld fyrir að koma ekki til móts við heimilin.
28.10.2020 - 08:48
Býðst til að taka hótel og reka sem hjúkrunarheimili
Sóltún Öldrunarþjónusta hefur boðið heilbrigðisráðuneytinu það að taka yfir Oddsson hótel sem stendur við Grensásveg, og reka þar hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
Fimm íbúar Eirar útskrifaðir úr einangrun
Fimm íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir sem greindust með COVID-19 í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. Í tilkynningu frá hjúkrunarheimilinu, sem er í Grafarvogi í Reykjavík, kemur fram að fólkið hafi verið útskrifað í samstarfi við COVID-göngudeild og smitsjúkdómalækna á Landspítalanum. Íbúarnir séu við góða heilsu. 
Staða prests Hrafnistu aflögð - leitað til sóknarpresta
Enginn prestur er lengur í fastri stöðu hjá Hrafnistuheimilunum. Áhyggjufullur aðstandandi roskinnar konu sem býr á einu heimilanna segir hana hafa fundið fyrir miklum andlegum erfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
10.10.2020 - 13:32
Íbúar Eirar lausir úr sóttkví - 5 á COVID-deild
Sóttkví hefur verið aflétt á hjúkrunarheimilinu Eir eftir að skimun á íbúum sýndi að engin ný COVID-19 smit höfðu komið upp á heimilinu. Fimm íbúar á Eir og tveir starfsmenn þar greindust í síðustu viku og fóru þá allir íbúar deildarinnar, þar sem smitið greindist, í sóttkví.
06.10.2020 - 10:10
Sex smit á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi
Tveir starfsmenn og fjórir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa greinst með kórónuveiruna. Allir íbúar deildarinnar þar sem smitið kom upp eru í sóttkví, auk fimm starfsmanna, samtals yfir tuttugu manns. Ástandið gæti varað í þrjár til fjórar vikur.
30.09.2020 - 09:31
Þrír íbúar á Eir greindust með COVID-19
Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa nú greinst með COVID-19 smit. Þetta staðfestir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar. Verið er að útbúa COVID-deild á Eir.
28.09.2020 - 15:44
Íbúi á Eir með COVID-19
Einn íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með COVID-19 í dag. Í tilkynningu frá Eir kemur fram að sá smitaði sé í einangrun og ekki með nein einkenni sjúkdómsins. Líðan hans sé eftir atvikum góð.
25.09.2020 - 15:41
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Skilaboðin þau að líf heimilismanna skipti ekki máli
Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, fer hörðum orðum um viðbrögð Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins við kostnaðarbeiðnum hjúkrunarheimila vegna viðbragða í COVID-19 faraldrinum. Ríkið hyggist ekki greiða daggjöld vegna vannýttra plássa sem haldið var eftir svo hægt yrði að opna sérstakar COVID-19 deildir ef smit bærist inn á hjúkrunarheimilin.
24.09.2020 - 07:34