Færslur: Hjúkrunarheimili

Sjónvarpsfrétt
Bæta við legurýmum - ekki nóg fyrir bráðamóttökuna
Allt að 30 legurými bætast við á næstu vikum til að létta á bráðamóttökunni þar sem sjúklingar liggja í öllum hornum. Þetta var tilkynnt á fundi bráðahjúkrunarfræðinga með stjórnendum Landspítalans í dag. Hjúkrunarfræðingar segja að grípa þurfti til róttækra aðgerða til langs tíma í öllu heilbrigðiskerfinu og að heilbrigðisyfirvöld þurfi að stíga mjög hressilega inn í. 
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi. 
Morgunvaktin
Heilbrigðisþjónusta ekki eins og að kaupa vöru úr búð
Formaður BSRB segir ekki hægt að sýna fram á með vísindalegum rökum að markaðurinn leysi vanda heilbrigðiskerfisins. Brýnt sé að tryggja fjármagn, jafna möguleika og samhæfingu kerfisins.
Tjúttað og tvistað á fyrsta kráarkvöldinu í tvö ár
Hlátrasköllin ómuðu um alla ganga hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri í gærkvöld þegar fyrsta kráarkvöldið var haldið eftir faraldurinn. Göróttar veigar flæddu um húsið á meðan heimilisfólkið söng og dansaði.
08.10.2021 - 14:03
COVID-19 smit á hjúkrunarheimili á Akureyri
Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatök um þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
02.10.2021 - 13:46
Vilja gera þjónustu við aldraða markvissari
Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um ný og fjölbreyttari úrræði í öldrunarmálum. Bæjarstjóri Fjallabyggðar telur nauðsynlegt að endurmeta þjónustu við aldraða og horfa til lengri framtíðar en gert hafi verið.
Taka upp tvíbýli til þess að fjölga hjúkrunarrýmum
Fjögur einmennings-hjúkrunarrými á Ísafirði og Bolungarvík verða nú tvíbýli. Til þessa ráðs er gripið svo stytta megi biðlista. Nítján eru nú á biðlista eftir að fá inni á hjúkrunarheimili á norðanverðum Vestfjörðum. Auka á um fjögur hjúkrunarrými með þessu. Þrjú á Eyri á Ísafirði og eitt á Bergi í Bolungarvík.
Hver íbúi greiðir 50 þúsund á ári með dvalarheimilinu
Ný skýrsla sýnir að hver íbúi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur greitt sem svarar um 50 þúsund krónum á ári með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts á Þórshöfn. Heimilið er í eigu sveitarfélagsins og hefur rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands.
10.09.2021 - 14:59
Kastljós
Engan dreymir um að flytja á hjúkrunarheimili
Forgangsröðun stjórnvalda á fjármunum til öldrunarþjónustu er ástæða þess að mun fleiri eldri borgarar dvelja á sjúkrahúsi og hjúkrunarheimilum þótt þeir ættu í raun að geta búið heima hjá sér.
25.08.2021 - 21:18
Myndskeið
Ísland einna verst þegar kemur að ráðstöfun fjár
Ísland stendur sig einna verst allra landa þegar kemur að því að ráðstafa því fé sem varið er í heilbrigðisþjónustu eldra fólks. Þetta segir kanadískur sérfræðingur. Hann gagnrýnir að eldra fólk sé sett til geymslu inni á hjúkrunarheimilum í stórum stíl. Aðeins brot af þeim fjármunum sem fari í heilbrigðisþjónustu við eldra fólks fari til heimaþjónustu.
Viðtal
Líða ekki framkvæmdaleysi í málum eldra fólks
Eldra fólk ætlar ekki að líða framkvæmdaleysi og krefst þess að tillögur sem settar eru fram í drögum að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldurshópinn verði að veruleika. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara. Nauðsynlegt sé að breyta áherslum þannig að fólk geti búið lengur heima hjá sér og fengið meiri þjónustu þar. 
Viðtal
Heimili eldra fólks verði hjúkrunarrými
Heimili aldraðra ætti að skilgreina sem hjúkrunarrými og greiða daggjöld þangað. Þetta er meðal tillagna í drögum að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða. Flestar tillögurnar lúta að því að efla þjónustu inni á heimilum aldraðra svo þeir geti búið þar sem lengst. Þá er kallað eftir því að dagvistun sé alla daga vikunnar.
Sjónvarpsfrétt
Víða spáð í bólusetningarskyldu starfsfólks
Ef starfsemi krefst þess og ákvörðunin er málefnaleg þá geta vinnuveitendur farið fram á upplýsingar um hvort að starfsmenn séu bólusettir. Þetta segir forstjóri Persónuverndar. Það þurfi að meta hverju sinni þegar vernda á meiri hagsmuni fyrir minni. Margir stigu sín fyrstu skref í framhaldsskóla í dag.
Geta átt rétt á upplýsingum um bólusetningu
Forstjóri Persónuverndar segir vinnuveitendur geti átt rétt á að fá upplýsingar um hvort starfsmenn eru bólusettir. En það fari þó alveg eftir eðli starfseminnar og þurfi að vega og meta í hverju tilfelli. Þetta geti til dæmis átt við þá sem vinni með elsta aldurshópnum. 
Sex smit í Eirborgum og yfir hundrað íbúar skimaðir
Sex kórónuveirusmit hafa greinst í nokkrum húsum Eirborga, þar sem eru leiguíbúðir í eigu hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi í Reykjavík. Ekki hafa fundist tengsl milli smitanna. Þetta staðfestir Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar.
Smit hjá starfsmanni Eirar
Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gær. Ein deild heimilisins er því í sóttkví fram á miðvikudag og er heimsóknabann í gildi á deildinni. Þá voru jafnframt fjórir starfsmenn sendir í sóttkví. Þetta staðfestir Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, við fréttastofu.
07.08.2021 - 15:47
Fjórir íbúar á Grund með COVID-19
Tveir íbúar í Minni-Grund, á hjúkrunarheimilinu Grund, greindust með kórónuveirusmit í vikunni og sýnir annar þeirra nokkur einkenni.
04.08.2021 - 11:07
Síðdegisútvarpið
Biðla til fólks undir þrítugu að bíða með heimsóknir
Mikil áhersla hefur verið á verndun viðkvæmra hópa í tilmælum sóttvarnalæknis. Nú þegar smitum fjölgar ört í samfélaginu hefur víða verið gripið til aðgerða, svo sem á Landspítala og á dvalarheimilum aldraðra. Hrafnista sendi út bréf til íbúa og aðstandenda í dag.
22.07.2021 - 17:31
Sjúkrastofnanir fylgjast grannt með og meta framhaldið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna klukkan 11 í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. Þórólfur hvatti hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum meðan á uppsveiflunni stendur.
Sjónvarpsfrétt
Dóra allra Íslendinga elst - 109 ára í dag
Elsti Íslendingurinn er 109 ára í dag. Dóra Ólafsdóttir er skýr í kollinum, les og prjónar og segist aldrei hafa átt kost á að gefast upp. Aðeins fimm Íslendingar hafa orðið eldri en hún.
06.07.2021 - 18:28
„Eitt af stærstu verkefnum næsta kjörtímabils“
Heilbrigðisráðherra segir að heildarendurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi hjúkrunarheimila verði eitt af stærstu verkefnum komandi kjörtímabils. Mögulega þurfi að fjölga umönnunarúrræðum fyrir aldraða.
04.07.2021 - 13:39
„Óraunhæfar kröfur“ gerðar til hjúkrunarheimila
Íbúar á Hrafnistuheimilunum fá ekki lengur fylgd til og frá hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofum sem eru reknar á heimilunum. Þeir þurfa sjálfir að koma sér milli staða eða fá aðstoð aðstandenda.
Læknar skora á stjórnvöld - Loforð um úrbætur svikin
Heilbrigðisráðuneytinu barst í morgun áskorun frá íslenskum læknum sem mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Læknarnir 985 segja að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Í áskoruninni er það gagnrýnt að ábyrgð stjórnmála- og embættismanna virðist lítil sem engin hér á landi og að heilbrigðisstarfsmenn séu endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfisins.
Sjónvarpsfrétt
Áfall að vera látinn fara eftir þrjátíu ára starf
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri, sem sagt var upp á föstudag eftir þrjátíu ára starf, segir uppsögnina hafa verið áfall. Hann telur að uppsagnirnar á heimilinu hljóti að bitna á þjónustunni við íbúa. 
20.06.2021 - 19:02
Óhjákvæmilegt að skera niður launakostnað
Þrettán var sagt upp störfum hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimilum í gær. Fyrirtækið tók nýlega yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Hlíðar eftir að Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum. Framkvæmdastjórinn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að skera niður launakostnað.
19.06.2021 - 20:34