Færslur: Hjúkrunarheimili

Greiðslur til hjúkrunarheimila í skoðun
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða verðeiningar sem greiðslur til hjúkrunarheimila miðist við en bendir á að Hrafnista starfi samkvæmt samningi og eigi að veita þá þjónustu sem um er samið.
Gerir ráð fyrir að funda með forstjóra Hrafnistu
Forstjóri Hrafnistuheimilanna sér fram á þrjú til fjögur hundruð milljóna króna hallarekstur á árinu, þar sem fjárframlög dugi ekki fyrir rekstrinum. 30 hefur verið sagt upp störfum og þjónustuskerðing blasir við. Forstjóri sjúkratrygginga segir þær ekki hafa svigrúm til að endurskoða greiðslur til hjúkrunarheimila.
Vantar um 400 milljónir og þjónustuskerðing blasir við
Tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum á Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi og tíu til viðbótar á öðrum Hrafnistuheimilum vegna erfiðra rekstarskilyrða. Forstjóri Hrafnistu segir stöðuna óhugnanlega og þjónustuskerðing blasi við. Ef fer sem horfir sér hún fram á þrjú til fjögur hundruð milljóna hallarekstur á árinu.
12.04.2021 - 12:58
Miklar uppsagnir á hjúkrunarheimilum Hrafnistu
Tuttugu stjórn­endum, hjúkr­un­ar­fræðingum, ræsti­tæknum og öðru starfsfólki hefur verið sagt upp störfum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Uppsagnirnar voru um síðustu mánaðamót og næstu á undan en á annan tug starfsmanna var sagt upp á öðrum Hrafnistuheimilum.
Lausn á fráflæðisvanda gæti verið í sjónmáli
Frá árslokum 2019 hefur verið fjölgað um 90 rúm á Landspítalanum til að bregðast við fráflæðisvanda sjúkrahússins. Vinnuhópar hafa unnið að áætlunum til að bregðast við tillögum átakshóps heilbrigðisráðherra um vandann.
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
Væntir þess að yfirtökunni á ÖA ljúki í tæka tíð
Bæjarstjórinn á Akureyri segir allt benda til að samningar um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar náist í tæka tíð. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að niðurstaða eigi að liggja fyrir innan skamms.
Óheimilt að binda NPA-samning við fjárframlag ríkisins
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að Mosfellsbæ væri óheimilt að binda samning um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjárframlag frá ríkinu. Bænum er gert að greiða fötluðum manni fébætur og miskabætur vegna málsins auk þess sem framferðið í garð hans er metið saknæmt.
Störf 130 manns á hjúkrunarheimilum tryggð í lögum
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja og tryggja þannig réttindi og störf rúmlega 130 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum.
12.03.2021 - 13:12
Ofbeldi gegn öldruðum er dulinn vandi
Ofbeldi gegn öldruðum er dulinn vandi, segir yfirmaður greiningadeildar Ríkislögreglustjóra. Deildin hefur birt skýrslu um málefnið. Hann segir að vekja þurfi þjóðfélagið til vitundar um vandann og að rannsaka þurfi sérstaklega ofbeldi gengu öldruðum. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að meta umfang ofbeldisins þar sem aldraðir skilgreina ofbeldi á annan hátt en yngri kynslóðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sextán af hundraði fólks 60 ára og eldri verði fyrir ofbeldi. 
„Grímulaus aðför að láglaunakvennastéttum“
„Það eru algerlega forkastanleg vinnubrögð hjá Heilbrigðisráðuneytinu að krefjast þess að allt að 150 starfsmönnum verði sagt upp, sem eru að langmestu leyti konur í láglaunastörfum,“ segir í nýrri yfirlýsingu frá Starfsgreinasambandinu vegna yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ og óljósrar réttarstöðu starfsfólksins þar.
Mótmæla töfum á yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimila
Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær mótmæla harðlega tómlæti og seinagangi heilbrigðisyfirvalda við yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimila. Vegna óvissu um réttarstöðu starfsfólks standi þau frammi fyrir að segja upp 140 manns. Heilbrigðisráðherra segist lögum samkvæmt ekki hafa heimild til að skerast í leikinn.
11.03.2021 - 19:25
130 manns í biðstöðu á Landspítalanum
Alls liggja um það bil hundrað manns á Landspítalanum sem hafa lokið meðferð og bíða þess að fá pláss á hjúkrunarheimili. Fólkið bíður til dæmis á endurhæfingardeild, þrátt fyrir að hafa lokið endurhæfingu, og fyrir vikið bíða um það bil þrjátíu sjúklingar eftir plássi í endurhæfingu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, segir vöntun á hjúkrunarrýmum hafa áhrif víða á spítalanum.
Sveitarfélögin vilja fund með velferðarnefnd Alþingis
Samband sveitarfélaga hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd Alþingis til að ræða rekstur hjúkrunarheimila. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ótækt að sveitarfélög borgi með þessum rekstri.
HSU tekur við hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum um næstu mánaðarmót. Bæjarráð Vestmannaeyja segir fráleitt að ásaka sveitarfélög um að nota fjármagn, sem ætlað er til reksturs hjúkrunarheimila, í óskyldan rekstur.
HSA tekur við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði 1. apríl. Fjarðabyggð var eitt fjögurra sveitarfélaga sem sagði upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila.
Segir samskiptavanda loða við Sjúkratryggingar
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir samskiptavanda torvelda viðræður milli Sjúkratrygginga og sveitarfélaga um rekstur hjúkrunarheimila. Það sé því miður ekkert einsdæmi þegar Sjúkratryggingar eru annars vegar.
Hafa greitt rúmlega tvo milljarða með hjúkrunarheimilum
Þrjú sveitarfélög hafa greitt samanlagt yfir tvo milljarða króna með hjúkrunarheimilum á undanförnum árum. Þau hafa öll ákveðið að endurnýja ekki samninga við Sjúkratryggingar um áframhaldandi rekstur þeirra. Akureyrarbær hefur greitt hátt í tvo milljarða króna með rekstri hjúkrunarheimila í bænum frá 2012. Bæjarfulltrúi í bænum segir að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri heimilanna.
Ekki nóg að nefna tölu sem ríkið verði að borga
Það er ekki nóg að nefna einhverja tölu fyrir ríkið til að borga heldur verður að greina hvað býr að baki, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Þetta sagði hún í umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila eftir að sveitarfélög hafa sagt sig frá rekstri þeirra vegna of lítilla fjárframlaga ríkisins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að féð sem sveitarfélögin þyrftu að leggja hjúkrunarheimilunum til væri tekið frá öðrum verkefnum.
23.02.2021 - 15:29
Segir ríkið skulda sveitarfélaginu 130-140 milljónir
Vigdísarholt tekur við rekstri hjúkrunarheimila af Sveitarfélaginu Hornafirði um næstu mánaðamót. Bæjarstjórinn segir ríkið skulda sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir króna sem enn sé ósamið um.
Spegillinn
Slæm fjárhagsstaða bitnar á öldruðu heimilisfólki
Erfið fjárhagsstaða fjölmargra hjúkrunarheimila bitnar á fólkinu sem þar býr, segir Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir að hækka þurfi daggjöld til heimilanna um um það bil tíu prósent til þess að laga ástandið, eða um þrjá til fjóra milljarða króna á ári. Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt heimilum aukakostnað í tengslum við faraldurinn, en deilt hefur verið um þann kostnað að undanförnu. Gísli Páll segir að heimilin muni mikið um þann kostnað.
Spegillinn
Hjúkrunarheimili: Núverandi stefna gjaldþrota
Kostnaður við uppbyggingu hjúkrunarheimila hljómar eins og gjaldþrota stefna segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans. Hann leggur til ýmsar breytingar á heilbrigðisþjónustu við eldra fólk, meðal annars að öldrunargeðdeild verði komið á fót og að heilsugæslan verði gerð að vöggu öldrunarþjónustunnar.
Hjúkrunarheimilum bættur COVID kostnaður í næstu viku
Byrjað verður í næstu viku að greiða hjúkrunarheimilum  eitthvað af þeim viðbótarkostnaði sem þau hafa lagt í vegna COVID-19. Ekki er þó víst að allt fáist greitt strax. Í framhaldinu verður skoðað hvernig tekjutap heimilanna verður bætt. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir viðbótarkostnað og tekjutap nánast banabita fyrir sum heimili.
11.02.2021 - 22:31
Með 20 milljóna yfirdrátt: „Ég er bara búin á því“
Hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu hefur neyðst til að taka 20 milljóna króna yfirdrátt vegna COVID-kostnaðar, launahækkana og vanreiknaðra daggjalda. Hjúkrunarforstjórinn segir að heimilið hafi aldrei verið jafnilla sett fjárhagslega. Hún segir að hún hafi neyðst til þess að segja upp starfsfólki, og að hún sjálf sé „búin á því“.
Hjúkrunarheimili með yfirdrátt og einhver stefna í þrot
Hjúkrunarheimili hafa þurft að fá yfirdrátt og sum stefna í þrot vegna þess að greiðslur frá Sjúkratryggingum vegna aukakostnaðar í tengslum við faraldurinn hafa ekki borist. Þetta segir formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir að heimilin eigi rúman milljarð inni. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að gögn vanti svo hægt sé að greiða peningana út.