Færslur: Hjúkrunarheimili

Myndband
Hafa hjólað 1700 kílómetra á einni viku
Hópur íbúa á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur undanfarna daga tekið þátt í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Þetta er þriðja árið í röð sem Hlíð tekur þátt í keppninni sem fer öll fram innan veggja heimilisins þar sem hjólin eru sett fyrir framan tölvuskjá.
14.09.2020 - 13:40
Sveitarfélög segja upp samningum hjúkrunarheimila
Mörg hjúkrunarheimili sem rekin eru af sjálfseignarstofnunum og sveitarfélögum eiga í miklum rekstrarerfiðleikum og daggjöld Sjúkratrygginga ríkisins duga hvergi til að ná endum saman.
08.09.2020 - 12:21
Greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Nokkuð hefur borið á óánægju meðal sveitastjórna undanfarin misseri vegna fjárveitinga til hjúkrunarheimila og hafa nokkur sveitarfélög ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samningum við ríkið um reksturinn.
Ekki fleiri smit á Hömrum
Ekki hafa greinst fleiri kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir að starfsmaður þar greindist með smit í fyrradag. Hluti starfsfólks viðkomandi deildar og þeirra íbúa, sem voru útsettastir fyrir smiti, fór í skimun í gær og verður hún endurtekin á mánudaginn.
15.08.2020 - 12:44
Íbúinn ekki með kórónuveirusmit
Ekki reyndist um kórónuveirusmit að ræða hjá íbúa á Hrafnistu. Greint var frá því fyrr í dag að sterkur grunur hefði vaknað um COVID-19 smit hjá einum íbúanna sem veiktist og hafði verið fluttur á Landspítalann.
08.08.2020 - 16:26
Sterkur grunur um COVID-smit á Hrafnistu
Íbúar á tveimur hjúkrunardeildum Hrafnistu í Laugarási hafa verið settir í sóttkví vegna gruns um kórónuveirusmit hjá einum íbúanna. María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Hrafnistu, segir að ákveðið hafi verið að setja deildirnar Sólteig og Mánateig í sóttkví eftir að grunurinn vaknaði í hádeginu í dag.
08.08.2020 - 14:39
Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.
29.07.2020 - 12:45
Myndskeið
Slæm meðferð á aldraðri konu náðist á myndband
Aðbúnaður á hjúkrunarheimilum í Danmörku er nú til skoðunar eftir að slæm meðferð á níræðri konu náðist á myndband. Dómari setti lögbann á birtingu myndbandsins og fréttamenn TV2 sem tóku það upp hafa nú verið kærðir.
14.07.2020 - 07:30
Hornafjörður segir upp samningi við Sjúkratryggingar
Bæjarráð Hornafjarðar sagði í gær upp samningi sínum við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs hjúkrunarheimila. Þar með bætist Hornafjörður í hóp sveitarfélaga sem slíkt hafa gert.
Segja óreiðu í málum hjúkrunarheimila
Nokkur sveitarfélög hafa ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samninga við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila. Meðal þeirra er Akureyrarbær, sem telur uppsafnaða vöntun á fé frá ríkinu til að geta rekið hjúkrunarheimili í bænum nema rúmum milljarði. Bærinn hefur sagt upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila og það hefur Vestmannaeyjabær einnig gert.
Garðabær tapar máli í Hæstarétti vegna Ísafoldar
Ríkið á ekki að borga allan rekstrarkostnað við hjúkrunarheimilið Ísafold samkvæmt dómi Hæstaréttar í morgun sem sýknaði ríkið af kröfum Garðabæjar. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar.
Viðtal
Varnarmúrarnir: „Við eigum að fá að lifa aðeins lengur“
Iðjuþjálfi aðstoðar Ingibjörgu Guðmundsdóttur, íbúa á Hrafnistu, við að komast í samband við dóttur sína. Ingibjörg er fædd árið 1926, hún er gamall sjúkraliði. Dóttir hennar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, var vön að heimsækja hana oft í viku en nú er allt breytt. Þessa dagana eiga þær í samskiptum á netinu, í gegnum myndspjall. Ingibjörg skilur þá ákvörðun stjórnenda heimilisins að reisa varnarvegg um íbúa. Sigurbjörg dóttir hennar vonar innilega að veggurinn haldi.
Fréttaskýring
Beið í 6 mánuði á þremur stofnunum
Þorbjörg Óskarsdóttir, fyrsti íbúinn á nýja hjúkrunarheimilinu sem opnað var á Sléttuvegi í síðustu viku beið í sex mánuði á þremur stofnunum eftir því að flytja á heimilið. Ekki er búið að semja um stóran hluta af þeim rýmum á hjúkrunarheimilum sem eru á fjármálaáætlun stjórnvalda. Hér er einungis verið að fjalla um ný hjúkrunarrými ekki þau sem á að byggja til að taka við af eldri rýmum.
08.03.2020 - 18:29
Hjúkrunarheimili lokað og nýtt reist í Reykjanesbæ
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu í dag samning um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ. Í tilkynningu kemur fram að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023.
27.02.2020 - 15:35
Spegillinn
Hjúkrunarheimilin eru á áhyggjulista Landlæknis
Laura Sch. Thorsteinsson, sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að hjúkrunarheimilin séu á áhyggjulista landlæknis. Vegna skorts á fagfólki hefur þurft senda íbúa á bráðamóttökuna, lögrega hefur verið kölluð til að aðstoða starfsfólk og íbúar finna fyrir einmannaleika.
18.02.2020 - 16:03
Fréttaskýring
Vítahringur hjúkrunarheimilanna
Hjúkrunarheimilin senda veika íbúa sína í auknum mæli á spítala af því að ekki er nóg af fagfólki til annast þá á heimilunum. Sumir þeirra eru svo veikir að þeir eiga ekki afturkvæmt. Stjórnendur hjúkrunarheimilanna meta nú hvenær álag á heimilunum stofnar íbúum í hættu og hvenær þurfi að senda þá á brott.
07.02.2020 - 07:00
Dómur: Íslenska ríkið axlaði skyldur sínar við Ísafold
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir íslenska ríkinu af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna rekstrar hjúkrunarheimilisins Ísafoldar árin 2013 til 2015.
Fyrsta skóflustungan tekin í dag
Uppbygging sextíu rýma hjúkrunarheimilis í Árborg, sem ætlað er íbúum sveitarfélaga á Suðurlandi, hófst í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, tóku fyrstu skóflustunguna á öðrum tímanum í dag. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist af fullum krafti í desember. Stefnt er á að fyrstu íbúarnir flytji inn um haustið 2021.
Rekstrarfé hjúkrunarheimila skert í frumvarpi
Rekstrarframlög til hjúkrunarheimila eru skorin niður í fjárlagafrumvarpinu þriðja árið í röð að mati Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það fara illa saman við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 
Nýr Sólvangur opnaður í Hafnarfirði
Nýtt hjúkrunarheimili var opnað á Sólvangi í Hafnarfirði í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Nýja heimilinu er ætlað að leysa gamla Sólvang af hólmi að mestu en framkvæmdir eru fyrirhugaðar þar á næstunni. Með tilkomu nýja Sólvangs fjölgar hjúkrunarrýmum á Sólvangi úr 59 í 93.
17.07.2019 - 21:30
400 milljónir í endurbætur hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 400 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar og endurbóta á hjúkrunarheimilum um land allt.
Hrafnista tekur yfir Skógarbæ
Fulltrúar Sjómannadagsráðs, sem á Hrafnistu, og sjálfeignarstofnunin Skógarbæ hafa samið um að Hrafnista taki við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar 2. maí. Þar eru 81 hjúkrunarrými.
27.03.2019 - 13:34
Myndskeið
Ætla að opna nýtt hjúkrunarheimili 20. mars
Á annað hundrað fylgdust með þegar borðinn var klipptur á nýju hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi í dag. Þar er pláss fyrir 40 manns en það hefur staðið autt frá áramótum. Stefnt er að því að fyrstu íbúar geti flutt inn 20. mars.
Myndskeið
Vilja ekki hjúkrunarheimili í Kreppuhöllina
Stjórnvöld hafa hafnað því að breyta stórhýsi við Urðarhvarf í Kópavogi í hjúkrunarheimili þrátt fyrir að það standi tómt og að forstjóri Hrafnistu telji að mun fljótlegra yrði að breyta því en að smíða nýtt.
22.12.2018 - 19:47
Tíu rými fyrir fólk með geðræn vandamál
Tíu almennum hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík verður breytt í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst á ósk hjúkrunarheimilisins um að þetta verði gert. Aukinn kostnaður vegna þessarar breytingar er áætlaður nema 15 milljónum króna á ári. 
15.11.2018 - 19:20