Færslur: Hjúkrunarfræðingar

Norskur hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir morfínstuld
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði við hjúkrunarheimili skammt frá Björgvin í Noregi hefur verið sakfelld fyrir þjófnað á morfíni. Í einhverjum tilfellum fyllti hún skammtaglös með vatni í stað morfíns.
Sjónvarpsfrétt
Staðan snúin og svört — ásókn eykst í sjúkrasjóði
Mannekla á bráðamóttöku Landspítala hefur sjaldan verið meiri. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu spítalans, segir að uppsafnað álag eftir kórónuveirufaraldurinn sé helsta ástæðan og segir stöðuna snúna. Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að staðan sé svört, ásókn í sjúkrasjóði félagsins hafi tvöfaldast á þremur árum.
Dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir
Kanadísk kona var í gær dæmd til sjö ára fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir og þykjast vera hjúkrunarfræðingur áratugum saman. Sömuleiðis brá hún sér í gervi fleiri sérfræðinga og notaði til þess fölsuð persónuskilríki.
Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
„Við eigum börn og fjölskyldur eins og aðrir“
Fyrirsjáanleikinn er enginn og fólk er orðið langþreytt. Þetta segir Aníta Aagestad, hjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún gengur nú kvöldvaktina á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, í sóttkví. Það sárvantar fólk á deildina. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga vonast eftir aðgerðum frá stjórnvöldum, ýmis sóknarfæri séu til staðar. Hún harmar það að 14 hjúkrunarfræðinemar fái ekki að halda áfram námi eftir jól vegna plássleysis í háskólunum.
Örmagna færeyskir hjúkrunarfræðingar vilja hærri laun
Stéttarfélag færeyskra hjúkrunarfræðinga segir það óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. Landssjúkrahúsið kallar eftir framtíðarlausn varðandi skimanir og bólusetningu.
Uggur vegna fjölgunar andláta fólks með geðrænan vanda
Óvenjumargt fólk með geðræn veikindi og vanda lést á Bretlandseyjum fyrstu tólf mánuðina sem kórónuveirufaraldurinn geisaði. Það á einkum við fólk sem vistað er á stofnunum af ótta við að það valdi sér eða öðrum skaða.
Leita til hinna Norðurlandanna eftir hjúkrunarfræðingum
Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn leiti nú allra leiða, bæði hér heima og erlendis, til að ráða nýja hjúkrunarfræðinga til starfa. Ráða þarf í tvö hundruð stöðugildi til að spítalinn geti starfað með eðlilegum hætti.
19.11.2021 - 18:00
Erlent starfsfólk leysir ekki vanda Landspítalans
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir það ekki leysa mönnunarvanda spítalans að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga hingað til lands. Það sé ekki stefna spítalans að leita markvisst eftir fagfólki í útlöndum.
Viðtal
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona. 
Vikulokin
Krísan á bráðamóttöku bitnar verst á hjúkrunarfræðingum
Krísan á bráðamóttöku Landspítala bitnar verst á hjúkrunarfræðingum, að sögn Eggerts Eyjólfssonar bráðalæknis. Hver og einn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á hlaupum og sinna mun fleiri sjúklingum en eðlilegt geti talist. Það sé ástæða þess að margir þeirra treysti sér ekki til að vera í fullu starfi.  
Hjúkrunarfræðingar kvíða vetrinum
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölskyldulíf hjúkrunarfræðinga sem gæta sóttvarna sinna umfram aðrar starfsstéttir. Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar hafi flutt af heimilum sínum til að geta verið í sjálfskipaðri sóttkví á milli vakta og þá eru dæmi um að börn hjúkrunarfræðinga hafi ekki fengið að fá vini í heimsókn til að halda smithættu á heimili í lágmarki.
Þingið endar 70 daga verkfall danskra hjúkrunarfræðinga
Lengstu kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í Danmörku er lokið með inngripi Þjóðþingsins. Alls varði verkfallið í 10 vikur og náði til 10 prósenta danskra hjúkrunarfræðinga.
27.08.2021 - 12:15
Reyna að fá íslenska hjúkrunarfræðinga heim
Landspítali hefur sent starfsmannaleigum í Evrópu fyrirspurnir og óskað eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum. Auk þess er til skoðunar að ráða erlenda heilbrigðisstarfsmenn.
Verkfall þúsunda danskra hjúkrunarfræðinga varir enn
Verkfall 10 prósenta danskra hjúkrunarfræðinga hefur nú varaði í átta vikur eða 52 daga, og engin lausn á deilunni í sjónmáli. Mögulegt er að digur verkfallssjóður sé við að klárast sem gæti dregið hjúkrunarfræðinga að samningaborði. Ríkisstjórnin vill ekki hafa afskipti af verkfallinu.
Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahúss Akureyrar
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur sem forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði sjúkrahússins frá árinu 2012.
Staðan á Landspítala „íslenskum yfirvöldum til skammar“
Félag sjúkrahúslækna lýsir þungum áhyggum af skorti á mannskap og legurýmum á Landspítala. Félagið segir stöðuna vera „íslenskum yfirvöldum til skammar“ og kallar eftir endurbótum.
Mál svikalæknis kveikir spurningar um öryggi skilríkja
Kirsten Normann Andersen, þingmaður danska Sósíalistaflokksins veltir fyrir sér hvort viðhlítandi öryggis sé gætt við útgáfu persónuskilríkja lækna í landinu.
Danskir hjúkrunarfræðingar tilbúnir í langt verkfall
Allt stefnir í að á sjötta þúsund danskra hjúkrunarfræðinga fari í verkfall næstkomandi laugardag.Talið er mögulegt að verkfallið dragist á langinn og því er hart lagt að stjórnmálamönnum að láta það ekki gerast.
Kastljós
Endurskoða þarf verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu
„Það má alltaf gera betur, eitt af því sem þarf að skoða er verkaskipting í heilbrigðiskerfinu og tilfærsla verkefna milli fagstétta,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en að ekki sé að ástæðulausu að hjúkrunarfræðingar sinni ýmsum stjórnunarstörfum.
Ætla að bregðast við vanda bráðadeildar með hraði
Stjórnendur Landspítala vinna nú með hraði að lausn þess vanda sem fyrirsjáanlegur er á bráðadeild spítalans, en Félag bráðalækna telur að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga þar í sumar vegna skorts á læknum og hjúkrunarfræðingum. Stjórnvöld hafa verið upplýst um stöðuna.
07.06.2021 - 16:19
Spegillinn
Ekki hægt að fjölga meira í hjúkrunarfræði
Heilbrigðiskerfið er fast í vítahring sem skapast af því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarfræðinemum þar sem spítalarnir geta ekki tekið við fleiri nemendum í verknám. Undanfarið hefur tekist að fjölga nemum en það tekur mörg ár að útskrifa nægilega marga hjúkrunarfræðinga til að hægt sé að manna heilbrigðiskerfið eins og æskilegt er, segir Herdís Sveinsdóttir deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands.
Myndskeið
Hnoðað, sprautað og hæmlikkað í Hagaskóla
Þrjú prósent hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum eru karlmenn. Þessu á að breyta með því að kynna drengjum þessi störf. Fimmtán ára drengir sýndu sprautunálum, hjartahnoði og æðaleggjum mikinn áhuga á kynningu í dag. Þá spreyttu þeir sig á dúkku sem var að kafna og hæmlikkuðu hana, þ.e.a.s. beittu Heimlich-aðferðinni.
Miklar uppsagnir á hjúkrunarheimilum Hrafnistu
Tuttugu stjórn­endum, hjúkr­un­ar­fræðingum, ræsti­tæknum og öðru starfsfólki hefur verið sagt upp störfum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Uppsagnirnar voru um síðustu mánaðamót og næstu á undan en á annan tug starfsmanna var sagt upp á öðrum Hrafnistuheimilum.
Hjúkrunarfræðingar ávísa pillunni frá og með áramótum
Um áramótin tekur gildi reglugerð um að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verði heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna að undangengnu námskeiði í lyfjaávísunum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að um framfaraskref sé að ræða og vonast til að þetta sé upphafið á víðtækari heimildum þessara stétta til að ávísa lyfjum.
31.12.2020 - 07:15