Færslur: Hjúkrunarfræðingar

Miklar uppsagnir á hjúkrunarheimilum Hrafnistu
Tuttugu stjórn­endum, hjúkr­un­ar­fræðingum, ræsti­tæknum og öðru starfsfólki hefur verið sagt upp störfum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Uppsagnirnar voru um síðustu mánaðamót og næstu á undan en á annan tug starfsmanna var sagt upp á öðrum Hrafnistuheimilum.
Hjúkrunarfræðingar ávísa pillunni frá og með áramótum
Um áramótin tekur gildi reglugerð um að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verði heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna að undangengnu námskeiði í lyfjaávísunum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að um framfaraskref sé að ræða og vonast til að þetta sé upphafið á víðtækari heimildum þessara stétta til að ávísa lyfjum.
31.12.2020 - 07:15
Ótti við saksókn hefur áhrif á störf hjúkrunarfræðinga
Í nýrri rannsókn Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, stjórnsýslufræðings og prófessors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, koma fram skýrar áhyggjur meðal hjúkrunarfræðinga um að þeir þurfi að svara til saka ef eitthvað fer úrskeiðis í starfi þeirra.
Spegillinn
Réttlátt að heilbrigðisstarfsfólk fái álagsgreiðslur
Formenn félaga bæði hjúkrunarfræðinga og og sjúkraliða telja réttlátt að heilbrigðisfólki verði umbunað sérstaklega fyrir störf í návígi við kórunuveiruna, eins og gert var í fyrstu covidbylgjunni. Þá telja sjúkraflutningamenn að þeir eigi rétt á álagsgreiðslum.
26.10.2020 - 17:00
Námslota á Akureyri þrátt fyrir sóttvarnartilmæli
Háskólinn á Akureyri hefur hafnað beiðni hjúkrunarfæðinema í fjarnámi um að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Rúmlega tuttugu nemendur af höfuðborgarsvæðinu þurfa því að meta hvort þeir fara til Akureryrar, þvert á tilmæli sóttvarnaryfirvalda.
Niðurstaða gerðardóms „mikil vonbrigði“
Niðurstaða gerðardóms frá því í gær, um kjör hjúkrunarfræðinga, er „mikil vonbrigði“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér síðdegis. Þar segir að mun meira hafi þurft til og að stjórn félagsins harmi „að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga.“
Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ávísi getnaðarvörnum
Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verður heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna frá áramótum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Markmið reglugerðarinnar er að auka aðgengi að getnaðarvörnum og stuðla þannig að auknu kynheilbrigði.
Tveir þriðju hjúkrunarfræðinga sögðu já
Hjúkrunarfræðingar samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem felur í sér að launaliðnum í kjaradeilu þeirra við ríkið verði vísað til gerðardóms.
Öðruvísi en að setja allan samninginn í gerðardóm
Verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í morgun var afstýrt í gærkvöld með miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni. Í miðlunartillögunni felst að hluti launaliðarins fari í gerðardóm. Ríkissáttasemjari segir virði í því að samkomulag hafi náðst um önnur atriði og aðeins launaliðurinn fari fyrir gerðardóm. Fái miðlunartillagan ekki brautargengi þyngist deilan enn frekar.
Verkfalli hjúkrunarfræðinga afstýrt
Verkfalli hjúkrunarfræðinga sem hefjast átti klukkan átta í fyrramálið var afstýrt í kvöld. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaraviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins um klukkan ellefu í kvöld. Í fréttatilkynningu frá Aðalsteini Leifssyni, Ríkissáttasemjara, segir að samkomulag hafi náðst um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Út af standa afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga.
21.06.2020 - 23:18
Samningaviðræður hefjast að nýju
Fundur hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins hófst á ný klukkan 14:30. Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst í fyrramálið klukkan átta ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.
„Þungar og snúnar samningaviðræður“
Samningafundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins hjá ríkissáttasemjara hófst klukkan 10 í morgun og stendur enn. Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að óbreyttu eftir helgi.
19.06.2020 - 13:41
„Mér er nóg boðið eftir 38 ára starf“
Göngudeildin er ekki á undanþágulista Landspítalans en mannauðsstjóri segir að sótt verði um undanþágu skelli verkfallið á. Hjúkrunarfræðingur sem fréttastofa tók tali eftir félagsfund sagði að hún væri í fyrsta skipti á nærri fjörutíu ára ferli hlynnt verkfalli.
Stjórnendur spítalans hafa þungar áhyggjur af verkfalli
Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala hefur þungar áhyggjur af boðuðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem hefst að óbreyttu næsta mánudag.
18.06.2020 - 15:30
Mæta vongóð til fundar: „Sitjum eins lengi og þarf“
„Við sitjum við eins lengi og þarf og eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fyrir sáttafund ríkisins og hjúkrunarfræðinga sem hófst klukkan ellefu. Það eru aðeins fjórir dagar í boðað verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst að óbreyttu klukkan átta á mánudagsmorgun.
Viðtöl
„Mjög þungt mál og það styttist í verkfall“
Engin niðurstaða varð á samningafundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög alvarlega og undirbúningur verkfalls sé í fullum gangi. Næsti fundur verður á mánudag.
Spegillinn
Vilja 10% umfram lífskjarasamninginn
Hjúkrunarfræðingar krefjast þess að laun þeirra hækki um 10% umfram lífskjarasamninginn. Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að boða nýjan fund að svo stöddu eftir árangurslausan fund í gær. Í dag boðaði hann hins vegar til næsta sáttafundar á fimmtudaginn. Ótímabundið verkfall á að hefjast eftir tæpar tvær vikur.
09.06.2020 - 17:00
„Þungur og erfiður fundur“
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir samningafund í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins, sem lauk laust eftir klukkan fjögur, hafa verið þungan og erfiðan. Ekki væri ástæða til að boða til nýs fundar að svo stöddu. Samninganefndir þyrftu að meta stöðuna áður en til þess kæmi.
08.06.2020 - 17:22
Tvær vikur í verkfall hjúkrunarfræðinga
Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins verður í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Tvær vikur eru þangað til ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst.
Myndskeið
Verkfall hjúkrunarfræðinga setur skimun í uppnám
Ekki verður hægt að skima ferðamenn sem hingað koma og halda landamærunum opnum ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall eftir tvær vikur eins og stefnir í. „Við erum með það mikið af hjúkrunarfræðingum í þessu verkefni, sem stýra því og halda utan um það. Ég sé ekki að við náum að halda þessu opnu ef verkfallið verður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall
Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga samþykkti verkfallsaðgerðir. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um verkfallsboðun. Já sögðu 85,5 prósent og nei 13,3 prósent.
Ljóst í dag hvort hjúkrunarfræðingar boða verkfall
Atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu lýkur á hádegi í dag og er niðurstöðu að vænta fljótlega í kjölfarið. Atkvæðagreiðslan nær til rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðinga.
Lítið um lokanir á Landspítala í sumar
Talsvert minna verður um lokanir á Landspítala í sumar en verið hefur undangengin sumur. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri spítalans. Hann segir að betur gangi að fá fólk til afleysinga nú en áður. 
Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um verkfall
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Atkvæðagreiðslan, sem nær til rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðinga, hefst klukkan átta í kvöld og lýkur á hádegi næsta föstudag.
02.06.2020 - 17:28
Samninganefndir taka stöðuna með sáttasemjara á morgun
Hjúkrunarfræðingar funduðu í morgun hjá Ríkissáttasemjara. Að sögn Gunnars Helgasonar, formanns samninganefndar félags hjúkrunarfræðinga, er ekkert nýtt að frétta.
28.05.2020 - 16:58