Færslur: hjólreiðar

Leiða saman hesta, hjólhesta og önnur farartæki
Hestafólk, hjólreiðafólk, skíðagöngumenn, hundaeigendur, ökumenn og fulltrúar annarra vegfarenda undirrituðu í morgun sáttmála og hrintu úr vör fræðsluverkefni. Hagsmunir hópanna hafa ekki alltaf farið saman og komið hefur til orðaskaks á stígum og í netheimum en nú horfir til betri vegar í samskiptum þeirra. 
08.05.2021 - 12:29
Óska eftir vitnum að banaslysi í Breiðholti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysi sem varð á göngustíg við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar.
27.01.2021 - 15:36
Segja sektir á hjólreiðafólk engu skila
Landssamtök hjólreiðamanna leggjast gegn því að hægt verði að sekta hjólreiðamenn ef þeir gæta ekki ýtrustu varkárni á gangstéttum, göngustígum og göngugötum eða víkja ekki fyrir gangandi. Þetta er lagt til í frumvarpi til breytinga á umferðarlögum.
01.01.2021 - 17:40
Hryggbrotinn eftir að þyrla flaug of lágt yfir
Luca Wackermann, ítalskur hjólreiðamaður, slasaðist mikið þegar þyrla flaug of lágt yfir keppendum í Ítalíuhjólreiðunum Giro d'Italia. Þyrlan þeytti öryggishliðum á keppendur.
07.10.2020 - 10:02
Íslensku hjólreiðakonurnar úr leik
Allir íslensku keppendurnir á HM í götuhjólreiðum kvenna duttu úr leik á þriðja degi mótsins í dag.
26.09.2020 - 15:37
Myndband
Hafa hjólað 1700 kílómetra á einni viku
Hópur íbúa á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur undanfarna daga tekið þátt í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Þetta er þriðja árið í röð sem Hlíð tekur þátt í keppninni sem fer öll fram innan veggja heimilisins þar sem hjólin eru sett fyrir framan tölvuskjá.
14.09.2020 - 13:40
Frakklandshjólreiðarnar hefjast í dag
Tour de France hjólreiðakeppnin hefst í dag í frönsku borginni Nice og keppni lýkur í París þann 20. september. Erfið keppni bíður keppenda en alls er leiðin 3.470km löng. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að Frakklandshjólreiðarnar færu af stað þann 27. júní en keppni var frestað til dagsins í dag vegna kórónuveirufaraldursins.
Hjólaði í skólann á Ísafirði frá San Fransisco
Bandaríkjamaðurinn Tyler Wacker hjólaði um 11.600 kílómetra áður en hann komst á áfangastað á Ísafirði. Ferðalag hans hófst í San Fransisco í Kaliforníu í janúar en tók óvænta stefnu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Tyler er að hefja nám við Háskólasetur Vestfjarða. Á leiðinni hugsaði hann mikið um nýtt heimili sem biði hans á leiðarenda.
23.08.2020 - 09:05
Viðtal
Vilja fækka bílum með nýju stígakerfi á Akureyri
Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur nú fyrir. Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir kerfi göngu- og hjólastíga í bænum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar.
05.08.2020 - 15:08
Myndskeið
Hársbreidd frá slysi þegar hjól losnuðu af þaki bíls
„Þetta gerðist á augnabliki. Ég hafði sekúndubrot til að bregðast við og til allrar hamingju urðu engin slys á fólki.“ Þetta segir Ómar Örn Sæmundsson sem í gær var á ferð á Vesturlandsvegi um Kollafjörð ásamt fjölskyldu sinni, þegar þrjú reiðhjól og festingar, sem voru á þaki bíls sem ók á móti honum, losnuðu og komu fljúgandi í átt að bíl Ómars.
25.07.2020 - 13:47
Umferðartafir í uppsveitum Árnessýslu á morgun
Búast má við töfum á umferð í uppsveitum Árnessýslu á morgun á meðan hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn fer fram. Vegagerðin varar við umferðartöfum á Laugarvatnsvegi, Biskupstungnavegi, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði frá klukkan 18:00.
10.07.2020 - 16:07
Allt að fimm mega vera á hverju hjóli
Festa má einn hliðarvagn og tvo eftirvagna við reiðhjól og allt að þrír farþegar og tvö ung börn mega vera á reiðhjóli og vögnum þess, nái ný reglugerð umhverfis- og samgönguráðherra um gerð og búnað reiðhjóla fram að ganga.
Síðdegisútvarpið
Hjólabúðir að tæmast fyrir sumarið
Hjólaáhugi Íslendinga hefur farið sívaxandi á undanförnum árum en algjör sprenging hefur orðið á áhuganum núna fyrir sumarið. Hjólaverslanir hafa ekki farið varhluta af þessum áhuga en þær eru þegar farin að finna fyrir að framleiðendur erlendis eiga erfitt með að anna eftirspurn.
28.04.2020 - 17:50
Taka ákvörðun um Frakklandshjólreiðarnar um miðjan maí
Þekktasta og virtasta hjólreiðakeppni heims, Frakklandshjólreiðarnar eða Tour de France verður væntanlega frestað. Keppnin á að hefjast 27. júní. Mótshaldarar ætla þó að bíða fram í miðjan maí með endanlega ákvörðun.
14.04.2020 - 08:56
Viðtal
Úr handboltalandsliðinu í hjólreiðalandsliðið
Eftir að hafa neyðst til að leggja handboltaskóna á hilluna fann Ágústa Edda Björnsdóttir sér nýja íþróttagrein með stæl. Hún lék um árabil með íslenska landsliðinu í handbolta en er nú í landsliðinu í hjólreiðum og varð í fyrra fyrst íslenskra kvenna til að keppa á HM í götuhjólreiðum.
10.04.2020 - 17:00
Okkar á milli
„Allt í einu var ég bara læknuð“
Líf afreksíþróttakonunnar Karenar Axelsdóttur snerist á hvolf fyrir sex árum þegar hún lenti í lífshættulegu hjólreiðaslysi og hálsbrotnaði. Eftir fjögurra ára veikindi, verki og vansæld ákvað hún að setjast aftur við stýrið í sínu lífi og taka það föstum tökum. Hana grunaði þó aldrei að hún myndi aftur stíga á verðlaunapall á stórmótum.
02.01.2020 - 15:01
Áverkar hjólreiðarmannsins minniháttar
Meiðsli hjólreiðarmanns, sem ekið var á laust eftir klukkan tvö í gær á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri, eru ekki alvarleg og áverkar minniháttar. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði verið fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfar slyssins. Þá var ekki hægt að gefa upp upplýsingar um ástand og líðan mannsins.
23.11.2019 - 08:44
Ekið á hjólreiðamann á Akureyri
Ekið var á hjólreiðamann á Akureyri laust eftir klukkan tvö í dag. Slysið varð á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti. Hjólreiðamaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um ástand hans.
22.11.2019 - 14:52
 · Innlent · Akureyri · Slys · Umferðarslys · hjólreiðar
Sigrast á hindrunum í sameiningu
„Þetta er besta líkamsrækt sem ég hef komist í, svo er hún svo góð fyrir andlegu heilsuna líka. Það er líka þessi útrás sem maður fær kannski við það að stökkva eða fara yfir stein," segir Elín Auður Ólafsdóttir félagi í kvennafjallahjólahópnum KvEnduro á Akureyri.
08.10.2019 - 09:32
Myndband
Íbúar á Hlíð keppa í hjólreiðum
Hópur íbúa á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur undanfarnar vikur tekið þátt í hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Liðið hefur hjólað yfir 3.000 kílómetra og berst um toppsætið. Dæmi er um að keppendur hjóli yfir 10 kílómetra á dag.
27.09.2019 - 07:31
Tour de Ormurinn í áttunda sinn
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn er haldin í dag í áttunda sinn. Tvær vegalengdir eru í boði, 68 og 103 kílómetrar. Hjólað er umhverfis Lagarfljótið, svokallaðan Fljótsdalshring. Keppnin er ræst klukkan níu í dag frá Egilsstöðum.
10.08.2019 - 08:26
Nóttin gekk vel hjá hjólaköppum WOW Cyclothon
„Nóttin hefur gengið mjög vel hjá keppendum. Suðurlandið tekur ekkert sérstaklega fallega á móti keppendum í kvöld og undir næsta morgun. Þangað til virðist þetta eiga að vera huggulegt og á norðurlandi er mjög góð spá,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon.
27.06.2019 - 08:41
Bæta við 2,4 kílómetrum af hjólastígum
Áform eru um að leggja 2,4 kílómetra af hjólastígum í Reykjavík í sumar, sem verða aðgreindir frá umferð gangandi og akandi vegfarenda. Áætlaður kostnaður er 530 milljónir króna. Reykjavíkurborg greiðir 450 milljónir og Vegagerðin 80 milljónir. Umferð hjólreiðafólks hefur varið vaxandi í Reykjavík samhliða bættri aðstöðu.
07.06.2019 - 17:12
Stöðvuðu konur til að gefa körlum forskot
Gert var hlé í kvennaflokki hjólreiðakeppni í Belgíu í gær þegar fremsti keppandinn var kominn of nálægt karlhópnum, sem lagði af stað tíu mínútum á undan konunum. Skipuleggjendur keppninnar sögðu Nicole Hanselmann frá Sviss geta lent í vandræðum þar sem fylgibílar karlanna gætu heft för hennar áfram.
04.03.2019 - 06:48
Lagt til að festa hjálmaskyldu barna í lög
Lagt er til að hjálmaskylda barna á reiðhjólum verði fest í lög, samkvæmt framvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga. Hann mælti fyrir frumvarpinu í dag.
23.10.2018 - 21:33