Færslur: hjólreiðar

Sjónvarpsfrétt
Opnuðu hjólaleigu á Ísafirði í desember
Nú er hægt að leigja sér hjól á Ísafirði með appi í símanum. Hjólaleigan opnaði í byrjun desember og er með tíu hjól á nagladekkjum til útleigu í vetur.
14.12.2021 - 16:56
Ekkert eftirlit með breyttum rafmagnshlaupahjólum
Ekkert skipulagt eftirlit hefur verið með rafmagnshlaupahjólum sem komast yfir leyfilegan hámarkshraða á göngu- og hjólastígum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir brýnt að lögregla fái einföld úrræði til þess að bregðast við rafhjólum sem skapi hættu á göngustígum.
Lögregla þurfi að hraðamæla rafmagnshjól
Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna, telur ekki þörf á því að gerðir séu sérstakir hjólastígar fyrir hraðari hjólaumferð. Þá bendir hann á að það sé í verkahring lögreglunnar að taka rafmagnshjól eða létt bifhjól úr umferð sem fari of hratt á göngu- eða hjólastígum.
Íbúar á Hlíð í öðru sæti í alþjóðlegri hjólreiðakeppni
Íbúar á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri lentu í 2. sæti í alþjóðlegri hjólreiðakeppni sem haldin var í september. Vistmenn voru mjög metnaðarfullir og sumir hjóluðu oft á dag.
13.10.2021 - 08:58
Maður fluttur á slysadeild eftir fjallahjólaslys
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að Esjunni í dag um klukkan hálf þrjú, vegna manns sem slasaðist við fjallahjólreiðar. Maðurinn nokkuð hátt uppi þegar slysið varð, eða um 300-400 metra. Hann var fluttur niður af fjallinu á sexhjóli, þangað sem hægt var að koma honum í sjúkraflutningabíl.
02.10.2021 - 20:55
Ágústa í 37. sæti og bætti sinn besta árangur
Ágústa Edda Björnsdóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir kepptu í dag í tímatökuhjólreiðum á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum sem fer fram í Flanders í Belgíu. Ágústa náði með sinni frammistöðu besta árangri íslenskrar konu á heimsmeistaramóti.
20.09.2021 - 19:01
Vegakerfið ekki hannað fyrir blandaða samgöngumáta
Nú stendur yfir evrópska samgönguvikan þar sem bæir og borgir víða um Evrópu taka þátt í átakinu. Reykjavík og Akureyri eru meðal þátttakenda. Mikilvægt er að mati hjólreiðamanns að endurhugsa vegakerfið til að auðvelda almenningi að nota hjólið oftar.
19.09.2021 - 10:21
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen látinn
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen er látinn 37 ára að aldri. Hann varð fyrir bíl þar sem hann var staddur í Belgíu á vegum dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.
19.09.2021 - 01:26
Sjónvarpsfrétt
Vöfflur á Bíldudal hápunktur 1000 km Vestfjarðaferðar
Sundspretturinn er kærkominn fyrir ameríska hjólahópinn sem hefur nú lagt að baki um þúsund kílómetra leið. Á sex dögum þræddi hópurinn Vestfjarðaleiðina sem spannar alla helstu staði Vestfjarðakjálkans og Dala. Hjólaleiðin er löng og ströng, með háum heiðum og djúpum fjörðum.
14.09.2021 - 13:05
Sjónvarpsfrétt
Sprenging í sölu á rafmagnshjólum
Það er óhætt að segja að sprenging hafi orðið í sölu á rafmagnshjólum síðustu árin. Ætla má að aukin notkun rafmagnshjóla dragi úr notkun einkabílsins.
13.09.2021 - 12:50
Sjónvarpsfrétt
Tæknilausn til að fækka bílferðum
Ný tæknilausn ætti að verða til þess að fækka bílferðum og auka vægi göngu- og hjólreiða. Einn af hönnuðum verkefnisins segir fólk oft vanmeta hversu langt það kemst án þess að nota einkabílinn.
13.09.2021 - 11:59
Sumaropnun í Hlíðarfjalli
Göngu- og hjólreiðafólk hefur getað tekið stólalyftuna í Hlíðarfjalli við Akureyri í sumar. Aukin notkun milli sumra gefur vísbendingu um að grundvöllur sé fyrir rekstri í fjallinu stóran hluta ársins.
06.09.2021 - 10:23
Hjóla í gegnum þrenn göng
Yfir 100 hjólreiðamenn munu hjóla í gegnum þrenn göng á Norðurlandi í dag. Þeir verða ræstir frá Siglufirði og hjóla til Akureyrar. Viðburðurinn er hluti af hjólreiðahátíð á Akureyri.
29.07.2021 - 16:28
Lögregla skaut mann sem ók niður hóp hjólreiðamanna
Lögregla í Arizona skaut og særði mann sem ók pallbíl sínum á hóp hjólreiðamanna í borginni Show Low í gær. Fjórir slösuðust mjög alvarlega, tveir eitthvað minna en samkvæmt upplýsingum lögreglu gátu nokkrir úr hópnum leitað sjálfir á slysadeild.
Leiða saman hesta, hjólhesta og önnur farartæki
Hestafólk, hjólreiðafólk, skíðagöngumenn, hundaeigendur, ökumenn og fulltrúar annarra vegfarenda undirrituðu í morgun sáttmála og hrintu úr vör fræðsluverkefni. Hagsmunir hópanna hafa ekki alltaf farið saman og komið hefur til orðaskaks á stígum og í netheimum en nú horfir til betri vegar í samskiptum þeirra. 
08.05.2021 - 12:29
Óska eftir vitnum að banaslysi í Breiðholti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysi sem varð á göngustíg við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar.
27.01.2021 - 15:36
Segja sektir á hjólreiðafólk engu skila
Landssamtök hjólreiðamanna leggjast gegn því að hægt verði að sekta hjólreiðamenn ef þeir gæta ekki ýtrustu varkárni á gangstéttum, göngustígum og göngugötum eða víkja ekki fyrir gangandi. Þetta er lagt til í frumvarpi til breytinga á umferðarlögum.
01.01.2021 - 17:40
Hryggbrotinn eftir að þyrla flaug of lágt yfir
Luca Wackermann, ítalskur hjólreiðamaður, slasaðist mikið þegar þyrla flaug of lágt yfir keppendum í Ítalíuhjólreiðunum Giro d'Italia. Þyrlan þeytti öryggishliðum á keppendur.
07.10.2020 - 10:02
Íslensku hjólreiðakonurnar úr leik
Allir íslensku keppendurnir á HM í götuhjólreiðum kvenna duttu úr leik á þriðja degi mótsins í dag.
26.09.2020 - 15:37
Myndband
Hafa hjólað 1700 kílómetra á einni viku
Hópur íbúa á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur undanfarna daga tekið þátt í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Þetta er þriðja árið í röð sem Hlíð tekur þátt í keppninni sem fer öll fram innan veggja heimilisins þar sem hjólin eru sett fyrir framan tölvuskjá.
14.09.2020 - 13:40
Frakklandshjólreiðarnar hefjast í dag
Tour de France hjólreiðakeppnin hefst í dag í frönsku borginni Nice og keppni lýkur í París þann 20. september. Erfið keppni bíður keppenda en alls er leiðin 3.470km löng. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að Frakklandshjólreiðarnar færu af stað þann 27. júní en keppni var frestað til dagsins í dag vegna kórónuveirufaraldursins.
Hjólaði í skólann á Ísafirði frá San Fransisco
Bandaríkjamaðurinn Tyler Wacker hjólaði um 11.600 kílómetra áður en hann komst á áfangastað á Ísafirði. Ferðalag hans hófst í San Fransisco í Kaliforníu í janúar en tók óvænta stefnu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Tyler er að hefja nám við Háskólasetur Vestfjarða. Á leiðinni hugsaði hann mikið um nýtt heimili sem biði hans á leiðarenda.
23.08.2020 - 09:05
Viðtal
Vilja fækka bílum með nýju stígakerfi á Akureyri
Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur nú fyrir. Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir kerfi göngu- og hjólastíga í bænum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar.
05.08.2020 - 15:08
Myndskeið
Hársbreidd frá slysi þegar hjól losnuðu af þaki bíls
„Þetta gerðist á augnabliki. Ég hafði sekúndubrot til að bregðast við og til allrar hamingju urðu engin slys á fólki.“ Þetta segir Ómar Örn Sæmundsson sem í gær var á ferð á Vesturlandsvegi um Kollafjörð ásamt fjölskyldu sinni, þegar þrjú reiðhjól og festingar, sem voru á þaki bíls sem ók á móti honum, losnuðu og komu fljúgandi í átt að bíl Ómars.
25.07.2020 - 13:47
Umferðartafir í uppsveitum Árnessýslu á morgun
Búast má við töfum á umferð í uppsveitum Árnessýslu á morgun á meðan hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn fer fram. Vegagerðin varar við umferðartöfum á Laugarvatnsvegi, Biskupstungnavegi, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði frá klukkan 18:00.
10.07.2020 - 16:07