Færslur: Hjólamenning

Sjónvarpsfrétt
Hafrar og hlaupbangsar gott nesti í hjólatúrinn
Hjálmum prýddur og mikið til neongrænn hópur lagði hjólandi af stað frá Laugardalnum í Reykjavík í morgun, staðráðinn í að hjóla sem flesta kílómetra á næstu þremur vikum. Atvinnuhjólreiðarmaður hvetur fólk til þess að taka með sér hafrastykki og jafnvel sælgætismola í hjólatúrinn. Og ekki sé verra að detta í nokkrar teygjur á leiðarenda. 
04.05.2022 - 19:28
Sjónvarpsfrétt
Opnuðu hjólaleigu á Ísafirði í desember
Nú er hægt að leigja sér hjól á Ísafirði með appi í símanum. Hjólaleigan opnaði í byrjun desember og er með tíu hjól á nagladekkjum til útleigu í vetur.
14.12.2021 - 16:56
Leggja hjólastíga fyrir einn og hálfan milljarð
Reykjavíkurborg hefur samþykkt framkvæmdir við gerð hjólastíga og er áætlaður heildarkostnaður 1,5 milljarðar króna. Framkvæmdirnar eiga að fara fram í ár en gætu teygt sig yfir á næsta ár, samkvæmt tilkynningu frá borginni.
Lækkun hámarkshraða í 30 í takt við vilja borgarinnar
Reykjavíkurborg tekur undir meginrök breytingatillögu þingmannanna Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur við umferðalög þess efnis að hraðamörk í þéttbýli verði 30 kílómetrar á klukkustund.
Allt að fimm mega vera á hverju hjóli
Festa má einn hliðarvagn og tvo eftirvagna við reiðhjól og allt að þrír farþegar og tvö ung börn mega vera á reiðhjóli og vögnum þess, nái ný reglugerð umhverfis- og samgönguráðherra um gerð og búnað reiðhjóla fram að ganga.
Meira hjólað þrátt fyrir óvenju mikla rigningu
Úrhellisrigningin í sumar virðist ekki hafa verið hindrun hjá hjólreiðafólki í Reykjavík, samkvæmt niðurstöðum talninga á vegum borgarinnar. Fleiri fóru ferða sinna hjólandi í júní í ár en í fyrra. Talningar í Nauthólsvík sýndu að 1.300 hafi hjólað þar á dag, að meðaltali í ágúst, samanborið við 1.000 á dag í ágúst í fyrra.
Mikil gerjun í reiðhjólamenningu
Hjólreiðar hafa aukist mikið í umferðinni á Íslandi undanfarið og æ fleiri íbúar líta á það sem ákjósanlegan ferðakost daglega – í það minnsta þegar veður leyfir. 
15.06.2017 - 10:17