Færslur: hjarðónæmi

Slakað á takmörkunum á Nýja-Sjálandi
Slakað verður á ströngum sóttvarnartakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir að faraldurinn hafi náð hámarki og að ónæmi gegn veirunni sé orðið verulegt.
Telur alls óvíst að hjarðónæmi sé að nást
Faraldsfræðingur segist hrædd um að of miklar vonir séu bundnar við að hjarðónæmi sé að nást. Líklega sé hlutfall endursmita mun hærra en tölur segja til um og mögulega séu afléttingarnar nú aðeins tímabundnar.
17.03.2022 - 19:15
Vilja draga úr hömlum í flugi og á flugvöllum
Flugfélög og rekstraraðilar flugvalla í Evrópu fara fram á að látið verði af öllum sóttvarnartakmörkunum í innanlandsflugi. Flest lönd álfunnar hafa slakað á kröfum um að fólk sýni fram á bólusetningu eða beri grímur.
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Lýðheilsufræðingur telur 90% Færeyinga smitast af COVID
Færeyskur lýðheilsufræðingur telur líklegt að nærri níu af hverjum tíu eyjarskeggja smitist af COVID-19 áður en faraldurinn gengur yfir. Hann telur ólíklegt að nýjum smitum fækki á næstunni.
Svíþjóð
Telja að hylli undir lok kórónuveirufaraldursins
Sænskur smitsjúkdómasérfræðingur telur að með mikilli útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar stefni í nægilega öflugt hjarðónæmi til að faraldurinn gæti fljótlega orðið að baki. Fjöldi nýrra smita dag hvern gæti verið vanmetinn verulega.
Hæsta dánartíðni heims af völdum COVID-19 í Perú
Yfir 200 þúsund eru nú látin af völdum kórónuveirunnar í Suður-Ameríkuríkinu Perú. Hvergi í heiminum er dánartíðni af völdum COVID-19 hærri en þar í landi.
Stökkbreytt afbrigði draga úr vonum um hjarðónæmi
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu er efins um að viðnám bóluefna dugi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný stökkbreyttt afbrigði veirunnar draga úr vonum um að hjarðónæmi náist.
Viðtal
Veikindi bólusettra ráða sóttvarnaaðgerðum
Á næstunni fá sóttvarnayfirvöld upplýsinga um hversu alvarleg veikindi bólusettra hafa orðið af delta-afbrigðinu. Þá verður ákveðið hvort óhætt sé að leyfa veirunni að ganga óheftri. Staðgengill sóttvarnalæknis vonast til að bóluefni gegn delta-afbrigðinu verði komið á markað á næsta ári. 
Óvíst hvort hjarðónæmi náist í sumar
Óvíst er hvort hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi gangi áætlanir eftir um að 190.000 Íslendingar verði bólusettir fyrir lok júní. Þetta segir deildarlæknir á Landspítala. Hægt sé að skilgreina hjarðónæmi á nokkra vegu.
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð síðan 1869
Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra. Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor. Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við.