Færslur: Hjalteyri

Vinna starfshóps um Hjalteyri þegar hafin
Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp, til að fara yfir starfsemi vistheimilisins á Hjalteyri. Hópurinn á að greina eðli starfseminnar og hvernig eftirliti var háttað. Þegar hafa verið haldnir tveir fundir.
07.12.2021 - 15:17
Vigdís leiðir starfshóp um vistheimilið á Hjalteyri
Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur, lögfræðings, til að fara yfir starfsemi vistheimilisins á Hjalteyri. Vigdís var aðstoðarmaður Jóns þegar hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017.
07.12.2021 - 11:50
Akureyrarbær vill opinbera rannsókn á barnaheimilinu
Bæjarráð Akureyrarbæjar vill að fram fari ítarleg, opinber rannsókn á rekstri barnaheimilisins á Hjalteyri og aðbúnaði barna sem þar voru vistuð. Bærinn kom ekki að rekstri heimilisins en barnaverndaryfirvöld sveitarfélagsins sendu á sínum tíma börn þangað til lengri eða skemmri dvalar.
25.11.2021 - 15:01
Rafmagnslaust á Hjalteyri og í Hörgársveit
Rafmagnslaust er á Hjalteyri og í Hörgársveit eftir að bilun varð þar snemma á tólfta tímanum í kvöld. Rafmagn fór líka af Skógarhlíð, rétt utan Akureyrar, en þar tókst að koma rafmagni á rétt fyrir eitt. Þórir Ólafur Halldórsson, á svæðisvakt Rarik á Norðurlandi, segir unnið að því að finna bilunina og koma rafmagni á. Aðstæður gera viðgerðarmönnum þó erfitt fyrir, því þeir sjá vart út úr augum fyrir þreifandi byl sem þarna geisar.
08.01.2020 - 01:56