Færslur: Hjaltalín

Gagnrýni
Að endimörkum alheimsins
Fjórða plata Hjaltalín sem er samnefnd henni og er búinn að vera sjö ár í vinnslu er plata vikunnar á Rás 2.
03.07.2020 - 15:57
Hjaltalín - Hjaltalín
Ný plata Hjaltalín hefur verið í vinnslu allt frá árinu 2013 og er því sjö ára ferli loksins að ljúka. Platan inniheldur 13 lög, sem öll hafa verið í gegnum ótal útgáfur, útsetningar og hljóðblandanir. Að því leyti má líkja þeim við styttur, sem hafa verið höggnar smám saman í áranna rás.
29.06.2020 - 16:15
Mannlegi þátturinn
„Huggulegt að eiga margar mömmur“
Sigríður Thorlacius söngkona ólst upp í miklum systrafans og segist hafa verið dekrað örverpi sem leit mikið upp til systra sinna sem allar voru í kór. Hún ákvað að gera það sama og gekk til liðs við kórinn og fann hún sig svo vel í söngnum að hún ákvað að gera hann að ævistarfi sínu. Hún er að undirbúa tónleikaferð og plötuútgáfu með hljómsveitum sínum, GÓSS og Hjaltalín.
26.02.2020 - 11:13
Rás 2
Tíu mest spiluðu lög Rásar 2 árið 2019
Tregafullt kántrí, kammerpopp, Eurovisionhatur og sumarslagari umdeilds poppara raða sér í tíu efstu sætin yfir mest spiluðu lög Rásar 2 árið 2019.
02.01.2020 - 10:48
Myndskeið
Spariútgáfa Hjaltalín í Hörpu
Eftir stuttan dvala snýr hljómsveitin Hjaltalín aftur með látum eða öllu heldur hljómfögrum tónum á stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu á föstudag og laugardag. 
05.09.2019 - 13:00
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Viðtal
„Ég er sjálfur þjóðernispungur“
Högni Egilsson tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín siglir sáttur frá vel heppnaðri en erfiðri vinnu við nýja plötu sveitarinnar. Hann er á leið í hringferð um landið með tónleikaröð sína sem hefst á Hótel Holt þar sem gestir mega samkvæmt Högna eiga von á ísbirni syngja aríu.
20.07.2019 - 14:35
Viðtal
Hjaltalín með glaðlega fortíðarþrá
Í dag var frumflutt glænýtt og gleðilegt sumarlag með hljómsveitinni Hjaltalín. Í þetta sinn er það níundi áratugurinn sem er lofsunginn en lagið heitir Love from 99 og er ljúfsár óður til fortíðarinnar.
05.07.2019 - 16:20
Myndskeið
Barónessa með Hjaltalín í Vikunni
Hljómsveitin Hjaltalín mætti í Vikuna til Gísla Marteins og tók sitt nýjasta lag, Baronesse. Sveitin hyggst gefa út sína fjórðu breiðskífu síðar á þessu ári auk þess að halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu í haust.
03.03.2019 - 17:57
Viðtal
Högna ansi heitt í hamsi vegna hvalveiða
„Ég held að þetta sé mikil skyssa fyrir okkar samfélag,“ segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson um ákvörðun stjórnvalda að leyfa áframhaldandi hvalveiðar við landið.
01.03.2019 - 12:23
Hjaltalín snýr aftur með Barónessu
Hljómsveitin Hjaltalín sendi í dag frá sér nýtt lag og myndband, auk þess að boða frekari útgáfu á árinu og stórtónleika í Eldborg í haust.
04.01.2019 - 13:29
Valdimar og Örn Eldjárn í Havarí...
..og Hjaltalín á Airwaves 2013
15.11.2018 - 12:19
Maður er alltaf að reyna að verða betri
„Ef maður hittir meistarann sinn þá verður maður að drepa hann“ sagði Högni Egilsson um það þegar hann hitti söngvarann Win Butler í hljómsveitinni Arcade Fire. Högni ræddi við okkur um æsku sína, Belgíudvölina, Hjaltalín og fleira.
27.08.2018 - 17:04
São Paulo - Freetown - Reykjavík
Í Konsert kvöldsins förum við á Womex tónlistarhátíðina sem fór fram í Santiago de Compostela á Spáni í október sl. og heyrum upptökur þaðan með Bixiga 70 frá São Paulo í Brasilíu og síðan Kondi Band frá Sierra Leone. Að lokum er svo boðið upp á tónleika Hjaltalín í Silfurbergi á Iceland Airwaves 2013.
16.02.2017 - 21:30