Færslur: Hjálpræðisherinn

Spegillinn
Berjum ekki fólk í hausinn með Biblíunni
Um þrjú hundruð manns ætla að mæta í jólaboð Hjálpræðishersins í Reykjavík á aðfangadag. Mun fleiri sóttu um nú fyrir jólin en í fyrra um að fá jólaaðstoð frá Hernum. Svæðisforingi segir að Hjálpræðisherinn eigi enn fullt erindi. Starfið snúist ekki um að berja fólk í höfuðið með Biblíunni.
22.12.2020 - 17:00
Þrefalt fleiri óska eftir mataraðstoð um jólin
Um 600 umsóknir hafa borist til Hjálpræðishersins í Reykjavík um mataraðstoð fyrir komandi jól. Í fyrra voru umsóknirnar um 200 og því er aukning um 200 prósent á milli ára. Þá hefur einnig orðið talsverð aukning í umsóknum á Eyjafjarðarsvæðinu.
08.12.2020 - 21:24
Umsóknum um aðstoð fyrir jól fjölgar um 30% í Eyjafirði
Aldrei hafa fleiri óskað eftir mataraðstoð hjá Velferðarsjóði sem þjónar Akureyri og nærsveitum. Umsóknir bárust frá 400 heimilum í Eyjafirði að þessu sinni, samanborið við 309 á síðasta ári. Formaður sjóðsins segir yngra fólk vera sækja meira í sjóðinn en áður.
02.12.2020 - 14:10
Menningin
Fjallkirkja Hjálpræðishersins tekur á sig mynd
Það fer ekki framhjá neinum sem ekur eftir Miklubraut að við Sogamýri er nýtt kennileiti að taka á sig mynd; eldrautt og marghyrnt hús sem verður nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Teiknistofan Tröð hannar húsið.
„Sjóðirnir eru komnir að þolmörkum“
Fleiri hafa sótt um aðstoð hjálparsamtaka í ár en í fyrra. Hjálparstarf kirkjunnar býr sig undir enn meiri aukningu og erfiðan vetur og Hjálpræðisherinn sér fram á talsvert fleiri beiðnir um aðstoð en í fyrra.
Sumarsamvera til að rjúfa einangrun
Samtökin Pepp Ísland sem berjast gegn fátækt standa fyrir svokallaðri Sumarsamveru í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd.
29.06.2020 - 03:55
Meiri eftirfylgni á nýju áfangaheimili
Undirbúningur stendur nú yfir fyrir stofnun áfangaheimilis á Akureyri. Hjálpræðisherinn á Akureyri hyggst reka áfangaheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur lokið vímuefna- eða áfengismeðferð. Fyrirhugað er að gera 5-6 íbúðir í húsnæði hjálpræðishersins að Hvannavöllum.