Færslur: Hjálmar

Prins Póló setur ekki grillið inn yfir veturinn
Kótilettukerlingin, lítur niður á blikkþökin, ofurlítið vonsvikin.
13.11.2021 - 09:00
Viðtal
„Ég hef aldrei fengið listamannalaun“
„Ég ætla ekki að grenja yfir því, og hef getað lifað þokkalega af þessu án þess,“ segir Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður sem hefur nokkrum sinnum sótt um listamannalaun en alltaf verið hafnað. Hann var að gefa út fyrstu sólóplötu sína, jafnframt þá fyrstu þar sem hann semur lög og texta.
22.06.2021 - 14:14
Gagnrýni
Hjálmar slá tvær flugur í einu höggi
Yfir hafið er ný plata með Hjálmum þar sem breitt er yfir plötu með sama nafni frá 2014. Platan er stórgóð og einnig tímabær áminning um gæði upprunalega verksins.
23.10.2020 - 15:38
Hjálmar - Yfir hafið
Hljómsveitin Hjálmar gaf nýlega út sína tíundu breiðskífu, sem ber heitið Yfir hafið en hún er endurgerð af plötu hljómsveitarinnar Unimog sem kom út fyrir nokkrum árum og lenti milli skips og bryggju.
18.10.2020 - 15:00
Hjálmar gefa út nýja plötu og myndband
Hljómsveitin Hjálmar hefur sent frá sér nýja plötu sem nefnist Yfir hafið. Reyndar má kalla hana nýja innan gæsalappa, því hún er endurgerð á annarri plötu sem kom út undir merkjum Unimog. Bernharð Valsson leikstýrir myndbandi við lagið Eins og þú.
28.09.2020 - 19:59
Poppland
Bubbi vildi ekki hafa Stál og hníf á fyrstu plötunni
Bubbi Morthens segir að hann hafi ekki viljað setja lagið Stál og hnífur á fyrstu plötu sína þar sem lagið hafi ekki verið tilbúið. „En lagið er eins og það er og ég er rosa ánægður með Stál og hníf, hvernig það hefur plummað sig og gefið mér fokkfingurinn.“
26.05.2020 - 10:57
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hjálmar í beinni frá Hljómahöllinni
Bein útsending frá tónleikum sem hljómsveitin Hjálmar heldur í Hljómahöllinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er hægt að fylgjst með streymi hér á vefnum og þá er tónleikunum einnig útvarpað í beinni á Rás 2.
16.04.2020 - 13:20
Hjálmar á lokakvöldi Látum okkur streyma
Hljómsveitin Hjálmar kemur fram á Látum okkur streyma í kvöld. Tónleikunum verður útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2 klukkan 20 og þá verður einnig hægt að horfa á streymi á vefsíðu RÚV. Tónleikarnir verða sýndir á RÚV 2 síðar í kvöld.
16.04.2020 - 08:48
Hjálmar aftur á bak í Bíóhöllinni á Akranesi
Í Konsert í kvöld förum við á frábæra tónleika hljómsveitarinnar Hjálma sem fóru fram í Bíóhöllinni á Akranesi í sumar.
10.10.2019 - 13:51
Myndskeið
„Út í bíl að gera músík, er regla í Súðavík“
Á leið sinni um Ísafjarðardjúp rataði hljómsveitin Hjálmar á rjúkandi kaffiilm sem stóð úr stórum sendibíl við íbúðarhús í Súðavík. Í bílnum hittu þeir fyrir tónlistarmanninn Mugison og Rúnu konu hans, fengu tíu dropa og glænýtt lag úr smiðju Mugisons.
26.06.2019 - 14:57
Myndskeið
Hjálmar mættu Kölska í Bjarnarfirði
Reggíhundarnir í Hjálmum hafa heimsótt fjölmarga staði á hringferð sinni um landið síðasta mánuðinn og hitt margt skemmtilegt fólk. Margir hafa verið vélaðir í hljóðupptökur með sveitinni og á því varð engin undantekning þegar hundurinn Kölski varð á vegi þeirra í hinum göldrótta Bjarnarfirði.
24.06.2019 - 13:23
Grilllokið glefsar sem kjaftur út í vindinn
Hjálmar heimsóttu Havarí í Berufirði á hringferð sinni á dögunum. Þar hafa hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem oft er kenndur við Prins Póló, byggt upp fyrirtaks tónleikastað, gistiheimili og kaffihús. Hjálmar fengu Prinsinn til að segja þeim frá raunum sínum um útigrillið.
19.06.2019 - 14:06
„Alvöru rokksveitir, þær borða hjónabandssælu“
Reggísveitin Hjálmar hefur verið á faraldsfæti undanfarið en þeir eru á sinni fyrstu hringferð um landið um þessar mundir. Hjálmar opnuðu veglega sumardagskrá í Havarí í Berufirði á dögunum og þáðu þar hjónabandssælu.
18.06.2019 - 15:47
„Aðflugan á það til að setjast að“
Hjálmar halda hringferð sinni áfram um landið og áttu leið um Hveragerði. Þar hittu þeir fyrir hinn ástsæla tónlistarmann Magnús Þór Sigmundsson, þar sem þeir þáðu kaffi og sögu að aðflugum.
17.06.2019 - 12:55
Myndskeið
„Ég er hérna svona af og til“
Hljómsveitin Hjálmar er á sinni fyrstu hringferð um landið þessa dagana og á ferð sinni hittu þeir fyrir tónlistarkonuna GDRN á heimavelli hennar í Mosfellsbæ. Þar drukku þau kaffi og tóku lagið saman.
12.06.2019 - 14:35
Gagnrýni
Reggí gott af Reykjanesi
Allt er eitt er sjötta hljóðversplata Hjálma. Snúningar sveitarinnar á þetta indælisform hafa verið alls konar í gegnum tíðina, og hér er einn til kominn. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Myndskeið
Við höfum aldrei farið hringinn áður
Hljómsveitin Hjálmar býr sig undir hringferð um landið með vorinu og samhliða þeirri ferð kemur út ný plata með nýjum og nýlega útgefnum lögum. Hjálmar litu inn í Stúdíó 12 og með þeim var hundurinn Spotti.
11.05.2019 - 13:45
Myndskeið
Hjálmar – „Hættur að anda“ í Vikunni
Strákarnir í reggísveitinni Hjálmum mættu galvaskir í fyrsta þátt Vikunnar með Gísla Marteini og tóku sumarsmell sinn „Hættur að anda“.
06.10.2018 - 17:37
Bræðslu-upphitun!
Í Konsert vikunnar rifjum við upp þrenna frábæra tónleika úr Bræðslusögunni.
Við erum HAM og þið eruð HAM + Dómsdagsreggí
Í Konsert vikunnar syngja og spila HAM og Jimi Tenor og Hjálmar.