Færslur: HIV

Ísland er enn með flest klamydíusmit þrátt fyrir fækkun
Fleiri greindust með lekanda og sárasótt hér á landi í fyrra en árið áður. Klamydíutilfellum fækkaði, en Ísland er þó enn það land í Evrópu þar sem fjöldi tilkynntra klamydíusýkinga er hlutfallslega mestur. Þrettán tilfelli af berklum greindust hér á landi í fyrra og fjögur af malaríu.
Um 1.500 hafa greinst með kynsjúkdóm á árinu
Tæplega 1.500 hafa greinst með kynsjúkdóm það sem af er ári. Allflestir, eða 1.315, greindust með klamydíusýkingu. „Ef árangur á að nást í baráttunni við kynsjúkdóma þá þurfa einstaklingar að sýna meiri aðgát í kynlífi; fækka rekkjunautum og nota smokka.“
11.10.2019 - 14:41
Segir beinmergsígræðslu ekki fýsilega gegn HIV
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á vísindadeild Landspítalans, segir beinmergsígræðslu ekki fýsilegan kost til meðhöndlunar á HIV veirunni. Ígræðslan er mjög erfið í framkvæmd og þung fyrir sjúklinga. Tveir karlmenn, sem eiga það sameiginlegt að hafa gengist undir beinmergsígræðslu, virðast hafa hafa læknast af veirunni. 
06.03.2019 - 09:08
Læknaðist af HIV eftir beinmergsígræðslu
HIV smitaður karlmaður í Lundúnum virðist læknaður af veirunni. Samkvæmt rannsókn sem kynnt verður á læknaráðstefnu í dag finnst veiran ekki lengur í manninum, sem er kallaður Lundúnamaðurinn af rannsakendum. Þetta yrði þá í annað sinn sem slíkt verður staðfest. Veiran hefur ekki fundist í manninum í rúmlega eitt og hálft ár segir í rannsókninni.
05.03.2019 - 04:54
Laus við HIV eftir stutta lyfjameðferð
Barn sem greindist með HIV veiruna við fæðingu fyrir tíu árum síðan er nú einkennalaust eftir stutta lyfjameðferð skömmu eftir fæðingu. Barnið hefur ekki þurft frekari lyfjagjöf síðan. Guardian greinir frá þessu og hefur eftir vísindamönnum sem eru á ráðstefnu í París.
25.07.2017 - 06:23
Rödd olnbogabarnsins, þjófsins og hórunnar
Bandaríski listamaðurinn David Wojnarowicz er einn þeirra fjölmörgu sem létust af völdum HIV áður en árangursrík lyf urðu aðgengileg almenningi. Hann er þekktastur fyrir mynd á umslagi smáskífu írsku hljómsveitarinnar U2 við smellinn One, svarthvíta ljósmynd af þremur nautgripum að falla fram af klettabrún, en á seinni árum hafa skrif hans sem vakið mikla athygli.
03.05.2017 - 17:03