Færslur: hitamet

Hitamet slegin víða um land í ágúst
Hitamet voru slegin víða um land í ágústmánuði, þá sérstaklega á landinu Austan- og Norðaustanverðu. Hitastig á Hallormsstað náði 29,4 gráðum, sem er hæst hiti sem mælst hefur hérlendis í ágúst. Mánuðurinn var einnig sá hlýjasti síðan mælingar hófust á Akureyri, Hveravöllum, Bolungarvík, Grímsey, Stykkishólmi. Hann var sá næst hlýjasti á Egilsstöðum og Teigarhorni.
03.09.2021 - 16:38
Gæðasumarið 2021 senn á enda
Enn eitt hitametið hefur verið slegið en ágúst er sá hlýjasti á Akureyri frá því mælingar hófust. Það eru þó vísbendingar um að umskipti verði í veðri um miðja næstu viku.
01.09.2021 - 18:20
Mikill hiti á Akureyri – „Er þetta ekki að verða ágætt“
Umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri segir nóg komið af þurrki og sól. Úðararnir í garðinum séu í yfirvinnu og hún vonast eftir alvöru rigningu. Hún segir að það komi í ljós síðar hvort þurrkarnir hafi mikil áhrif á garðinn.
25.08.2021 - 15:18
Öndvegisblíða fyrir austan – eins og vant er
Einmunatíð hefur ríkt á norðaustan- og austanverðu landinu mestanpart sumars í ár. Sólríkt hefur verið með afbrigðum og sunnanáttir ríkjandi með meðfylgjandi hlýindum um landið norðan og austanvert. Met var til að mynda slegið í Hallormsstað í gær þegar hitinn náði 29,4 stigum.
25.08.2021 - 12:52
Pattstaða í veðurkerfum veldur hlýindum
Í gær féll þrettán ára gamalt hitamet þegar hiti mældist 29,4 stig á Hallormsstað á Austurlandi. Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur segir að pattstaða myndist í veðurkerfunum sem valdi hlýindunum. Þetta geti verið ein birtingamynd loftslagsbreytinga.  
25.08.2021 - 09:27
Þrettán ára hitamet féll á Hallormsstað — 29,3 stig
29,3 stiga hiti mældist á Hallormsstað klukkan 13:20 í dag. Það er mesti hiti sem mælst hefur á landinu í þrettán ár. Veðurfræðingur segir ​mögulegt að íslenska hitametið frá 1939 falli á morgun.
24.08.2021 - 14:34
Stefnir í hlýjasta dag ársins á miðvikudag
Þrátt fyrir að langt sé liðið á sumarið, gæti hlýjasti dagur sumarsins verið framundan. Mælar gætu farið upp í 28 gráður á norðaustanverðu landinu á miðvikudag. Þetta sagði Teitur Arason, veðurfræðingur, í hádegisfréttum í dag. Von er á suðlægum áttum og hlýindum um landið norðaustanvert næstu daga en talsvert kaldara og sér í lagi hvassara syðra.
23.08.2021 - 14:10
Hitamet í júlí fyrir norðan og austan
Júlímánuður í sumar var sá heitasti sem mælst hefur á þremur stöðum á landinu. Allir eru á Norður- og Austurlandi. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að hitastig sé að hækka og þetta veður geti gefið vísbendingar um það sem koma skal.
05.08.2021 - 14:00
Hitabylgja í Austur-Grænlandi
Yfir tuttugu og þriggja stiga hiti mældist í Austur-Grænlandi á fimmtudaginn var. Meðalhiti á svæðinu í júlí er um sex gráður.
03.08.2021 - 01:25
Tvö hitamet í Sydney og viðbúnaður vegna gróðurelda
Hitamet voru slegin í Sydney í Ástralíu í nótt sem leið og aftur í dag. Nokkuð er um gróðurelda í útjaðri borgarinnar og hefur slökkvilið í nógu að snúast.
29.11.2020 - 06:27
Hiti mældist 38 gráður við heimskautsbaug
Hiti mældist 38 gráður á celsíus í bænum Verkhojansk í Síberíu á laugardag. Ef Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfestir þessa mælingu er um að ræða hæsta hita sem mælst hefur innan heimskautsbaugs. Hitabylgja gengur nú yfir Síberíu.
23.06.2020 - 18:12
Hitamet gæti fallið í vikulangri hitabylgju í Ástralíu
Hitabylgja geisar í vestanverðri Ástralíu og veðurfræðingar spá enn meiri hita eftir því sem hún færist austar og inn í land. Gangi spár eftir gæti hitamet álfunnar fallið um miðja næstu viku. Um helgina er spáð yfir 40 gráðu hita í Perth og víðar í Vestur-Ástralíu og eftir helgina er útlit fyrir yfir 40 stiga hita um alla álfuna að austurströndinni undanskilinni.
14.12.2019 - 04:39
Hrina hitameta
Hitamet fyrir desember hafa fallið eða verið jöfnuð á 53 sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum og þremur mönnuðum stöðvum síðustu tvo daga. Ástæðan er hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í gær.
04.12.2019 - 18:12