Færslur: hitabylgja

Hamfaraveður í austri og vestri
Hamfaraveður geisar nú bæði á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Við austurströndina voru flóðaviðvaranir gefnar út á svæði sem um áttatíu milljónir byggja í gærkvöldi og á vesturströndinni geisar hættuleg hitabylgja.
06.09.2022 - 10:28
Hitamet á heimsvísu mögulega slegið í vikunni
Hættuleg hitabylgja ríður nú yfir Norður-Ameríku vestanverða og talið er að hitametið fyrir septembermánuð á heimsvísu gæti fallið í vikunni.
05.09.2022 - 13:33
Þurrkar afhjúpa ævaforn risaeðluspor
Langvinnir hitar hafa nær algerlega þurrkað upp fljót í þjóðgarði, sem kenndur er við risaeðlur, í Texas í Bandaríkjunum. Þar blasir gráleitur árbotninn við og það sem þar er að finna sannar að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Hamfaraþurrkar í Evrópu
Ekkert lát er á þurrkum á meginlandi Evrópu og í Bretlandi, þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti mánuðum saman og hver hitabylgjan rakið aðra frá því í maí. Fylgst er með þurrkum og afleiðingum þeirra um allan heim í Evrópsku þurrka-athugunarstöðinni, sem fellur undir vísindaáætlun sambandsins.
23.08.2022 - 05:43
Komu böndum á mikinn skógareld í Valencia á Spáni
Slökkviliði á Spáni hefur tekist að koma böndum á mikinn skógareld sem logað hefur norðvestur af Valenciaborg dögum saman, hefta frekari útbreiðslu hans og slökkva að miklu leyti. Yfirvöld í héraðinu hafa því aflétt tilskipun um rýmingu fjölda húsa.
22.08.2022 - 02:23
Yfir 40 látin í skógareldum í Alsír
Fórnarlömbum skógarelda sem logað hafa í norðanverðu Alsír síðustu daga fjölgar enn og eru orðin minnst 40 talsins. Í frétt AFP segir að minnst tíu börn og jafnmargir slökkviliðsmenn séu á meðal hinna látnu.Tólf manns fórust þegar smárúta sem þau voru í lokaðist inni í eldhafi. Yfir 200 manns hafa ýmist hlotið brunasár, reykeitrun eða hvort tveggja í eldunum, sem eru að mestu bundnir við norðurhluta landsins og fjalllendið þar.
19.08.2022 - 01:28
Skjóta upp eldflaugum í von um að framkalla rigningu
Yfirvöld í Kína hafa gripið til þess örþrifaráðs að reyna að framkalla rigningu, vegna langdreginna þurrka í landinu. Í nokkrum héruðum hefur eldflaugum verið skotið upp í himininn í tilraunaskyni.
17.08.2022 - 17:00
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · Asía · Kína · Þurrkar · hitabylgja · Yangtze-á · eldflaugar · Rigning · Tilraun
Vatnsslöngur bannaðar í London vegna þurrkatíðar
Stærsta vatnsveita Bretlands hefur bannað viðskiptavinum sínum tímabundið að nota vatnsslöngur. Þetta er gert til að spara vatn. Mikil þurrkatíð er í Bretlandi eins og víða í Evrópu eftir hitabylgjur sumarsins. Nýliðinn júlímánuður var sá þurrasti á Englandi frá 1935 og hiti náði í fyrsta sinn 40 gráðum frá því mælingar hófust.
17.08.2022 - 12:14
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er ekki venjulegt sumar“
Þurrkar ógna um 60% af Evrópu og vatnsyfirborð Rínar er að verða svo lágt að það gæti ógnað skipaumferð og vöruflutningum. Viðbúnaðarstig vegna langvarandi þurrka var hækkað á átta svæðum í Bretlandi í dag og milljónir Breta gætu þurft að takmarka vatnsnotkun á næstu dögum. 
12.08.2022 - 20:48
Hækka viðbúnað í Bretlandi vegna langvarandi þurrka
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna langvarandi þurrka.
12.08.2022 - 10:52
Erlent · Umhverfismál · Veður · Bretland · Þurrkar · Hiti · hitabylgja
Myndskeið
Tíu þúsund hafa flúið vegna gróðurelda í Frakklandi
Yfir sjö þúsund hektarar af skóglendi eru eyðilagðir vegna skæðra gróðurelda sem loga nærri Bordeux, í Suðvestur-Frakklandi.
11.08.2022 - 10:58
Sjónvarpsfrétt
Yfir 2.000 létust á Spáni í júlí vegna hita
Skæðar hitabylgjur drógu yfir tvö þúsund manns til dauða á Spáni í síðasta mánuði. Áfram verður heitt og þurrt í ágúst og fólk hefur þurft að laga sig að hitanum.
04.08.2022 - 20:31
Kveikt í gróðri í Galisíu á Spáni
Fjölmennur hópur slökkviliðsmanna berst við skógar- og kjarrelda í norðvesturhluta Spánar. Á þriðja tug flugvéla eru notaðar við slökkvistarfið. Hvassviðri og mjög mikill hiti er á þeim slóðum þessa stundina.
04.08.2022 - 16:09
Vilja Evrópureglur um hámarkshita á vinnustað
Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, vill að settar verði reglur um hámarkshita á vinnustað og hafa sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins erindi þar að lútandi. Tilefnið er andlát þriggja verkamanna sem létust við störf sín í Madríd, höfuðborg Spánar, þegar mikil hitabylgja gekk þar yfir í liðinni viku.
Ógnarmikill skógareldur í Kaliforníu stækkar hratt
Þúsundir hafa neyðst til að flýja mikinn skógareld sem kviknaði nærri Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu á föstudag og breiðist hratt út. Að kvöldi laugardags hafði eldurinn sviðið um 38 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis. Hann er stærsti einstaki skógareldurinn af mörgum sem nú loga í Bandaríkjunum og einn sá víðfeðmasti sem brunnið hefur í landinu það sem af er ári.
24.07.2022 - 03:42
Þriðja hitabylgja sumarsins í Kína
Hitabylgja ríður yfir stór svæði í Kína í dag og næstu daga og spáð er um og yfir 40 stiga hita víða um land. Þetta er þriðja og sums staðar fjórða hitabylgja sumarsins á þessum slóðum, segir í frétt The Guardian. Í nokkrum borgum við og nærri ströndinni hefur verið lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna hitans og inni í landi er varað við hættu á því að ár flæði yfir bakka sína og stíflur gefi sig vegna mikilla leysinga og jökulbráðar.
23.07.2022 - 04:20
Eldar loga víða um brennheita og skraufþurra Evrópu
Ógnarmikil hitabylgja hefur kostað fjölda mannslífa í Evrópu, hert enn á þurrkum og valdið fjölmörgum skógar- og gróðureldum víða í álfunni síðustu daga. Talsvert hefur dregið úr hitanum á Bretlandi, Frakklandi, en norðar og austar hitnaði enn á miðvikudag og sums staðar mun hitna enn meira í dag. Slökkvilið berst enn við fjölda skógarelda á Íberíuskaga, Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi og víðar.
21.07.2022 - 04:38
Segir hundruð hafa dáið í hitabylgju
Hitabylgjan á Spáni síðustu tíu daga hefur kostað yfir fimm hundruð manns lífið, að því er forsætisráðherra landsins greindi frá í dag. Kviknað hefur í gróðri á mörgum stöðum vegna hita og þurrka og þúsundir orðið að flýja að heiman af þeim sökum.
20.07.2022 - 16:15
Erlent · Evrópa · Veður · Spánn · hitabylgja
Spá hitameti í Danmörku síðdegis í dag
Hitabylgjan sem þjakað hefur íbúa Suðvestur-Evrópu síðustu daga og dundi á Bretum af fullum þunga í gær þokast enn norður á bóginn. Mjög heitt var í Þýskalandi og Benelux-löndunum í gær og í Danmörku fór hiti víða yfir 30 gráður.
20.07.2022 - 03:07
Sjónvarpsfrétt
„Hitabylgjur verða æ algengari næstu áratugi“
Gróðureldar loga nú víða á stór-Lundúnasvæðinu og methiti mældist í Bretlandi í dag. Framkvæmdastjóri alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar segir að það sé kjósenda og stjórnmálamanna víða um heim að ákveða hver næstu skref gegn loftslagsbreytingum verði. Hitabylgjur sem þessar verði æ algengari næstu áratugi næstu fjörtíu árin hið minnsta.
19.07.2022 - 19:43
Tugir hitameta féllu í Frakklandi
Hitamet féllu á 64 stöðum í Frakklandi í gær þegar hitabylgjan náði hámarki þar í landi. Hún er í rénun í Suður-Evrópu og færist norður og austur á bóginn. Í suðvesturhluta Frakklands er spáð þrumum og eldingum í nótt.
19.07.2022 - 17:27
Myndskeið
Gróðureldar loga í Lundúnum
Mikið er um gróðurelda á stór-Lundúnarsvæðinu vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir England. Hitinn er kominn yfir 40 stig í fyrsta skipti. Yfir 250 slökkviliðsmenn berjast nú við gróðurelda á þremur stöðum í Lundúnum.
19.07.2022 - 15:28
Hitinn fór yfir 40 stig á Heathrow
Hitamet féllu í dag í Bretlandi þegar hiti við Heathrow-flugvöll vestur af Lundúnum mældist rétt rúmlega 40 stig.
19.07.2022 - 13:14
Flugbrautir skemmast í hitanum í Bretlandi
Flugvellinum í Luton, norðan við Lundúnir, höfuðborg Bretlands, var lokað síðdegis vegna hitaskemmda á flugbraut vallarins. Einnig skemmdist flugbraut á herflugvelli. Hitamet féll í Wales í dag. Útlit er fyrir að hitabylgjan á Bretlandseyjum nái hámarki á morgun.
18.07.2022 - 18:10
Erlent · Evrópa · Veður · Bretland · hitabylgja
Bretum er ráðlagt að halda sig heima
Bretum er ráðlagt að halda sig heima í dag og á morgun vegna mestu hitabylgju sem farið hefur yfir Bretlandseyjar til þessa. Veðurfræðingur með áratuga reynslu segist ekki hafa séð önnur eins spákort og fyrir daginn í dag og á morgun.
18.07.2022 - 12:46
Erlent · Evrópa · Veður · Bretland · hitabylgja