Færslur: hitabylgja

Gríðarmiklir gróðureldar geisa í Colorado-ríki
Víðfeðmir gróðureldar geisa nú í Colorado í Bandaríkjunum og óttast er að fólk hafi farist. Þegar hafa hundruð húsa, hótel og verslanamiðstöðvar orðið eldinum að bráð. Þúsundir eru á flótta undan eldhafinu en veðurfræðingur segir óvanalegt að gróðureldar kvikni þar um slóðir á þessum árstíma.
31.12.2021 - 02:07
Hitamet slegin víða um land í ágúst
Hitamet voru slegin víða um land í ágúst, sérstaklega á austan- og norðaustanverðu landinu. Hiti fór í 29,4°C á Hallormsstað sem er mesti hiti sem mælst hefur hérlendis í ágúst. Mánuðurinn var einnig sá hlýjasti síðan mælingar hófust á Akureyri, Hveravöllum, Bolungarvík, Grímsey og Stykkishólmi. Hann var sá næsthlýjasti á Egilsstöðum og Teigarhorni.
03.09.2021 - 16:38
Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Hiti á Sikiley mældist yfir evrópska hitametinu
Hitastig á ítölsku eyjunni Sikiley mældist 48.8°C í dag samkvæmt yfirvöldum á eyjunni. Enn á eftir að staðreyna mælinguna en verði hún staðfest er ljóst að nýtt ítalskt og evrópskt hitamet hafi verið sett. Hitamælirinn sem nam þetta háa hitastig er staðsettur nærri Sýrakúsu, á austurströnd Sikileyjar.
11.08.2021 - 19:04
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Neyðarástand á Sikiley vegna skógarelda - eldgos í Etnu
Yfirvöld á Sikiley lýstu í gær yfir neyðarástandi og hækkuðu viðbúnaðarstig fyrir næsta hálfa árið vegna skógarelda sem brenna á eyjunni. Nello Musumeci, héraðsstjóri á Sikiley, greinir frá því í færslu á Facebook að ákvörðunin sé byggð á ástandinu nú og veðurhorfum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sikiley, Sardinía. Calabria og Puglia eru þau héruð Ítalíu sem verst hafa orðið úti í skógareldum í sumar. 
08.08.2021 - 01:22
Miklir skógareldar geisa á Pelópsskaga
Hálft annað hundrað slökkviliðsmanna hefur barist við skógarelda nærri borginni Patras á Pelópsskaga á Grikklandi. Fimmtíu slökkviliðsbílar, átta flugvélar og þyrlur búnar slökkvibúnaði hafa verið notuð við aðgerðirnar.
31.07.2021 - 22:37
Neyðarástand í Bresku Kólumbíu vegna skógarelda
Yfirvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada lýstu í dag yfir neyðarástandi í fylkinu öllu vegna mikilla skógar- og gróðurelda sem þar hafa logað vikum saman. Áður hafði verið lýst yfir neyðarástandi á afmörkuðum svæðum innan fylkisins. Nær 300 skógar- og gróðureldar loga nú í Bresku Kólumbíu og ekkert útlit fyrir að þeim fækki í bráð þar sem spáð er áframhaldandi hitabylgju í fylkinu, þurrviðri og vaxandi, hlýjum vindum.
21.07.2021 - 00:36
Hitabylgja skollin á Spán
Hitabylgja er lögst yfir stóran hluta Spánar og er hitastigið með þeim hætti að heimamenn og jafnt sem ferðamenn þyrpast í ofboði eftir því sem hægt er í næsta skugga eða vatn til kælingar.
11.07.2021 - 10:41
Erlent · Spánn · Madrid · Sevilla · veður · hitabylgja
Varað við skæðri hitabylgju í Bandaríkjunum
Ríflega 31 milljón Bandaríkjamanna býr sig nú undir all svakalega hitabylgju sem spáð er að baka muni vestur- og suðvesturríki landsins um helgina. Yfirvöld vara við því að hitamet geti fallið víða í Kaliforníu og Nevada og segja jafnvel hitametið í Las Vegas í Nevada í hættu. Það hljóðar upp á 47,2 gráður á Celsíus. Þá gæti hitametið í Dauðadalnum - og þar með á Jörðinni - jafnvel fallið líka.
Sjónvarpsfrétt
Óvænt hitabylgja í Norður-Noregi
Veðrið hefur leikið við Norðmenn undanfarna daga. Þar hefur verið hitabylgja og hitinn hæst farið í þrjátíu og fjórar gráður. 
08.07.2021 - 21:50
Erlent · Noregur · veður · hitabylgja · Evrópa
Heitasti júní í sögu Norður-Ameríku
Síðasti mánuður var sá heitasti í sögu Norður-Ameríku. Þá var júní næstheitasti mánuður í Evrópu frá því að mælingar hófust en fjórði heitasti á heimsvísu. Þetta eru niðurstöður loftslagsstofnunar Evrópusambandsins, Copernicus.
07.07.2021 - 15:50
Á annað hundrað hitamet í Kanada
Yfir hundrað hitamet hafa fallið í hitabylgjunni í vesturhluta Kanada síðustu sólarhringa. Bylgjan færist austur á bóginn. Á annað hundrað dauðsföll eru rakin til hennar. Sérfræðingar segja landsmenn mega búast við svipuðu ástandi næstu ár vegna loftslagsbreytinga.
30.06.2021 - 17:06
34 hafa látist í hitabylgju í Vancouver
Talið er að þrjátíu og fjórir hafi látist í mikilli hitabylgju í borginni Vancouver og nágrenni í Kanada síðustu daga. Lögregluyfirvöld greindu frá þessu í kvöld. Hættulega hár hiti hefur verið í vestanverðu Kanada og Bandaríkjunum síðan um helgina.
29.06.2021 - 21:02
„Hættuleg og söguleg“ hitabylgja í Norður-Ameríku
Hitabylgja gengur nú yfir vesturhéruð Bandaríkjanna og Kanada, alveg frá Oregon og langt norður eftir Kyrrahafsströnd Kanada. Bandaríska veðurstofan hefur sent frá sér hitaviðvörun fyrir Oregon og Washingtonríki og hluta Kaliforníu og Idaho að auki. Í Bresku Kólumbíu í Kanada féllu hitametin í tugatali. Þar fór hitinn hæst í 43,2 gráður í gær. laugardag, og miðað við spár má allt eins reikna með því að fleiri met falli í dag og fram eftir vikunni.
27.06.2021 - 23:22
Ógurleg hitabylgja bakar Queensland næstu daga
Sydneybúar og grannar þeirra fá stutt frí frá hitabylgjunni sem herjað hefur á Nýju Suður-Wales síðustu daga en hitinn verður þeim mun meiri hjá grönnum þeirra í Queensland, og reyndar í vestanverðu Nýja Suður-Wales líka. Methita er spáð víða í Queensland í dag og næstu daga.
30.11.2020 - 05:54
Tvö hitamet í Sydney og viðbúnaður vegna gróðurelda
Hitamet voru slegin í Sydney í Ástralíu í nótt sem leið og aftur í dag. Nokkuð er um gróðurelda í útjaðri borgarinnar og hefur slökkvilið í nógu að snúast.
29.11.2020 - 06:27
Hitamet í Dauðadalnum í Kalíforníu
Aldrei hefur mælst hærri lofthiti á jörðinni en þær 54,4 gráður sem hitamælar þjóðgarðsins í Dauðadal í Kalíforníu greindu í gær, sunnudag. Mjög hátt hitastig í langan tíma getur valdið hættu fyrir mannfólk og umhverfi.
17.08.2020 - 15:55
Hitabylgja í Evrópu um helgina
Hitabylgja gengur yfir vesturhluta evrópska meginlandsins um helgina. Að líkindum verður heitast á Spáni, þar sem hiti mun jafnvel fara yfir 40 gráður á stöku stað. Yfirvöld í Frakklandi hafa gefið út viðvörun vegna hitabylgjunnar og hvetja eldra fólk og aðra viðkvæma hópa til að halda sig inni og kveikja á loftkælingunni. Þýsk og Belgísk yfirvöld vara líka við yfirvofandi hitabylgju á stórum svæðum.
08.08.2020 - 07:28
Erlent · Evrópa · Veður · hitabylgja · Frakkland · Spánn · Ítalía · Þýskaland · Belgía
Hiti mældist 38 gráður við heimskautsbaug
Hiti mældist 38 gráður á celsíus í bænum Verkhojansk í Síberíu á laugardag. Ef Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfestir þessa mælingu er um að ræða hæsta hita sem mælst hefur innan heimskautsbaugs. Hitabylgja gengur nú yfir Síberíu.
23.06.2020 - 18:12
Naut verða ófrjó og blómleg sveit að helvíti á Jörð
Miklir og langvarandi hitar í Nýju Suður Wales eru farnir að valda ófrjósemi og náttúruleysi í búsmala og neyða fjölda bænda til að bregða búi. Hver hitabylgjan af annarri hefur riðið yfir Ástralíu að undanförnu og ein slík gerir Áströlum lífið leitt einmitt þessa dagana. Og hitinn leggst ekki aðeins þungt á mannfólkið, heldur plagar hann líka skepnurnar, stórar sem smáar.
29.12.2019 - 05:39
Hitamet gæti fallið í vikulangri hitabylgju í Ástralíu
Hitabylgja geisar í vestanverðri Ástralíu og veðurfræðingar spá enn meiri hita eftir því sem hún færist austar og inn í land. Gangi spár eftir gæti hitamet álfunnar fallið um miðja næstu viku. Um helgina er spáð yfir 40 gráðu hita í Perth og víðar í Vestur-Ástralíu og eftir helgina er útlit fyrir yfir 40 stiga hita um alla álfuna að austurströndinni undanskilinni.
14.12.2019 - 04:39
Júlí heitasti mánuður frá upphafi mælinga
Nýliðinn júlí er heitasti mánuður á heimsvísu síðan mælingar hófust. Fyrra met var frá árinu 2016 en það ár var meðalhitinn í júlí 0,84°C hærri en meðaltalshiti í mánuðinum á árunum 1950 til 1980. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið en líklegt þykir að árið 2019 verði eitt það heitasta síðan mælingar hófust.
05.08.2019 - 15:34