Færslur: hitabylgja

Ógurleg hitabylgja bakar Queensland næstu daga
Sydneybúar og grannar þeirra fá stutt frí frá hitabylgjunni sem herjað hefur á Nýju Suður-Wales síðustu daga en hitinn verður þeim mun meiri hjá grönnum þeirra í Queensland, og reyndar í vestanverðu Nýja Suður-Wales líka. Methita er spáð víða í Queensland í dag og næstu daga.
30.11.2020 - 05:54
Tvö hitamet í Sydney og viðbúnaður vegna gróðurelda
Hitamet voru slegin í Sydney í Ástralíu í nótt sem leið og aftur í dag. Nokkuð er um gróðurelda í útjaðri borgarinnar og hefur slökkvilið í nógu að snúast.
29.11.2020 - 06:27
Hitamet í Dauðadalnum í Kalíforníu
Aldrei hefur mælst hærri lofthiti á jörðinni en þær 54,4 gráður sem hitamælar þjóðgarðsins í Dauðadal í Kalíforníu greindu í gær, sunnudag. Mjög hátt hitastig í langan tíma getur valdið hættu fyrir mannfólk og umhverfi.
17.08.2020 - 15:55
Hitabylgja í Evrópu um helgina
Hitabylgja gengur yfir vesturhluta evrópska meginlandsins um helgina. Að líkindum verður heitast á Spáni, þar sem hiti mun jafnvel fara yfir 40 gráður á stöku stað. Yfirvöld í Frakklandi hafa gefið út viðvörun vegna hitabylgjunnar og hvetja eldra fólk og aðra viðkvæma hópa til að halda sig inni og kveikja á loftkælingunni. Þýsk og Belgísk yfirvöld vara líka við yfirvofandi hitabylgju á stórum svæðum.
08.08.2020 - 07:28
Erlent · Evrópa · Veður · hitabylgja · Frakkland · Spánn · Ítalía · Þýskaland · Belgía
Hiti mældist 38 gráður við heimskautsbaug
Hiti mældist 38 gráður á celsíus í bænum Verkhojansk í Síberíu á laugardag. Ef Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfestir þessa mælingu er um að ræða hæsta hita sem mælst hefur innan heimskautsbaugs. Hitabylgja gengur nú yfir Síberíu.
23.06.2020 - 18:12
Naut verða ófrjó og blómleg sveit að helvíti á Jörð
Miklir og langvarandi hitar í Nýju Suður Wales eru farnir að valda ófrjósemi og náttúruleysi í búsmala og neyða fjölda bænda til að bregða búi. Hver hitabylgjan af annarri hefur riðið yfir Ástralíu að undanförnu og ein slík gerir Áströlum lífið leitt einmitt þessa dagana. Og hitinn leggst ekki aðeins þungt á mannfólkið, heldur plagar hann líka skepnurnar, stórar sem smáar.
29.12.2019 - 05:39
Hitamet gæti fallið í vikulangri hitabylgju í Ástralíu
Hitabylgja geisar í vestanverðri Ástralíu og veðurfræðingar spá enn meiri hita eftir því sem hún færist austar og inn í land. Gangi spár eftir gæti hitamet álfunnar fallið um miðja næstu viku. Um helgina er spáð yfir 40 gráðu hita í Perth og víðar í Vestur-Ástralíu og eftir helgina er útlit fyrir yfir 40 stiga hita um alla álfuna að austurströndinni undanskilinni.
14.12.2019 - 04:39
Júlí heitasti mánuður frá upphafi mælinga
Nýliðinn júlí er heitasti mánuður á heimsvísu síðan mælingar hófust. Fyrra met var frá árinu 2016 en það ár var meðalhitinn í júlí 0,84°C hærri en meðaltalshiti í mánuðinum á árunum 1950 til 1980. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið en líklegt þykir að árið 2019 verði eitt það heitasta síðan mælingar hófust.
05.08.2019 - 15:34
Vatnið í Potomac-ánni álíka heitt og baðvatn
Vatnið í Potomac-ánni, sem rennur í gegnum Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur aldrei mælst jafn heitt og um liðna helgi. Það var 34 gráður, rétt undir kjörhitastigi baðvatns.
24.07.2019 - 07:44
Myndskeið
Minnst sex látnir í hitabylgju í Bandaríkjunum
Minnst sex hafa látist af völdum hitabylgju sem gengur yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa hundruð slökkviliðsmanna í Portúgal barist við skógarelda. Nokkrir slösuðust í eldunum, þar af einn alvarlega. 
21.07.2019 - 20:03
Myndskeið
Allt að 45 gráður í Frakklandi
Hitabylgjan, sem nú gengur yfir Evrópu, er síst í rénum og útlit fyrir að hitamet verði slegin víða um álfuna síðar í vikunni. Stjórnvöld reyna að undirbúa menn og málleysingja sem best fyrir hitann.
25.06.2019 - 19:42