Færslur: Hitabeltisstormur

Tunglskoti frestað þriðja sinni - nú vegna veðurs
Geimferðastofnun Bandaríkjanna ákvað í dag að fresta jómfrúrferð Artemis áætlunarinnar vegna hitabeltisstorms á Karíbahafi sem hætta er á að verði sterkur fellibylur.
Veður gæti sett strik í reikning jómfrúrferðar Artemis
Einn einu sinni lítur út fyrir að fresta þurfi jómfrúrferð Artemis áætlunar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna umhverfis Tunglið. Til stendur að skjóta eldflaug með ómannað far á loft næstkomandi fimmtudag en hitabeltisstormur á Karíbahafi gæti sett strik í reikninginn.
Úrhelli lægði gróðurelda í Kaliforníu
Slökkviðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum tókst í gær að draga mjög úr umfangsmiklum gróðureldum sem logað hafa nærri Los Angeles síðan á mánudag. Það má einnig þakka hitabeltisstormi sem gekk yfir með úrhelli og svalara lofti.
11.09.2022 - 03:30
Yfir 170 hafa fundist látin eftir storm á Filippseyjum
Lík 172 karla, kvenna og barna hafa fundist í rústum og ruðningum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja eftir öflugasta hitabeltisstorm sem gengið hefur yfir eyjarnar það sem af er þessu ári, og yfir 100 er enn saknað. Yfirvöld á Filippseyjum greindu frá þessu í morgun.
17.04.2022 - 07:26
Nær 400 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Nær 400 manns hafa fundist látin eftir hamfarirnar í KwaZulu-Natal héraði í austanverðri Suður Afríku á dögunum. Fjölmennt leitarlið lögreglu, hermanna og sjálfboðaliða hefur stækkað leitarsvæðið til muna þar sem tuga er enn saknað. Feiknarlegt vatnsveður, það úrkomumesta í Suður-Afríku í 60 ár, dundi á héraðinu í byrjun vikunnar og olli mannskæðum flóðum og skriðum í og umhverfis borgina Durban.
16.04.2022 - 05:40
Minnst 80 fórust í flóðum og skriðum á Filippseyjum
80 lík hafa fundist í húsarústum og aurflaumum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja, þar sem hitabeltisstormurinn Megi fór hamförum á sunnudag og mánudag. Megi er öflugasti stormurinn sem skollið hefur á Filippseyjum það sem af er ári og honum fylgdi ógurlegt vatnsveður, sem orsakaði hvort tveggja flóð og aurskriður þar sem hann fór yfir.
14.04.2022 - 02:36
58 hafa fundist látin eftir hamfarastorm á Filippseyjum
58 hafa fundist látin eftir mikil flóð og aurskriður á Filippseyjum síðustu daga, samkvæmt upplýsingum yfirvalda á eyjunum. Björgunarlið er enn að störfum í þeim þorpum sem verst urðu úti í hamförunum og leitar í húsarústum og aurflæmum. Björgunar- og tækjabúnaður er af skornum skammti á hamfarasvæðunum svo leitarmenn neyðast víða til að grafa hin látnu upp úr eðjunni með berum höndum.
13.04.2022 - 03:32
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Tugir létust í óveðri í Afríku
Hitabeltislægðin Ana hefur orðið tugum að bana og valdið miklu tjóni á eignum í löndum í sunnanverðri Afríku. Nokkur héruð hafa verið lýst hamfarasvæði.
27.01.2022 - 16:06
Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48
Bandaríkin
Hundruð þúsunda án rafmagns á austurströndinni
Hundruð þúsunda eru án rafmagns á austurströnd Bandaríkjanna eftir að hitabeltisstormurinn Henrý gekk á land í dag. Henrý var fyrst skilgreindur sem fellibylur, en dregið hafði úr krafti hans áður en hann náði ströndum.
22.08.2021 - 22:18