Færslur: Hitabeltisstormur

Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48
Bandaríkin
Hundruð þúsunda án rafmagns á austurströndinni
Hundruð þúsunda eru án rafmagns á austurströnd Bandaríkjanna eftir að hitabeltisstormurinn Henrý gekk á land í dag. Henrý var fyrst skilgreindur sem fellibylur, en dregið hafði úr krafti hans áður en hann náði ströndum.
22.08.2021 - 22:18