Færslur: Hiphop

Lestin
Birnir lætur gneista í tæpum glæðum
„Birnir kom mér á óvart og Bushido tekst að láta gneista í íslenskum rappglæðum sem ég hélt að væru alkulnaðar,“ segir Davíð Roach Gunnarsson um nýjustu plötu rapparans.
13.11.2021 - 09:00
Tengivagninn
Mikil gerjun í höfuðborg rappsins
Popstar Benny er umsvifamikill í rappsenu Atlanta. Hann segir að hljómur tónlistarinnar litist af undiröldu hættu og ofbeldis í borginni. Þó geti hún einnig verið glaðvær og björt.
13.08.2021 - 12:42
Barist um höfundarrétt á DNA-prófi Lizzo
Bresk söngkona, Mina Lioness, verður titluð einn af lagahöfundum lagsins Truth Hurts með Lizzo. Þetta er niðurstaðan eftir að í ljós kom að tíst frá söngkonunni veitti Lizzo innblástur við gerð lagsins.
24.10.2019 - 10:48
Út á róló
Lög sem stuðla að góðri stemmingu
Rapparinn 24/7 gaf á miðnætti út sína fyrstu plötu, FM 24/7. Hann segir plötuna ekki endilega fjalla um neitt heldur sé hann meira að reyna að gera lög sem stuðli að góðri stemmingu.
27.09.2019 - 10:12
Viðtal
„Djamm er ekki bara djamm“
Plötusnúðar hafa átt stóran þátt í að móta tónlistarlandslag samtímans og skapa tónlistarstefnur eins og reggí, diskó, teknó og hiphop. Þetta kemur fram í Snúðarnir sem breyttu heiminum, nýrri þáttaröð á Rás 2 um sögu skífuþeytinga.
05.09.2019 - 11:14
Missy Elliott með endurkomu á VMA hátíðinni
Fyrir helgi kom tónlistarkonan Missy Elliott aðdáendum sínum á óvart þegar hún gaf út fimm laga EP plötu. Í gærkvöldi kom hún fram á tónlistarverðlauna hátíðinni VMA sem fram fór í Newark í Bandaríkjunum.
27.08.2019 - 10:39
Viðtal
Leiddi aldrei hugann að rappferli
Rapparinn Hafþór Sindri, einnig þekktur sem 24/7, gaf á föstudag út lagið Pening strax, af væntanlegri plötu sinni FM 24/7.
26.08.2019 - 10:40
 · RÚV núll · rúv núll efni · rapp · Hiphop
Langþráð plata frá Missy Elliott
Rappettan Missy Elliott kom aðdáendum sínum á óvart á miðnætti í gær þegar hún gaf út fimm laga EP plötuna Iconology og leyfði einu tónlistarmyndbandi að fylgja.
23.08.2019 - 11:47
Billie og Lil Nas berjast um Billboard-listann
Eftir nítján vikur á topp 100 lista Billboard hefur rapparinn Lil Nas X og kántríhipphopp-lag hans, „Old Town Road,“ þurft að lúta í lægra haldi fyrir lagi söngkonunnar Billie Eilish, „Bad Guy.“
20.08.2019 - 13:53
Hetjan úr hverfinu lent
Herra Hnetusmjör gaf út sína þriðju plötu á miðnætti en hún ber nafnið Hetjan úr hverfinu.
26.10.2018 - 09:42
Strákar mega alveg sýna meiri tilfinningar
Á miðnætti kom út lagið Hey já en það er fyrsta lagið sem Fannar Guðni gefur út.
25.10.2018 - 11:05
GKR í útrás
Rapparinn GKR, Gaukur Grétuson, og pródúserinn Starri mættu í Rabbabara í gær og fóru yfir mixteipið Útrás sem GKR gaf út síðastliðinn föstudag.
17.10.2018 - 16:23
 · RÚV núll · rúv núll efni · GKR · rapp · Hiphop
Var stressandi fyrst
Tónlistarmaðurinn Haki gaf út sitt annað lag, Vinna vel, nú síðasta föstudag. Haki er tiltöluleg nýr í bransanum og er aðeins 16 ára gamall.
16.10.2018 - 16:14
 · RÚV núll · rúv núll efni · Hiphop · rapp · Haki
Langar að gera eitthvað nýtt
Rapptvíeykið JóiPé og Króli spjalla við Atla Má Steinarsson um framtíðina og löngunina til að gera eitthvað nýtt í sjöunda þætti Rabbabara.
22.08.2018 - 11:07
Aðdáendur Drake í kröppum dansi
Aðdáendur kanadíska gullbarkans Drake hafa margir hverjir lent í vandræðum upp á síðkastið en ný tískubylgja undir heitinu Kiki-áskorunin hefur náð flugi á síðustu vikum. Gengur áskorunin út á að bílstjóri stekkur út úr bíl á ferð og fær sér snúning við nýjasta smell Drake á meðan bíllinn keyrir stjórnlaus áfram. Alvarleg slys hafa orðið vegna uppátækisins.
31.07.2018 - 15:02
Kunni ekkert að rappa
Fjórði þáttur af Rabbabara er nú kominn á vefinn og að þessu sinni fer Atli Már Steinarsson í heimsókn til Joey Christ.
24.07.2018 - 13:37
Myndskeið
Krabba Mane situr á heilli plötu
Rapparinn og taktsmiðurinn Krabba Mane er 21 árs gamall Reykvíkingur sem hefur verið að búa til tónlist og taka upp undanfarið eitt og hálft ár. „Það liggur við að maður sé kominn með heila plötu sem maður situr á,“ segir Krabba Mane, sem var gestur Rabbabara á Rás 2.
09.03.2018 - 12:57
Gullaldartregi eða brummandi bassi?
Þórður Ingi Jónsson ræðir við Sigtrygg Egilsson um muninn á rappi nútímans og því sem sumir kalla „gullöld“ rappsins – frá seinni hluta 9. áratugarins fram á miðjan 10.
21.12.2017 - 15:33
„Fólk er með fordóma fyrir auto-tune“
Vélræni hljómurinn auto-tune á sér sérkennilega sögu. Lengi vel var setið á leyndarmálinu á bak við hljóminn. Síðar sprakk hann út í vinsældum og þótti hallærislegur og annars flokks. Hljómurinn fékk uppreisn æru eftir að framúrstefnulegt tónlistarfólk hóf að nota hann. Áhrif hans hafa skilað sér til Íslands í blóma rappsenunnar. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir skoðaði málið nánar.
08.11.2017 - 17:00
Myndskeið
„Það eru allir að falla fyrir þessum strákum“
„Það er ekki bara hipphoppliðið sem er að falla fyrir þessum strákum, það eru allir að falla fyrir þeim. Það eru allir að flippa,“ segir Árni Matthíasson tónlistarrýnir um Jóa Pé og Króla, stærstu nýstirni íslenskrar tónlistarsenu.
28.09.2017 - 10:22
Uppgjör á nýjustu breiðskífunni
„4:44 er uppgjör hans, bæði við sjálfan sig, fjölskylduna og annað“ segir Róbert Aron Magnússon um nýjustu breiðskífu Jay-Z.
15.09.2017 - 13:09
Menningarefni · Tónlist · Popptónlist · Jay-Z · Robbi Kronik · 4:44 · Beyoncé · Hiphop · rapp
Hóstasaft og hægir taktar – hiphopsena Houston
Þórður Ingi Jónsson fjallar um hiphop-senu Houston borgar og hvernig stefna undir miklum áhrifum kódínsblandaðrar hóstasaftar átti eftir að hafa feikileg áhrif á þá rapptónlist sem vinsælust er í dag.
13.09.2017 - 15:09
Pistlar · Menningarefni · Tónlist · rapp · Hiphop · DJ Screw
Rappar sig undan oki Dana
„Í Danmörku líður mér eins og ég sé einskis virði. Við erum hálfgerð nýlenda, danska staðalímyndin af Grænlendingi er alkóhólisti. Þeir halda að við séum með sleðahunda og búum í snjóhúsum,“ segir Josef Tarrak Petrussen rappari, sem fjallar um valdbeitingu Dana gagnvart Grænlendingum í textum sínum.
13.09.2017 - 14:11
Bjargar rappið íslenskunni?
Stundum heyrist það viðhorf að íslenskt rapp sé óskiljanlegt, framburður orða afkáralegur og mál- og hljóðfræðireglur allar virtar að vettugi. Raunin er hins vegar sú að rappið er mögulega bjargvættur íslenskrar tungu.
10.09.2017 - 08:31
„Alltaf gott að hafa einhver áhrif“
„Í raun snýst rapp um að tala um lífið,“ segir rapparinn Countess Malaise en hún tjáir sig meðal annars um einelti, nauðgun, ofbeldi og fleira sem einhverjum kann að þykja óþægilegt að tala um.
31.08.2017 - 17:51