Færslur: hip hop

Fyrsti rapparinn sem metinn er á yfir milljarð
Rapparinn Jay-Z er fyrsti hip-hop tónlistarmaðurinn til þess að vera metinn á yfir einn milljarð Bandaríkjadala. Hann er í raun einn af örfáum skemmtikröftum í heiminum sem hefur rofið milljarðamúrinn.
04.06.2019 - 15:48
Allt sundrast en Ræturnar standa eftir
Þann 23. febrúar voru tuttugu ár frá útgáfu plötunnar Things Fall Apart, krúnudjásninu í viðamiklu höfundarverki rappsveitarinnar The Roots, og hún ber aldurinn vel.
23.02.2019 - 11:00
Pistill
Bannað að „drilla“ án leyfis lögreglu
Það nýjasta í bresku rappi er hið svokallaða UK drill. Yfirvöld þar í landi eru þó ekki par hrifin af þessari tónlist og segja hana hvetja til ofbeldis. Fordæmi eru fyrir því að drill-tónlistarfólki sé bannað að gera tónlist án leyfis lögreglu. Þórður Ingi Jónsson fór yfir málið í Lestinni á Rás 1.
04.12.2018 - 16:44
Venjulegur dagur, demantar og gardínur
Nýjasta plata Cyber, BIZNESS, kom út fyrir helgi. Salka og Jóhanna, 2/3 af hljómsveitinni, ræddu hugmyndina, lögin og demanta og gardínufyrirtækið sem að varð til á plötunni.
14.11.2018 - 16:52
 · RÚV núll · rúv núll efni · Cyber · rapp · hip hop
Rappútgefandi í 28 ára fangelsi
Bandrískur plötuútgefandi, Marion „Suge“ Knight að nafni, fær 28 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið manni að bana fyrir þremur árum. Til stóð að réttarhöld yfir honum hæfust innan nokkurra daga. Þar sem játning liggur fyrir verða þau óþörf og útgefandinn á ekki lengur á hættu að verða dæmdur í ævilangt fangelsi.
21.09.2018 - 08:26
Andkapitalískt hiphop-töfraraunsæi
„Er þetta yfirgengilegasta and-kapítalíska mynd allra tíma?“ var spurt í grein breska dagblaðsins The Guardian í síðasta mánuði en umfjöllunarefnið var kvikmyndin Sorry to bother you, ný hápólitísk absúrdgamanmynd eftir tónlistarmanninn, aktívistann og nú kvikmyndagerðarmanninn Boots Riley.
RÚVnúll
Alltaf verið feiminn og lítill í sér
Í áttunda og síðasta þætti Rabbabara spjallar Atli Már Steinarsson við Flona, sem fór úr því að vera lítill og feiminn strákur sem lék sér úti í garði yfir í það að vera einn stærsti rappari landsins.
28.08.2018 - 14:37
Afmæli rappsins fagnað
Þann 11. ágúst var stórafmæli rappsins fagnað víða um heim en þá voru 45 ár liðin frá fyrsta rappteitinu, sem haldið var af plötusnúðinum Kool Herc.
21.08.2018 - 10:23
Skírð eftir MAC-varalit
Í sjötta þætti Rabbabara snúum við okkur aftur að röppurum. Atli Már Steinarsson hittir tvær af þremur í hljómsveitinni Cyber: Sölku og Þuru.
15.08.2018 - 13:13
RÚV núll
Byrjaði allt á marmaranum í Verzló
Við höldum áfram að kynnast mönnunum á bak við tónlistina og í fimmta þætti Rabbabara hittir Atli Már Steinarsson pródúserinn Arnar Inga sem er betur þekktur sem Young Nazareth. Upphaf ferilsins má rekja til viðburðarríks hádegishlés í Verzlunarskóla Íslands.
07.08.2018 - 13:01
Gagnrýni
Mjúkt og poppað rapp
Eini strákur er fyrsta plata rapparans Hugins. Sótt er í ýmsa brunna en poppgljái er einkennandi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn, sem er plata vikunnar á Rás 2.
RÚV núll
„Þetta er það sem ég dýrka að gera“
Í öðrum þætti af Rabbabara fylgir Atli Már Steinarsson rapp-prinsinum Aroni Can eftir, ræðir við hann um frægðina, upptökuferlið og siðapostula á samfélagsmiðlum.
10.07.2018 - 14:49
Pistill
Skeytingarleysi og sjálfhverfa – pönk rappsins
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands var efnt til ráðstefnu um rapp og hip hop í Veröld - húsi Vigdísar. Þar var fjallað um rapp sem listform og danskir og íslenskir listamenn munu koma fram. Af því tilefni spyr Jóhannes Ólafsson: hvað eru íslenskir rapparar að segja?
19.06.2018 - 13:10
Youtube fjarlægir drill-myndbönd
Youtube streymisveitan hefur fjarlægt hátt í 30 tónlistarmyndbönd frá fólki sem starfar í drill-tónlist. Talsmaður lögreglunnar í London segir að glæpagengi þar í landi noti myndböndin sem miðil til að hóta andstæðingum sínum.
29.05.2018 - 09:59
Myndskeið
„Þetta er ekki þessi vondi plötusamningur“
Herra Hnetusmjör er ein skærasta stjarnan í íslenskri rappsenu en hann skrifaði nýlega undir dreifingarsamning við Sony. Hann var gestur Atla Más í Stúdíói 12 þar sem hann tók óútgefna lagið „Tala soldið“ og „Vinna“ af sinni nýjustu plötu.
27.02.2018 - 14:25
Myndskeið
„Síðasta barnið þitt er yfirleitt fallegast“
Alvia Islandia kom eins og stormsveipur inn í íslensku hip hop senuna árið 2016 með sinni fyrstu plötu og fylgdi henni á eftir með annarri á síðasta ári. Þriðja og síðasta platan í þessari seríu, sem Alvia líkir við Matrix þríleikinn, er væntanleg á þessu ári.
20.01.2018 - 16:30
Puff Daddy heitir núna Brother Love
Rapparinn og viðskiptamógúllinn Sean Combs hefur breytt nafninu sínu í Brother Love, eða Love. Þetta er fimmta opinbera breytingin sem hann gerir á nafni sínu frá upphafi ferilsins.
07.11.2017 - 15:37
„Við erum náttúrubörn borgarinnar“
Sumir segja að rapparinn Elli Grill, sem er meðal annars einn stofnenda hljómsveitarinnar Shades of Reykjavík, sé klikkaði vísindamaðurinn sem þekkir flestalla alla króka og kima í Reykjavík, sem og Memphis-borg í Tennessee-ríki Bandaríkjanna.
21.06.2017 - 11:34
Gagnrýni
Bræður tveir í hefndarhug
Hefnið okkar er þriðja plata Úlfs Úlfs og kemur í kjölfar hinnar vinsælu Tvær plánetur. Hefnið okkar er um margt straumlínulagaðra og dekkra verk og þeir félagar, Arnar og Helgi, deila hljóðnemanum bróðurlega á milli sín. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Hvenær deyr tónlistarstefna?
Rokkið er dautt, pönkið er dautt, poppið er dautt, indie-rokkið er dautt. Tónlistarstefnur virðast deyja hvað eftir annað.
17.05.2017 - 16:50
Menningarefni · Tónlist · rokk · pönk · hip hop · Popp
Gagnrýni
Aron fer upp á við en angistin læsir klónum
Platan Ínótt er önnur plata Aron Can á tveimur árum og tikkar í flestöll þau box sem hin „erfiða“ plata númer tvö á að gera. Utan að tónlistarlega er hún einkar farsæl. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
05.05.2017 - 09:33
Viðtal
Úlfur Úlfur er „grínið og myrkrið“
Rappdúettinn Úlfur Úlfur vaknaði skyndilega úr nokkuð löngum dvala í vikunni og gaf óvænt út þrjú myndbönd og svo breiðskífuna Hefnið okkar.
29.04.2017 - 12:50
Gulltennurnar ákveðið stöðutákn
Gullhúðaðar tennur má rekja langt aftur í tímann, allt til Forn-Egypta. Gulltennurnar hafa verið og eru sums staðar enn taldar tákn auðæfa, ákveðið stöðutákn, tákn ríkidæmis. „Grillz“ er tannskart sem hefur verið vinsælt tískufyrirbæri innan hip-hop senunnar á síðustu áratugum. Hlynur Snær Andrason smíðar nú grillz fyrir Íslendinga.
26.04.2017 - 16:25
Tuttugu ár frá útgáfu Baduizm
Nýja sálartónlistarstefnan hafði mikil áhrif fyrir tuttugu árum og gerir enn í dag. Um þessar mundir eru tuttugu ár frá útgáfu fyrstu breiðskífu tónlistarkonunnar Erykah Badu, Baduizm.
17.02.2017 - 15:44
Kenna Kanye West í Washington-háskóla
Jeffrey McCune, prófessor við Washington-háskóla, telur tíma til kominn að meta mikilvægi Kanye West í menningu okkar, en hann kennir nú námskeið um tónlistarmanninn í háskólanum.
08.02.2017 - 17:30