Færslur: Hinseginleikinn

Vissi að hann væri ekki alveg eins og hinir
Sögur hinsegin fólks af því að koma út úr skápnum eru eins misjafnar og þær eru margar, og leiðin út er ekki alltaf greið. Í þessum þætti af Hinseginleikanum ræðir Ingileif við Felix Bergsson og fær að heyra hans sögu af því að koma út eftir að hafa lengi vel reynt að lifa í hinu gagnkynhneigða normi.
07.08.2019 - 11:28
Bjóst við fáum í fyrstu gleðigönguna
Hinseginleikinn er víða og á næstu vikum mun Ingileif kafa ofan í hinar ýmsu hliðar hans og tala við áhugavert fólk í nýjum hlaðvarpsþætti hjá RÚV núll. Hinsegindagar hér á landi hafa vaxið og dafnað í gegnum árin og eru orðnir órjúfanlegur hluti okkar menningar. Í fyrsta þætti Hinseginleikans ræðir Ingileif við Pál Óskar Hjálmtýrsson.
30.07.2019 - 13:23
Hversdagslegar sögur af hinsegin fólki
Útvarpsþátturinn Grár köttur og Instagram rásin Hinseginleikinn munu á morgun, þriðjudag, slá saman í þátt sem verður tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Studio Rakel Tomas á Laugarvegi 27. Í þættinum verða sagðar hinsegin sögur af hinsegin fólki, sögur af þegar fólk kom út úr skápnum og umræða um kynrænt sjálfræði svo eitthvað sé nefnt.
20.05.2019 - 14:38
Myndskeið
Fær nýja nafnið ekki viðurkennt í skólanum
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú aðgengilegur á vef RÚV. Að þessu sinni fjallar þátturinn um trans fólk.
15.03.2018 - 17:53
Nýir þættir um hinsegin fólk hefja göngu sína
Ný þáttaröð um ungt hinsegin fólk er frumsýnd í dag á vef RÚV. Í þessum fyrsta þætti af sex, er fjallað um samkynhneigð og staðalmyndir.
08.03.2018 - 20:00