Færslur: Hinsegin

Myndskeið
„Ég var svo reið að ég þurfti að halda mér!“
„Við erum komin svo stórkostlega langt,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir en 20 ár eru liðin síðan fyrsta Gleðigangan var haldin.
17.08.2019 - 10:34
Geta skipt um nafn um leið og lögin taka gildi
Eftir að lög um kynrænt sjálfræði taka gildi tekur nafnabreyting hjá Þjóðskrá einungis þrjá til fimm virka daga. Þá getur hver sem er, óháð kyni, tekið sér hvaða nafn sem er á skrá. 
26.06.2019 - 13:52
Taylor Swift lætur fordómafullt fólk heyra það
Nýjasta lag söngkonunar Taylor Swift, „You Need To Calm Down“, er ákall um jafnrétti og skilning og hvetur til aðgerða í málefnum hinsegin fólks í Bandaríkjunum.
18.06.2019 - 14:45
Kvöld fyrir hinsegin konur og kynsegin fólk
„Það er mikilvægt að öllum hinsegin konum, hvernig sem þær skilgreini sig, líði eins og þær séu velkomnar. Því við viljum að allir undirhópar sem eru komnir, að þeir séu að koma saman og kynnast þeirra á milli líka,“ segir Ástrós Erla, einn af skipuleggjendum Hinsegin Ladies Night.
11.06.2019 - 16:32
Fimmti unglingurinn handtekinn vegna árásar
16 ára drengur var handtekinn í Lundúnum í dag í tengslum við árás á samkynhneigðar konur í strætisvagni í borginni í síðasta mánuði. Hann er fimmti unglingurinn sem er handtekinn vegna málsins.
08.06.2019 - 23:26
Lamdar fyrir að neita að kyssast í strætó
Fjórir unglingsdrengir, á aldrinum 15 til 18 ára, voru handteknir í Lundúnum í gær fyrir að ráðast á samkynhneigt par á þrítugsaldri í strætisvagni í borginni. Konurnar urðu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir árásina, sem var gerð aðfaranótt fimmtudagsins 30. maí.
08.06.2019 - 04:43
Gleðiganga í Istanbúl þrátt fyrir bann
Baráttufólk fyrir málefnum hinsegin fólks í Istanbúl í Tyrklandi lét bann borgaryfirvalda ekki koma í veg fyrir gleðigöngu og fór hún fram í dag. Talið er að um þúsund manns hafi tekið þátt í henni en göngunni lauk þegar lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum.
01.07.2018 - 18:54
Mikilvæg heimild fyrir hinsegin sögu og fræði
Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar nú upp dagbók Ólafs Davíðssonar í heild sinni. Hún var fyrst gefin út árið 1955 undir heitinu „Ég læt allt fjúka.“ Nema hvað, sú útgáfa gefur lesanda aðeins brotabrot af raunverulegum hugarheimi Ólafs. Kaflar er lúta að kynhneigð hans voru nefnilega látnir fjúka út úr bókinni áður en hún var gefin út.
Ankara, Tyrklandi
Menningarviðburðir hinsegin fólks bannaðir
Borgaryfirvöld í Ankara lögðu á laugardag blátt bann við öllum hinsegin menningarviðburðum í höfuðborginni um óákveðinn tíma. Yfirlýst markmið bannsins er að viðhalda allsherjarreglu og koma í veg fyrir ofbeldisverk. Allsherjarbannið var tilkynnt í framhaldi af lokun þýskrar hinsegin-kvikmyndahátíðar í borginni á fimmtudag. Sú hátíð var stöðvuð með þeim rökum að hún gæti ýtt undir hatursglæpi og jafnvel orðið skotmark hryðjuverkamanna.
20.11.2017 - 02:13
„Fagna þeim sem brjóta þessar kynjareglur“
„Sýningin er bæði krítík á þessi norm og reglur sem við setjum upp varðandi kyn og kyntjáningu,“ segir Alda Villiljós um sýningu sína Kynusla í Gallerí 78.
22.09.2017 - 15:42
„Þeir klæddust kynþokkafyllstu búningunum“
Ævisöguleg kvikmynd um listamanninn Touko Laaksonen, sem gekk undir dulnefninu Tom of Finland, verður sýnd á RIFF – alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.
08.09.2017 - 15:33
Hinsegin saga út úr skápnum
Fyrsta fræðiritið um sögu hinsegin fólks á Íslandi er að koma út: Svo veistu að þú varst ekki hér. Bókin hefur að geyma ritrýndar greinar um ýmislegt sem tengist sögu hinsegin fólks á Íslandi. Ritstjórar eru Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir. Auk þeirra hafa þau Þorsteinn Vilhjálmsson, Þorvaldur Kristinsson og Kristín Svava Tómasdóttir ritað greinar sem birtar eru í bókinni, sem Sögufélag gefur út.
10.08.2017 - 11:02
„Hinseginleiki af fullum krafti“
Fjöllistakonan Skaði Þórðardóttir gaf út fyrstu stuttskífu sína í síðustu viku. Á Stuttskífunni eru fjögur lög og nefnist hún Dimmar hvatir. Dansinn er í fyrirrúmi hjá Skaða, kjólar, nælonsokkabuxur, kynþokki, fljótandi kynvitund, glam-elektró og glimmer elektrópunk.
30.05.2017 - 11:00
  •