Færslur: Hinsegin fólk

Telja skáp hinsegin fólks tilheyra fortíðinni
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú aðgengilegur á vef RÚV. Að þessu sinni fjallar þátturinn um pan- og tvíkynhneigt fólk, stundum nefnt persónukynhneigt.
22.03.2018 - 13:00
Viðtal
„Hér get ég verið sá sem ég vil vera“
„Faðir minn sagði mér að ég ætti að láta mig hverfa, að ég væri fjölskyldunni til skammar og hótaði að drepa mig, léti ég sjá mig aftur.“ Þetta segir Keneth, 23 ára flóttamaður frá Úganda. Á mánudaginn komu tíu flóttamenn frá Úganda til landsins, þeir eiga það sameiginlegt að vera hinsegin og hafa undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Naíróbí í Kenía. 
21.03.2018 - 18:27
Gott að taka á móti hinsegin flóttafólki hér
Nína Helgadóttir verkefnisstjóri flóttamannamála hjá Rauða krossi Íslands segir gott að taka á móti hinsegin flóttafólki hér: „Ég held að þetta sé nú kannski eitt af því sem við höfum gert hvað best undanfarin ár. Að við höfum tekið hinsegin fólki opnum örmum og viðhorfin hafa breyst alveg gríðarlega mikið“.
19.03.2018 - 18:21
Myndskeið
Fær nýja nafnið ekki viðurkennt í skólanum
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú aðgengilegur á vef RÚV. Að þessu sinni fjallar þátturinn um trans fólk.
15.03.2018 - 17:53
Ofsóknir gegn transfólki í Indónesíu
Lögreglan í Indónesíu rannsakar nú brot nokkurra lögreglumanna í Aceh-héraði gegn transfólki. Lögreglustjóri í norðurhluta héraðsins og undirmenn hans hafa verið yfirheyrðir eftir að hafa ráðist til inngöngu á snyrtistofu þar sem 12 transkonur vinna. Lögreglumennirnir eru sagðir hafa klippt hárið af nokkrum þeirra, neytt þær til að ganga í karlmannlegum fötum og tala með djúpri röddu.
04.02.2018 - 16:00
Ísland ekki lengur í fremstu röð
Ísland hefur dregist aftur úr nágrannalöndunum hvað varðar málefni hinsegin fólks, samkvæmt regnbogakorti baráttusamtakanna ILGA-Europe. Til stendur að leggja fram framvarp um réttindi hinsegin fólks á næstunni.
20.12.2017 - 06:00
Jóhanna opnar gleðigönguna í Færeyjum
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra og fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, hefur fengið boð um að opna gleðigöngu hinsegin fólks í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi. Fréttablaðið greinir frá þessu. Er henni boðið til þess að varpa ljósi á þær framfarir sem hafa átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks í Færeyjum á síðustu árum.  
20.07.2017 - 06:22
Viðtal
„Frelsandi að fá orð yfir tilfinningar mínar“
Kvenkynhneigð, intersex, kynsegin. Síðastliðin ár hefur þeim fjölgað orðunum sem eiga að ná utan um fjölbreytileika kynhneigða, kynvitunda og kyneinkenna. Íslendingar hafa hingað til ekki getað sótt sér fræðslu um hvað þessi orð merkja á íslensku. Þessu ætla þær Auður Magndís Auðardóttir og Íris Ellenberger að breyta. Í haust fer vefsíða þeirra hinseginfráatilö.is í loftið. Auður Magndís ræddi við Spegilinn um orðin sem skapa sjálfsmynd hinseginfólks. 
21.06.2017 - 16:51
Fá bætur vegna ófrjósemisaðgerða
Transfólk sem skyldað var í ófrjósemisaðgerð af sænskum yfirvöldum getur átt von á miskabótum. Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, Gabriel Wikstrom, greindi frá þessu í dag. Frá árinu 1973 til 2013 var ákvæði í sænskum lögum um að ef fólk vildi breyta fá viðurkenningu yfirvalda á kynleiðréttingu, yrði það að undirgangast ófrjósemisaðgerð.
Voguing – dans hinna jaðarsettu
„Þetta er einstakt samfélag. Það sem maður gerir sér ekki grein fyrir, og veit ekki, er að okkar helstu fyrirmyndir innan popptónlistar dagsins í dag eru undir áhrifum þessa menningarkima. Þetta eru samkynhneigðir karlmenn sem eru búnir að hanna og móta stefnu poppkúltúrsins í dag,“ segir Brynja Pétursdóttir um voguing-dansinn sem má rekja til ball-menningar 9. áratugarins.
13.03.2017 - 09:13
Aldrei talað um kynlíf lesbía
Sterkar vísbendingar eru um að hinsegin ungmenni fái ekki kynfræðslu við sitt hæfi í grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Sólveig Rós Másdóttir, stjórnmálafræðingur, vann í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og Skóla- og frístundasvið borgarinnar.
12.04.2016 - 17:52
Hinseginvinsamleg leyniþjónusta
Breska gagnnjósnaþjónustan MI5 er besti vinnustaður Bretlands fyrir hinsegin fólk samkvæmt nýrri könnun. Samkvæmt könnuninni eru hvergi betri vinnuaðstæður fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk en hjá MI5. Könnunin var gerð af Stonewall, samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks.
19.01.2016 - 14:20
  •