Færslur: Hinsegin dagar

Fegurð í frelsi
„Vil að það sé skýrt þegar ég syng um stelpur“
Tónlistarkonan Una Torfa var lengi að átta sig á kynhneigð sinni. Þegar hún loks komst að því hver kynhneigðin var vildi hún ekki fara leynt með það og endurspeglar því tónlist hennar hver hún er.
07.08.2022 - 09:00
Sjónvarpsfrétt
„Það er svo næs að þurfa bara að elska“
Við verðum að fræða fólk meira, standa saman og sýna samstöðu í verki eins og gerðist í dag og það var stórkostlegt, segir Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari og baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. Gríðarmikil þátttaka í Gleðigöngunni í dag markaði hápunkt Hinsegin daga 2022.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hátíðardagskrá Hinsegin daga
Fegurð í frelsi er skemmtiþáttur í tilefni Hinsegin daga þar sem flutt verður tónlist og fólk tekið tali.
06.08.2022 - 19:15
Myndskeið
Tár, bros og hælaskór - gleðin við völd í miðbænum
Mikill fjöldi stuðningsfólks hinsegin samfélagsins á Íslandi fagnaði fjölbreytileikanum í miðborg Reykjavíkur, með þátttöku í Gleðigöngunni í blíðskaparveðri í dag. Gangan er hápunktur Hinsegin daga, eða Reykjavík Pride-hátíðarinnar, sem hófst í byrjun vikunnar.
Fegurð í frelsi
„Ætlum að minnast þeirra sem fallið hafa í baráttunni“
„Þetta verður ekki tár, bros og takkaskór heldur tár, bros og hælaskór,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson sem stýrir nýjum skemmtiþætti í kvöld í tilefni Hinsegin daga. Fókusinn verður á gleðina en einnig verður fjallað um sorgina sem hefur fylgt bakslagi síðustu mánaða.
Viðrar ágætlega til gleðigöngu
Spár gera ráð fyrir hægri breytilegri átt og skýjaveðri á landinu í dag en lítisháttar vætu sums staðar. Bjartviðri norðaustanlands þó fyrri part dagsins í dag.
06.08.2022 - 09:06
Hinsegin smellir á hátíðardegi
Loksins er komið að gleðigöngu Hinsegin daga eftir nokkra bið og því ekki seinna vænna að hleypa gleði í hjartað með nokkrum vel völdum hýrum smellum.
06.08.2022 - 09:00
Sjónvarpsfrétt
Tekjumunur mikill eftir kynhneigð fólks
Mikill munur er á tekjum eftir kynhneigð á Íslandi. Þrátt fyrir meiri menntun eru hommar með þriðjungi lægri tekjur en gagnkynhneigðir karlmenn. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem kynnt var í dag á ráðstefnu í Veröld - húsi Vigdísar.
Kynuslast og pönkast í nasistum
Tveir hinsegin listamenn frá Frakklandi, Claude Cahun og Marcel Moore, stóðu í uppátækjasamri undirróðursstarfsemi gegn hernámsyfirvöldum Þjóðverja á Ermarsundseyjunni Jersey, sem var undir þýskum yfirráðum í seinni heimsstyrjöld.
05.08.2022 - 15:11
Skápasögur
„Hvað er hommi?“
Árni Grétar Jóhannsson man eftir því að hafa heyrt samtal tveggja manna í útvarpinu þegar hann var sex ára. Þeir töluðu um hinsegin málefni þess tíma og sögðu í sífellu orðið hommi sem vakti forvitni Árna sem spurði pabba sinn: „Hvað þýðir það, hvað er hommi?“
Skápasögur
Ólýsandi hugarró að vera ég sjálfur
„Ég finn að ég er á réttri braut og það er ótrúlega frelsandi,“ segir Kristmundur Pétursson sem kom út sem trans maður árið 2021.
04.08.2022 - 13:30
Skápasögur
Mesta vinnan var að yfirvinna eigin fordóma
„Það er ótrúlega mikilvægt að koma út úr skápnum því þú ert ekki heil fyrr en þú hættir að fela stóran og mikilvægan hluta af þér,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir. Hún kom út úr skápnum sem lesbía á árunum í kringum 1980.
03.08.2022 - 15:44
Morgunútvarpið
„Þetta minnir okkur á af hverju hinsegin dagar eru til“
„Þetta er langur aðdragandi, það er eiginlega bara ein hátíð kláruð og þá er orðið tímabært að fara að huga að þeirri næstu,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga sem eru settir í dag.
Bankastræti verður Regnbogastræti á Hinsegin dögum
Baráttu- og fræðsluhátíð hinsegin samfélagsins, Hinsegin dagar í Reykjavík eða Reykjavík Pride, hefst í dag. Hefð er fyrir því setja hátíðina formlega með því að stuðningsfólk hennar máli stræti í miðborg Reykjavíkur í litum regnbogans. Engin undantekning verður á því í ár, þegar Bankastræti verður sveipað regnbogans litum, frá Ingólfsstræti í átt að Lækjargötu.
02.08.2022 - 01:44
Síðdegisútvarpið
Ástandið orðið mjög súrt og skrítið
Hinsegin fólk á rétt á virðingu og að búa í samfélagi þar sem fólk í valdastöðu komi ekki fram í fjölmiðlum og láti fjandsamleg ummæli falla í þeirra garð. Þetta segir Íris Ellenberger og kallar eftir róttækari Hinsegin dögum í ár.
25.07.2022 - 14:30
Síðdegisútvarpið
„Sumir myndu kalla þá dónalega, mögulega“
„Ég efast um að þetta verði spilað á Barnarásinni eftir þessa breytingu,“ segir Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, eða dragdrottningin Lady Zadude. Hann vann nýlega titilinn dragdrottning Íslands og skemmtir áhorfendum með því að breyta textum laga og gera þá hinsegin, til að mynda Disney-lögum.
Síðdegisútvarpið
Krefja ræningjann ekki um að skila regnbogafánanum
„Við vonum að viðkomandi sjái að sér og hugsi málin upp á nýtt,“ segir Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur eftir að ónefnd manneskja, sem virðist vera í nöp við baráttu hinsegin fólks, lét greipar sópa um helgina og rændi regnbogafánum sem flaggað hafði verið við kirkjur og barnaskóla á Austurlandi.
10.08.2021 - 11:27
Hátíðardagskrá Hinsegin Daga
Ekki reyna að breyta Bassa Maraj
Raunveruleikastjarnan, rapparinn og áhrifavaldurinn Bassi Maraj samdi og flutti lag Hinsegin daga í ár. Lagið nefnist PRIDE og mun eflaust trylla nokkur dansgólf um ókomna tíð. Hann flutti það á Hátíðardagskrá Hinsegin daga sem flutt var á RÚV á laugardag.
09.08.2021 - 12:30
Sumarmál
Stundum mæta engin ættmenni í samkynja brúðkaup
„Ímyndaðu þér að hafa aldrei leitt makann þinn eða kysst hann á almannafæri,“ segir Hannes Páll Pálsson hjá ferðaskrifstofunni Pink Iceland um raunveruleika margra viðskiptavina sinna. Hann segir að þau sem gifta sig hér séu ótrúlega þakklát fyrir hve hlýlega Íslendingar taka á móti hinsegin brúðhjónum sem mörg koma frá löndum þar sem samkynja sambönd eru litin hornauga, jafnvel bönnuð.
07.08.2021 - 09:00
Síðdegisútvarpið
„Mig langaði frekar að vera prinsessan en prinsinn“
Þegar Ólafur Helgi Móberg var yngri elskaði hann barnaefni en þótti erfitt að spegla sig í því sem samkynhneigður drengur sem tengdi meira við prinsessurnar en prinsana. Í dag, fimmtudag, bregður hann sér reglulega í gerfi dragdrottningarinnar Starínu og fræðir börn um frelsi þeirra til að vera nákvæmlega þau sem þau óska sér.
05.08.2021 - 11:13
Síðdegisútvarpið
„Terfismi á ekkert skylt við femínisma“
Barátta fyrir því að trans konur fái ekki aðgang að ákveðnum rýmum, til dæmis í sundlaugum og í kvennaíþróttum, er dæmi um svokallaðan terfisma, segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Hún stýrir pallborðsumræðum um terfisma á Þjóðminjasafninu á morgun.
04.08.2021 - 12:30
Myndskeið
Ingólfsstræti málað í tilefni Hinsegin daga
Hátíðin Hinsegin dagar hófst í dag og lýkur henni á sunnudaginn. Fyrsti viðburður hátíðarinnar fólst í því að svonefndar gleðirendur voru málaðar á götu í miðborg Reykjavíkur. Þema hátíðarinnar í ár er „hinsegin á öllum aldri.“
03.08.2021 - 16:07
Hinsegin dagar glæða borgina lífi þessa vikuna
Hinsegin dagar hefjast í dag með setningarathöfn á hádegi við Ingólfsstræti. Ekki verður af Gleðigöngunni í ár frekar en í fyrra en ljóst er að mikil litagleði, regnbogar, tónlist og skreyttir hópar muni prýða borgina næstu daga. Ragnar Veigar Guðmundsson, sem er í stjórn Hinsegin daga, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að dagskráin í ár væri fjölbreytt og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
03.08.2021 - 09:50
Fram og til baka
„Þetta er orðið svolítið skrímsli“
„Þetta verður hægt, það er mantran,“ segir Ásgeir Helgi Magnússon, nýr forseti Hinsegin daga sem haldnir verða hátíðlegir vikuna eftir verslunarmannahelgi. Engan óraði fyrir því að dag einn yrði hátíðin eins stór og hún er í dag og að samfélagið allt tæki þátt í henni.
19.07.2021 - 13:58
Menningin
Blankheit breyttu Gilbert & George í lifandi skúlptúra
Hjónin og listamannatvíeykið Gilbert & George eru meðal þekktustu listamanna Bretlands og hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans síðustu fimm áratugi. Þeir nálgast einkalíf sitt sem listaverk og ruddu braut gjörningalistar í verkum sem hafa ögrað borgaralegum gildum en eru um leið pólitískir íhaldsmenn.