Færslur: Hinsegin

„Sama þó þú reynir, þú getur ekki hunsað eigin þarfir“
Kvikmyndin Tom of Finland fjallar um ævi finnska listamannsins Tuokos Valios Laaksonens. Svæsnar myndasögur hans hafa haft mjög mikil áhrif á fagurfræði og kynvitund samkynhneigðra karlmanna. Tom of Finland er sýnd á Evrópskum bíódögum á RÚV í kvöld klukkan 23:40.
Ekki boðlegt að réttindi hinsegin fólk séu ekki tryggð
„Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru ekki nægilega trygg á Íslandi og standast ekki samanburð við fjölda ríkja í Evrópu. Mér finnst það ekki boðlegt fyrir land sem telur sig í fremstu röð í málaflokknum á heimsvísu,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ‘78.
Þakklátur að geta verið samkynhneigður og ráðherra
„Mér finnst mikilvægt að brosa og auðveldara að fara í gegnum daginn ef ég brosi slatta.“, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sem í æsku jafnan kallaður Mummi af Mýrunum. Hann er sveitastrákur í húð og hár og hefur alla tíð starfað við umhverfisvernd sem er honum einkar hugleikin.
09.09.2020 - 13:28
Íslensk hinsegin ungmenni upplifa óöryggi í skóla
Könnun á vegum Samtakanna 78, sem snýr að upplifun hinsegin ungmenna í grunn- og framhaldsskólum hér á landi, sýnir að hluti þátttakenda upplifir óöryggi í skólanum vegna kynhneigðar, kyntjáningar eða kyns.
14.08.2020 - 13:56
Síðdegisútvarpið
Gæsahúð og tár í augun
Hinsegin dagar eru nú í fullum gangi en þó með öðru sniði en undanfarin ár. Venja er að hápunktur Hinsegin daga sé Gleðigangan en vegna samkomutakmarkanna verður ekki gengið í ár og verður hápunkturinn því sjónvarpsútsending þar sem hinsegin listafólk skemmtir áhorfendum.
07.08.2020 - 17:28
Fyrstu gleðisporin tekin frá Hlemmi árið 2000
„Það er minna um dúskana og dúllurnar og tjullið og allt það, þó það sé líka með, en gangan er dálítið pólitísk og það er athyglisverð þróun,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður um þróun Gleðigöngunnar, sem fagnar nú 20 ára afmæli. Hrafnhildur, sem hefur myndað nær allar göngurnar, frumsýnir heimildamynd um þær um helgina.
Handtekin fyrir að sveipa styttur hinsegin fánum
Tvær manneskjur voru í vikunni handteknar í Varsjá í Póllandi og gefið að sök að hafa vanhelgað styttur með því að sveipa þær regnbogalitum hinsegin fánum. Fólkið hefur verið látið laust úr haldi.
05.08.2020 - 17:05
Viðburðir á vegum Hinsegin daga falla niður
Viðburðir og skemmtanir á vegum Hinsegin daga munu falla niður vegna hertra sóttvarnarreglna. Hinsegin dagar áttu að fara fram dagana 4. til 9. ágúst. Ýmsir viðburðir áttu að fara fram víða um höfuðborgarsvæðið. Í færslu Hinsegin daga á Facebook segir að stefnt sé að því að einhverjir þessara viðburða verði sendir út á netinu og að aðrir verði á dagskrá síðar á árinu.
30.07.2020 - 14:14
10 ár frá lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra
Tíu ár eru liðin frá því ný hjúskaparlög tóku gildi sem heimiluðu hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni. Áður en lögin voru samþykkt gátu pör af sama kyni skráð sig í staðfesta samvist en þeim var hins vegar ekki heimilt að gifta sig.
11.06.2020 - 19:30
Höfundur Harry Potter sökuð um fordóma gegn transfólki
Rithöfundurinn J. K. Rowling hefur enn einu sinni reitt fólk til reiði með tístum sem gera lítið úr kynsegin og transfólki. Rowling er auðvitað þekktust fyrir að hafa skrifað bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter en síðustu ár hefur hún sömuleiðis verið afar virk í að tjá skoðanir sínar á Twitter.
08.06.2020 - 10:36
Ólöglegt að afhomma ungmenni í Þýskalandi
Þýska þingið samþykkti í gær lög sem banna svokallaðar afhommunarmeðferðir á yngri en 18 ára. Svoleiðis meðferðir eru sagðar geta breytt kynhneigð einstaklinga. Þeir sem komast í kast við nýju lögin geta átt von á allt að eins árs fangelsi eða 30 þúsund evra sekt, jafnvirði um fimm milljóna króna. 
08.05.2020 - 06:35
Morgunútvarpið
Margir misskilja veruleika trans barna
Málefni trans barna hafa verið mikið í deiglunni síðustu daga. Þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, dagskrárgerðarfólk á Stöð 2, hafa ekki farið varhluta af þeirri fáfræði sem oft virðist ríkja varðandi málefni trans barna. Þau hafa varið síðustu tveimur árum í að fylgja trans börnum og fjölskyldum þeirra eftir vegna framleiðslu á nýjum þáttum um trans börn.
18.02.2020 - 10:02
Furðar sig á að ekki megi vera kynlaus salerni
Dóra Björg Guðjónsdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, furðar sig á því að Vinnueftirlitið geri Reykjavíkurborg afturreka með kynlaus salerni. Áður en kynjamerkingar á salernum starfsfólks borgarinnar í Borgartúni og Ráðhúsinu hafi verið fjarlægðar, hafi verið leitað samþykkis Vinnueftirlitsins og það fengist. Ákvörðun Vinnueftirlits sé í andstöðu við nýleg lög um kynrænt sjálfræði.
20.11.2019 - 10:57
Trans fólks minnst í Hörpu í dag
Minningardagur trans fólks er haldinn í dag með athöfn sem hefst í Hörpu sem skreytt verður litum trans fánans í tilefni dagsins. Þar mun trans fólk, aðstandendur og baráttufólk koma saman í samstöðu og von um bjartari framtíð klukkan 17. „Trans fólk er ekki bara myrt lengst í burtu, morðin eiga sér líka stað í Evrópu,“ segir Ugla Stefanía Jónsdóttir formaður Trans Íslands.
20.11.2019 - 09:34
Hinsegin fólk alltaf að koma út úr skápnum
Að hlusta vel og gúgla eru meðal helstu ráða til foreldra eða aðstandenda þegar börn þeirra koma út úr skápnum sem hinsegin. Þetta segja Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum '78, og Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.
02.10.2019 - 14:38
Viðtal
Enn margt ógert í málefnum transfólks
Starfshópar um málefni transfólks verða skipaðir á vegum forsætisráðuneytisins til þess að taka á réttarstöðu barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Heilbrigðisráðherra segir að þrátt fyrir réttarbót með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði, hafi þessi hópur setið eftir.
14.09.2019 - 17:42
Fyrsta gleðigangan í Sarajevo
Yfir tvö þúsund tóku þátt í fyrstu gleðigöngu hinsegin fólks í Sarajevo í dag. Í göngunni var hatursglæpum í garð hinsegin fólks í Bosníu mótmælt. Yfir 1.100 lögreglumenn vernduðu gönguna fyrir um 150 manna mótmælagöngu gegn hinsegin fólki. 
08.09.2019 - 19:40
Myndskeið
Að vera hinsegin er glæpur í yfir 70 ríkjum
Það er glæpur að vera hinsegin í yfir 70 löndum og í tólf þeirra eru þyngstu viðurlög dauðarefsing. Aðeins 13% aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna hafa lögleitt samkynja hjónabönd.
17.08.2019 - 20:02
Myndskeið
„Ég var svo reið að ég þurfti að halda mér!“
„Við erum komin svo stórkostlega langt,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir en 20 ár eru liðin síðan fyrsta Gleðigangan var haldin.
17.08.2019 - 10:34
Geta skipt um nafn um leið og lögin taka gildi
Eftir að lög um kynrænt sjálfræði taka gildi tekur nafnabreyting hjá Þjóðskrá einungis þrjá til fimm virka daga. Þá getur hver sem er, óháð kyni, tekið sér hvaða nafn sem er á skrá. 
26.06.2019 - 13:52
Taylor Swift lætur fordómafullt fólk heyra það
Nýjasta lag söngkonunar Taylor Swift, „You Need To Calm Down“, er ákall um jafnrétti og skilning og hvetur til aðgerða í málefnum hinsegin fólks í Bandaríkjunum.
18.06.2019 - 14:45
Kvöld fyrir hinsegin konur og kynsegin fólk
„Það er mikilvægt að öllum hinsegin konum, hvernig sem þær skilgreini sig, líði eins og þær séu velkomnar. Því við viljum að allir undirhópar sem eru komnir, að þeir séu að koma saman og kynnast þeirra á milli líka,“ segir Ástrós Erla, einn af skipuleggjendum Hinsegin Ladies Night.
11.06.2019 - 16:32
Fimmti unglingurinn handtekinn vegna árásar
16 ára drengur var handtekinn í Lundúnum í dag í tengslum við árás á samkynhneigðar konur í strætisvagni í borginni í síðasta mánuði. Hann er fimmti unglingurinn sem er handtekinn vegna málsins.
08.06.2019 - 23:26
Lamdar fyrir að neita að kyssast í strætó
Fjórir unglingsdrengir, á aldrinum 15 til 18 ára, voru handteknir í Lundúnum í gær fyrir að ráðast á samkynhneigt par á þrítugsaldri í strætisvagni í borginni. Konurnar urðu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir árásina, sem var gerð aðfaranótt fimmtudagsins 30. maí.
08.06.2019 - 04:43
Gleðiganga í Istanbúl þrátt fyrir bann
Baráttufólk fyrir málefnum hinsegin fólks í Istanbúl í Tyrklandi lét bann borgaryfirvalda ekki koma í veg fyrir gleðigöngu og fór hún fram í dag. Talið er að um þúsund manns hafi tekið þátt í henni en göngunni lauk þegar lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum.
01.07.2018 - 18:54