Færslur: Hinsegin

Samkynja hjónabönd enn óheimil í Japan
Dómstóll í Japan hefur úrskurðað að bann við hjónabandi samkynja para gangi ekki gegn stjórnarskrá landsins. Með því er úrskurði af lægra dómstigi snúið við, en í fyrra komst dómstóll í landinu að honu gagnstæða.
20.06.2022 - 09:58
Erlent · Hinsegin · Japan · Asía
Alla leið
„Pabbi Blancos er pottþétt miklu yngri en ég“
„Hann er ábyggilega bara einhver mjög töff þrjátíu og fimm ára gæi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson um föður einnar skærustu poppstjörnu Ítalíu, sem er annar flytjandi framlags þjóðarinnar í Eurovision í ár. Álitsgjafar Alla leið í kvöld eru nokkuð sátt við lagið Brividi, sem er ástaróður tveggja karla til hvor annars.
07.05.2022 - 13:27
Kynhlutlaus skráning í bandarískum vegabréfum
Útgáfa vegabréfa með kynhlutlausri skráningu hófst í Bandaríkjunum í gær. Vegabréfin eru ætluð kynsegin Bandaríkjamönnum, þeim sem hvorki flokka sig sem karl né konu.
12.04.2022 - 06:00
Einungis karlar í færeysku stjórninni eftir hrókeringar
Mikill órói er í stjórnmálum í Færeyjum, minnstu munaði að stjórnin félli vegna deilna um réttindi samkynhneigðra. Stjórnin keypti sér gálgafrest með hrókeringum, en hefur misst meirihlutann á Lögþinginu. Eina konan í stjórninni missti embætti sitt svo nú eru einungis karlmenn ráðherrar í Færeyjum.
„Meðferðir“ við sam- og gagnkynhneigð bannaðar í Kanada
Lög sem banna hvers kyns „meðferðir“ við samkynhneigð, að viðlögðum refsingum, gengu í gildi í Kanada á miðvikudag. Lögunum er einkum beint að afar umdeildum samtalsmeðferðum sem ætlað er að snúa sam- og tvíkynheigðu fólki frá kynhneigð sinni og gera það gagnkynhneigt. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað að slíkar aðfarir jafngildi pyntingum og skuli hvergi þrífast.
Svokallaðar sinnaskiptameðferðir gerðar refsiverðar
Kanadíska þingið samþykkti í dag einróma bann með lögum við svokölluðum sinnaskiptameðferðum. Það þýðír að allar aðgerðir sem miða að því að snúa fólki frá kynhneigð sinni eða kynvitund verða refsiverðar.
Lestin
Föst með strákum því það mátti ekki sveigja reglurnar
„Þetta mjög erfiður tími sem setti mig svolítið aftur á bak í mínu ferli,“ segir Ísabella, trans kona sem var skikkuð til að vera með körlum á gangi í meðferð á Vogi því hún var komin svo skammt á veg í greiningarferli sínu. Reglunum hefur verið breytt en hún og Alexander Laufdal vilja ganga lengra og sjá sérúrræði fyrir hinsegin fólk með fíknivanda.
01.12.2021 - 10:07
Innlent · Mannlíf · Trans · Hinsegin · Fíkn · Vogur
Argentína
Fagna framförum en hvetja stjórnvöld til frekari dáða
Þúsundir Argentínumanna fögnuðu í gær þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinseginfólks og kvenna í landinu. Hátíðahöldin stóðu klukkustundum saman í miðborg Buenos Aires og höfðu á sér glaðlegan blæ enda 30. gleðigangan í borginni.
Hernum bannað að reka transkonu
Suður-kóreski herinn var í morgun dæmdur fyrir að hafa ranglega vísað Byun Hee-soo úr hernum eftir að hún fór í kynleiðréttingaraðgerð. Sjö mánuðir eru síðan Byun fyrirfór sér vegna ákvörðunar hersins.
Kynsegin og intersex höfðingi fundinn í Finnlandi
Áratugum saman hafa fornleifafræðingar rökrætt mikilvægi 900 ára gamallar grafar í Finnlandi sem geymir jarðneskar leifar manneskju, sem klædd er í kvenmannsföt en grafin með sverði karlkyns stríðsmanns.
12.08.2021 - 15:01
Myndskeið
Ingólfsstræti málað í tilefni Hinsegin daga
Hátíðin Hinsegin dagar hófst í dag og lýkur henni á sunnudaginn. Fyrsti viðburður hátíðarinnar fólst í því að svonefndar gleðirendur voru málaðar á götu í miðborg Reykjavíkur. Þema hátíðarinnar í ár er „hinsegin á öllum aldri.“
03.08.2021 - 16:07
Sjónvarpsfrétt
Gleði og litadýrð á fyrstu hinseginhátíð Vesturlands
Gleði og litadýrð einkenndu mannfjöldann sem streymdi um Borgarnes í dag. Hinseginhátíð Vesturlands og gleðigangan fóru nú fram í fyrsta skiptið, á vegum nýstofnað hinseginfélags Vesturlands. Systurnar Guðrún Steinunn og Bjargey Anna Guðbrandsdætur eru einar af skipuleggjendum hátíðarinnar og stofnendum félagsins.
10.07.2021 - 21:16
Gleðigangan stöðvuð í Istanbúl eitt árið enn
Hundruð söfnuðust saman í Istanbúl í Tyrklandi í dag og freistuðu þess að ganga gleðigöngu um borgina til að fagna fjölbreytileikanum, mótmæla vaxandi fordómum í garð hinseginfólks í Tyrklandi og berjast fyrir réttindum sínum, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu afturkallað leyfi fyrir göngunni á síðustu stundu. Lögregla beitti táragasi á göngufólk og tugir voru handteknir, þar á meðal ljósmyndari AFP-fréttastofunnar.
27.06.2021 - 00:27
Viðtal
Hondúrsk systir í haldi mannræningja í 12 daga
Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Samtakanna '78 síðan árið 2019. Þorbjörg hefur komið víða við og starfar í dag sem íslenskukennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Á menntaskólaárunum fór Þorbjörg sem skiptinemi til Hondúras og þar kom hún út úr skápnum, þrátt fyrir hætturnar sem steðja að hinsegin fólki í landinu.
Ungmenni óhræddari við að ögra kynjatvíhyggjunni
„Að vera hinsegin er í raun að falla ekki inn í þetta hefðbundna gagnkynhneigða norm, vera ekki sískynja heldur geta verið allt sem fellur þar fyrir utan. En hinseginleikinn er samt svo afstætt hugtak. Maður geti verið svona og hinsegin og hver og einn á sína eigin skilgreiningu á því hvað er að vera hinsegin,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, rekstrarstjóri Ketchup Creative, fyrirlesari, rithöfundur og annar stofnandi Hinseginleikans.
08.03.2021 - 10:28
Leikarinn Elliott Page er trans
Flestir þekkja hann sem Ellen Page, aðalleikkonu kvikmynda á borð við Juno, X-Men, Flatliners og Whip It. Page hefur nú kunngjört á Instagram- og Twittersíðu sinni að hann upplifi sig ekki sem konu því hann er trans og notar persónufornöfnin hann eða hán (they) um sjálfan sig. Nýja nafnið sem hann kýs að nota er Elliott Page.
01.12.2020 - 20:19
„Sama þó þú reynir, þú getur ekki hunsað eigin þarfir“
Kvikmyndin Tom of Finland fjallar um ævi finnska listamannsins Tuokos Valios Laaksonens. Svæsnar myndasögur hans hafa haft mjög mikil áhrif á fagurfræði og kynvitund samkynhneigðra karlmanna. Tom of Finland er sýnd á Evrópskum bíódögum á RÚV í kvöld klukkan 23:40.
Ekki boðlegt að réttindi hinsegin fólk séu ekki tryggð
„Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru ekki nægilega trygg á Íslandi og standast ekki samanburð við fjölda ríkja í Evrópu. Mér finnst það ekki boðlegt fyrir land sem telur sig í fremstu röð í málaflokknum á heimsvísu,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ‘78.
Þakklátur að geta verið samkynhneigður og ráðherra
„Mér finnst mikilvægt að brosa og auðveldara að fara í gegnum daginn ef ég brosi slatta.“, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sem í æsku jafnan kallaður Mummi af Mýrunum. Hann er sveitastrákur í húð og hár og hefur alla tíð starfað við umhverfisvernd sem er honum einkar hugleikin.
09.09.2020 - 13:28
Íslensk hinsegin ungmenni upplifa óöryggi í skóla
Könnun á vegum Samtakanna 78, sem snýr að upplifun hinsegin ungmenna í grunn- og framhaldsskólum hér á landi, sýnir að hluti þátttakenda upplifir óöryggi í skólanum vegna kynhneigðar, kyntjáningar eða kyns.
14.08.2020 - 13:56
Síðdegisútvarpið
Gæsahúð og tár í augun
Hinsegin dagar eru nú í fullum gangi en þó með öðru sniði en undanfarin ár. Venja er að hápunktur Hinsegin daga sé Gleðigangan en vegna samkomutakmarkanna verður ekki gengið í ár og verður hápunkturinn því sjónvarpsútsending þar sem hinsegin listafólk skemmtir áhorfendum.
07.08.2020 - 17:28
Fyrstu gleðisporin tekin frá Hlemmi árið 2000
„Það er minna um dúskana og dúllurnar og tjullið og allt það, þó það sé líka með, en gangan er dálítið pólitísk og það er athyglisverð þróun,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður um þróun Gleðigöngunnar, sem fagnar nú 20 ára afmæli. Hrafnhildur, sem hefur myndað nær allar göngurnar, frumsýnir heimildamynd um þær um helgina.
Handtekin fyrir að sveipa styttur hinsegin fánum
Tvær manneskjur voru í vikunni handteknar í Varsjá í Póllandi og gefið að sök að hafa vanhelgað styttur með því að sveipa þær regnbogalitum hinsegin fánum. Fólkið hefur verið látið laust úr haldi.
05.08.2020 - 17:05
Viðburðir á vegum Hinsegin daga falla niður
Viðburðir og skemmtanir á vegum Hinsegin daga munu falla niður vegna hertra sóttvarnarreglna. Hinsegin dagar áttu að fara fram dagana 4. til 9. ágúst. Ýmsir viðburðir áttu að fara fram víða um höfuðborgarsvæðið. Í færslu Hinsegin daga á Facebook segir að stefnt sé að því að einhverjir þessara viðburða verði sendir út á netinu og að aðrir verði á dagskrá síðar á árinu.
30.07.2020 - 14:14
10 ár frá lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra
Tíu ár eru liðin frá því ný hjúskaparlög tóku gildi sem heimiluðu hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni. Áður en lögin voru samþykkt gátu pör af sama kyni skráð sig í staðfesta samvist en þeim var hins vegar ekki heimilt að gifta sig.
11.06.2020 - 19:30