Færslur: Hilmir Snær Guðnason

Vikan
Hilmir Snær frumflytur hestamannaballöðu
Lopapeysur, kúrekahattar, þjóðlagagítarar, karlakór, íslenski stóðhesturinn og Hilmir Snær Guðnason með fráhneppt niður á bringu. Hvað viljiði hafa það betra?
Menningin
Ótrúlegt ferðalag Dýrsins frá skissubók á hvíta tjaldið
Kvikmyndin Dýrið með Noomi Rapace og Hilmi Snæ í aðalhlutverkum var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hreppti þar verðlaun í flokknum frumlegasta myndin. Kvikmyndinni lýsir Valdimars Jóhannsson leikstjóri sem klassískri sögu með einu súrrealísku elementi.  
Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í Cannes
Íslenska kvikmyndin Dýrið hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Gagnrýni
Óþægileg samkennd með ófullkomnu fólki
Það er ekki alltaf auðvelt að segja til um hvar samúð áhorfenda á að liggja í leikverkinu Oleanna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Að mörgu leyti höfum við þegar skipt okkur í fylkingar áður en við sjáum þetta verk.“
Hættulegra að segja þessa sögu eftir #metoo-bylgjuna
„Til að fá ekki ofboðslega lélega dóma frá kvenkrítíkerum ættum við að taka fulla afstöðu með konunni. En mér finnst leikritið ekki skrifað þannig,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari og leikstjóri. Til stóð að hann myndi taka í leikstjórnartaumana en bregður sér í staðinn í hlutverk háskólakennarans í leikritinu Oleanna sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í vikunni.
Leikhúsveisla
„Má segja að við höfum kvatt Stefán með sýningunni“
„Ég held við höfum leikið hana í tvö og hálft ár í fyrsta holli, 180 sýningar og eitthvað um 40.000 manns sem sáu sýninguna,“ segir Hilmir Snær Guðnason um Með fulla vasa af grjóti sem fyrst var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2000. Upptaka af lokasýningu verksins frá árinu 2017 er á dagskrá RÚV 2 kl. 19.30 í kvöld.
„Stefán Karl, er þér alvara?“
Tvíleikurinn Með fulla vasa af grjóti, með þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni sló í gegn þegar hann var frumsýndur hér um aldamótin. Verkið gekk fyrir fullu húsi mánuðum saman, en sýningar urðu hátt í 200 talsins þegar upp var staðið. Leikurinn verður endurtekinn á fimmtudag, þegar verkið fer á fjalirnar í þriðja sinn.
Ódýrir brandarar og úrelt efni
Leikhúsrýnir Víðsjár telur sýninguna Úti að aka hafa verið setta upp af fagmennsku á stóra sviði Borgarleikhússins og leikurinn í henni sé afar góður. Hins vegar setur hún stórt spurningarmerki við verkið sjálft sem hún telur passa illa inn í samtímann og uppfullt af ódýrum bröndurum á kostnað kvenna og minnihlutahópa. Það sé nauðsynlegt „að gera greinarmun á því sem er fyndið og síðan því sem einfaldlega má henda í ruslið með stimplinum úrelt efni.“
Vel útfærður farsi byggður á gamaldags efnivið
Það er ekki hægt að kvarta yfir hægri framvindu í farsanum Úti að aka, sem sýndur er á fjölum Borgarleikhússins í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, segja gagnrýnendurnir Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.