Færslur: Hillary Clinton

Fréttaskýring
Skoðanakannanir vestra: Mat á menntun vegur þyngra nú
Bandarísk fyrirtæki sem gera skoðanakannanir hafa breytt vinnubrögðum sínum nokkuð eftir forsetakosningarnar 2016. Mat á menntun og búsetu auk tækni við gerð kannana hefur tekið nokkrum stakkaskiptum.
Bandaríkjaforseti ausinn skömmum
Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2016 húskammaði Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrr í kvöld.
02.06.2020 - 04:06
Clinton útilokar ekki framboð: „Aldrei að segja aldrei“
Hillary Clinton, sem atti kappi við Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum 2016, segist finna fyrir „gríðarlegum þrýstingi" um að endurtaka leikinn og bjóða sig fram gegn Trump á nýjaleik á næsta ári. Hún útilokar ekki að láta undan þeim þrýstingi.
Biður Trump að hætta að ögra sér
Hillary Clinton hvetur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til að hætta að reyna að ögra sér til að bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Í svari Clinton við færslu Trump á Twitter segir hún forsetanum jafnframt að sinna starfi sínu.
09.10.2019 - 11:35
Hillary Clinton ætlar ekki í framboð
„Ég verð ekki í framboði, en ég held áfram að vinna að því sem ég trúi á," sagði Hillary Clinton í viðtali við sjónvarpsstöð í New York í gær. Þannig staðfesti hún í fyrsta sinn að hún ætli ekki að reyna að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum á næsta ári.
05.03.2019 - 06:40
Gagnrýnir Trump fyrir linkind í garð Rússa
Hillary Clinton gagnrýndi í gær framgöngu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi eftir viðræður hans við Vladimir Pútín í síðustu viku. Hún segist hafa heimildir fyrir því að Rússar ætli að hafa afskipti af þingkosningum í Bandaríkjunum í nóvember.
22.07.2018 - 13:11
Ár frá ákvörðun Comeys
„Ó er það í dag?" skrifaði Hillary Clinton á Twitter í gær og vísaði á vefsíðu þar sem þess er minnst að eitt ár er síðan James Comey, þáverandi yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, ákvað að opna rannsókn á tölvupóstum hennar á nýjan leik.
29.10.2017 - 07:44
Clinton skaut fast á Trump
Hillary Clinton skaut föstum skotum í átt til Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, þegar hún hélt ræðu fyrir útskriftarnemendur Wellesley kvennaháskólans í Massachusetts. Hún líkti stjórnartíð forsetans við þann sem var við völd þegar hún útskrifaðist þaðan sjálf. 
27.05.2017 - 07:14
Clinton gerir upp tapið, Trump tístir um nótt
„Hefðu kosningarnar verið haldnar 27. október væri ég forsetinn ykkar,“ sagði Hillary Clinton á alþjóðlega viðburðinum „Konur fyrir konur“ sem fór fram í New York á dögunum. Á viðburðinum fór hún ofan í saumana á tapinu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti brást í kjölfarið við máli Clinton í tístum að næturlagi. CNN greinir frá þessu.
03.05.2017 - 16:22
Peskov: Fólk Clintons fundaði líka með Rússum
Ráðgjafar Hillaryar Clinton funduðu með rússneska sendiherranum í Washington í aðdraganda forsetakosninganna vestra í nóvember á síðasta ári. Dimitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, greindi frá þessu í viðtali við CNN-fréttastöðina. Um leið vísaði hann á bug öllum ásökunum um að Rússar hafi haft nokkur afskipti af forsetakosningunum. Peskov segir bandarísk yfirvöld og fjölmiðla draga upp afar fjandsamlega mynd af Rússum. Það virðist honum hvort tveggja undarlegt og afar hryggilegt.
12.03.2017 - 23:17
Clinton og Trump slógu áhorfendamet
Aldrei hefur verið eins mikil spenna fyrir bandarísku forsetakosningum eins og nú, ef marka má sjónvarpsáhorf á fyrstu forsetakappræðurnar. Um 84 milljónir manna fylgdust með umræðum Clinton og Trump á aðfaranótt mánudags. Þar með var 36 ára gamalt áhorfendamet frá 1980 slegið en 80,6 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með kappræðum Jimmy Carter og Ronald Reagan.
Forsetakappræður: Trump féll á prófinu
Fyrstu kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fóru í fram í nótt. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kappræðurnar hefi gengið betur en hún hefði átt von á. Trump hafi byrjað kappræðurnar ágætlega en ekki hefði liðið á löngu þar til Trump hafi sýnt sitt rétta andlit. Silja Bára var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2.
Trump enn við sama heygarðshornið
Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, er enn við sama heygarðshornið í málefnum innflytjenda og ítrekaði í gærkvöld loforð um að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fyrr um daginn hafði hann verið í stuttri heimsókn í Mexíkó.