Færslur: Hildur Þórðardóttir
Nýtt met í hverjum kosningum
Nýtt met fyrir lægsta atkvæðahlutfall frambjóðanda í forsetakosningum hefur verið sett í hverjum kosningum frá og með árinu 1988. Fram að þeim tíma hafði Gísli Sveinsson, fyrrverandi forseti Alþingis, átt verstu útkomu forsetaframbjóðanda í 38 ár. Hann hlaut 6,24 prósent atkvæða í fyrstu almennu forsetakosningunum sem fram fóru hérlendis, árið 1952. Síðustu 28 árin hafa átta frambjóðendur fengið lægra atkvæðahlutfall en Gísli fékk á sínum tíma.
27.06.2016 - 08:19
5,5 meðmælendur fyrir hvert atkvæði
Fjórir frambjóðendur fengu fleiri undirskriftir á meðmælendalista sína fyrir forsetaframboð en atkvæði í sjálfum kosningunum. Þrír þeirra fengu margfalt fleiri meðmælendur en atkvæði.
26.06.2016 - 10:53
Hildur sátt við framboð sitt
„Skál fyrir þér,“ sungu kátir stuðningsmenn Hildar Þórðardóttur á kosningavöku hennar í Sundaborgum í nótt. Þar var fólk að dansa við tónlist Friðriks Dórs. Hildur sagðist sátt við að hafa boðið sig fram og með árangurinn.
26.06.2016 - 04:52
Hildur Þórðardóttir með RÚV-snappið í dag
Hildur Þórðardóttir sér um Snapchat-reikning RÚV í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hún tekur sér fyrir hendur, en allir forsetaframbjóðendur fá RÚV-snappið í einn dag næstu virku daga.
21.06.2016 - 13:11
Baráttan um Bessastaði: Hildur Þórðardóttir
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru kynntir til sögunnar. Viðtal við forsetaframbjóðandann Hildi Þórðardóttir.
14.06.2016 - 09:00
Fylgi Guðna minnkar um tæp 14 prósent
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 26. maí til 1. júní. Halla Tómasdóttir bætir við sig tæpum 5 prósentustigum og Davíð Oddson tveimur.
02.06.2016 - 16:03
Forsetinn á ekki að vera í fílabeinsturni
„Ég sé það þannig að forseti eigi ekki að vera í einhverjum fílabeinsturni á Bessastöðum,“ sagði Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi, á Morgunvaktinni á Rás 1. Hún segir að forsetinn eigi að vera úti á meðal fólksins, hann eigi að heimsækja vinnustaði og stofnanir, fara mikið út á land og heyra í fólkinu þar. „Forseti verður að vera í tengslum við fólkið til að vita hvað er að gerast í samfélaginu.“
01.06.2016 - 10:34
„Forsetinn getur skráð Ísland í ESB“
Forsetaframbjóðandinn Hildur Þórðardóttir segir að forsetinn geti nánast gert hvað sem honum detti í hug samkvæmt stjórnarskránni. Hann geti samið við erlend ríki og skráð Ísland í ESB. Hún ræddi við starfsmenn Eimskips í hádeginu í mötuneyti vöruhótelsins í Sundahöfn. Hún vildi meðal annars heyra skoðanir þeirra um forsetaembættið og spurði hvort menn vissu hver völd forsetans væru samkvæmt stjórnarskránni.
30.05.2016 - 16:44
Stendur fyrir hið nýja Ísland
„Forsetinn sem verður valinn mun endurspegla hvar þjóðin er stödd í þroska. Ef við erum föst í feðravaldinu, forræðishyggjunni, bjargvættarhugsunarhættinum og fórnarlömbunum, þá verður einhver karl kosinn. En ef við ætlum að fara inn í hið nýja Ísland, sem ég stend fyrir, þessi nýju gildi þar sem við byggjum á jafnrétti, jöfnuði, gagnsæi, réttlæti, samkennd og samvinnu, þá verð ég kosin, þetta verður bara eins og Ísland er tilbúið til.“ Þetta segir Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi.
10.05.2016 - 18:50
Hildur Þórðardóttir býður sig fram til forseta
Hildur Þórðardóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands. Hún leggur áherslu á nýja stjórnarskrá og að bæta samfélagið.
27.03.2016 - 15:57