Færslur: Hildur Knútsdóttir

Gagnrýni
Spennudrifin tvífarasaga í örum takti
Þó ekki sé kafað á dýptina í nýjustu sögu Hildar Knútsdóttur, Myrkrinu milli stjarnanna, er hún hrollvekjandi og spennandi aflestrar, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Samfélagið
Hildur syrgir miðbæjarköttinn Snabba
„Snabbi var fullkominn köttur,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur um köttinn sem flutti inn til fjölskyldunnar í janúar en dó skyndilega á dögunum. Harmurinn er mikill á heimilinu en líka um allan miðbæ þar sem Snabbi var víðförull og mannblendinn og átti sér marga aðdáendur.
09.11.2021 - 14:23
Síðdegisútvarpið
Kötturinn reyndist vera menningarunnandi
Kötturinn Snabbi á það til að sækja veitinga- og skemmtistaði bæjarins ásamt því að staldra við kirkjuturna og listasöfn. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og eigandi Snabba, segir það langþráðan draum að geta kortlagt ferðir katta sem nú hafi ræst.
04.08.2021 - 13:50
Hringdi í fasteignasala og villti á sér heimildir
„Ég kannski bara bið hann afsökunar á að hafa sóað tíma hans,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur sem rakst á dularfullt hús í Skólastræti þegar hún var að blaða í gegnum fasteignaauglýsingar. Hún þóttist vera áhugasamur kaupandi, fékk að skoða húsið og skrifaði svo þríleik sem gerist að hluta til í húsinu.
30.11.2020 - 08:51
Lovecraft gengur aftur í poppmenningunni
„Hann var höfundur sem skapaði heilan heim, eins og bara Tolkien gerði, þó hann sé allt öðruvísi. Það er þessi heimur sem hefur orðið mjög mörgum höfundum uppspretta nýrra verka og/eða vísa í þessa tilfinningu sem að finna má í þessari mjög myrku veröld Lovecrafts,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir, en hún skrifar grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar þar sem hún rekur áhrif hryllingssagnahöfundarins H.P. Lovecraft á ólík menningarfyrirbæri, frá íslenskum furðusögum til Stranger Things.
Gagnrýni
Spennandi, áreynslulaust og fantavel gert
Gagnrýnendur Kiljunnar eru alveg á sömu blaðsíðu varðandi ágæti unglingabókarinnar Nornarinnar eftir Hildi Knútsdóttur. Þorgeir og Guðrún segja hana frábæra og spennandi og lofa sérstaklega uppbyggingu söguheimsins sem er Ísland eftir 80 ár.
Með aðgerðum kemur von
Húsið brennur en við sláum bara blettinn. Umræðan um loftslagsbreytingar hefur varla breyst í gegnum árin. En hún er flókin og full af örvæntingu og kvíða. En það eru bjartir sólstafir við sjóndeildarhringinn. „Veröld sem var,“ skrifaði Stefan Zweig. „Veröld sem verður,“ segir Greta Thunberg, sænski aðgerðarsinninn. Lína langsokkur holdi klædd tilbúin til þess að taka í lurginn á forpokaða fullorðna fólkinu sem bara þykist og þykist en situr í raun aðgerðarlaust.
Gagnrýni
Dæmigerður reynsluheimur stúlkna á 21.öld
„Sagan snýst langmest um stelpur sem eru skotnar í strákum, fara á túr, skoða instagram og eru á trúnó, horfa á þætti, mála sig, fara á ball og fá sér bjór. Sennilega er þetta raunsæislegur reynsluheimur flestra íslenskra unglingsstúlkna á 21. öld og það er frábært að draga hann fram,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir um Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur, en þarf myndmálið að vera svona dæmigert og niðurdrepandi, spyr Steinunn um leið.
Íslensku bókmenntaverðlaunin - ræður
Auður Ava Ólafsdóttir hlaut í kvöld íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Ör.
Vetrarhörkur - Hildur Knútsdóttir
Bók vikunnar er Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur en í henni segir af fjölskyldu sem kemst lífs af eftir árás geimvera á Ísland, geimvera sem eru sólgnar í mannakjöt.