Færslur: Hildur Guðnadóttir

Menntamálaráðherra sendir Hildi hamingjuóskir
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi Hildi Guðnadóttur hamingjuóskir á Facebook-síðu sinni í nótt. "Hildur er frábær fyrirmynd fyrir alla ungu Íslendingana sem dreymir um að ná langt á sínu sviði. Til hamingju enn og aftur kæra Hildur og takk fyrir tónlistina," skrifar ráðherrann meðal annars.
10.02.2020 - 04:32
Hildur í Chanel frá toppi til táar
Hildur Guðnadóttir mætti í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn við Dolbyhöllina í Hollywood, þar sem Óskarsverðlaunin verða afhent í nótt. Hildur var með mann sinn, Sam Slater, sér til halds og trausts á dreglinum, og eins og glöggt má sjá fór hann líka í sparigallann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það franska tískuhúsið Chanel sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að klæða Hildi upp fyrir Óskarinn.
Óskarverðlaunin afhent
Bein útsending frá afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, er tilnefnd til verðlauna fyrir frumsamda kvikmyndatónlist. Þulur er Hulda G. Geirsdóttir.
Myndskeið
Verður Hildur fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskar?
Það verður mikið um dýrðir í Hollywood í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. sinn í Dolby-höllinni í kvöld. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að Hildur Guðnadóttir hljóti þessi eftirsóttu verðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Joker sem er tilnefnd til 11 óskarsverðlauna. Hildur gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun.
09.02.2020 - 13:19
BBC: Hvernig selló Hildar varð að Jókernum
BBC fjallar ítarlega um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur á verðlaunahátíðum síðustu mánuði á vef sínum í dag. Á sunnudag kemur í ljós hvort hún fái Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Joker. Hildur er eina konan sem er tilnefnd í sínum flokki og þykir nokkuð líkleg til að verða aðeins þriðja konan til að fá Óskarinn fyrir bestu kvikmyndatónlistina í 84 ára sögu verðlaunanna. Síðast vann kona til þessara verðlauna fyrir 33 árum þegar Ann Dudley hlaut þau fyrir The Full Monty.
Warner Bros nýtir sér velgengni Hildar með tónleikaferð
Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros hefur ákveðið að fara í tónleikaferð um heiminn með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Hljómsveit mun leika tónlist Hildar á meðan myndin er sýnd. Fyrstu tónleikarnir verða í Lundúnum í lok apríl.
04.02.2020 - 10:17
Myndskeið
Hildur Guðnadóttir með „sjö fingur“ á Óskarsstyttunni
Hildur Guðnadóttir vann í gærkvöld bresku Bafta-verðlaunin fyrir tónlistina sína við kvikmyndina Joker. Þetta eru önnur stóru verðlaunin sem Hildur fær fyrir þetta verk sitt en hún vann einnig til verðlauna á Golden Globe í síðsta mánuði. Segja má að Hildur sé komin með „sjö fingur“ á Óskarsstyttunni.
03.02.2020 - 08:18
Hildur vann BAFTA verðlaunin
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunaafhendingin fer fram í kvöld. Hildur hefur þegar fengið Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þá fékk hún Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker.
02.02.2020 - 19:49
Bafta-verðlaunin afhent í kvöld
Kvikmyndaverðlaun bresku kvikmynda-akademíunnar, Bafta, verða afhent í kvöld. Hildur Guðnadóttir er tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker en verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um það sem koma skal á Óskarsverðlaunahátíðinni eftir viku.
02.02.2020 - 12:20
Fyrsta konan til að sitja ein að Grammy fyrir hljóðrás
Hildur Guðnadóttir varð á sunnudagskvöldið fyrsta konan til að sitja ein að Grammy-verðlaunum fyrir bestu tónlist samda fyrir sjónrænan miðil, en þetta var í annað sinn frá upphafi sem kona vinnur til verðlauna í þessum flokki.
29.01.2020 - 13:10
Hildur Guðnadóttir í fríðu föruneyti Óskarsbiðla
Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Grammy-verðlaunin á sunnudag fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl, var mætt í árlegan hádegisverð Akademíunnar á mánudag fyrir þá sem eru tilnefndir til Óskarsverðlauna. Síðan var tekin mynd af öllum hópnum þar sem Hildur er í fríðu föruneyti og stendur rétt hjá bandaríska stórleikaranum Brad Pitt.
28.01.2020 - 10:56
Hildur vann Grammy-verðlaunin
Hildur Guðnadóttir vann í kvöld Grammy-verðlaun í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil fyrir hljóðrás sína við þættina Chernobyl. 
26.01.2020 - 21:15
Pistill
Grammy-verðlaunin fikra sig í átt að fjölbreytni
Grammy-verðlaun verða veitt í 62. skiptið í Staples-höllinni í Los Angeles í nótt þegar fólk í tónlistarbrananum fer í sitt fínasta púss og verðlaunar hvert annað. Verðlaun verða veitt í 84 flokkum og að þessu sinni er íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir tilnefnd í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil.
26.01.2020 - 17:19
Hildur líklegust til að vinna Grammy og Óskar
Hildur Guðnadóttir er af bandarískum veðbönkum talin líklegust til að vinna Grammy-verðun annað kvöld í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil fyrir hljóðrás sína við þættina Chernobyl.
25.01.2020 - 16:13
Cell7, Dýrfinna og Hildur Guðnadóttir tilnefndar
Rappararnir Cell7 og Countess Malaise eru tilnefndar til norrænu Hyundai Nordic tónlistarverðlaunanna sem veitt hafa verið árlega frá árinu 2010 fyrir bestu norrænu plötu ársins. Stórstjarnan og kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er einnig tilnefnd fyrir tónlistina úr HBO þáttunum Chernobyl.
22.01.2020 - 13:05
Myndskeið
Hildur Guðnadóttir: „Ég er ekki alveg búin að átta mig“
Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker, segist ekki alveg vera búin að átta sig á tíðindunum. Þetta sé hins vegar ótrúlegur heiður, en um leið súrrealískt.
13.01.2020 - 20:19
Joker með flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Joker, í leikstjórn Todd Philips með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár. Hildur Guðnadóttir fær tilnefningu fyrir bestu tónlistina.
Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna
Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár fyrir tónlistina í Joker.
Hver verða tilnefnd til Óskarsverðlauna?
Bein útsending frá tilkynningu um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2020. Þá kemur í ljós hvort Hildur Guðnadóttir tónskáld fær tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.
Hildur Guðnadóttir verðlaunuð af gagnrýnendum
Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun gagnrýnenda, Critic's Choice Awards, í nótt fyrir tónlista sína í kvikmyndinni um Jókerinn. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna eftir hádegi í dag og talið líklegt að Hildur verði þar á blaði. Sýnt verður frá því þegar tilnefningarnar verða kunngjörðar á RÚV.is kl. 13.20.
13.01.2020 - 10:47
Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2020 verða kynntar í dag klukkan 13.20 að íslenskum tíma. Þau John Cho og Issa Rae kynna tilnefningarnar sem verða sýndar í beinni á RÚV.is
Lestin
Tár, bros og gylltir hnettir
Það gekk á ýmsu á Golden Globe verðlaunaafhendingunni sem fram fór á dögunum þar sem Ricky Gervais sleppti algjörlega af sér beislinu og gekk fram af sumum gestum og áhorfendum á meðan aðrir dáðust að hispursleysi hans. Hildur okkar Guðnadóttir hreppti hnöttinn fyrir Jókerinn og gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að fá Óskarsverðlaun í næsta mánuði.
Hildur tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna
Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til verðlauna bresku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Tilnefningar voru birtar í morgun. Hildur fékk í fyrrakvöld Golden Globe-verðlaunin fyrir verkið.
07.01.2020 - 08:40
Lygileg sigurganga Hildar Guðnadóttur
Hildur Guðnadóttir, tónskáld úr Hafnarfirði, skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hún varð fyrsta konan til að vinna Golden Globe-verðlaun fyrir tónlist við kvikmynd í 19 ár. Hún er jafnframt fyrsta konan til að hljóta þessi verðlaun ein. „Ég er orðlaus,“ sagði Hildur þegar hún tók á móti gullhnettinum frá Jennifer Lopez. Sigurganga Hildar að undanförnu hefur verið með miklum ólíkindum.
06.01.2020 - 11:06
Hildur hlaut Golden Globe fyrir Joker
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í nótt þegar hún tók við Golden Globe verðlaununum fyrir tónlistina í kvikmyndinni um varmennið Joker. Hún þakkaði samstarfsmönnum og fjölskyldu sinni. Að lokum þakkaði hún syni sínum Kára og lauk þakkarræðunni á orðunum: „Þessi er fyrir þig.“
06.01.2020 - 03:29